Dagur


Dagur - 22.01.1991, Qupperneq 1

Dagur - 22.01.1991, Qupperneq 1
 74. árgangur Akureyri, þriðjudagur 22. janúar 1991 14. tölublað HERRADEILD Gránufélagsgötu 4 Akureyri • Sími 23599 Norðurland: Mestur vindhradi mældist á Akureyrarflugvelli -105 hnútar eða tæplega 200 km á klst. Veðurstofa íslands gerir ráð fyrir að í dag og næstu daga verði ríkjandi vestlægar og suðlægar áttir um norðanvert landið. Lægðirnar flengjast að landinu hver á fætur annarri með tilheyrandi hvassviðri og hlýindum. Guðmundur Hafsteinsson, veð- urfræðingur, sagðist reikna með Norðurland vestra: Víða skemmdir í ofsarokinu - bátur sökk á Hofsósi Nokkrar skcmmdir urðu í rok- inu í gærmorgun á Sauðár- króki. Björgunarsveitin var nokkrum sinnum kölluð út til að aðstoða fólk við að berjast við rokið. Þakplötur fuku af einu íbúðarhúsi og forðuðu björgunarsveitarmenn frekari skemmdum og tókst að negla niður þakið sem var byrjað að losna. Gróðurhús losnaði upp og munaði litlu að það fyki. Björg- unarsveitarmönnum tókst að njörva það niður áður en það fauk. Rúður í húsum brotnuðu og aðstoðuðu björgunarsveitar- menn fólk við að negla fyrir gluggana. Þjónustuskúr fyrir tjaldstæði í Steinsstaðahverfinu í Lýtings- staðahreppi fauk í gærmorgun og stórskemmdist. I skúrnum var eldunaraðstaða og salerni fyrir um tuttugu manns. Hús þetta var í eigu Sigurðar Friðrikssonar eig- anda Hótel Bakkaflatar sem einnig er í Steinsstaðahverfinu. Húsið kostar hundruð þúsunda og er það stórskemmt. Rúður í gróðurhúsum í nágrenninu brotnuðu en ekki mun um stór- tjón að ræða. Þriggja tonna plastbátur slitn- aði upp í höfninni á Hofsósi og rak upp í fjöru og brotnaði þar í spón. Pak fauk af útihúsi í nágrenni Hofsóss og einhverjar minni skemmdir urðu á fleiri bæjum. kg heldur minni vindi en var í áhlaupinu í gærmorgun, en gera mætti ráð fyrir snörpum vind- hviðum annað slagið. Veðurhæð var gífurleg um norðanvert landið í gærmorgun þegar verst lét. Samkvæmt upp- lýsingum Veðurstofunnar mæld- ist mestur vindhraði á Akureyr- arflugvelli um kl. 9, hvorki meira né minna en 105 hnútar eða tæp- lega 200 kílómetrar á klukku- stund. Á bæði Þingeyri og Vopnafirði mældist um 90 hnúta vindur og gera má ráð fyrir að vindur af þessari gráðu hafi verið mjög víða á Norðurlandi í gær. óþh Hluti af þaki á fjölbýlishúsi við Skarðshlíð á Akureyri fauk í ufsaveðrinu í gærmorgun og tjón varð á nokkrum húsum í bænum. Á innfelldu myndinni er unnið við að negla niður járn á húsi við Hafnarstræti. Myndir: Goiii Fárviðri á Akureyri: Tjón á húsum og bifreiðum víða um bæinn Talsvert tjón varð í hvassviðr inu á Akureyri í gærmorgun. Þakjárn fauk af húsum og skemmdir urðu á bifreiðum og ýmislegu lauslegu í bænum. Lögreglan lokaði hluta Gler- árgötu þegar vegfarendum stafaði hætta af þakplötum sem fuku af fjölbýlishúsi. Matthías Einarsson, lögreglu- varðstjóri, segir að lögreglan hafi átt mjög annríkt um morguninn, og varð að kalla út fleiri menn á vaktina. Klukkan 7.55 var til- kynnt að þakjárn væri farið að fjúka af fjölbýlishúsinu Skarðs- hlíð 14-16-18. Vindhraði fór upp í 68 hnúta skömmu síðar, en það eru 12 vindstig. Um svipað leyti fauk skor- steinn af Hafnarstræti 88, og lenti hluti af honum á bíl sem stór- skemmdist. Þakplötur fuku einnig af Hafnarstræti 84 og Aðalstræti 10. Lögreglan fékk margar til- kynningar um skemmdir á bif- reiðum sem fuku saman á bíla- stæðum. Matthías segir að eig- endunum hafi verið vfsað beint á tryggingafélögin, því lögreglan komst ekki yfir að sinna því þá. Bílar fuku in.a. saman í miðbæ Akureyrar, á Brekkunni, í Gler- Mannlaus trilla fannst við Gjögurtá sl. sunnudag: Þrjátíu og finun ára sjómanns frá Grenivík er saknað - víðtæk leit á sjó, landi og úr lofti Þrjátíu og fímm ára gamais manns frá Grenivík er saknað eftir að Eyfell ÞH-62, fímm tonna trilla fannst