Dagur - 18.04.1991, Blaðsíða 6

Dagur - 18.04.1991, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - Fimmtudagur 18. apríl 1991 Félag sauðfjárbænda við Eyjafjörð heldur aðalfund sinn á Hótel KEA mánudaginn 22. apríl kl. 20.30. Auk venjulegra aðalfundarstarfa mun Kristinn Arn- þórsson eftirlitsmaður með ullarmati flytja framsögu um ullarmat og meðferð ullar. Stjórnin. Þið gertö betri matarkaup iKEANETTO Hamborgarar með brauði 2 í pk.. kr. 138 Haust hafrakex 250 g kr. 95 Ritz kex 200 g kr. 68 Juvel hveiti 2 kg kr. 69 Sykur 2 kg kr. 96 Kolombía kaffi 250 g kr. 96 Melrosesm/25 kr. 90 Blanda 6 í pk kr. 228 Smjörvi 300 g kr. 168 Gólfsápa Sjöfn 1,51 kr. 158 Pampers bleiur kr. 1.175 Opið virka daga frá kl. 13-18.30. Laugardaga frá kl. 10 -14. Kynnist NETTÓ~vrea~ði KEA NETTO Ekki er aflt sem sýnist - nokkrar athugasemdir við málflutning heilbrigðisráðherra - af gefnu tilefni Hinn 12. apríl sl. skrifaði Guð- mundur Bjarnason grein hér í Dag. Hún var hugsuð sem svar- grein til nokkurra ungra sjálf- stæðismanna, sem höfðu varpað fyrirspurnum til forsætisráðherra á fundi hans hér á Akureyri. Það má merkja á greinni, að ráðherr- anum hefur orðið mikið um athugasemdir hinna ungu manna. Óhjákvæmilegt er að gera athugasemdir við athugasemdir ráðherra. Kjörin drógust saman á síðasta ári í grein sinni reynir heilbrigðis- ráðherra að hnekkja því, að kaupmáttur launa hafi dregist saman á sl. ári og fer í talnaleik. Ég hef í höndum rit Þjóðhags- stofnunar, Þjóðarbúskapinn, framvinda 1990 og horfur 1991, sem út kom nú í aprílmánuði. Þar segir orðrétt um sl. ár: „Kaupmáttur ráðstöfunartekna á mann dregst því saman um 4%.“ Á árinu 1988 rýrnaði kaupmátt- urinn um 2,8% og um 7,9% 1989. Á hinn bóginn óx hann um 8,5% 1986 og um 22,6% 1987. Enn er of snemmt að fullyrða um þróun kaupmáttar á þessu ári. Talnaþula af þessu tagi er auð- vitað ekki skemmitlestur, en nauðsynleg í þessu samhengi til að skýra þá dökku mynd, sem verkalýðshreyfingin stóð frammi fyrir í ársbyrjun 1990. Mikill hallarekstur hafði verið á fyrir- tækjum og atvinnuleysi var orðið viðvarandi, ekki síst hér á Akur- eyri og um Norðurland. í þessari úlfakreppu samdi verkalýðshreyfingin við vinnu- veitendur um eins litlar launa- hækkanir og hún treysti sér til í vissu um, að verðbólga færi niður og fyrirtækin kæmust á réttan kjöl. Ríkisstjórnin skuldbatt sig til að hafa reiður á fjármálum ríkisins, sem hún ekki gerði, með þeim afleiðingum að raunvextir hækkuðu á sl. ári og fara enn Halldór Blöndal. hækkandi. í þessum samningum var gert ráð fyrir, að kaupmáttur rýrnaði eilítið til áramóta, sem þýddi að atvinnutekjur drógust saman um 4% á árinu borið sam- an við árið 1989. Ungu Sjálf- stæðismennirnir höfðu því rétt fyrir sér á fundi forsætisráðherra og þá auðvitað Tómas Ingi Olrich líka á fundinum á Dalvík. Þeir notuðu meira að segja sama orðalag og er í áliti Þjóðhags- stofnunar. Hins vegar gerir ráð- herra sig sekan um ranga með- ferð á tölum, þegar hann rýnir í einstaka mánuði og reynir að fá sem hagkvæmastan samanburð með því að taka mars í eitt skipti en maí í annað. Þótt reynt sé að fylgjast með þróun kaupmáttar, er það náttúrulega ekki gert frá degi til dags, enda hefur það ekki þýðingu. Þjóðhagsstofnun býst við 1,5% aukningu atvinnutekna á þessu ári. Ríkisstjórnin hefur þegar tekið meira en helminginn til baka með fyrirhuguðum hækkun- um á bensíni og þungaskatti, eins og aðilar vinnumarkaðarins hafa sýnt fram á. Kaupmátturinn virð- ist því í besta falli standa í stað á þessu ári að óbreyttri stjórnar- stefnu, sem