Dagur - 18.04.1991, Blaðsíða 1

Dagur - 18.04.1991, Blaðsíða 1
74. árgangur Akureyri, fimmtudagur 18. aprfl 1991 73. tölublað Venjulegir og demantsskornir trúlofunarhringar Afgreiddir samdægurs GULLSMIÐIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI Loðnubrestspeningarnir: „Vfl halda mig við skiptingu samgönguráðuneytisins“ „Ég vil ekkert segja um hvort til greina komi að fresta endanlegri ákvörðun um skipt- ingu þessara 100 milljóna fram yfir kosningar. Það er fyrst og fremst fjármálaráðuneytið sem verður að svara því hvort það treystir sér til þess að nota heimildina á grundvelli tillagna samgönguráðuneytisins án til- Norðurland: Svipaður Qöldi kýs utan kjör- staða og áður lits til þessa rugls í fjárveitinga- nefnd,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, samgönguráðherra. Fjárveitinganefnd klofnaði á fundi í vikunni í afstöðu til skipt- ingar títtnefndra 100 milljóna til sveitarfélaga, sem illa urðu úti vegna loðnubrests, en fyrri sam- þykkt hennar gerði ráð fyrir að auk sveitarfélaga þar sem eru loðnubræðslur rynnu töluverðir fjármunir til Ólafsvíkur, Patreks- fjarðar og Blönduóssi „Ég vil halda mig við skiptingu samgönguráðuneytisins á þessum fjármunum. Ég held að væri ekki til bóta að fara að hringla með hana,“ sagði samgönguráðherra. óþh Bros færðist yflr andlit Norðlendinga ■ gær, enda veðurguðirnir í sólskins- skapi. Ljósmyndari Dags festi þessa krakka í Sundlaug Akureyrar á filmu í gær. A innfelldu myndinni sést að hitamælir í miðbæ Akureyrar sýndi 11° gráðu hita um miðjan dag í gær. Myndir: Goiii Björn Valur Gíslason, bæjarfulltrúi í bæjarstjórn Ólafsíjarðar, um gjaldþrot Fiskmars og ábyrgð bæjarsjóðs á skuldum fyrirtækisins: „Mun óska eftir opinberri rannsókn“ -„þetta mál þolir alla rannsókn,“ segir Óskar Þór Sigurbjörnsson, forseti bæjarstjórnar Töluverður skriður er kominn á utankjörstaðaatkvæðagreiðslu vegna alþingiskosninganna hjá sýslumannsembættunum á Norðurlandi. Fjöldi manns kaus utan kjörstaðar í gær og búist er við að margir kjósi í dag og á morgun. Á Akureyri höfðu kosið í gær á sjötta hundrað manns, en gert er ráð fyrir að talan eigi eftir að hækka í um þúsund manns fyrir lokun á föstudagskvöld. Hjá sýslumannsembættinu á Húsavík fengust þær upplýsingar síðdegis í gær að 100 manns hefðu kosið þar utan kjörstaðar. Fyrir síðustu bæjarstjórnarkosn- ingar greiddu á annað hundrað manns atkvæði utan kjörstaðar á Húsavík. Hjá sýslumanni Skagfirðinga á Sauðárkróki höfðu 130 manns kosið utan kjörstaðar síðdegis í gær. Þetta er mjög álíka fjöldi og á sama tíma fyrir síðustu kosn- ingar. óþh Óhætt er að segja að miöað við árið 1990 sé kostnaður vegna snjómoksturs í Norðurlands- kjördæmi eystra það sem af er þessu ári hverfandi lítill. AIIs staðar er sömu sögu að segja; óvenju mildur vetur gerir það að verkum að kostnaður vegna Aðaldalur: Nýr hreppstjóri Sýslumaðurinn í Þingeyjar- sýslu hefur skipað í embætti hreppstjóra í Aðaldal í stað Friðjóns Guðmundssonar á Sandi sem látið hefur af emb- ætti sökum aldurs. Ein