mannlaus við Gjögurtá sl. sunnudag. Björgunarbátur úr triilunni fannst í Keflavík, sem er hin- um megin við Gjögurtána. Akureyri: Böm í hrakningum á leið í skóla Mörg börn á Akureyri komust við illan leik í skóla í gærmorg- ua, enda tókust þau hreinlega á loft í hvassviðrinu. Strætis- vagnar reyndust gott skjól og einnig kom til kasta hjálp- samra bílstjóra að bjarga börn- unum. Við aðstæður sem þessar, þegar ekki er búið að aflýsa skólahaldi, er það mat foreldra hvort þeir sendi börn sín í skólann. Síðar um morguninn var til- kynnt að skólahaldi væri aflýst í Glerárskóla og Hvammshlíðar- skóla á Akureyri og í 1.-7. bekk í öðrum skólum í bænum. Skóla- hald féll víðar niður eða raskaðist í Eyjafirði og annars staðar á Norðurlandi eystra. í Ólafsfirði voru börn komin í skóla í gærmorgun en óskað var eftir því að foreldrar kæmu að sækja þau og var þeim ekki sleppt út í óveðrið fyrr en for- eldrar þeirra mættu. SS Sjómaður frá Gremvík, sem var einnig á þessum slóðum sl. sunnudag, lét vita um slysið og þá þegar voru björgunarsveitar- menn frá Grenivík og víðar kall- aðir út. Þyrla Landhelgisgæsl- unnar var fengin til að flytja fjóra björgunarsveitarmenn frá Greni- vík út í Keflavík og þar létu þeir fyrir berast í slysavarnaskýli í fyrrinótt. Vegna veðurofsans í gær gat hvorki þyrla Landhelgisgæslunn- ar né bátar athafnað sig við leit fyrr en líða tók á daginn. Freyr ÓF komst austur í Keflavík um miðjan dag í gær og náði í björg- unarsveitarmennina. Hugmyndin var að freista þess að komast á land í Látrum og ganga þar fjörur. Sökum hvassviðris reynd- ist þetta ekki unnt. Um svipað leyti í gær komst þyrla Gæslunn- ar, sem stödd var á Akureyri, loks á loft og leitaði fram í myrkur. Leit hennar bar engan árangur. Að sögn Ara Laxdal, hjá björgunarsveitinni á Grenivík, verður leit haldið áfram bæði á landi og sjó eftir því sem veður leyfir. óþh árhverfi og á Togarabryggjunni. Mesti vindhraði mældist 105 hnútar á Akureyrarflugvelli, en 92 hnútar við lögreglustöðina. Samkvæmt núgildandi reglum eru vindstigin tólf, og er talað um fárviðri við 68 hnúta, sem sam- svarar 125 kílómetra meðal- vindhraða á klukkustund. 104 hnútar myndu samsvara 16 vind- stigum eða 193 km vindhraða, ef farið væri upp fyrir núgildandi mælikvarða. Trausti Jónsson, veðurfræðingur, segir að þrátt fyrir fárviðrið á Akureyri í gær væri langur vegur frá að líkja mætti því við „Linduveðrið“ í mars 1969. Þá urðu skemmdir á 88 húsum í bænum, gras rifnaði upp með rótum og þakið fauk af Súkkulaðiverksmiðjunni Lindu, einnig fuku flest sjónvarpsloftnet í bænum. Ekki er vitað um vind- hraðann þá, því mælir veður- stofunnar varð óvirkur þegar vindur fór yfir 12 vindstig. EHB Norðurland vestra: Skólahald féU niötir í gær - foreldrar keyrðu börn sín úr skóla Margir skólar á Norðurlandi vestra felldu niður kennslu í gær vegna hvassviðrisins sem geysaði. Að sögn Guðmundar Inga Leifssonar fræðslustjóra héldu margir foreldrar á Blönduósi börnum sínum heima í gærmorgun og eftir hádegið var öll kennsla felld niður. Víða á Norðulandi vestra var kennsla alveg felld niður í gær. Engin kennsla var á Laugar- bakka, Húnavöllum, Varmahlíð og einhverjum minni skólum. Þrátt fyrir rokið var kennt fyrir hádegi í Barnaskólanum á Sauð-' árkróki. Kennslu var hætt um hádegi og að tilmælum skóla- stjóra náðu foreldrar í börn sín í hádeginu. Mikið hvassviðri var á Sauðárkróki og víða hálka á gangstéttum og ekki ráðlegt að láta börn vera á ferli. Vindhraði mældist tíu vindstig á Bergsstöð- um í gærmorgun og í verstu hryðjunum fauk allt lauslegt á Sauðárkróki. Að sögn Guðmundar Inga Leifssonar var mjög leiðinlegt veður á Blönduósi í gær, hávaða rok með rigningu og náðu for- eldrar í börn sín í hádeginu og engin kennsla var eftir hádegi. kg

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.