Dagur - 12.12.1990, Page 1

Dagur - 12.12.1990, Page 1
Norðurland: Góð færð á flestum vegum en nokkuð um hálku Færð hefur ekki spillst veru- lega þrátt fyrir norðanáttina í gær. Fært var um flesta vegi á Norðurlandi í gærkvöld en nokkuð um hálku og smádriftir að sögn Vegagerðarmanna. Ólafsfjarðarmúli var aðeins fær stórum bílum og jeppum í gærkvöld en aðrir vegir á Norðurlandi voru greiðfærir. Fært var yfir Öxnadalsheiði og vestur um Vatnsskarð. Einnig vegurinn um Víkurskarð. Austan Húsavíkur var leiðindaveður í gær og mátti búast við að færð gæti spillst. Að sögn Vegagerð- armanna var nokkuð um hálku á vegum og nauðsynlegt að vera á bílum vel búnum til vetrarakst- urs. Þl Hrísey: Skortir fleiri vinnsludaga til jóla „Það er meira en nóg að gera hér í fiskvinnslunni fram að jólum og ef vel ætti að vera vantar fleiri daga fram að jólum,“ sagði Jóhann Þór Halldórsson, útibússtjóri Kaupfélags Eyfirðinga í Hrís- ey. Jóhann Þórsagði fyrirsjáanlegt að mikið hráefni bærist á land á næstu dögum og því Ijóst að unn- ið yrði af kappi fram að jólum. „Við eigum ennþá talsvert af fiski í sjónum, sem við erum að baksa við að ná. Það verður því fyrir- sjáanlega mikið að gera hér fram að jólum og þó að það sé ekki æskilegt vil ég ekki útiloka vinnu milli jóla og nýárs," sagði Jóhann Þór. Hann sagðist ekki nákvæmlega vita hversu mikinn kvóta Súlna- fellið ætti eftir, en hann myndi meira en nægja frant að áramót- urn. Þá hefur frystihúsið fengið fisk úr Dalvíkurtogurunum til vinnslu. Um er að ræða kvóta sem togararnir veiða fyrir Hrís- eyinga. óþh Blönduvirkjun: Vetrarfrí hafin og vinna minnkar Útivinnu er nú nær lokið þetta haustið við Blönduvirkjun. Starfsmenn Hagvirkis og Stíg- anda eru hættir og aðalvinnan fer fram innandyra eða neð- anjarðar. Verktakarnir sem sjá um undirstöður og slóðagerð í tengilínunni niður Blöndudal eru einnig hættir enda komnir Höllustaðaland á enda. Að sögn Ólafs Jenssonar, yfir- staðarverkfræðings, er nú m.a. unnið við innviði í stjórnhúsinu og rafbúnaði í sambandi við fyrsta rafalinn er einnig verið að koma fyrir undir stjórn tveggja Japana. Ólafur sagði þetta árið hafa geng- ið vel og allir fara í jólafrí um 20. des. en koma síðan til starfa aftur eftir áramótin. Hann sagði vinnu við virkjunina trúlega ekki hefj- ast aftur af fullum krafti fyrr en í maí. Það færi þó allt eftir veður- fari, en undanfarin tvö ár hefur ekki verið hægt að byrja fyrr en í maf. Hreppsnefnd Svínavatnshrepps, hefur fengið senda frá Lands- virkjun nýja skipulagsteikningu af tengilínu virkjunarinnar og Byggðalínu. Að sögn Sigurjóns Lárussonar, oddvita, sendi skipu- lag ríkisins einnig bréf þess efnis að hreppsnefndin reyndi að af- greiða málið. Sigurjón sagði ekk- ert hafa breyst frá upphafi nema lega línunnar, enn hefði ekki ver- ið reynt að ganga til samninga við landeigendur á Löngumýrarbæj- unum. Hann sagðist ekki vita hvenær hreppsnefndin tæki málið fyrir, en það yrði gert. SBG ,Augun“ opnuð. Mynd: Golli Slippstöðin hf. á Akureyri: Tilboð gert í viðgerð verk- smiðjutogara í Iitháen - „flármögnunarhliðin er vandamál,“ segir Sigurður Ringsted, forstjóri stöðvarinnar Slippstöðin hf. á Akureyri mun á næstunni gera tilboð í viðgerð á stórum verksmiðju- togara fyrir fyrirtæki í Sovét- lýðveldinu Litháen. Stöðin liefur verið í sambandi við útgerðaraðila togarans síðustu mánuði og í síðustu viku fóru forsvarsmenn Slippstöðvarinn- ar út til viðræðna við þessa aðila. Niðurstaða þeirrar heimsóknar er sú að lokið verður við útboðsgögn fyrir viðgerðina og því næst gerir Slippstöðin formlega tilboð