Dagur - 22.01.1991, Blaðsíða 10
10 - DAGUR - Þriðjudagur 22. janúar 1991
Marlon Brando aftur í
guðíbðurhlutverkinu
kvikmyndarýni
Umsjón: Jón Hjaltason
Borgarbíó sýnir: Nýnemann (The
Freshman).
Leikstjóri: Andrew Bergman.
Aðalhlutverk: Marlon Brando og Matt-
hew Broderick.
Tri-Star Pictures 1990.
Ég var búinn að bíða þó nokkuð
spenntur eftir þessari kvikmynd
og ég varð ekki fyrir vonbrigð-
um. Veikleiki Nýnemans er um
leið styrkleiki hennar, nefnilega
söguþráðurinn. Lengst af er þetta
sterkur þráður. Matthew Broder-
ick kemur til stórborgarinnar að
nema kvikmyndafræði við há-
skólann í New York.
Strax á brautarstöðinni er hann
rændur aleigunni. í framhaldinu
leiðir glæpurinn til þess að náms-
maðurinn ungi kemst í kynni við
mafíósann Marlon Brando. Leik-
ur þessara tveggja er með slíkum
ágætum að ekki er hægt að hugsa
sér að aðrir hefðu gert betur.
Annar er kominn á efri ár, þung-
lamalegur og djúpvitur; hinn er í
æskublóma, ómótaður og lifir
fyrir líðandi stund. Báðir eru
heiðarlegir á sinn hátt, annar
gagnvart lögunum, hinn í garð
vina sinna. Þetta samspil gefur
Nýnemanum ákaflega létt og við-
kunnanlegt yfirbragð.
En þessi sami söguþráður er
um leið akkilesarhæll Nýnemans.
Það kemur hins vegar ekki í ljós
fyrr en á seinustu mínútum
myndarinnar að atburðarásin er
samsett á ákaflega hæpnum for-
sendum; plottið í myndinni er
svo yfirgengilegt að joað er nánast
óhugsandi að kapallinn gangi
upp. Þetta skemmir þó myndina
sáralítið því að hún er á enda
þegar augu bíófarans uppljúkast
fyrir sannleikanum. Hann er þá
búinn að skemmta sér ágætlega í
90 mínútur eða svo.
Svo er auðvitað sá möguleiki
til í dæminu að rýninn hafi skort
vitsmuni til að skilja ráðabruggið
til fullnustu - og því misskilið það
sem hann gat á annað borð mis-
skilið.
Árshátíð f.h.
.U.E.
verður í Lóni v/Hrísalund
laugardaginn 26. janúar nk.
og hefst með borðhaldi kl. 19.30.
Fjölbreytt skemmtiatriði.
Félagar, fjölmennið í þorramatinn og takið með ykkur
gesti.
Húsið opnað kl. 19.00 og lokað kl. 20.30.
Miðaverð kr. 2.000,-
Upplýsingar í símum 21940, Jóhannes, og 23732,
Þórdís, eftir kl. 19.00.
Miðar seldir þriðjudaginn 22. janúar í Lóni frá kl.
18.00-20.00.
Félag harmonikuunnenda.
Menntamálaráðuneytið
Laus staða
Við Raunvísindastofnun Háskólans er laus til
umsóknar rannsóknastaða við reiknifræðistofu sem
veitt er til 1 -3ja ára.
Gert er ráð fyrir að staðan verði veitt frá 1. mars nk.
Fastráðning kemur til greina.
Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins.
Umsækjendur skulu hafa lokið meistaraprófi eða til-
svarandi háskólanámi og starfað minnst eitt ár við
rannsóknir.
Starfsmaðurinn verður ráðinn til rannsóknastarfa, en
kennsla hans við Háskóla íslands er háð samkomulagi
milli deildarráðs raunvísindadeildar og stjórnar Raun-
vísindastofnunar Háskólans, og skal þá m.a. ákveðið,
hvort kennsla skuli teljast hluti starfsskyldu viðkomandi
starfsmanns.
Umsóknir, ásamt ítarlegri greinargerð og skilríkjum um
menntun og vísindaleg störf, auk ítarlegrar lýsingar á
fyrirhuguðum rannsóknum skulu hafa borist mennta-
málaráðuneytinu, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík, fyrir
15. febrúar nk.
Æskilegt er, að umsókn fylgi umsagnir frá 1 -3 dómbær-
um mönnum á vísindasviði umsækjanda um menntun
hans og vísindaleg störf. Umsagnir þessar skulu vera í
lokuðu umslagi sem trúnaðarmál og má senda þær
beint til menntamálaráðuneytisins.
Menntamálaráðuneytið,
18. janúar 199L
Bili bíllinn
getur rétt staðsettur
VIÐVÖRUNAR
ÞRÍHYRNINGUR
skipt öllu máli
...ii:
UMFERÐAR
Iráð
■ _____ . ...........................-.......
VVarren Beatty leikur Dick Tracy og er maðurinn á bak við þessa stórskemmtilegu barna- og fullorðinskvikmynd.
Dick Tracy
Borgarbíó sýnir: Dick Tracy.
Leikstjóri: Warren Beatty.
Aðalhlutverk: Warren Beatty, Madonna
og fleiri nær óþekkjanlegir stórleikarar
svo sem Dustin Hoffman og Al Pacino.
Touchstone Pictures 1990.
Söguþráður þessarar kvikmyndar
um leynilögreglumanninn snjalla
Dick Tracy er ekki ýkja merki-
legur. Það fylgir starfinu að eltast
við glæpamenn og standa á hengi-
fluginu mikla er skilur á milli lífs
og dauða. Inn í þetta venjulega
sjónarpil lögreglumynda blandast
ást og drengskapur. Tracy tekur
að sér ungan götupilt sem meira
reynist í spunnið en útlitið segir
til um.
