Dagur - 22.01.1991, Page 7

Dagur - 22.01.1991, Page 7
Þriðjudagur 22. janúar 1991 - DAGUR - 7 Heitt í kolunum í leik KA og Stjörnunnar: Dómaramistök kostuðu KA sigur Slæm mistök dómara komu í veg fyrir sigur KA-manna á Stjörnunni í VÍS-keppninni í handknattleik á Akureyri á laugardag. Þegar 37 sekúnd- ur voru til leiksloka höfðu KA-menn eins marks forystu, 24:23, og náðu boltanum. Þegar 16 sekúndur voru eftir var dæmd töf á KA, Stjörnu- menn hófu sókn og á síðustu sekúndunni fengu þeir dæmt vítakast eftir að Axel Stefáns- son, markvörður KA, hafði varið skot af línunni. Magnús Sigurðsson skoraði örugglega úr vítakastinu og tryggði Stjörnunni annað stigið en Egill Már Markússon, annar dómarinn, játaði eftir leikinn að það hefðu verið mistök að dæma töf og bað KA-menn afsökunar. Stjörnumenn voru sterkari í fyrri hálfleik og náðu þá mest fjögurra marka forystu en stað- an í leikhléi var 10:12. KA- menn áttu alltaf undir högg að sækja enda varnarleikurinn slakur og mistökin í sókninni alltof mörg. í seinni hálfleik voru KA- menn mun ákveðnari og þegar 7 mínútur voru liðnar náðu þeir að jafna, 14:14. Þeir fengu síð- an fjölmörg tækifæri til að kom- ast yfir en það tókst ekki fyrr en 2 mínútum fyrir leikslok. Eftir það virtust þeir hafa sigúrinn í hendi sér en þá kom til kasta dómarans eins og fyrr segir og leiknum lauk því 24:24. KA-liðið lék allt annan leik í seinni hálfleik, sérstaklega í vörninni. Axel átti mjög góðan leik og varði 13 skot, mörg á mikilvægum augnablikum. Hans Guðmundsson byrjaði illa en átti stórleik í seinni hálfleik og skoraði þá 8 mörk. Hjá Stjörnunni var Skúli Gunnsteinsson geysisterkur á línunni og Sigurður Bjarnason alltaf mjög ógnandi fyrir utan. „Ég gerði mistök og viður- kenni það. Ég hreinlega sá ekki Jóhannes. Ég geri mér grein fyrir því að þetta kost- aði KA-menn stig og mér þykir það afar leitt,“ sagði Egill Már Markússon, dóm- ari, að leik loknum. Eins og fyrr segir gerðist umrætt atvik þegar 16 sekúndur voru til leiksloka og höfðu þá KA-menn haft boltann í um 20 Pétur Bjarnason 6/3. Sigurpáll Árni Aöalsteinsson 3/1, Erlingur Kristjáns- son 2, Andrcs Magnússon I. Guö- mundur Guömundsson 1. Jóhanncs Bjarnason 1. Mörk Stjörnunnar: Skúli Gunnstcins- sekúndur. Friðjón Jónsson hafði boltann, snéri sér við og hugðist senda á Jóhannes Bjarnason sem var inni á lín- unni. „Ég sá ekki að Friðjón var að sækja til Jóhannesar og taldi að hann væri að tefja vísvitandi. Þess vegna dæmdi ég Stjörn- unni boltann. Það voru mistök en vítið var hárrétt," sagði Egill. „Þetta er ótrúlega gremjulegt son S, Axel Björnsson 4. Guðmundur Alhertsson 3. Siguröur Bjarnason 3. Patrckur Jóhannesson 2. Magnús Sig- urösson 2/2. Hilmar Hjaltason 1. Magnús Eggertsson 1. Dómarar: Egill Már Markússon og Örn Markússon. og maður er bæði sár og svekkt- ur yfir þessu,“ sagði Pétur Bjarnason, fyrirliði KA. „í fyrsta lagi dæmir hann töf sem er auðvitað rugl. í öðru lagi dæmir hann víti eftir að Axel er búinn að verja frá manni sem var algerlega frír. Við reynum að berjast og gefa okkur alla í leikinn til að standa okkur fyrir framan áhorfendur og svo ræð- ur dómarinn úrslitum á þennan hátt. Hvað getur maður sagt?