Dagur - 30.04.1991, Side 1

Dagur - 30.04.1991, Side 1
74. árgangur Akureyri, þriðjudagur 30. apríl 1991 80. tölublað LACOSTE Peysur • Bolir HERRADEILD Gránufélagsgötu 4 Akureyri • Sími 23599 Gert ráð fyrir að Davíð taki við völdum í dag Gert er ráð fyrir að ný ríkis- stjórn Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks undir forsæti Davíðs Oddssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, taki við völdum á ríkisráðsfundi á Bessastöðum kl. 14 í dag. Aður mun fráfarandi ríkis- stjórn Steingríms Hermanns- sonar koma til síns síðasta ríkisráðsfundar að Bessastöð- um. Æðstu valdastofnanir flokkanna á milli landsfunda komu saman til fundar í gær- kvöld og átti þar að leggja endanlega blessun yfir rikis- Skagafjörður: Dráttarvélaslys um helgina Nokkrar annir voru hjá lög- reglunni á Sauðárkróki um helgina. Alvarlegt dráttar- vélarslys varð á laugardag við bæinn Lónkot. Einnig var lögreglan nokkuð vör við hraðakstur á Sauðár- króksbraut um helgina. Tveir ökumenn voru teknir fyrir hraðakstur um helgina. Mældust þeir samkvæmt radar lögreglunnar á 121 og 112 kílómetra hraða á klukku- stund. Einn ökumaður var tekinn grunaður um ölvun við akstur. Ökumaður dráttarvélar slasaðist alvariega við bæinn Lónkot. Ökumaðurinn hafn- aði undir afturhjöli vélarinnar og mjaðmar- og riflirotnaði. Hann var fluttur á sjúkrahúsið á Akureyri. Helgin var róleg hjá lögregl- unni á Blönduósi og lítiö var um hraðakstur. Ovanalega mikið var þó um slagsmál og illindi á lokadanslcik á Húna- vöku. Lögreglan á Blönduósi og Sauðárkróki er um þessar mundir að byrja að fylgjast með hraðakstri vegna aukins umferðarþunga í byrjun sumars. kg stjórnarsamstartlð. í dag verður endanlega gengið frá skipan tíu ráðherra í nýrri ríkisstjórn Davíðs Oddssonar. í gær tókst samkomulag milli þeirra Davíðs og Jóns Baldvins um skiptingu ráðuneyta milli flokkanna. Eins og við mátti búast koma fleiri ráðuneyti í hlut Sjálfstæðisflokks. Davíð verður forsætisráðherra og hugsanlega einnig dóms- og kirkjumálaráð- herra. Auk þessara ráðuneyta koma landbúnaðar-, sjávar- útvegs-, fjármála-, menntamála-, samgönguráðuneyti og Hagstofa íslands í hlut Sjálfstæðisflokks. Alþýðuflokksmenn fá í sinn hlut utanríkis-, iðnaðar-, við- skipta-, félagsmála-, heilbrigðis- °g tryggingamála-, og umhverfis- ráðuneyti. óþh Vor í Húsavíkurhöfn. Mynd: IM Útgerðarfélag Akureyringa hf: Hagnaður af rekstri ársíns 1990 nemur 185,5 milljónum króna - eiginíjárhlutfall var 47,6% um síðustu áramót á móti 36,4% í árslok 1989 Hagnaður af rekstri Útgerðar- félags Akureyringa hf. á síð- asta ári, eftir að kaupverð hlutabréfa í Hraðfrystihúsi Keflavíkur hf. hafði verið gjaldfært, nam 185.5 milljón- um króna. Til samanburðar nam hagnaður af rekstri Útgerðarfélagsins árið 1989 91.5 milljónum króna. Eigin- fjárstaða félagsins var mjög sterk um síðustu áramót. Að meðtöldu hlutafé var eigið fé 1314 milljónir króna, sem er 47,6%. Eiginfjárhlutfallið hækkaði um rúm 11% milli ára. Árið 1990 var Útgerðarfélagi Akureyringa hf. um margt hagstætt. Verð fyrir bæði sjó- frystan og landfrystan afla hélst hátt á árinu. Eins og áður eru Bandaríkin hlutfallslega stærsti markaðurinn fyrir framleiðslu ÚA, þó hlutur þeirra hafi minnk- að verulega frá fyrri árum. Á Bandaríkin fóru rúmlega 24% framleiðslu ÚA. í öðru sæti kem- ur Bretland með tæplega 20% og Frakkland í því þriðja með 18%. Rekstrartekjur Útgerðarfélags Akureyringa árið 1990 voru 1922 milljónir króna en 1579 milljónir árið 1989. Hækkun milli ára nem ur 21,8%, sem er 2,6% umfram hækkun byggingarvísitölu á sama tíma. Rekstrargjöld hins vegar án fjármagnsgjalda og afskrifta voru 1467 milljónir samanborið við 1212 milljónir árið 1989. Hækkun milli ára er 21,1%. Hagnaður til ráðstöfunar eftir eignarskatt var 185.5 milljónir króna, eða 9,7% af rekstrartekj- um. Árið 1989 var hagnaður 91.5 Akureyri: Krían komin í bæinn - er nokkuð snemma á ferðinni Rótgróinn Innbæingur á Akur- eyri hringdi í Dag í gærmorgun og sagðist hafa