En látið mig ekki leiða ykkur á
villigötur - enda þótt sögu-
þráðurinn sé kannski ekki upp á
marga fiska þá er kvikmyndin um
Dick Tracy allt annað en venju-
leg bíómynd. Hún er ævintýri.
Góðu mennirnir eru góðir og
vondu mennirnir bæði drullu-
sokkar og afspyrnu ljótir. Þeir
eru afskræmdir og líkjast ekki
venjulegu fólki. Allt yfirbragð
kvikmyndarinnar er eilítið
óraunverulegt án þess þó að
verða afkáralegt. Borgin er
hjúpuð ævintýrablæ, sterkir litir
setja svip sinn á allt, jafnt
umhverfið sem klæðnað fólksins.
í mörgu minnir Dick Tracy á
Batman, þó er ég ekki frá því að
fyrri myndin sé jafnvel enn betur
gerð en sú síðarnefnda.
En fyrir hverja er þá kvik-
myndin um lögreglumanninn
Dick Tracy? Er hún full ofbeldis-
kennd fyrir börn yngri en 12 ára?
Ég svara þessari spurningu
hiklaust neitandi. Dick Tracy er
ein af þessum sárasjaldgæfu
barnamyndum sem fullorðnir
geta einnig skemmt sér við að
horfa á. Hún minnir um sumt á
Tomma og Jenna. Ofbeldið er
óraunverulegt og blóð er ekkert.
Ævintýrið um Dick Tracy mætti
því sýna jafnt klukkan 21 á
kvöldin sem klukkan 15 á sunnu-
dagseftirmiðdögum.
Hollustuvernd ríkisins:
Til umhugsunar fyrir framleið-
endur og neytendur þorramatar
Nú líður senn að þorra og verður
þá þorramatur á borðum margra
landsmanna, bæði í heimahúsum
og á stærri samkomum, eða þorra-
blótum.
Þar sem framleiðsla og fram-
reiðsla á þorramat er með nokk-
uð öðrum hætti en tíðkast með
daglega rétti telur stofnunin þarft
að benda á vissa þætti, sem geta
komið í veg fyrir ranga meðferð
hans. Margir réttir á þorrablóts-
matseðlinum teljast til við-
kvæmra matvæla og verður því
að fara með þá samkvæmt því.
Grundvailaratriðin við með-
ferð á þorramat byggjast á hrein-
læti, kæligeymslu, hitun þeirra
rétta þar sem það á við og stutt-
um aðdraganda að undirbúningi
þorramatarins.
Ráðleggingar um meðferð
þorramatar og viðkvæmra mat-
væla almennt:
Hreinlæti
• Gætið ítrasta persónulegs
hreinlætis við tilbúning og
framreiðslu, svo sem að þvo
hendur með sápu.
• Notið hreina hnífa og skurð-
bretti við matseldina.
• Þvoið áhöld og skurðbretti oft
með sápu og skolið með heitu
rennandi vatni.
• Notið pappír í stað eldhús-
klúta og svampa.
Hitun matvæla
• Sjóðið kjöt, sérstaklega létt-
saltað og úrbeinað, og svið
þannig að það gegnumhitni
upp í 70° C eða hærra.
• Kjötrétti, sem á að halda heit-
um, sé haldið við 60° C eða
hærra. Soðið kjöt eða rétti úr
þeim má ekki geyma lengi við
stofuhita. Varast skal að hrúga
heitu og volgu kjöti saman í
ílát, því þá kólnar það of hægt.
• Kartöflu- og rófustöppur eru
viðkvæmar því í þær er bætt
mjólk, sykri og kryddi sem
bæta skilyrði fyrir gerlagróður.
• Eigi að endurhita kjötrétti,
t.d. pottrétti, skulu þeir hitað-
ir í 70° C eða hærra.
Sýrð matvæli
• Sýrðan (súrsaðan) mat er best
að setja í mysublöndu (mysa
blönduð ediki) og geyma í
kæliskáp þar til hann er borinn
fram. Afganga á að láta aftur í
mysublöndu og geyma í kæli-
skáp.
• Mat, sem súrsaður er í heima-
húsum, þarf fyrst að sjóða vel
og kæla áður en hann er
sýrður. Súrsun fari fram á
köldum stað, helst í kæliskáp.
• Súrmatur, sem fluttur er á
milli staða, á að vera í mysu-
blöndu og flutningur á að taka
sem stystan tfma.
■ . 1. • t- •. Ife
Ósýrður þorramatur
• Sérstaka aðgæslu þarf að hafa
við meðferð á ósýrðum þorra-
mat svo sem slátri og sviða-
sultu, því þessi matur hefur
mun skemmra geymsluþol en
súrmatur.
Kæling matvæla
• Geymið soðið kjöt og kjötrétti
í kæli frá framleiðslu, eða
matreiðslu þar til réttirnir eru
bornir fram.
• Geymið allan súrmat í kæli þar
til hann er borinn fram.
• Sýnið sérstaka aðgæslu við
geymslu á ósýrðum mat svo
sem sviðasultu og geymið sem
mest í kæli.
• Geymið alla afganga í kæli.
Látið viðkvæm matvæli ekki
standa lengur en 4-5 klukku-
stundir við stofuhita.
Munið að geyma viðkvæm
matvæli í kæli þar til þeirra er
neytt og setja afganga í kæli.
Með því að fylgja þessum ráð-
leggingum ætti að vera hægt að
minnka líkur á, að okkar þjóð-
legi þorramatur valdi matareitr-
unum eða matarsýkingum þetta
árið.
I