Dagur - 18.04.1991, Blaðsíða 4

Dagur - 18.04.1991, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - Fimmtudagur 18. apríl 1991 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SlMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 1100 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 100 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 725 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: EGILL H. BRAGASON BLAÐAMENN: JÓN HAUKUR BRYNJÓLFSSON (íþróttir), KÁRI GUNNARSSON (Sauðárkróki vs. 95-35960), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓLI G. JÓHANNSSON, ÓSKAR PÓR HALLDÓRSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON, ÞÓRÐUR INGIMARSSON, LJÓSMYNDARI: KJARTAN ÞORBJÖRNSSON PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RlKARÐUR B. JÓNASSON, ÞRÓSTUR HARALDSSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTUN: DAGSPRENT HF. SÍMFAX: 96-27639 Stöðvum byggðaröskuiima Þeir sem þekkja til landbúnaðarmála og hafa inn- sýn í þróun byggðar hér á landi vita að lands- byggðin stendur á krossgötum. Á fyrstu áratugum aldarinnar flutti stór hluti þjóðarinnar úr sveitum í kaupstaði, þegar bændaþjóðfélagið tók að víkja fyrir nýjum atvinnugreinum. Þessi þróun hefur aldrei stöðvast síðan, hún hefur aðeins breytt um mynd þannig að fólksstraumurinn er ekki lengur til margra þéttbýlisstaða, þorpa og kaupstaða, held- ur hefur hann aðallega legið til höfuðborgar- svæðisins á síðari áratugum. Þjóðin getur ekki horft framhjá þessum vanda, þó svo að mörgum höfuðborgarbúanum hætti til að gleyma því að nokkur byggð sé á landinu nema Reykjavík og næsta nágrenni. Davíð Oddsson, for- maður Sjálfstæðisflokksins, lýsti því oft yfir í borg- arstjóratíð sinni að ekkert athugavert væri við það þótt fólk kysi að flytja til Reykjavíkur, þar væri svo gott að búa. Því miður er máhð ekki svona einfalt. Ef þjóðin flytur smám saman á suðvesturhorn landsins er voðinn vís. Jóhannes Geir Sigurgeirs- son, 3. maður á framboðslista Framsóknarflokks- ins í Norðurlandskjördæmi eystra, hefur bent á að fólksflóttinn myndi ekki stöðvast á höfuðborgar- svæðinu, þaðan myndi straumurinn liggja áfram til útlanda. Það yrðu hörmuleg endalok íslenskrar menningar, þjóðar, tungu og sögu. Sem betur fer býr stór hluti þjóðarinnar „úti á landi,“ eins og gjarnan er komist að orði. íbúar landsbyggðarinnar mynda stærstan hluta þeirra verðmæta sem þjóðin skapar. Menning þjóðarinn- ar á rætur að rekja til sveitanna, þó það sé almennt gleymt í dag og jafnvel lítilsvirt. Vissulega er það rétt, að þjóðfélag sem ekki fylgist með tímanum hlýtur að einangrast í samfélagi þjóða. Menning í kyrrstöðu er hnignandi menning. En til að skilja samtímann verður að hafa yfirsýn yfir það liðna, og setja atburð líðandi stundar í samhengi við fortíð- ina. Nú fara Alþingiskosningar í hönd. íbúar lands- byggðarinnar ættu að minnast þess að Framsókn- arflokkurinn er eina stjórnmálaaflið sem veitir við- nám gegn byggðaröskun, eini flokkurinn sem hef- ur sýnt að hann vill beita sér fyrir velferð landsins alls í verki. Framsóknarstefnan er sprottin upp úr íslenskum jarðvegi. Þar hafa erlend öfl ekki mót- andi áhrif eins og auðvelt er að sýna fram á með aðra flokka, sér í lagi þá sem skipa sér ákveðið til hægri eða vinstri. Um smáflokka og stundarfram- boð þarf ekki að ræða í þessu sambandi, slík fyrir- bæri lifna og deyja til skiptis án langtímaáhrifa. En kjósendur sem vilja raunsæja og öfgalausa stjórn- málastefnu, flokk sem ber hag landsbyggðarinnar fyrir brjósti, hljóta að skipa sér undir merki Fram- sóknar á kjördag. EHB Fær Norðurlandskjördæmi eystra 8 meirn á þing? Kjördagur nálgast óðum, skoð- anakannanir birtast hver af ann- arri og gefa talnaglöggum mönn- um og áhugasömum um kosn- ingaúrslit færi á að spá í spilin og geta sér til um, hver þau verði. Frambjóðendur gefa könnun- um og vísbendingum þeirra að sjálfsögðu gaum og nota í kosn- ingabaráttunni ef þeim hentar. Þannig hefur ekki farið fram hjá Steingrími J. Sigfússyni, að samkvæmt skoðanakönnun Gall- ups og fréttastofu Sjónvarps hér í kjördæminu er hann með minnst atkvæðamagn kjördæmakjörinna þingmanna. Næstur honum að fylgi er Jóhannes Geir Sigurgeirs- son. Þessari staðreynd hefur Stein- grímur haldið á lofti í kosn- ingabaráttunni á þann veg, að nú megi ekki stuðla að því að Jóhannes