“ Mörk KA: Hans Guðmundsson 10/1. „Gerði mistök og viðurkeimi það“ - sagði Egill Már Markússon, dómari Urvalsdeildin í körfuknattleik: Óvæntur sigur Þórsara á toppliði Tindastóls Blak, 1. deild karla: Ekkert lát á sigur- göngu KA-manna KA-menn gefa ekkert eftir í 1. deild karla í blaki. Liðiö vann tvo góða útisigra um heigina á HK og Fram og sit- ur í efsta sæti deildarinnar með 6 stiga forskot á næsta lið, Þrótt frá Reykjavík, en hefur leikið einum leik meira. Fimm hrinur og nærri tvær klukkustundir þurfti til að Ijúka leik HK og KA á laugardegin- um. Viðureignin var þó ekki jafn tvísýn og það bendir til. KA-menn voru sterkari aðilinn en lentu þó í vandræðunt. Hávörnin hjá þeim skilaði litlu og HK-ingar vörðu vel aftur á vellinum. HK vann fyrstu hrinu 15:13 eftir að KA hafði verið yfir framan af en norðanmcnn svöruðu fyrir sig í tveimur næstu, 15:8 og 15:11. í fjórðu hrinu voru KA-menn enn yfir en HK-ingar náðu að jafna og vinna 16:14. í síðustu hrinunni var síðan aldrei spurning um úr- slitin og unnu KA-menn 15:9. Pað þarf ekki að fara mörg- um oröum um leikinn gegn Fram á sunnudeginum. KA vann í þremur hrinum, 15:0, 15:6 og 15:9. Fram-liðið er afar slakt eins og staða þess gefur til kynna og KA-menn tóku því rólega. Varamennirnir spiluðu mikið og stóðu sig vel en eins og tölurnar gefa til kynna fór að bera á kæruleysi þegar á leikinn leið. 1. deild kvenna: Fyrsti sigur KA á ÍS Síðastliðinn sunnudag leiddu saman hesta sína í Urvalsdeild- inni Þór og Tindastóll. Leikur- inn fór fram á Sauðárkróki og var íþróttahúsið fullskipað áhangendum Tindastóls. Skemmst er frá að segja að Þórsarar sigruðu Tindstælinga með níu stiga mun 102-93 í skemmtilegum leik. Tindastóll fór mun betur af stað og hafði forystu allan fyrri hálfleikinn og náði mest fjórtán stiga forskoti 30-16. Á síðustu sekúndu fyrri hálfleiks komust Þórsarar yfir og var munurinn tvö stig þegar fyrri hálfleikur var flautaður af. Tindastól vantaði Pétur hinn hávaxna Guðmundsson en hann er meiddur. Yfirburðamaðurinn Ivan Jonas gekk heldur ekki heill til skógar. Hann er meiddur í baki og greinilegt var að þau meiðsli angruðu hann í leiknum. Valur Ingimundarson var nokk- uð frá sínu besta enda nýstiginn upp úr flensu og var á tímabili óvíst hvort hann léki með. Þórsarar voru hinsvegar við hestaheilsu og kom það þeim til góða í síðari hálfleik. Þegar Ivan Jonas var farinn út af með fimm villur var Dan Kennard nánast einráður undir körfunni og hirti hann flest sóknar og varnar fráköst. Þegar á þurfti að halda sýndi Jón Orn Guðmundsson að hann getur skorað þriggja stiga körfur þegar hann vill og einnig voru þeir Björn Sveinsson og Konráð Óskarsson góðir. Sturla Örlygsson beitti sér ekki mikið en átti nokkuð af góðum stoðsendingum. Munurinn var sem fyrr segir níu stig í leikslok og má segja að þau úrslit hafi ver- ið nokkuð sanngjörn. Dómarar voru þeir Bergur Steingrímsson og Jón Otti Óláfs- son og dæmdu þeir nokkuð vel en voru full smámunasamir á köflum. Stig Tindastóls: Ivan Jonas 34, Valur Ing- mundassn 31, Einar Einarsson 9, Sverrir Sverrirsson 8, Haraldur Leifsson 5, Krist- inn Baldvinsson 5, Karl Jónsson 1. Stig Þórs: Dan Kennard 40, Jón Örn Guðmundsson 26, Björn Sveinsson 13, Konnráð Óskarsson 13, Sturla Örlygsson 8, Helgi Jóhannesson 2. KA vann um helgina sinn fyrsta sigur frá upphafi á ÍS í 1. deild kvenna í blaki. Leikurinn fór fram í Hagaskóla í Reykj- avík og urðu lokatölurnar 3:2. Daginn áður vann KA öruggan sigur á HK, 3:0. Sigur KA á HK var aldrei í hættu og unnu norðanstúlkur í þremur hrinum, 15:4, 15:11 og 15:10. KA-liðið átti ekkert sér- stakan dag en það þurfti ekki til enda HK-liðið neðst í deildinni, hefur ekkert stig hlotið og aðeins unnið sex hrinur. KA byrjaði af feykilegum krafti gegn stúdínum á sunnudeg- inum og vann fyrstu hrinu 15:0 og aðra 15:4. ÍS vann þriðju hrinu 15:13 og KA komst síðan í 14:5 í þeirri fjórðu. En það ótrúlega gerðist, allar aðgerðir KA runnu út í sandinn og ÍS vann hrinuna 16:14. Því þurfti oddahrinu og þar hafði KÁ forystuna allan tím- ann og vann að lokum 15:12. KA hefur nú hlotið jafn mörg stig og ÍS og Völsungur en hefur leiki fleiri leiki og staðan því vart marktæk. Dan Kennard átti frábæran leik gegn Tindastól og skoraði 40 stig.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.