er vitaskuld ekki við- unandi fyrir launþega, eftir þær miklu fórnir, sem þeir hafa fært. Skuldabyrði af erlendum lánum Heilbrigðisráðherra hrósar sér af því, að vöruskiptajöfnuðurinn skuli vera hagstæður á sl. ári. En hann sleppir skýringunum. Kaupgeta almenning var hverf- andi borið saman við það, sem hún hafði verið tveim árum áður. Auk þess var fjárfesting og nýsköpun í atvinnulífinu í lág- marki. Hvort tveggja dró úr inn- flutningi, en t.d. hækkaði verð á erlendum fiskimörkuðum um 30% á árinu. Landsframleiðsla minnkaði þriðja árið í röð. Á hinn bóginn hækkaði greiðslubyrði af erlendum lánum geigvænlega. Sem hlutfall af vergri landsframleiðslu hækkuðu erlendar skuldir úr 40,3% og 41,4% á árunum 1987 og 1988 í 52,9% á sl. ári. Greiðslubyrði af erlendum lánum þyngdist úr 16,0% og 16,6% í 20,1% af útflutningstekjum og vextir af er- lendum lánum úr 8,2% og 8,9% í 11,2%. Ófögur mynd Sú mynd, sem ég hef dregið upp, er ófögur. Hún sýnir, að ekki er að búast við viðunandi bata í lífs- kjörum á næstu árum, nema okk- ur takist að auka útflutningstekj- urnar verulega. Friðrik Sophus- son var kominn vel áleiðis í samningaviðræðum um nýtt álver við Straumsvík haustið 1988. Það tækifæri gufaði upp í höndum arftaka hans í sæti iðnaðarráð- herra. Síðan hafa álviðræðurnar einkennst af vandræðagangi, en enginn árangur náðst. Það er sannarlega kominn tími til að gefa ríkisstjórn Steingríms Her- mannssonar frí. Halldór Blöndal. Höfundur er alþingismaður fyrir Sjálf- stæðisflokkinn í Norðurlandskjördæmi eystra. lesendahornið Höldur hf. Akureyri: Þakkir fyrir góða árshátíð „Laugardaginn 13.04. ’91 hélt starfsmannafélag Höldurs hf. árs- Skór við allra hæfi • Skór við allra hæfi Hin árlega vorútsala hefst í dag, fimmtudag * Nú er hægt ai geta góð kaup * .H. Lyngdal Hafnarstræti Skór við allra hæfi • Skór við allra hæfi hátíð í Bláhvammi, veitingastað Fiðlarans, Skipagötu 14 á Akur- eyri. Fiðlarinn sá um veitingar. Undirritaður vill þakka þá þjón- ustu sem þarna var veitt, og lang- ar fyrir hönd Starfsmannafélags Höldurs hf. að þakka Fiðlaranum fyrir frábæra þjónustu og frábær- an mat, og þeim sem að því unnu að gera þetta kvöld svo vel heppnað kunnum við bestu þakk- ir fyrir mjög ánægjulega kvöldstund. Einnig langar okkur að þakka hljómsveitinni Rokk- bandinu kærlega fyrir frábært ball. Ég held að ekki sé ofsögum sagt að Fiðlarinn sé veitingastað- ur í hæsta gæðaflokki, og að Rokkbandið sé með bestu hljóm- sveitum á svæðinu. Þegar þetta tvennt fer saman hlýtur kvöldið að verða frábært. Hafið bestu þakkir." Fyrir hönd Starfsmannafélags Höidurs hf., Pálmi Björnsson. Það gengur fram af fleirum Fyrir nokkru birtist grein hér í bíaðinu frá Jóni Hafsteini, fyrr- verandi menntaskólakennara, um árásirnar á Gauta Arnþórs- son yfirlækni. í greininni spyr Jón Hafsteinn: „Gengur ekki fram af fleirum en mér?“ Vissulega gengur fram af fleir- um og það hvarflar að manni hvort sjúkrahúsið sé að hrynja af ósamlyndi. Mest gekk þó fram af mér þegar blaðadruslan „Gagn og gaman“ skreið inn um lúguna og fæddi af sér þann illgirnislega blaðsnepil Eiríks Stefánssonar. Þvílíkur munnsöfnuður! Þar eru sannarlega meiðyrði sem vert er að taka til athugunar og vonandi á hann eftir að súpa seyðið af þeim. Þessi skrif minna mann á þann fræga Sigurð Draumland, sem gekk hér um götur fyrir nokkrum árum, hafði nokkra glóru í höfð- inu en notaði hana jafnan til ill- verka. Máltækið segir: „Fyrr má nú rota en dauðrota". Húsmóðir á Akureyri

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.