Dagur - 18.04.1991, Blaðsíða 9

Dagur - 18.04.1991, Blaðsíða 9
Sr. Ólafur Þ. Hallgrímsson. málinu, enda hefur Sjálfstæðis- flokkurinn verið þekktur fyrir annað fremur í gegnum tíðina en standa fastur fyrir, þegar útlend- ingar eiga í hlut. EB gæti gleypt ísland Afstaðan til EB er vissulega stórmál, sem þjóðin er enn ekki nægilega upplýst um. Miklar hræringar eiga sér stað í Evrópu. Gömul iðnríki sjá fram á hnign- andi gengi og eyðingu auðlinda sinna ásamt vaxandi mengun o.þ.h. og reyna að tryggja fram- tíð sína með útfærslu á yfirráðum yfir auðlindum annarra þjóða. Hugmynd þeirra er að stofna stórríki. Efnahagsbandalag Evrópu er vissulega risi, sem gæti gleypt okkur með húð og hári. Inngöngu í EB myndi sjálfkrafa fylgja afnot bandalagsþjóðanna af fiskimiðum okkar ásamt niður- færslu landhelginnar í 12 mílur. Einnig gæti bandalagið yfirtekið peningamarkað okkar og stofnað hér til fjárfestinga og fram- kvæmda af ýmsu tagi, m.a. stór- iðju, og flutt erlent verkafólk óhindrað inn í landið. En þó er ótalið það sem verst væri, því slík umsvif erlendra þjóða myndu fljótlega valda slíkum skaða á lífríki landsins að óbætanlegt yrði. Þá gæti „mörgum búand- karlinum þótt þröngt fyrir dyrum,“ svo vitnað sé til hinna þekktu orða Einars Þveræings. Við yrðum þá einhvers konar jaðarbyggð hér norður við ysta haf, það væri ekki eftirsóknar- vert hlutskipti. Því er ekki að neita, og það virðist mér eitthvert ömurlegasta tímanna tákn um þessar mundir, hve vantrú margra íslendinga virðist fara vaxandi á það sem landið sjálft hefur upp á að bjóða. Því miður er að verða til verulegur hópur fólks í þjóðfé- laginu sem hefur vantrú á íslenskri framtíð, því sem landið sjálft býður upp á til lífsviðurvær- is, en sér þann kost vænstan að leita á náðir útlendinga til efling- ar atvinnulífi landsmanna í von um skjótfengnari gróða. Við heyrum jafnvel vel upplýst fólk tala í fyrirlitningartón um „skerið“ ísland, sein vart geti tal- ist bjóða upp á lífvænleg kjör í framtíðinni. í því efni horfa margir til erlendra þjóða í von um einhverja ölmusu, þaðan sjá menn koma vaxtarsprotann sem við þörfnumst í íslensku atvinnu- lífi. Því miður er þessarar van- trúar á íslenska bjargræðisvegi tekið að gæta meðal stjórnmála- manna í dag, enda eru þeir ekk- ert annað en spegilmynd þjóðar- innar. Ekkert val, ekki um neitt að semja Hér er hætta á ferðum, því af allri mengun er hættulegust mengun sjálfs hugarfarsins. Víst skulum við leita allra mögulegra samninga við Evrópu- ríkin til að fá hagstæðari kjör fyr- ir útflutningsvörur okkar, en inn- ganga í EB kemur ekki til greina að mínum dómi, af þeirri ein- földu ástæðu að hún myndi kosta okkur sjálfstæðið. Það er ekki um neitt að semja, ekkert val. Um það ættu allir landsmenn að geta verið sam- mála. Stærsti auður okkar sem sjálf- stæðrar þjóðar er tvímælalaust óspillt náttúra og hreint loft, ásamt þeim auði sem landið sjálft og fiskimiðin hafa upp á að bjóða. Hreint og óspilit land eru auðæfi, sem verða dýrmætari með hverju ári sem líður. Á því sviði þurfum við margs að gæta og margt að lagfæra. Við þurfum að skipuleggja ferðamannaiðnað þannig að hann valdi ekki óþarfa spjöllum á viðkvæmu náttúrufari hálendisins. Þar þurfum við að setja strangari reglur um umgengni alla og viðhafa mun meira eftirlit umfram allt. Við