umsókn barst um embætt- ið og var Garðar Smári Vestfjörð, bóndi í Miðhvammi, skipaður hreppstjóri frá 15. apríl sl. IM „Ég reikna með að leggja á bæjarráðsfundi í dag fram bók- un og óska eftir opinberri rannsókn á því hvernig þessi ábyrgð var veitt og hvernig þetta þróaðist út í að vera ábyrgð á láni sein ekkert veð var fyrir. Það var búið að sann- færa okkur bæjarfulltrúa um að þetta væri hættulaus ábyrgð og þegar síðan kemur í Ijós nú að ekki stendur veð á bak við eina einustu krónu þá hlýtur eitthvað að vera bogið við málið. Mér virðist sem þessi ábyrgð hafi nánast verið svikin snjómoksturs er mun minni í ár en á sama tíma í fyrra. Vegagerðin á Akureyri hafði þær upplýsingar í gær að á tíma- bilinu 1. janúar til 5. apríl sl. hafi kostnaður vegna snjómoksturs í Eyjafirði numið 15,5 milljónum króna. Ekki voru tiltækar tölur til samanburðar fyrir sömu mánuði árið 1990, en hins vegar er ljóst að þessi upphæð er dropi í hafið miðað við „eðlilegt árferði“. Þær upplýsingar fengust hjá Vegagerð ríkisins á Húsavík að samanlagður kostnaður vegna snjómoksturs í Suður- og Norð- ur-Þingeyjarsýslum á tímabilinu 1. janúar til 4. apríl sl. næmi rúm- um 7 milljónum króna. Til samanburðar nam kostnaður við snjómokstur fyrstu fjóra mánuði ársins 1990 28 milljónum króna. í Suður-Þingeyjarsýslu skiptist kostnaðurinn svo: Ljósavatns- skarði-Húsavík 1,1 milljón, út,“ segir Björn Valur Gísla- son, bæjarfulltrúi vinstri manna í minnihluta bæjar- stjórnar Ólafsfjarðar, vegna þeirrar 5-6 milljóna króna skuldar sem nú er að falla á bæjarsjóð í framhaldi af gjald- þroti Fiskmars hf. í Ólafsfirði. Forseti bæjarstjórnar, Óskar Þór Sigurbjörnsson, segir að þetta mál sé engan veginn útrætt í bæjarráði, menn rifji nú feril málsins upp og ekki hafi verið tímabært að fara með þetta mál í blöð. Húsavík-Auðbjargarstaðir 770 þúsund, Tjörn-Mývatnsheiði- Reykjahlíð 550 þúsund, Kísilveg- ur 1.2 milljónir, aðrir vegir 580 þúsund og helmingamokstur 170 þúsund. í Norður-Þingeyjarsýslu lítur dæmið svo út: Auðbjargarstaðir- Raufarhöfn 1.4 milljónir, Rauf- arhöfn-Þórshöfn-flugvöIlur 660 þúsund, Þórshöfn-Gunnólfsvík 900 þúsund, aðrir vegir 200 þús- und og helmingamokstur 40 þúsund. Guðmundur Guðlaugsson, yfir- verkfræðingur á Akureyri, segir að vetur konungur hafi verið bæjarkassanum mjög hagstæður. Frá 1. janúar til ca. 20. mars sl. hefur bærinn kostað til 4,3 millj- ónum króna í snjómokstur. Til samanburðar nam kostnaður við snjómokstur á Akureyri fyrstu þrjá mánuði síðasta árs nálægt 15 milljónum króna. óþh þykkti á sínum tíma var mjög ströng og í bókun bæjarstjórnar segir að ábyrgðarveiting sé sam- þykkt gegn öruggu veði fyrir lán- inu,“ sagði Björn Valur. „Sigurð- ur Björnsson, framkvæmdastjóri Fiskmars sem jafnframt er bæjar- fulltrúi Sjálfstæðisflokks í meiri- hluta bæjarstjórnar, lofaði þá, og það kemur fram í bréfi sem fyrir- liggjandi er, að þetta veð næmi ekki nema 60% af andvirði tækj- anna. Síðar reyndist þetta ekki rétt. Þessi ábyrgð er síðan veitt í framhaldi af samþykkt