Dagur - 03.04.1991, Blaðsíða 12

Dagur - 03.04.1991, Blaðsíða 12
£}■ - FUJÐAQ - fSGT i'nqB ,E iuQBbu>liv6iM 12 - DAGUR - Miðvikudagur 3. apríl 1991 Forræði \fir fiskimiðunum haldist hjá íslendingum einum Ég varð undrandi, þegar ég sá grein Valgerðar Sverrisdóttur hér í Degi 15. mars sl., þar sem hún gefur í skyn, að við Sjálfstæðis- menn séum líklegir til að afsala yfirráðum yfir fiskveiðilandhelg- inni til Evrópubandalagsins. Þetta er fjarri sanni. Mér er kært að nota þetta tilefni til að árétta fyrirvara Sjálfstæðismanna varð- andi sjávarútveginn í samningun- um við Evrópubandalagið. í landsfundarályktun Sjálf- stæðisflokksins stendur: „Fiski- stofnarnir eru enn sem fyrr okkar dýrmætasta sameign og á sjávar- útvegi byggjast lífskjör þjóðar- innar. Yfirráðum okkar íslend- inga yfir fiskistofnun og afrakstri þeirra má ekki stefna í hættu og samskiptin við Evrópubandalag- ið verði þannig háttað að forræði yfir fiskimiðunum og nýting þeirra haldist hjá íslendingum einum. Kollsteypur í skilyrðum til rekstrar sjávarútvegsfyrirtækja eru beinlínis hættulegar efna- hagslegu sjálfstæði þjóðarinnar. Sjálfstæður atvinnurekstur í sjávarútvegi er hornsteinn okkar útflutningsverslunar, sem ekki má brjóta niður með innbyrðis deilum milli landsmanna.“ Fyrirvarar okkar Sjálfstæðis- Svalbarðsstrandar- hreppur Kjörskrá vegna alþingiskosninga 20. apríl 1991 ligg- ur frammi á skrifstofu hreppsins og Landsbankanum á Svalbaröseyri frá 2. apríl til 20. apríl 1991. Kærur vegna kjörskrár skulu hafa borist sveitarstjórn eigi síðar en kl. 12.00 á hádegi, þriðjudaginn 9. apríl 1991. Svalbarðseyri, 2. apríl 1991. Sveitarstjóri. manna eru skýrir og afdráttar- lausir. Framsóknarmönnum dug- ir ekki að láta sér sjást yfir þá. Það dregur einungis athyglina að því, að sú byggðastefna, sem þeir hafa beitt sér fyrir, hefur brugðist, eins og Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra hefur rakið allra manna best. Hitt er rétt hjá Valgerði Sverr- isdóttir, að þær samningaviðræð- ur, sem ríkisstjórnin hefur átt við Evrópubandalagið með öðrum EFTA-þjóðum hafa ekki skilað Halldór Blöndal. neinum árangri fyrir sjávarútveg- inn. Þessar viðræður hafa verið í höndum Alþýðuflokksins og á ábyrgð forsætisráðherra. Við Sjálfstæðismenn vorum frá upp- hafi svartsýnir á, að þessi leið skilaði árangri og vildum taka upp tvíhliða viðræður við Evrópubandalagið um fiskveiði- hagsmuni okkar. En ríkisstjórnin kaus að hafa samflot við EFTA- þjóðirnar og sú er staða okkar í dag. Eg þekki ekki þann stjórn- málamann íslenskan, sem ekki er heill í því, að við íslendingar afsölum okkur í engu yfirráð- um yfir auðlindum okkar til lands og sjávar. Ég vona að kosn- ingabaráttan sýni, að frambjóð- endur allra flokka séu svo heilir í þessu mesta sjálfstæðismáli þjóð- arinnar, að þeir hafi ekki uppi getsakir um hið gagnstæða. Halldór Blöndal. Höfundur er alþingismaður fyrir Sjálf- stæðisflokkinn í Norðurlandskjördæmi eystra. Um jarðir og vatnsréttindi í Degi 27. mars sl. spurðist Eirík- ur Eiríksson fyrir um ákveðið atriði í grein, sem undirritaður birti í sama blaði þann 24. mars. Sá kafli í grein minni, sem Eirík- ur gerir athugasemd við, er svo- hljóðandi: „Fallvötnin eru að vísu ekki nema að hluta til í eigu þjóðarinnar. Þau fylgja að öðru Íeyti jörðum, og þarf sá aðili, sem viil virkja þau, að kaupa vatns- réttindin af viðkomandi jarðeig- anda.“ Þessi ummæli koma Eiríki spánskt fyrir sjónir og biður hann mig að greina frá vatnsréttinda- kaupum og hver séu virkjanleg Aðaifundur Kaupfélags Eyfirðinga verður haldinn í Félagsborg á Gleráreyrum, laugar- daginn 6. apríl. Fundurinn hefst kl. 9:30 árdegis. Dagskrá: 1. Rannsókn kjörbréfa og kosning starfs- manna fundarins. 2. Skýrsla stjórnar. 