þurfum að viðhalda þeirri ímynd að ísland sé hreint og ómengað land, en þar nægja ekki orðin tóm heldur verk. Það ger- um við ekki með því að reisa annað álver á Suðurnesjum, heldur með því að efla þann iðn- að sem lítilli eða engri inengun veldur. Fleiri álver munu vissulega skaða ímynd okkar sem ferða- mannalands. Við höfum marga möguleika til fjölbreyttara atvinnulífs, m.a. með meiri full- vinnslu matvæla. ísland gæti orðið heilsuparadís ísland hefur alla möguleika á að verða í auknum mæli heilsupara- dís, þar sem framleidd yrðu holl og ómenguð matvæli fyrir aðrar þjóðir, en skilyrðið fyrir því er auðvitað að efnahagsmálin séu í því lagi að einhver grundvöllur sé fyrir útflutningi. Þá hljótuin við í framtíðinni að reisa hér fleiri heilsuhæli og nýta til þess heita vatnið okkar, þar sem hægt væri að bjóða útlendingum upp á dvöl í fögru umhverfi og hreinu lofti. Ferðamannastraumur hingað til lands hefur farið vaxandi á síð- ustu árum, hann getur orðið góð búbót í þjóðarbúskapnum, ef vel og skynsamlega er að málum staðið. En náttúrufar landsins er viðkvæmt, það verðum við að vernda umfram allt, og það er líka forsenda þess að ferðamenn sæki okkur heim í framtíðinni. Þeir koma ekki hingað til að skoða verksmiðjur, heldur til þess að njóta óspilltrar náttúru. Hún er sá auður sem við eigum dýrmætastan, nú þegar margar aðrar þjóðir eru búnar að fá meira en nóg af eiturspúandi verksmiðjum og mengun sem þeim er samfara. Því eigum við að leggja til hlið- ar allar hugmyndir um álver, hægja á orkuframkvæmdum og nýta þá orku sem þegar er fyrir hendi til innlendra þarfa. Það væri besta náttúruverndin í stöð- unni í dag. Framtíð okkar sem sjálfstæðr- ar þjóðar í eigin landi byggist á því sem landið gefur af sér. Landið, lífbeltin tvö til lands og sjávar, eins og dr. Kristján Eld- járn orðaði það, er dýrmætasti auður okkar, ásamt sögu okkar, bókmenntum og tungu. Þetta, ásamt kristnum menningararfi, er það sem gerir okkur að sjálf- stæðri þjóð. Bresti þessar stoðir þá er frelsi okkar og sjálfstæði einnig úr sögunni. Því getum við ekki og megum ekki taka neina áhættu. Örlagaríkar kosningar fara í hönd - valið er ekki erffltt Ég , sem þessar línur rita, hef ver- ið óflokksbundinn um árabil, en kosið um menn og málefni hverju sinni eftir því sem mér hefur þótt falla best að mínum skoðunum. Það ætla ég enn að gera í þessum kosningum. Nú þegar örlagaríkar kosningar fara í hönd, þá fagna ég einbeittri afstöðu Framsóknarflokksins gagnvart spurningunni um inn- göngu í EB. Með því er ég ekki að segja að ég sé sammála Fram- sóknarflokknum í öllum málum. En hér er svo mikið alvörumál á ferðinni að mínum dómi, að eng- in hugsandi manneskja má sitja hlutlaus hjá. Þar við bætist að ég treysti Steingrími Hermannssyni best allra íslenskra stjórnmála- manna til að leiða næstu ríkis- stjórn og þjóðina fram á braut efnalegs stöðugleika og framfara. Steingrímur hefur reynst far- sæll stjórnandi og stjórnarsam- starfið skilað árangri undir for- ystu hans. Við vitum hvað við höfum, því er valið ekki erfitt í þessum kosningum. Því segi ég við ykkur, ágætu kjósendur á Norðurlandi: Tökum enga áhættu. Kjósum stöðugleika en ekki upplausn, framfarir en ekki frjálshyggju, kjósum „al- vöru“ ríkisstjórn en ekki brand- arakarla. Kjósum þann flokka eða flokka sem