Geir komist að kjör- dæmakjörinn sem 3. maður af B- lista; því að þá falli hann sjálfur út af þingi. Nú ber á tvennt að líta: Næsta Guðmundur Gunnarsson. óbrigðult hefur reynst, að Fram- sóknarflokkurinn uppsker meira fylgi á kjördegi en skoðanakann- anir úthluta honum. í ljósi þess eru góðar horfur á, að Jóhannes Geir hreppi þingsæti. f annan stað verður að álíta fylgi Steingríms svo traust að hann sé nokkuð svo öruggur að hreppa jöfnunarsæti kjördæmis- ins, bíði hann lægri hlut fyrir Jóhannesi Geir í keppninni um atkvæðamagn. í þessari stöðu yrði þinglið Norðurlands eystra: einn maður af A-lista, þrír af B-lista, D-listi fengi tvo og G-listi með jöfn- unarmann, alls 7 þingmenn. Vík- ur þá sögunni að Kvennalistan- um. Miðað við það atkvæða- magn, sem Gallupkönnunin gef- ur honum, er hreint ekki ósenni- legt, að þingsæti „flakkarans“ svonefnda kæmi í hlut kvenn- anna hér í kjördæminu. Ætti Norðurland eystra þá 8 menn á þingi og væntanlega fulltrúa í öll- um þingflokkum. Þessa stöðu ættu þeir kjósend- ur að gaumgæfa, sem vilja veg kjördæmisins sem mestan og hafa ekki endanlega gert upp hug sinn, hvern flokk þeir muni styðja á kjördegi. Guðmundur Gunnarsson. Höfundur er skrifstofumaöur á Akur- eyri. kvikmyndorýni Umsjón: Jón Hjaltason Val Kilmer og Joanne Whally-Kilmer í Myrtu mig aftur. Myrtu mig Borgarbíó sýnir: Myrtu mig aftur. (Kill Me Again). Leikstjóri: John Dahl. Aðalhlutverk: Val Kilmer og Joanna Whalley-Kilmer. MGM/GA Pictures 1989. Ekki veit ég hvort þið munið eftir kvikmyndinni Body Heat með þeim William Hurt og Kathleen Turner í aðalhlutverkum. Ef svo er þá vitið þið svona nokkurn veginn hvers konar bíómynd Myrtu migafturer, hún er nefni- lega í þessum sama „ofur-sam- særisdúr“ og Body Heat. Engum má treysta og ekkert er eins og það sýnist. Allir sitja á svikráðum við alla. Launráð eru brugguð og bíófarinn veit aldrei íJivorn fót- inn vænglegra er að stíga hverju sinni. Val Kilmer leikur spæjarann Jack Andrews sem séð hefur bjartari daga. Joanne Whalley- Kilmer er bragðarefurinn Fay Forrester sem er mikið í mun að aftur deyja opinberlega en lifa engu að síður. Andrews einkaspæjari flækist í neti hennar og lendir fyr- ir vikið í hinum ótrúlegustu hremmingum. Inn í sögurþráðinn blandast peningaþjófnaður, morð, elskhugi Forrester sem er hinn mesti fantur, mafíosar og svo auðvitað lögreglan þó í litlum mæli sé. Myrtu mig aftur svíkur varla neinn er hefur dálæti á svika- brellumyndum, svo mikið er víst. Rocky V Borgarbíó sýnir: Rocky V. Lcikstjóri: John G. Avildsen. Aðalhlutverk: Sylvester Stallone, Talia Shire, Burt Young og Sage Stallone. United Artists Pictures 1990. Rocky Balboa, frægasta hetja hvíta tjaldsins á ofanverðri 20. öld er enn á stjái. í upphafi var Rocky ekki annað en heldur vit- grannur smákrimmi. Tímar liðu. Hann fékk að berjast við heims- meistarann í hnefaleikum en tap- aði. Pá kom Rocky II og heims- meistarinn tapaði fyrir lítilmagna götunnar. í kjölfarið skrifuðu starfsbræður mínir ljótt eitt um Rocky. Og ekki batnaði orð- bragðið hjá þeim þegar RockylII birtist; „Það er vissulega kominn tími til að Rocky Balboa sé talinn út“, skrifaði einn og gladdist því skiljanlega lítið þegar Rocky IV leit dagsins ljós. Rocky V er þó sem betur fer engin eftirlíking af þeirri mynd. Hún stendur miklu nær upphafi sínu, nefnilega Rocky hinum fyrsta. Hetjan glat- ar öllum veraldlegum auði sínum og á aðeins konu og barn eftir. Hann leitar á fornar slóðir og set- ur niður bú sitt í gamla fá- tækrahverfinu þar sem hann ólst upp. Jafnvel gömlu fatagarmarn- ir eru dregnir fram í dagsbirtuna aftur.Yfirvofandi heilaskaðiveld- ur því að Rocky er hættur að berjast en hann heldur þó áfram að lifa og hrærast í boxinu, en nú sem þjálfari. Stallone, sem sjálfur hefur skrifað handritin að öllum Rocky-myndunum, býður okkur enn og aftur að horfa upp á raun- ir hins fremur einfalda en þó heil- steypta hnefaleikara. Hann tran- ar sér hvergi fram, tyllir sér aldrei á tá en er þó bestur og stendur uppi í lokin sem sigurvegari. Með hjálp Avildsen leikstjóra, en hann leikstýrði einnig fyrstu Rocky-myndinni, tekst Stallone að hverfa á fornar slóðir og ná aftur andblænum í Rocky. Fyrir vikið verður Rocky V snöggtum betri bíómynd en t.d. Rocky IV var og raunar ágætis afþreying.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.