Dagur - 22.01.1991, Side 2
2 - DAGUR - Þriðjudagur 22. janúar 1991
Rauði krossinn kemur flóttafólki og særðum
til hjálpar við Persaflóa:
Hjúkrunarfræðingur frá Akureyri
til Jórdaníu eða Saudi-Arabíu
- flóttafólk frá írak hefur nærst á norðlensku ærkjöti
fréftir
h
Ásdís Guðmundsdóttir, 28 ára
hjúkrunarfræðingur frá Akur-
eyri, fer í vikunni á vegum
Rauða krossins til annaðhvort
Jórdaníu eða Saudi-Arabíu.
Ásdís, sem starfað hefur á
Fjórðungssjúkrahúsinu á
Akureyri, er ein þriggja hjúkr-
unarfræðinga sem Rauði
krossinn á íslandi sendir til
hjálparstarfa í nálægð við
átakasvæðin við Persaflóa.
Hannes Hauksson, fram-
kvæmdastjóri Rauða krossins,
sagði í gær að ekki væri ljóst
hvert hjúkrunarfræðingarnir
yrðu sendir. Ákvörðun um það
yrði tekin í höfuðstöðvum Rauða
krossins í Genf í Sviss. „Við
fáum að vita það með 24 klukku-
stunda fyrirvara hvert hjúkrun-
arfræðingarnir verða sendir,“
sagði Hannes. „Þetta er ennþá
allt mjög óljóst og fer eftir því
hvernig mál þróast. Eftir daginn í
dag eru þær klárar í að fara með
engum fyrirvara. Við bíðum eftir
grænu Ijósi frá Genf. Búið var að
ákveða að þær yrðu sendar til
Jórdaníu, en frá þeirri ákvörðun
var horfið vegna þess að það gæti
orðið meiri þörf fyrir hjúkrun
annars staðar á þessu svæði,“
sagði Hannes.
Ekki var ljóst í gær hvort
hjúkrunarfræðingarnir yrðu
sendir til aðstoðar á spítölum,
sem sinna eingöngu særðum, eða
í neyðarbúðir fyrir fólk sem flýr
frá Irak yfir til Jórdaníu undan
hremmingum stríðsins.
Ásdís sótti námskeið á vegum
Rauða krossins með góðum vitn-
isburði og var skráð á svokallaða
„veraldarvakt". Pað þýðir að hún
skuldbindur sig til starfa erlendis
ef þörf er fyrir hjúkrunarmennt-
að fólk. Að sjálfsögðu er undir
Ásdísi komið hvort hún tekur að
sér þessi störf, í þessu tilfelli
skammt frá átakasvæðunum við
Persaflóa.
Að sögn Hannesar er samið
um dvöl hjúkrunarfræðinganna
ytra í einn mánuð í senn, en hún
gæti dregist á langinn ef stríðið
við Persaflóa stendur svo vikum
eða mánuðum skiptir. Hannes
sagði að íslensku hjúkrunar-
fræðingarnir væru áhættutryggðir
þann tíma sem þeir dvelja við
átakasvæðin við Persaflóa. „Peir
eru mjög vel tryggðir af trygging-
arfélagi erlendis. Rauði krossinn
leitast alltaf við að lágmarka
áhættu starfsfólks á hans vegum
og í samningum er ákvæði þess
efnis að ef eitthvað gerist sem
stofnar lífi þess í hættu eru flug-
vélar sendar á staðinn og það
sótt,“ sagði Hannes.
Eins og fram hefur komið sauð
Kjötiðnaðarstöð KEA á Akur-
eyri niður mikið magn af ærkjöti
í haust, sem sent var til flótta-
mannabúða í Jórdaníu. Ekki var
þörf fyrir kjötið þá, en Hannes
segir að flóttafólk frá írak hafi
neytt þess undanfarna daga í
Asrak-flóttamannabúðunum,
skammt frá landamærum íraks
og Jórdaníu. „í þessum flótta-
mannabúðum er pláss fyrir um 40
þúsund manns og ætlunin er að
stækka þær þannig að hægt verði
að taka á móti 60 þúsund
manns,“ sagði Hannes. óþh
Endurhæfingarstöðin á Bjargi er vel tækjum búin.
