Dagur - 30.01.1991, Síða 4

Dagur - 30.01.1991, Síða 4
4 - DAGUR - Miðvikudagur 30. janúar 1991 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SlMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 1000 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 90 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 725 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: EGILL H. BRAGASON BLAÐAMENN: JÓN HAUKUR BRYNJÓLFSSON (íþróttir), KÁRI GUNNARSSON (Sauðárkróki vs. 95-35960), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓLI G. JÓHANNSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON, ÞÓRÐUR INGIMARSSON, LJÓSMYNDARI: KJARTAN ÞORBJÖRNSSON PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RlKARÐUR B. JÓNASSON, ÞRÖSTUR HARALDSSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: INGVELDUR JÓNSDÓTTIR, HEIMASÍMI 22791 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTUN: DAGSPRENT HF. SIMFAX: 96-27639 Geðþóttaákvörðun Q ármálar áðherra í síðustu viku sendi ríkisendurskoðun frá sér skýrslu um um sölu á hlutabréfum ríkissjóðs í Þormóði ramma hf. í Siglufirði. Fjórir þingmenn úr Norðurlandskjördæmi vestra, þeir Páll Pétursson, Stefán Guðmundsson, Jón Sæmundur Sigurjónsson og Pálmi Jónsson, fóru þess á leit við forseta sameinaðs Alþingis að hann beitti sér fyrir rannsókn ríkisendurskoðunar á umræddri sölu. Skýrslan er afrakstur þeirrar rannsóknar. í skýrslunni kemur fram mjög hörð gagnrýni á það hvernig Ólafur Ragnar Gríms- son fjármálaráðherra stóð að sölu hlutabréfanna í Þor- móði ramma hf. Að mati ríkisendurskoðunar seldi fjár- málaráðherra hlut ríkisins í fyrirtækinu við allt of lágu verði. Mat stofnunarinnar er að verðmæti hlutafjár í Þor- móði ramma hafi á söludegi verið 250-300 milljónir króna en fjármálaráðuneytið taldi hins vegar heildarverðmæti hlutafjárins um 150 milljónir króna og seldi 57% hlut ríkissjóðs út frá þeim útreikningum. Ef mat ríkisendur- skoðunar er lagt til grundvallar hefur fjármálaráðherra því selt hlut ríkisins 55-85 milljónum króna of lágt. í skýrslu ríkisendurskoðunar kemur jafnframt fram hörð gagnrýni á það hvernig fjármálaráðherra stóð að sölu hlutafjárins. Um það atriði segir m.a. í skýrslunni: „Þó svo að í lögum sé ekki að finna bein fyrirmæli eða reglur um það hvernig standa skuli að sölu hlutabréfa í eigu ríkissjóðs sýnist sem almennra jafnræðissjónarmiða hafi ekki verið gætt í nægilega ríkum mæli við sölu hlutabréfa ríkisins í Þormóði ramma hf. Þar kemur eink- um til að hvorki sala hlutabréfanna né þeir skilmálar og skilyrði sem sett voru fyrir sölunni voru auglýst opinber- lega." Þessi orð er ekki hægt að misskilja. í þeim fellst harður áfellisdómur yfir framgöngu fjármálaráðherra í málinu. Þótt Ólafur Ragnar Grímsson hafi véfengt niðurstöðu ríkisendurskoðunar opinberlega hvað verðmæti hluta- fjárins varðar, getur hann ekki mótmælt því að óeðlilega var að sölunni staðið. Einnig er sá möguleiki augljóslega fyrir hendi að hlutur ríkisins í fyrirtækinu hafi verið stór- lega vanmetinn og seldur við allt of vægu verði vegna geðþóttaákvörðunar fjármálaráðherra. Ríkisendurskoðun hefur mjög mikilvægu hlutverki að gegna í ríkiskerfinu. Hún starfar í umboði Alþingis og hlutverk hennar er m.a. að veita ráðuneytum og einstök- um ríkisstarfsmönnum aðhald. Þessum aðilum ber því að minnsta kosti siðferðileg skylda til að taka mið af niður- stöðum ríkisendurskoðunar og hlíta ákvörðunum hennar og úrskurðum. Ólafur Ragnar Grímsson fjármálráðherra er ekki undanþeginn þeirri skyldu. Þetta mál sýnir að full þörf er á því að Alþingi setji lög um það hvernig standa skuli að sölu á eignum ríkisins. Páll Pétursson, þingmaður Framsóknarflokksins í Norður- landskjördæmi vestra, hefur þegar lagt fram á Alþingi frumvarp til laga um bann við slíkri sölu án þess að laga- heimild sé fyrir hendi. Vonandi fær það frumvarp skjóta og góða afgreiðslu, því koma þarf í veg fyrir að fjár- málaráðherra geti misbeitt valdi sínu með þeim hætti sem raun ber vitni. BB. Tannverndarvika Tannlækningar, heilsugæsla, tryggingar - „hver ber ábyrgðina?