3. Skýrsla kaupfélagsstjóra. Reikningar félagsins. 4. Afgreiðsla á reikningum og tillögum félagsstjórnar. 5. Skýrsla stjórnar Menningarsjóðs. 6. Erindi deilda. 7. Önnur mál. 8. Kosningar. Fulltrúar eru beðnir að athuga að KEA annast flutn- ing á fólki sem hér segir: ★ Frá Hótel KEA kl. 09:05 ★ Frá Félagsborg kl. 12:45 ★ Frá Hótel KEA kl. 14:15 ★ Frá Félagsborg að Hótel KEA þegar fundi lýkur. Stjóm Kaupfélags Eyfirðinga fallvötn í einkaeign. Eignarréttur er afar flókið en jafnframt mikilvægt lagafyrir- bæri. Eignarréttur á jörð, sem vatn rennur um, nær til vatnsins. Sá eignarréttur er nýtingarréttur, sem er þó háður ýmsum tak- mörkunum, svo sem þeim að reynt er með ýmsum hætti að tryggja rétt eigenda annarra jarða, sem sama á rennur um. í vatnalögunum svonefndu er fjall- að um notkun vatnsorku. Þar er tryggður réttur eiganda jarðar, þar sem vatnsréttindi fylgja, til að nota það vatn, sem um landar- eignina rennur, til að vinna úr því orku. Það var um þennan rétt, sem ég fjallaði í grein minni. Þessi réttindi eru takmörkuð að því leyti, að ef réttindahafinn ætlar sér að virkja hluta af fall- vatni, sem hefur meira en 500 eölishestöfl, þarf hann til þess leyfi ráðherra. Þessi ráðstöfun löggjafans er til þess gerð að tryggja ýmis atriði er varða almenningshagsmuni. Þá þarf einnig leyfi Alþingis til að reisa stærra orkuver en 2000 kw. Nú hefur ekki á það reynt hér- lendis, svo mér sé kunnugt, að einkaeigandi vatnsfalls hafi viljað ráðast í stórvirkjun. Fræðilega séð ætti það að vera mögulegt. Hann þarf þá að afla sér tilskil- inna leyfa hjá ráðherra og á Alþingi. Vatnsréttindin á hann hins vegar sjálfur, og þarf ekki að afla þeirra. Þetta er sá skilningur sem ég hef lagt í framangreind lög. Eftir því sem ég best veit, þurfa virkjunaraðilar að afla sér vatns- réttinda eða semja um þau með einhverjum hætti. Landsvirkjun á eftir að semja um vatnsréttindi vegna Blönduvirkjunar. Þar hlýt- ur að vera um mjög flókið mál að ræða, því það nær eflaust bæði til Tóinas Ingi Olrich. heimajarða og afréttár, en efgn- arréttur á afrétti getur verið afar margslungið mál, eins og ég gat um í grein minni. Þess eru dæmi að jörðum fylgi ekki vatnsréttindi. Þegar ríkið seldi einkaaðila jörðina Presthvamm, voru vatnsréttindi undanskilin við söluna, væntan- lega í þeim tilgangi að nýta þau síðar. í grein minni var fjallað um vandmeðfarin hugtök eins og eignarrétt þjóðarinnar yfir fiski- miðunum og ýmsum öðrum gæðum, sem nýta mætti sér til tekna. Ef ég hef ekki fjallað nógu skýrt um lögfræðileg hugtök, bið ég Eirík Eiríksson velvirðingar á því. Vonandi verður þessi stutta athugasemd til að bæta þar úr að einhverju leyti. Akureyri 27.3.1991 Tómas Ingi Olrich. Höfundur skipar annað sæti á lista Sjálf- stæðismanna í alþingiskosningum á Norðurlandi eystra. Akureyri: Danskt tríó með tón- leika í Safiiaðar- hcimilinu í kvöld Damgaard-tríóið frá Dan- mörku, sem í eru John Dam- gaard píanóleikari, Elísabeth Zeuthen-Schneider fiðluleikari og Ulrikke Höst-Madsen selló- leikari, heldur tónleika í Safn- aðarheimili Akureyrarkirkju í kvöld, miðvikudaginn 3. apríl, kl. 20.30 á vegum Tónlistar- félags Akureyrar. Á efnisskránni eru þrjú verk. Fyrst skal nefna Tríó fyrir píanó, fiðlu og knéfiðlu í C-dúr eftir Mozart. Þá flytja þau Tríó fyrir píanó, fiðlu og knéfiðlu op. 25 eftir Niels Viggo Bentzon og að síðustu verður flutt Tríó fyrir píanó, fiðlu og knéfiðlu í f-moll eftir Antonin Dvorák. Damgaard-tríóið hefur starfað í nokkur ár og leikið víðsvegar í Danmörku. Meðlimir þess eru allir í hópi virtustu tónlistar- manna Dana. Hingað til lands kemur tríóið í boði Tríós Reykjavíkur og mun halda ferna tónleika. Meðal annars heldur það tónleika á „Dönskum dögum“ í Reykjavík.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.