Akureyri:
Sérhæfð endurhæfíngarstöð stoftiuð
- fyrir hjarta- og lungnasjúklinga
Endurhæfíngarstöð fyrir hjarta-
og lungnasjúklinga í Bjargi,
húsi Sjálfsbjargar við Bugðu-
síðu á Akureyri, var vígð á
laugardaginn að viðstöddu
tjölmenni. Stöðin er sjálfseign-
arstofnun og stofnaðilar eru
Samband íslenskra berkla- og
brjóstholssjúklinga, Hjarta- og
æðaverndarfélag Akureyrar og
nágrennis og Landssamtök
hjartasjúklinga.
í erindi Kristínar Sigfúsdóttur,
formanns Hjarta- og æðaverndar-
félags Akureyrar og nángrennis
kom fram að upphafið að stofnun
endurhæfingarstöðvarinnar
mætti rekja til fræðslufundar vor-
ið 1989 á Hótel KEA, en á þann
fund komu þrír stjórnarmenn
SÍBS. PJvatti Oddur heitinn
Ólafsson,' formaður sambands-
ins, mjög til stofnunar slíkrar
stöðvar á Akureyri. Annar
hvatningarfundur var haldinn í
október sama ár, á vegum Lands-
sambands hjartasjúklinga.
Undirbúnginsnefnd var stofnuð í
mars í fyrra, og seinna fulltrúa-
ráð og framkvæmdastjórn.
Landssamband hjartasjúklinga
lagði fram 2 milljónir króna,
SIBS 2 milljónir og Hjarta- og
æðaverndarfélag Akureyrar og
nágrennis og Hjarta- og æða-
verndarfélag Islands einnig 2
milljónir sameiginlega.
Stöðin er búin mörgum góðum
tækjum, þótt enn vanti nokkuð.
Keyptur hefur verið skjár með
línurita og hlaupabraut, Danika
ECG telementýri með 4 rásum,
defebrilerator og súrefnismælir.
Auk þess nýtast ýmis tæki í
endurhæfingarsalnum ásamt
þessum sérhæfðu tækjum.
Endurhæfingarstöðin leigir
aðstöðuna að Bjargi.
Framkvæmdastjóri og starfs-
fólk hefur verið ráðið til stöðvar-
Norðurland:
GjóskufaJl á svæðínu frá Bakka-
fírði að Reykjum í Hrútafirði
- Norræna eldfíallastöðin efnagreinir gjóskusýni úr Heklugosinu
regnvatn sem gjóska hefur fallið
Ekki varð vart við frekara
gjóskufall á Norðurlandi um
helgina frá gosinu í Heklu.
Samkvæmt upplýsingum frá
Veðurstofu íslands, sem skráð
hefur allar upplýsingar um
dreifíngu gjóskunnar, var
gjóskufallið áberandi mest
fyrstu klukkustundirnar eftir
gosið í Bárðardal og Mývatns-
sveit, en aðfaranótt föstudags
og á föstudag snérist vindur til
suðaustlægrar áttar og þá féll
gjóska um landið norðvestan-
vert.
Veðurstofan hefur heimildir
um gjóskufall víða á Norður-
landi, allt frá Reykjum í Hrúta-
firði í vestri til Bakkafjarðar í
austri.
Framan af gosi var gjóskufallið
mest í Bárðardal og Mývatns-
sveit. Síðar um kvöldið varð
jósku t.d. vart í Reykjadal,
xarfirði, á Raufarhöfn, Sauða-
nesi við Pórshöfn og Tjörnesi.
Aðfaranótt föstudags féll
gjóska víða í Eyjafirði, t.d. inni í
Eyjafjarðarsveit og á Akureyri.
Sömu sögu er að segja úr Skaga-
firði. Þar féll gjóska í Skagafjarð-
ardölum og út undir sjó.
Á föstudaginn fór síðan að
falla gjóska í Húnaþingi. Veður-
stofan hefur heimildir fyrir
gjóskufalli á Blönduósi, í
Blöndudal, Svartárdal, Víðidal
og Vatnsdal.
Dýralæknar á Norðurlandi
ráðlögðu bændum að taka inn
búpening, þar sem því varð við
komið, vegna hættu á flúoreitr-
un. Bárður Guðmundsson, dýra-
læknir í S.-Þingeyjarsýslu, segist
hafa af því spurnir að bændur
hafi orðið við þessum tilmælum.
Hann segir að út af fyrir sig sé
hættan ekki liðin hjá, en úr henni
dragi þegar gjóskan seytli ofan í
jarðveginn. Búpeningi stafar
hvað mest hætta af því að drekka
a.