í verkið. Ljóst er að stöðin þarf að keppa við nokkrar erlendar skipasmíðastöðvar um þetta verk en stærsta vandamálið er þó það hversu Iitlu fé Litháar hafa yfír að ráða. Að sögn Sigurðar Ringsted, forstjóra Slippstöðvarinnar, felst þetta verkefni í að skipta um fisk- vinnslubúnað í stórum verk- smiðjutogara. Sem dæmi um stærð þessa skips má nefna að hann er um 100 metrar að lengd. Til viðbótar við endurnýjun á Smábátafélagið Vörður: Skjálfandaflói sé veiðisvæði Húsavíkurbáta ,Okkur smábátaeigendum þykir tímabært, að Skjálfanda- flói sé veiðisvæði Húsvíkur- báta, enda lítum við svo á að flóinn sé undirstaða smábáta- útgerðar frá Húsavík og at- vinnusköpunar, sem átti sér stað hér fyrr á árum.“ Svo seg- ir í erindi Smábátafélagsins Varðar á Húsavík til bæjarráðs. Heimir Bessason kom á fund bæjarráðs sl. fimmtudag með erindi frá Verði um lokun Skjálf- andaflóa fyrir veiðum í snurvoð. í erindinu kemur fram að Heimir hefur að undanförnu átt viðræður við bæjarráðsmenn og bæjar- stjóra um hugsanlega lokun á hluta Skjálfandaflóa fyrir veiðum með dragnót. Einnig hefur hann átt viðræður við skipstjóra á stærri bátum, sem hafa stundað dragnótaveiðar. Þess er farið á leit að bæjarráð taki málið fyrir til umræðu sem allra fyrst. Bæjarráð samþykkti að fresta afgreiðslu erindisins. IM þessum búnaði eru talsverðar viðgerðir á skipinu. „Ég geri mér ekki fyllilega grein fyrir hvaða möguleika við eigum í stöðunni," sagði Sigurð- ur. „Mér virðist þó að þeir horfi til Islands vegna þess hve við erum framarlega sem fiskveiði- þjóð. Ég veit að þeir eru að leita að nútíma fiskvinnslu til að setja í skipið og þar hafa íslendingar verið framarlega og Slippstöðin þar í fremstu röð. Vandamálið er hins vegar fjármögnunarhliðin og hvort þeir geti borgað fyrir það sem þeir vilja láta gera. Á því höfum við ekki fundið lausn ennþá en erum að vinna í að finna þessa lausn. Þessu til við- bótar erum við að keppa við þjóðir sem niðurgreiða sinn skipasmíðaiðnað og því er spurn- ingin sú hvað þær gera í þessari stöðu," sagði Sigurður. Sigurður segir að hér sé um mjög stórt verk að ræða, senni- lega eitt það stærsta sem stöðin hafi tekið að sér. Niðurstaða fáist í málinu innan tíðar því skipið hafi nú legið við bryggju í 14 mánuði en eigendur skipsins hafi tekið þá ákvörðun að endur- byggja það og leiti nú að aðila til að vinna verkið. Hann segist vænta þess að gert verði tilboð strax um áramót og svars sé að vænta fljótlega á nýja árinu því rætt sé um að byrja á verkinu síð- ar í vetur. JÖH Fiskeldi Eyjafjarðar hf.: „Hlýrimi er mjög álitlegur eldisfiskur“ - segir Ólafur Halldórsson, framkvæmdastjóri „Hlýrinn verður alger auka- búgrein. Við erum að safna klakfíski, allt byrjar þetta með því. Hlýranum sinnum við eftir efnum og aðstæðum og sjáum síðan til hvað verður. Lúðueld- ið er númer eitt, tvö og þrjú hjá okkur,“ sagði Ólafur Hall- dórsson, framkvæmdastjóri Fiskeldis Eyjafjarðar hf. Að sögn Ölafs hafa togararnir Harðbakur og Kaldbakur safnað saman um 250 hlýrum, sem oft er nefndur steinbítsbróðir. Hlýrinn er fiskur af sæúlfaættkvísl (anarr- hichas minor), sem hentar vel til eldis. „ Þeir vaxa hratt við lágt hitastig, mun hraðar en steinbít- urinn. Mjög gott er að fóðra hlýr- ann og seiðin taka fóðrið strax. Þau eru strax vel þroskuð ekki eins og lúðuseiðin, sem mjög erfitt er að fá til að éta þegar kviðpok- anum sleppir. Gott verð fæst fyrir hlýra á mörkuðum erlendis og með markaðsátaki er hlýrinn mjög álitlegur eldisfiskur," sagði Ólafur Halldórsson. ój

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.