Dagur - 03.04.1991, Side 18
✓* ►
n» a n
*-nr* *• r..i
O M
18 - DAGUR - Miðvikudagur 3. apríl 1991
Dandalaveður
Miðvikudaginn 27. mars frum-
sýndi Leikfélag Húsavíkur
leikritið „Dandalaveður“ eftir
hinn ástsæla rithöfund, Jónas
Árnason. Leikstjóri er Sigurður
Hallmarsson.
Verkið var samið sérstaklega
fyrir Leikfélag Húsavíkur.
Grunnur þess er einþáttungurinn
„Drottins dýrðar koppalogn",
eftir Jónas, sem sýndur var í Iðnó
fyrir fjölda ára og var þá sam-
ferða einþáttungnum „Táp og
fjör“.
Leikritið gerist á lítilli eyju ein-
hvers staðar í Norður-Átlants-
hafi. Tíminn er framarlega á
þessari öld en þó eftir 1920. Lífs-
hættir manna og skoðanir mótast
af tímanum og þeirri einangrun,
sem er á eyjunni. Þar hafa sér-
kennilegar manngerðir fengið að
þrífast og kúnstuglegt orðalag,
sem Jónasi er einkar tamt að nota
lipurlega, setur svip á allt það,
sem gerist og á milli manna fer.
Efni verksins er að mestu átök
um viðhorf til athafna heiðurs-
borgara samfélagsins á eynni.
Hann er sérlyndur útlendingur,
sem hefur sest þarna að og verið
sæmdur fyrrnefndum titli sakir
þess, að hann hefur tekið að sér
að greiða öll útsvör eyjarskeggja
gegn því að hafa algeran umráða-
rétt á stórum hluta eyjarinnar.
Inn á það svæði mega ekki nema
örfáir útvaldir koma. Heiðurs-
borgarinn eyðir tíma sínum í að
draga að sér alla vega dót, sem
hann hirðir á fjörum og sækir á
haf út. Hrifnastur virðist hann
vera af kúlulaga hlutum. í þann
flokk fellur stór kúla, sem hann
dregur upp í fjöruna og sem nokk-
ur hluti íbúa eyjarinnar er sann-
færður um, að sé tundurdufl.
í verkinu örlar lítt á boðskap,
nema ef vera skyldi, að fjallað sé
um valdið, sérréttindin og mátt-
leysi þeirra, sem lítt mega sín.
Þessi boðskapur, ef hann er fyrir
hendi og í huga höfundarins, er
ekki settur fram á markvissan
hátt, heldur líkt og flýtur með
öðru. Mest áhersla er á sérkenn-
um einstakra persóna og leitast
við að draga gaman úr þeim og
málfari þeirra. Petta tekst nokk-
uð vel og vekur iðulega kátínu.
Leikurinn heldur sæmilega
dampi fram að hléi. Eftir það er
sem botninn sé úr því. Ef til vill
er frumþráðurinn úr „Drottins
dýrðar koppalogni" ekki nógu
seigur til þess að þola þá teyg-
ingu, sem til þarf til að gera úr
honum verk, sem stæði heila sýn-
ingu. Líklegra er þó, að unnt
hefði verið að láta hann duga,
hefði meiri alúð verið lögð við
verkið í ritun þess.
Uppsetning Leikfélags Húsa-
víkur er svo góð, sem kostur er,
þegar til meðferðar er verkefni
sem þetta. Leikmyndin er mjög
vel hönnuð og falleg. Yfir henni
er blær tímabilsins og hún styður
vel þær persónur, sem leikurum
Leikfélags Húsavíkur tekst að
skapa í túlkun sinni. Þessar per-
sónur er vel mótaðar langflestar.
Séra Daníel, hinn véla- og
tæknisinnaði prestur eyjarbúa, er
leikinn af Þorkeli Björnssyni.
Hann á marga góða spretti í túlk-
un sinni, en líður talsvert fyrir
galla í byggingu persónunnar.
Jakob, oddviti byggðarinnar, er
leikinn af Sigurði Illugasyni.
Sigurður er góður í hlutverki sínu
og gerir því talsvert sannferðug
skil. Þessi persóna er nokkuð vel
mótuð af höfundar hálfu. Hlut-
Frá æfíngu á Dandalaveðri.
verk Rebekku skólastýru er í
höndum Ásu Gísladóttur. Henni
tekst vel að gera úr hlutverkinu
allsannfærandi persónu. Bjarni
Sigurjónsson leikur Jafet, hinn
heyrnardaufa hreppstjóra. Hon-
um tekst allvel að draga fram
spaugilegan blæ persónunnar.
Hrefna Jónsdóttir og Regína
Sigurðardóttir skapa hvor um sig
eftirminnilegustu persónurnar í
verkinu. Hrefna leikur fröken
Rakel, stjórnsama konu, sem
hefur ákveðnar skoðanir á hags-
munamálum eyjarskeggja og
heldur þeim fram af fornum
skörungsskap. Regína fer með
hlutverk Rutar húsmóður og
tekst eftirminnilega að draga upp
mynd þeirrar liðnu gerðar hús-
freyjunnar, sem bar gestum veit-
ingar, en dró sig síðan í hlé og lét
sem minnst fyrir sér fara.
