Dagur - 03.04.1991, Side 5

Dagur - 03.04.1991, Side 5
Miðvikudagur 3. apríl 1991 - DAGUR - 5 Guðmundur Bjarnason. Ef litið er á samanburðartölur frá 1985 kemur í ljós að fjölgun á þessu rúmlega 5 ára tímabili hef- ur orðið eftirfarandi: Hjúkrunarrýmum hefur fjölgað um 486 Vístrýmum um 97 Dagvistum um 204 Þessi samanburður sýnir að verulega hefur áunnist í upp- byggingu þjónustu fyrir aldraða á seinustu árum. V. Kostnaður við sér- fræðilæknishjálp Kostnaður á föstu verðlagi við sérfræðilæknishjálp, greiddur af Tryggingastofnun ríkisins, rúm- lega tvöfaldaðist frá árinu 1983 til 1988. Um áramótin 1988-1989 var gerður nýr samningur við lækna með því nýmæli að tekinn var upp afsláttur sem sérfræðing- ar gefa sjúkratryggingum eftir að þeir hafa náð vissu tekjumarki. Þetta leiddi m.a. til þess að kostnaður við sérfræðilæknis- hjálp dróst saman á föstu verð- lagi milli áranna 1988 og 1989 um 135 milljónir króna og til viðbót- ar um 44 milljónir króna milli áranna 1989 og 1990, sbr. með- fylgjandi töflu. markvissrar verkaskiptingar milli þeirra sem mun, þegar fram líða stundir, leiða til stóraukinnar hagkvæmni í rekstri sjúkrahús- anna, bættrar þjónustu og sparn- að fyrir skattborgarana. VII. Lyfjamál Hinn 20. nóvember 1989 skipaði ég vinnuhóp sem vinna skyldi til- lögur um lækkun lyfjakostnaðar, gera tillögur að fyrirkomulags- breytingum og vera samvinnuað- ili við ráðuneytið um framkvæmd þessara breytinga. Meðal þess, sem vinnuhópurinn lagði til og komist hefur í framkvæmd, eru eftirtalin atriði: 1. Álagning í heildsölu var lækkuö. 2. Álagning í smásölu var lækkuð. 3. Þak var sett á álagningu á dýr- ustu lyfin. 4. Apótek gefa Tryggingastofn- un ríkisins stighækkandi af- slátt eftir veltu apóteks. 5. Gefin var út samheitaverðskrá lyfja. 6. Gefinn var út listi með skrá yfir ódýrustu sambærileg lyf. 7. Sjúklingagjaldi var breytt þannig að nú greiðir sjúkl- ingurinn lægra gjald, ef keypt er lyf sem er á „Bestukaupa- lista“. 8. Reynt var með auglýsingum að hvetja til notkunar ódýrári lyfja og minni lyfjanotkunar. Talið er að ofannefndar að- gerðir muni spara ríkissjóði um 300 m.kr. á ári. í október 1990 var síðan skip- uð nefnd til að gera tillögur um skipulag lyfjamála og kanna m.a. stofnun hlutafélags er annist inn- kaup og dreifingu lyfja hér á landi. Nefndin skilaði áliti 16. desember 1990. í framhaldi af því nefndarstarfi hefur í ráðuneytinu verið samið frumvarp að nýjum lyfjalögum, sem m.a. felur í sér: Ár: 1983 1984 1985 1986 1987 1988 1989 1990 M.kr: 467 440 590 690 878 979 844 800 VI. Samstarfsráð sjúkra- húsanna í Reykjavík I desember sl. var samþykkt á Alþingi breyting á lögum um heil- brigðisþjónustu samkvæmt til- lögum nefndar sem ég skipaði ár- ið 1989 um aukið samstarf sjúkra- húsanna á höfuðborgarsvæðinu. í kjölfar lagasetningar hefur nú verið skipað Samstarfsráð sjúkra- húsanna í Reykjavík, þ.e.a.s. Ríkisspítala, Borgarspítala og Landakotsspítala. Hlutverk ráðs- ins er að gera tillögu um mótun framtíðarstefnu áðurnefndra sjúkrahúsa, gera þróunar- og fjárfestingaáætlanir fyrir þau og stuðla að sem hagkvæmastri verkaskiptingu milli þeirra. Með þessu hefur verið stigið afar mikilvægt skref til aukins samstarfs milli sjúkrahúsanna og Mí ÉL4 Almennur stjórnmálafundur í Gamla skólahúsinu á Grenivík föstudaginn 5. apríl kl. 20.30. Frambjóðendur okkar, Guðmundur Bjarnason, Valgerður Sverrisdóttir, Jóhannes Geir Sigurgeirsson og Guðmundur Stefánsson mæta á fundinn. Framsóknarflokkurinn. 