Norræna eldfjallastöðin er nú
að efnagreina gjóskusýni úr
Heklugosinu, en niðurstöður
þeirrar athugunar lágu ekki fyrir
í gær, að sögn Karls Grönvold,
jarðfræðings. óþh
Vandi loðnuútgerðarinnar:
Rætt um að veita loðnuskipum
bolfisk- og rækjukvóta
- bein aðstoð frá Fiskveiðasjóði kemur einnig til greina
Vandi loðnuútgerðarinnar er
nú til umræðu í sjávarútvegs-
ráðuneytinu og í þingflokkum
stjórnarflokkanna. Rætt hefur
verið um leiðir til að veita
loðnuskipum þorsk- og rækju-
kvóta, auk þess sem möguleiki
er á stuðningi frá Fiskveiða-
sjóði.
Jón B. Jónasson, skrifstofu-
stj óri sj ávarútvegsráðuneytisins,
segir að samkvæmt lögum um
stjórnun fiskveiða sé hægt að út-
hluta 8.000 tonna þorskkvóta til
Ioðnuskipa vegna aflabrests og
loðnuveiðibanns. Einnig er inni í
myndinni að veita aukinn rækju-
kvóta, en lágt verð á rækju veld-
ur því að margir eru vantrúaðir á
þá lausn fyrir flotann í heild. Um
beina fjárhagsaðstoð gæti einnig
orðið að ræða til útgerðarinnar
frá sjóðum sjávarútvegsins, eink-
um Fiskveiðasjóði.
„Ýmsar hugmyndir hafa verið
reifaðar í þessum efnum, en
þetta þarf að fara í gegnum
alþingi og krefst lagabreytinga.
ÖIl umfjöllun um málið er í raun
eftir. Menn hafa verið að tala um
þetta sem pakka til útgerðarinn-
ar, þ.e. þorsk- og rækjukvóta, en
Fiskveiðasjóður og fleiri sjóðir
geti einnig komið til aðstoðar. En
þessi mál eru öll óljós ennþá, og
ekki verið lagðar fram neinar
ákveðnar tillögur ennþá,“ segir
Jón B. Jónasson. EHB
innar. Æfingatímar verða tvisvar
í viku fyrir hjarta- og lungna-
sjúklinga í mismunandi erfiðri
þjálfun. Sjúklingar verða þrek-
prófaðir og síðan skipt í hópa.
Auk stofnfélaganna þriggja,
sem nefnd hafa verið, fengu
dóms- og kirkjumálaráðuneytið
og heilbrigðis- og tryggingamála-
ráðuneytið þakkir fyrir veittan
stuðning við stofnunina og veit-
ingu starfsleyfis. EHB
Kjör sveitarstjórnar
ÖxarQarðarhrepps
2. febrúar nk.:
Óhlutbundin
kosning
- björgunarsveitin
Núpar með hrepps-
nefndargetraun
Engin listaframboð komu fram
í Oxarfjarðar- og Presthóla-
hreppi vegna kjörs hrepps-
nefndar hins nýja Öxarfjarðar-
hrepps 2. febrúar nk. Fram-
boðsfrestur rann út á miðnætti
sl. föstudag. Því verður óhlut-
bundin kosning, það vill segja
að allir kosningabærir íbúar
hreppanna verða í kjöri.
Að sögn Ingunnnar St. Svav-
arsdóttur, oddvita Presthóla-
hrepps, er ekki fyrirfram ákveðið
hversu margir fulltrúar í nýrri
fimm manna hreppsnefnd koma
úr hvoru sveitarfélagi. Það er á
valdi þeirra sem ganga að kjör-
borðinu að ákveða það. Miðað
við stærð hreppanna þykir þó
ekki óeðlilegt að Presthólahrepp-
ur fái þrjá fulltrúa í nýja samein-
aða hreppsnefnd Öxarfjarðar-
hrepps en Öxarfjarðarhreppur
tvo fulltrúa.
Getspökum íbúum hreppanna
gefst nú kostur á að spá fyrir um
hvaða fólk skipi fyrstu hrepps-
nefnd sameinaðs Öxarfjarðar-
hrepps. Björgunarsveitin Núpar
selur nú einskonar getraunamiða
þar sem fólki er boðið upp á að
skrá nöfn þeirra fulltrúa sem það
telur líklegast að verði kjörið í
hreppsnefnd. Síðan verður sá
eða þeir getspöku verðlaunaðir.
óþh