Dagur - 03.04.1991, Síða 1

Dagur - 03.04.1991, Síða 1
74. árgangur Akureyri, miðvikudagur 3. apríl 1991 62. tölublað Vel klæddur í fötum frá BERNHARDT The Tailor-l.onk roDuoiin HAFNARSTRÆTI92 • 602 AKUREYRI ■ SÍMI96-26708 ■ BOX 397 Dvalarheimilið Hlíð: Skotið á þjónustuíbúð Friðjón Tryggvason, íbúi í þjón- ustuálmu dvalarheimilisins Hlíðar á Akureyri, varð fyrir þeirri óskemmtilegu reynslu að riffilkúla braut rúðu í íbúð hans á laugardag fyrir páska. Atburður þessi varð um kl. 16.00. Riffilkúlan braut tvöfalt einangrunargler, og reyndist hún vera úr byssu með hlaup- vídd cal. 22. Hár hvellur varð þegar skotið lenti ofarlega í rúðunni, og gler- brotin sáldruðust um herbergið. Tvær konur voru í heimsókn hjá Friðjóni þegar þetta gerðist, og varð fólkinu að vonum illa við. Rannsóknarlögreglan var kvödd á staðinn, og fundust leifar af Björgunarsveitin Stefán í Mývatnssveit: riffilkúlunni. Ekki er vitað hver er valdur að þessu, en hugsanlegt er að hér hafi verið um óhapp að ræða, þ.e. að skoti hafi verið hleypt af fyrir slysni af löngu færi. Þó er alls ekki útilokað að um ásetning hafi verið að ræða. Lög- reglan biður vitni um að gefa sig fram, ef einhver eru. Halldór Pétursson, húsvörður í Hlíð, segir að skotið hafi líklega komið úr norðvestri, með all- margra gráðu halla, yfir íbúða- byggðina á suðurbrekkunni. íbúð Friðjóns er á 2. hæð þjónustu- álmunnar. „Sem betur fór varð ekkert slys af þessu. Lögreglan kom, gler- brotin voru fjarlægð og gert við rúðuna til bráðabirgða. En það er óhætt að segja að við höfum hrokkið við, því smellurinn var mikill þegar rúðurnar brotnuðu,“ segir Friðjón. EHB íbúðarhúsið á Klöpp á Svalbarðsströnd er illa farið eftir bruna. Á innfelldu myndinni sést bifreið sem brann þegar logandi hurð féll á hana, og er bif- rciðin mikið skemmd. Mynd: F. Vestmann. Foreldrum og fimmböraum hjálpaö til byggöa Austfirðingar á fólksbíl og jeppa ientu í ófærð og yonsku veðri á Möðrudals- öræfum á annan í páskum. I bílunum voru fjórir full- orðnir og fimm börn á aldr- inuin frá 5 mánaða til 7 ára. Fólkinu varð ekki meint af ferðalaginu en var þreytt er það kom til byggða kl. 02.00 um nóttina. Það var um kaffileytið á mánudag scm bílarnir fóru úr Mývatnssvcit áleiðis til Egilsstaða og Norðfjarðar. Á Jökuldalsheiði festi fólksbíll- inn sig og þar keyrði jeppinn fram á hann og sat einnig fastur. Aðstandendur ferða- langanna fylgdust með ferðum þeirra og hringdu í Möðrudal en þaðan fór bóndi á dráttar- vél til hjálpar og aðstoðaði bíl- ana í Möðrudal cn þaðan héldu þeir áleiðis til Mývatns- sveitar. Um níuleytið um kvöldið óku vélsleðamenn frá Húsa- vík, sem voru að koma úr Kverkfjöllum, fram á fólkið. Þá voru bílarnir i'astir í Vestari brekku, 15 km austur af Mývatnsöræfum. Hringdu vél- sleðamennirnir í björgunar- sveit Slysavarnafélagsins Stcfán í Mývatnssveit, sem kom fólk- inu til hjálpar. IM Mikið annríki hjá Slökkviliði Akureyrar um páskana: Stórbruni á Klöpp og Ijögur útköll Slökkviliðið á Akureyri var kallað út vegna eldsvoða á bænum KIöpp á Svalbarðs- strönd klukkan 15.10 á laugar- daginn. Eldurinn kom upp í þvottahúsi, og breiddist síðan út um íbúðarhúsið, sem er tal- ið ónýtt. Almenn fjársöfnun hefur verið hafin til styrktar fjölskyldunni, sem missti nán- ast allt sitt í brunanum. Steinhúsið á Klöpp er afar illa farið eftir eldinn, en þetta er þriðji bruninn á jörðinni á 26 árum. Eldsupptök eru ekki kunn í smátriðum, en eldurinn mun líkast til hafa kviknað út frá raf- magnstækjum í þvottahúsi, en þar var m.a. frystikista og hita- túba. Þegar slökkviliðið kom á staðinn var allmikill eldur, en greiðlega gekk að ráða niðurlög- um hans. Fimm slökkviliðsmenn á tveimur slökkviliðsbílum voru sendir að Klöpp. Tjónið sem íbúar á Klöpp urðu fyrir er tilfinnanlegt. Búið er að opna almenna sparisjóðsbók við Landsbanka íslands á Akureyri, númer 117060, og geta þeir sem vilja lagt sitt af mörkum til stuðn- ings fjölskyldunni. Gísli Kr. Lórenzson, aðstoð- arslökkviliðsstjóri, segir að mikið annríki hafi verið hjá slökkvilið- inu á Akureyri um páskana. Brunaviðvörunarkerfi verslun- armiðstöðvarinnar við Sunnuhlíð