1. ÖII framkvæmd lyfjamála verði gerð markvissari s.s. eftirlit með innflutningi, fram- leiðslu og dreifingu. Gæða- eftirlit svo og öll upplýsinga- skylda verði falin Lyfjastofn- un ríkisins. 2. Lyfjastofnunin semji við framleiðendur og innlíytjend- ur um verð, afhendingu, birgða- hald og dreifingu lyfja til not- enda. Stofnunin er útboðs- og innkaupaaðili, en er ekki ætl- að að sjá um dreifingu og birgðahald. 3. Samið verði við apótekin um sérstakt gjald - þóknun - fyrir sölu lyfja, en núverandi form á lyfjaverðlagningu verði lagt niður. 4. Heimilt verði að fela deildar- skiptum sjúkrahúsum og heilsu- gæslustöðvum að afhenda lyf, þar sem þörf er talin á, að mati Lyfjastofnunarinnar. Frumvarp þetta var lagt fyrir Alþingi, en hlaut ekki afgreiðslu. VIII. Breyttar aðferðir við fjárlagagerð Komið hefur verið upp öflugri fjármálaskrifstofu innan ráðu- neytisins, sem annast undirbún- ing fjárlagagerðar og eftirlit með framkvæmd fjárlaga fyrir þær stofnanir sem heyra undir ráðu- neytið. Ábyrgð og eftirlit með fjármálum stofnana ráðuneytis- ins hefur þannig verið fært út í fagráðuneytið frá fjármálaráðu- neyti. Auk þess að fjalla um rekstur heilbrigðisstofnana gerir fjármála- skrifstofan tillögur um fjárveit- ingar til stofnana vegna fjárfest- inga, tækjakaupa og viðhalds. Undanfarið hefur verið lögð sér- stök áhersla á að auka fjárveit- ingar til viðhaldsverkefna og er nú unnið að úttekt á viðhaldsþörf húsnæðis heilbrigðisstofnana. Af þessu má sjá að ýmislegt hefur verið gert til að styrkja þann mikilvæga velferðarmála- flokk sem heilbrigðis- og trygg- ingamálin eru, en þó reynt að gæta þess að útgjöldin haldi ekki áfram að aukast. Margt fleira mætti vissulega nefna sem gert hefur verið og mörg úrlausnar- efni eru enn framundan, ekki síst siðfræðilegs eðlis þegar heilbrigð- isþjónustan stendur frammi fyrir því að þurfa að velja og hafna milli þess sem mögulegt er annars vegar og hins vegar því hvað það má kosta. Framsóknarflokkurinn mun áfram beita sér fyrir því að allir þjóðfélagsþegnar eigi aðgang að og rétt á sömu heilbrigðisþjón- ustu, þeirri bestu sem völ er á, á hverjum tíma. Glæsibæjarhreppur Kjörskrá vegna alþingiskosninga sem fram eiga aö fara 20. apríl nk. liggur frammi á Sílastööum frá 2. apríl til kjördags. Kærur við kjörskrána skulu hafa borist oddvita, eigi síöar en kl. 12.00 á hádegi 9. apríl nk. Oddviti Glæsibæjarhrepps. Auglýsing um utankjör- fundaratkvæðagreiðslu Utankjörfundaratkvæöagreiðsla vegna alþingis- kosninga 20. apríl 1991 hófst 20. þ.m. Kosið er á skrifstofu embættisins að Hafnarstræti 107, Akureyri, 3. hæö, alla virka daga á venjulegum skrifstofutíma frá kl. 9:30 til kl. 12:00 og kl. 13:00 til kl. 15:30 svo og kl. 17:00 til 19:00 og kl. 20:00 til kl. 22:00, laugardaga og sunnudaga kl. 13:00 til kl. 16:00. Á skrifstofu embættisins í Ráðhúsinu, Dalvík er kos- ið kl. 16:00-18:00 alla virka daga svo og kl. 11:00- 12:00 á laugardögum svo og á öðrum tímum eftir samkomulagi við Gíslínu Gísladóttur, fulltrúa á Dalvík. Kosið er hjá hreppstjórum eftir samkomulagi við þá. Kjósendur eru sérstaklega hvattir til að nota tímann utan hins venjulega skrif- stofutíma, því þá má vænta skjótari þjónustu. Akureyri, 27. mars 1991. Bæjarfógetinn á Akureyri og Dalvík, sýslumaðurinn í Eyjafjarðarsýslu. Vefnaðarvörudeild Nýkomin stór sending af fallegum vor- og sumarfatnaði frá 'EfmutíeK,

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.