“ Tannlækningar hafa nú verið greiddar að hluta til af Almanna- tryggingum síðan 1974. Upphaf- lega gerðu bjartsýnir sér vonir um að þátttaka trygginganna mundi smám saman aukast þar til tannheilsa yrði jafnhátt skrifuð í kerfinu og önnur heilsa og tann- lækningar yrðu greiddar fyrir alla. Því miður hefur það opin- bera heldur skert framlögin í sparnaðarherferðum síðari ára. Það er því enn langt í land með að munnsjúkdómar séu jafn rétt- háir og aðrir sjúkdómar í trygg- ingakerfinu þrátt fyrir ákvæði laga um jöfnuð í þeim málum. Heilsugæslukerfið hefur ekki sinnt tannvernd eins og bókstaf- urinn segir, heldur hafa tannlækn- ar aðallega séð um það. Þeir hafa gert það af faglegum áhuga en sjá um leið hina miklu þörf fyrir tannheilsugæslu. Tannlæknafélag Norðurlands setti fram ýtarlegar tillögur um úrbætur í tannheilsu- gæslu fyrir nokkru síðan en þær hafa ekki fengið hljómgrunn í kerfinu. Tannlæknar spyrja því eins og fleiri: Hver ber ábyrgð- ina? Skólatannlækningar Tanniæknar á Akureyri endur- reistu skipulagðar skólatann- lækningar sem hófust á ný 1980 og hafa því staðið í 10 ár. Var það gert til þess að tryggja öllum börnum með endurgreiðslurétt tannlæknisþjónustu. 1980 vorum við talin 10 árum á eftir hinum Norðurlöndunum, en núna telj- um við okkur standa jafnfætis þeim. Tíðni tannskemmda á Akureyri mun nú vera sú lægsta hér á landi. Til eru rannsóknir sem styðja þetta. Hverjum ber að þakka? Tannlæknum? Hér koma til margir samverkandi þættir. Tannlæknar, hafa unnið ötullega, skólahjúkrunarfræðingar og heilsugæsla hafa lagt sitt af mörkum, en bætt tannhirða og notkun fluors munu ekki síður vera orsök þeirrar góðu tann- heilsu sem ríkir meðal unglinga á Akureyri í dag. Þeim ber einnig að þakka, en... hver ber ábyrgð- ina? Er góð tannheilsa einhvers virði? Er það kannske bara tannlæknir- inn sem hefur ánægju af því að sjá allar tennumar óskemmdar í sama munninum? Hefur eigandi tannanna kannske ánægju af sín- um hvítu ófylltu tönnum? Hafa foreldrar ekki ánægju af því að Hörður Þórleifsson. barnið þeirra er með óskemmdar tennur og þarf ekki að kveljast eins og sumir þurftu í þeirra ung- dæmi? Hefur Tryggingastofnun ríkis- ins ekki ánægju af því að hafa aldrei borgað fyrir fyllingu í þessu ungmenni? Getum við ekki öll verið ánægð yfir að ástandið er orðið svo gott sem raun ber vitni? Hugsar einhver um hvers virði það er að hafa hvítar og fal- legar tennur? Eru kannske ekki allir ánægðir? Hafa heilbrigðis- yfirvöld gert skyldu sína? Hver ber ábyrgðina? Þurfum við tannheilsugæslu? Það er greinilegt að tryggingarn- ar ætlast til að fólk hugsi sjálft um sínar tennur eftir 16 ára aldur en styðja aðeins öryrkja og lang- legusjúklinga fram að 67 ára markinu. Þá geta allir fengið stuðning, mismunandi mikinn, minnst 50% í afmörkuðum aðgerðum. Þá er spurningin hvort þeir sem réttinn hafa sam- kvæmt lögum viti af honum og kunni að nýta sér hann. Börnin eru kölluð inn hjá tannlæknum en aðrir rétthafar ekki. Það er fjöldi aldraðra og sjúkra sem þarf á tannlæknisþjónustu að halda en fær ekki vegna þess að enginn hugsar um það. Þurfum við tann- heilsugæslu? Hver ber ábyrgð- ina? Þurfa fullorðnir á forsjá að halda? Eins og áður sagði eru fjölmargir sem hafa rétt til bóta vegna tann- lækninga en fá ekki, vegna eigin vanþekkingar, vegna hugsunar- og þekkingarleysis forsvars- manna eða umsjónaraðila. Hvers vegna? Þarna koma til margar ástæður. T.d.: Tannheilsa er ekki jafnhátt skrifuð og önnur heilsa í kerfinu. Landlæg skoðun að tennur séu einkamál fólks. Lækn- ar og hjúkrunarfólk hafa ekki hlotið neina menntun í munn- eða tannsjúkdómum. Sjúkrastofnanir og elliheimili hafa engan í sinni þjónustu sem hefur sérþekkingu á munnsjúkdómum. Heilsugæsl- an sem samkvæmt lögum á að sinna tannheilsugæslu hefur held- ur engan sem hefur þekkingu á tannheilsumálum. Hvað er tann- heilsugæsla? Hver ber ábyrgð- ina? „Heilbrigði fyrir alla“ Svo hljóðar hin opinbera stefna. En getum við unað því að tann- Lengi býr að fyrstu gerð. Fjöldi aldraðra og sjúkra þarf á tannlæknaþjónustu að halda en fær hana kki vegna þess að enginn hugsar um það,“ segir Hörður m.a. í grein sinni. heilsa sé annarsflokks heilsa? Getum við unað því að heilbrigð- isyfirvöld láti aldraða, öryrkja, langlegusjúklinga og fleiri sem rétt hafa á tryggingabótum vegna tannlækninga alveg eiga sig. Get- um við unað því að okkar full- komna heilsugæsla sinni ekki tannheilsugæslu, sé stefnulaus í málinu? Er réttlæti í því að sumir fái endurgreitt en aðrir ekki? Þarna erum við langt á eftir hin- um Norðurlöndunum. Það er ekki nóg að ná þeim bara á einu sviði. Hver ber ábyrgðina? Tannlæknafélag Norðurlands lítur svo á að þarna sé brotalöm sem brýnt sé að laga og er tilbúið að axla hluta af ábyrgðinni með heilbrigðisyfirvöldum ef þau vilja sinna þessurn málum. Það er álit félagsmanna að hið opinbera eigi að sinna kerfisbundnum tann- verndaraðgerðum meðan tann- læknar sinni einstaklingum. Hörður Þórleifsson. Höfundur er tannlæknir á Akureyri.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.