Leikstjórinn, Sigurður Hall-
marsson, hefur unnið gott verk í
því að hagræða viðamikilli leik-
myndinni og talsverðum fjölda
leikara svo á sviðinu, að góð sam-
fella næst, allt gengur lipurlega
fyrir sig og úr uppsetningunni
verður verulega snotur sýning.
Ekki spillir í þessu tilliti lýsing
Jóns Árnkelssonar og Ragnars
Emilssonar, sem er smekkleg og
vel unnin.
Þó að ýmislegt megi að „Dand-
alaveðri“ finna sem leikverki, er
það þó góð kvöldskemmtun.
Verkið ber í sér mörg af bestu
höfundareinkennum Jónasar
Árnasonar, svo sem þegar hefur
verið að vikið. í meðförum
leikara Leikfélags Húsavíkur
hefur það fengið svo góða túlkun
sem unnt er að veita því.
Haukur Ágústsson.
Styrktarfélag vangefinna
Aðalfundur
Styrktarfélags vangefinna
veröur aö löjulundi fimmtudaginn 4. apríl kl. 20.30.
Venjuleg aöalfundarstörf.
Félagar fjölmennið.
Stjórnin.
WordPerfect
framhaldsnámskeið
immskeiðsins:
★ Skráasöfii sett upp.
★ Texti settur upp í dálka
★ Teikning.
★ Qrösldpting.
★ Efiiisyfirlit og atriðaskrár.
★ Fjölvar.
★ Dreifibréf.
Innrltun og upplýsingar í síma
27899.
Námskeiðið hefst 9. apríl og verður haldið
á kvöldin. [g|
Töhufræðslan Akureyri h£
Glerárgötu 34 IV. hœð. Sími 27899.
Skrifstofa Norrænu ráðherranefndarinnar:
Tveir f slendingar ráðnir til starfa
Á fundi staðgengla samstarfs-
ráðherra Norðurlanda í Kaup-
mannahöfn um síðustu mán-
aðamót var ráðið í fimm stöð-
ur deildarsérfræðinga hjá
Skrifstofu Norrænu ráðherra-
nefndarinnar í Kaupmanna-
höfn.
í tvær af þessum fimm stöð-
um urðu íslenskir umsækjend-
ur fyrir valinu, þeir Dr. Olafur
Kvaran, iistfræðingur, sem
starfa mun á sviði menningar-
mála og Tryggvi Felixson,
hagfræðingur, sem starfa mun
á fjármálasviði skrifstofunnar.
Ráðningarnar eru tímabundn-
ar, 4-6 ár.
Dr. Ólafur Kvaran verður
deildarsérfræðingur um menn-
ingarmál, og verksvið hans eink-
um fólgið í að annast um norræna
samvinnu á sviði myndlistar og
tónlistar svo og tengsl milli ráð-
herranefndarinnar og norrænna
menningarstofnana.
Ólafur Kvaran lauk fil.kand.
prófi í Iistasögu frá Háskólanum í
Lundi árið 1974 og doktorsprófi
frá sama skóla árið 1987. Hann
starfaði sem safnvörður við Lista-
safn íslands 1975-80. Frá 1980
hefur Ólafur verið forstöðumað-
ur Listasafns Einars Jónssonar og
jafnframt frá 1985 listráðunautur
Norræna hússins.
Ólafur er fæddur 23. janúar
1949 og kvæntur Önnu Soffíu
Gunnarsdóttur og eiga þau tvær
dætur.
Hann mun hefja störf 1. ágúst
1991.
Tryggvi Felixson lauk stú-
dentsprófi frá Menntaskólanum í
Kópavogi 1978. Hann lagði stund
á nám í sögu og spænsku við
ríkisháskólann í Mexíkóborg í
einn vetur. Þá stundaði hann
nám í hagfræði, stjórnmálafræði
og spænsku við háskólann í Osló
og lauk þar cand.mag. prófi
1981. Tryggvi vann tvö ár við
áætlanadeild ríkisspítala og sem
stundakennari við Menntaskól-
ann í Kópavogi.
Hann hélt til framhaldsnáms í
hagfræði við ríkisháskóla Massa-
chusetts 1984 og lauk meistara-
prófi í hagfræði 1986 og hefur
síðan starfað í Seðlabanka
íslands, fyrst í hagfræðideild og
síðar í alþjóðadeild.
Tryggvi er fæddur 14. janúar
1955 og kvæntur Sigrúnu Krist-
ínu Magnúsdóttur, M.A., sem
starfar fyrir fræðsluráð hótel- og
veitingagreina og eiga þau þrjú
börn.
Hann mun hefja störf 1. maí
1991.
1 árs
í tilefni 1 árs afmælis okkar
þökkum við viðskiptavinum góðar móttökur
Við munum gefa fría filmu með
hverri framköllun þessa og næstu viku
LIöSA4yNd
voriwa