líklegastir eru til að starfa saman undir forystu Steingríms Hermannssonar næsta kjörtímabil og leiða þjóð- ina áfram á framfarabraut, gefum hinum frí. Þá verður hér áfram öflug þjóð í eigin landi. Mælifelli 15. apríl, Olafur Þ. Hallgrímsson. Höfundur er prestur í Mælifellssókn í Skaga- firði. Milljarða verkeftii óiuinin í umhverfismálum „Mikið verk er óunnið í umhverfismálum hér á landi og augljóst að sveitarfélög verða að lyfta Grettistaki í þeim efnum,“ segir í ályktun 46. fundar fulltrúaráðs Sambands íslenskra sveitarfélaga. í álykt- uninni segir enn fremur að slíkt átak muni kosta sveitar- félögin í landinu milljarða króna. í ályktuninni er bent á að mörg þeirra verkefna sem fyrir liggja verði ekki leyst, nema með sam- vinnu sveitarfélaga og hvatti fundurinn sveitarstjórnarmenn til að beita sér fyrir slíkri samvinnu. Einnig er bent á að hinum aukna kostnaði verði ekki mætt nema með nýjum tekjustofnum, svo sem umhverfisskatti og sorp- hirðugjaldi. Gjöld þessi verði þó að virka hvetjandi fyrir íbúa við- komandi svæða og að atvinnu- rekendur telji sér hagkvæmt að leggja eitthvað af mörkum til umhverfisverndar. Þá er bent á að nauðsynlegt sé að komið verði á fót endurvinnslu á sem flestum sviðum og áfram verði unnið myndarlega að fegrunarfram- kvæmdum, uppgræðslu lands og skógrækt. ÞI Fimmtudagur 18. apríl 1991 - DAGUR - 9 KOSNINGATILBOÐ BAUTANS (gildir 18/4-21/4) Odýr matur - frí getraun Góðir vinningar MATARTILBOÐIÐ ER Spergilsúpa - Salatbar Bautasneið með frönskum kartöflum, lauk, sveppum og bearnisesósu. Kaffi. kr. 990,- Fyrir börnin Hamborgari með frönskum kartöflum, sósu og salati. ' ; . kr. 400,- Allir þeir sem borða á Bautanum frá fimmtudeginum 18. apríl til kl. 22.00 laugardaginn 20. apríl geta tekið þátt í leiknum og fá 1 getraunaseðil í hvert sinn sem snætt er. Getraun I felst í eftirfarandi: Geta skal rétt um heildarþingmannafjölda hvers flokks á landsvísu. Verðlaun eru kr. 50.000,- og verður dregið úr réttum lausnum mánudaginn 22. apríl. Einn fær öll peninga- verðlaunin, og 10 fá matarúttekt fyrir kr. 5.000,- á mann. Getraun II felst í eftirfarandi: Spá skal um þingmannafjölda hvers flokks í Norðurlandskjördæmi eystra. (Ath. uppbótarþingmenn og/eða flakkarinn teljast með.) Verðlaun fyrir rétta lausn eru kr. 25.000,- og verður dregið úr réttum lausnum mánudaginn 22. apríl. Fær einn alla peningaupphæðina og 10 matarúttekt fyrir kr. 2.500,- á mann. V____________________ _____________________________J Norðurland eystra: Kosningaskrifstofur Framsóknarflokksins Ul) Aðalskrifstofa Hafnarstræti 90, Akureyri. Opið alla dag kl. 9.-22. Símar: 21180 - 26025 - 26425. Kosningastjóri: Sigurður P. Sigmundsson. Verið velkomin í súpu og brauð í hádeginu. Frambjóðendur á staðnum. Dalvík: Skrifstofan, Hafnarbraut 5, opin alla daga kl. 20.-22. Sími 96-63191. Kosningastjóri: Óskar Pálmason. Húsvík: Skrifstofan, Garðarsbraut 5, opin alla daga kl. 17.-19. og 20.- 22. Sími 96-41225. Kosningastjóri: Ævar Ákason. Stuðningsmenn Ð-listans! Herðum sóknina ★ Það vantar herslumuninn til að tryggja Jóhannesi Geir þingsæti. ★ Herðum sóknina, tökum höndum saman og vinnum vel þessa síðustu daga. Hafið samband við kosningaskrifstofuna og takið þátt í kosningastarfinu. Framsóknarflokkurinn.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.