bæjar- stjórnar þrátt fyrir að mönnum hafi orðið ljóst að þau veð sem boðin voru reyndust engan veg- inn fullnægjandi." Björn Valur segir að ákvörðun sín um ósk um opinbera rann- sókn tengist einnig þvi að fram- kvæmdastjóri og aðaleigandi umrædds fyrirtækis er, og var á því kjörtímabili sem ábyrgðin var veitt, bæjarfulltrúi í meirihlutan- um. „Ég efast um að svona lagað hefði nokkurn tímann verið keyrt í gegn ef ekki hefði verið um bæjarfulltrúa að ræða. Ég trúi því ekki að bærinn veiti ábyrgð gegn engum veðum nema fyrir ein- hvern þrýsting. Ég man í það minnsta ekki til þess að svona lagað hafi gerst í bæjarstjórn. Þetta er rannsóknarmál og við eigum ekki að sætta okkur við það í bæjarstjórn, hvort sem við erum í minnihluta eða meiri- hluta, að út úr okkur sé verið að plata peninga. Ég vil fá það á hreint hvernig stendur á því að við erum að fá þetta á okkur þeg- ar tryggt átti að vera að svo yrði ekki.“ Óskar Þór Sigurbjörnsson seg- ir að í þessu máli sé ekkert að fela og það þoli alla rannsókn. „Menn vilja náttúrulega aldrei tapa peningum. Á meðan þessar vélar voru í vinnslu í fyrirtæki sem talið var efnilegt á þeim tíma þá voru menn með efasemdir hvers virði þær væru. Það mátti meta verðgildi þessara véla á margan veg og auðvitað gat það því orkað tvímælis fyrir hve miklu þær stæðu. Þetta vissum við en teljum að við höfum engu verið leyndir. Við fórum varlega í þessa hluti og það gat enginn gefið okkur fullvissu um hvers virði þessar vélar voru á þessum tíma en við gátum heldur ekki dregið í efa að þær stæðu ekki fyrir talsvert miklu, verandi í þessu fyrirtæki. Þrátt fyrir þetta gáfum við ábyrgðina vegna þess að þarna var fyrirtæki sem var verið að þróa upp til að koma inn í bæjar- félagið og breikka með því grunn atvinnulífsins. Þó efasemdir væru í okkar huga um verðmæti þess- ara véla þá fannst okkur samt vert að veita ábyrgðir, eins og við höfum oft gert þegar um atvinnu- spursmál er að ræða eftir þreng- ingar.“ Eins og fram hefur komið hef- ur nýtt fyrirtæki verið stofnað um þessa fisknaslframleiðslu og seg- ist Óskar telja að í því ljósi megi líta sem svo á að sú skuld sem nú falli á bæjarsjóð sé það verð sem greiða verði í rannsóknar- og markaðsstarfsemi í leit bæjarfé- laga að leiðum til að fjölga stoð- um atvinnulífsins út um land. „Það er kannski í fleiri tilfellum sem svona lagað verður að ganga í gegnum eitt eða fleiri gjaldþrot. Við höfum orðið fyrir svona hremmingum áður í þessari sömu leit en samt sem áður höldum við áfram að leiða til að mæta þeirri brýnu þörf sem er á þessu sviði. Ef við stöndum uppi með þetta fyrirtæki og 10-15 störf í bænum þá er, þrátt fyrir allt, betur af stað farið en heima setið. Við lít- um því ekki á þetta sem tapað fé og ef menn eru með bollalegging- ar um að eitthvert misferli sé þarna á ferðinni þá er það ekki,“ sagði Óskar. JÓH ,Sú kvöð sem bæjarstjórn sam- Norðurlandskjördæmi eystra: Gífurlega háar upphæðir hafa sparast vegna lítils snjómoksturs

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.