fór í gang aðfaranótt páskadags Húsavík: Róleg páskahelgí Páskahelgin var mjög róleg og góð aö sögn lögreglu á Húsa- vík. Aðalmálið hjá lögreglunni var eldsvoðinn að Klöpp á Svalbarðsströnd á laugardag. Á skírdag var einn ökumaður tekinn í Aðaldalshrauni og var hann grunaður um ölvun við akstur. Aðfaranótt mánudags brutu tveir „guttar“ útiljós við einbýlis- hús á Húsavík, þeir náðust og viðurkenndu brot sitt. IM og aftur aðfaranótt 1. apríl. í báðum tilvikum voru brunaboðar brotnir af mannavöldum. Klukkan 14.25 á páskadag varð bilun í viðvörunarkerfi í húsnæði Útgerðarfélags Akur- eyringa hf. Utkall varð hjá slökkviliðinu í öllum tilvikum. Á páskadag klukkan 18.00 kviknaði í potti á eldavél í íbúð í fjölbýlishúsinu Skarðshlíð 33 b. Reykur fór um alla íbúðina, og urðu allmiklar skemmdir af hans völdum. Slökkviliðið á Akureyri var því kallað út fimm sinnum um pásk- ana. EHB Aukin harka í deilu Útgerðarfélags Akureyringa og sjómannafélagsins: Stöður háseta á ísfisktogurum ÚA voru auglýstar lausar í gær Samningar Utgerðarfélags Akureyringa hf. og sjómanna félagsins um launakjör hafa siglt í strand og hefur stjórn ÚA falið þeim Gunnari Ragn- ars og Vilhelm Þorsteinssyni, framkvæmdastjórum ÚA, að auglýsa stöður undirmanna á ísfisktogurum félagsins. í sam- ræmi við þessa samþykkt voru stöður háseta auglýstar í gær. Landað var úr Hrímbak í gær og von er á síðasta ísfisktogar- anum, Kaldbaki, inn til löndunar í dag. Gunnar Ragn- ars segir Ijóst að nóg hráefni verði til vinnslu hjá ÚA út þessa viku, en eftir það gæti óvissu um vinnsluna. Gunnar segir fyrirfram ekki vilja spá um hvernig gangi að manna skipin, það verði að koma í Ijós. Mikil harka hefur hlaupið í deilu Útgerðarfélagsins og sjó- mannanna. Hvorugur deiluaðila virðist á þeim buxunum að slaka á og erfitt er að sjá á þessari stundu að úr rætist á næstunni. Þorleifur Ananíasson, útgerð- arstjóri hjá ÚA, sagði að fjöl- margir sjómenn víðsvegar að af landinu hafi haft samband við allar líkur á að vinnsla stöðvist eftir næstu helgi skrifstofu félagsins í gær og óskað eftir skipsplássi. Hann sagði að bæði væri um að ræða vana togara- og bátasjómenn og nýliða. Þorleifur sagðist á þessari stundu ekki trúa öðru en samn- ingar myndu takast og þeir sjó- menn sem sagt hafa upp störfum hjá fyrirtækinu kæmu aftur til starfa. Þarna væri um að ræða marga af bestu togarasjómenn landsins sem mikil eftirsjá væri í. Á blaðamannafundi sem for- svarsmenn Útgerðarfélags Akur- eyringa hf. héldu sl. mánudag sagði Gunnar Ragnars að sjó- menn krefðust 80-90% heima- löndunarlags samanborið við 48% heimalöndunarálag í upp- runalegu kröfunum 20. febrúar sl. Þessum fullyrðingum vilja sjómenn mótmæla. Konráð Álfreðsson, formaður Sjómanna- félags Eyjafjarðar, segir að kjaranefnd sjómanna hafi í gær farið í saumana á uppgjöri Harð- baks frá 13. febrúar sl. Aflaverð- mæti túrsins var tæpar 7,9 millj- ónir, skiptaverð 5,5 milljónir, þar af rann 1,7 milljón til sjómanna. „Samkvæmt vinnuplaggi sem við höfum kallað tilboð 2 frá sjómönnum gerir sama veiðiferð 10,8 milljóna aflaverðmæti, 7,6 milljóna skiptaverð, 2,4 milljónir koma í hlut sjómanna. Þetta til- boð er því 55,69% hækkun frá skilyrtu verði í febrúar þar sem 12% heimalöndunarálag er inni. Ef við löndum afla þessa febrúartúrs Harðbaks til fisk- vinnslu á Vestfjörðum fengist 41,05% meira fyrir aflann en hjá Útgerðarfélagi Akureyringa eða Útgerðarfélagi Dalvíkinga. Eina svar útgerðarinnar við til- raunum kjaranefndarinnar til þess að koma á sáttum í þessu máli er á sama veg; að sjómenn séu að leggja fiskvinnslu á Akur- eyrí í rúst og riðla peningakerfi þjóðfélagsins. Þessu erum við að mótmæla.“ Kjaranefnd sjómanna, sem eiga í deilu við ÚA og ÚD, sendi í gær frá sér auglýsingu í útvarp þar sem skorað var á sjómenn að ganga ekki í störf sjómanna sem stæðu í þessari kjaradeilu. Þess má geta að sjómönnum á ísfisktogurum ÚD og Björgúlfi EA hafa borist baráttukveðjur í þessari deilu frá áhöfnum fjöl- margra skipa og báta. Nánar er fjallað um deilu ÚA og sjómanna félagsins á blaðsíðu 7. óþh

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.