séð, sl. sunnu- dagsmorgun, 30-40 kríur á móts við Gróðrarstöðina. Af Hækkandi ávöxtunarkrafa húsbréfa: Sala til einstaklinga tekur kipp Jón Hallur Pétursson, fram- kvæmdastjóri Kaupþings Norðurlands, segir að með hækkun ávöxtunarkröfu hús- bréfa hafi færst mjög í vöxt að einstaklingar nýti sér þessi bréf fyrir sparnað sinn. Avöxtunar- krafan fór í 8,4% fyrir helgina og eru því afföll húsbréfa kom- in upp undir 20%. „Já, kaup einstaklinga á hús- bréfum hafa stórlega aukist enda rnunar rúmlega 2% á vaxtakjör- um húsbréfa og spariskírteina en þau eru eignarskattsfrjáls eins og spariskrírteinin og því raunhæft að bera þau saman. Það er því skynsamlegt að kaupa húsbréf eins og málum er háttað í dag, sérstaklega ef fólk er með fé sem það ætlar sér að geyma í langan tíma,“ sagði Jón Hallur. Hann segir að hið svokallaða útdráttarfyrirkomulag hafi fælt fólk frá húsbréfunum. Þetta geri að verkum að fólk þurfi að fylgj- ast vel með útdrætti bréfanna og því hafi það sett þetta atriði fyrir sig. Til að mæta þessu hafi t.d. Kaupþing Norðurlands tekið upp þá þjónustu að fylgjast með útdrættinum fyrir eigendur hús- bréfanna og létta þessari byrði þar með af þeim. Jón Hallur segir að þrátt fyrir vaxandi kaup einstaklinga á húsbréfum sé enn meira framboð en eftirspurn á markaðnum. Því megi búast við að ávöxtunarkraf- an kunni enn að hækka. JÓH Með Bakkusi út af vegrnum Um hclgina voru þrír teknir grunaðir um ölvun við akstur í umdæmi lögreglunnar á Akur- eyri. Að sögn varðstjóra hjá lög- reglunni ók einn þeirra þremenn- inga út af skammt frá Fagraskógi í Arnarneshreppi. Hina tvo stöðvaði lögreglan í umferðinni á Akureyri. óþh þessu tilefni hafði Dagur sam- band við Þorstein Þorsteins- son, sundlaugarstjóra á Akur- eyri, en hann er manna fróðast- ur um fugla. „Ég var sjálfur um helgina að huga að kríunni. Engan fugl sá ég, en sé hún komin þá er það nokkuð snemmt. Algengast er að fyrstu fuglarnir sjáist viku af maí. Hins vegar er jaðrakaninn kom- inn og einnig hef ég séð flækings- fugla svo sem bláhrafn, silkitopp og krossnef, sem koma trú- lega frá nyrstu svæðum Noregs. Ég hef heyrt af snæuglu í Fnjóska- dal og á Vaðlaheiði. Snæuglan er talin íslenskur fugl. Kjörlendi hennar er t.d. í Odáðarhrauni. Fuglafræðingar og áhugamenn um fugla hafa ekki fundið hreið- ur snæuglu til fjölda ára og því verður að álíta að hér sé um flæk- ing að ræða. í fyrri viku urðu menn varir við haförn í Svarfað- ardal og eins sá glöggur maður haförn yfir Akureyri í desember sl. Haförninn sést æ oftar á Norðurlandi og ekki er ólíklegt að hann hyggi á landvinninga,“ sagði Þorsteinn Þorsteinsson. ój milljónir, eða 5,8% af rekstrar- tekjum. Heildareignir Útgerðarfélags- ins voru 2760 milljónir í árslok. Skuldir námu 1445 milljónum króna og því var eigið fé í árslok 1314 milljónir króna. Um ára- mótin var bókfært eigið fé fyrir- tækisins 780 milljónir króna og hefur það því hækkað um 534 milljónir á árinu. Fjárfestingar félagsins á síð- asta ári námu rúmum 605 millj- ónum króna. Stærsti liður þeirra voru kaupin á Aðalvíkinni KE, sem fékk nafnið Sólbakur EA- 307, og öllum hlutabréfum í Hraðfrystihúsi Keflavíkur hf. Á aðalfundi ÚA 23. apríl í fyrra var ákveðið að auka hlutafé í fyrirtækinu um röskar 100 millj- ónir króna. í júlí voru hlutabréf að nafnvirði 50 milljónir króna boðin út. 131 hluthafi nýtti sér forkaupsrétt og keypti bréf fyrir 25,7 milljónir króna. Afgangur- inn, 24,3 milljónir, var boðinn almenningi til kaups. Öll hluta- bréfin seldust og v'oru kaupendur 471 talsins. Seinni hlutinn, rúmar 50 millj- ónir króna, var boðinn út í októ- ber. Hluthafar, 397 að tölu, nýttu sér forkaupsréttinn og keyptu öll bréfin. í desember voru síðan seld hlutabréf Akureyrarbæjar í ÚA að nafnvirði 33,4 milljónir. Bréf- in seldust öll og voru kaupendur 420 talsins. Áður en farið var af stað með hlutafjárútboðin voru hluthafar í ÚA 770 en nú eru þeir um 1600 talsins. Sem fyrr er Akureyrar- bær stærsti hluthafinn með 58,34% hlutafjár. Aðalfundur Útgerðarfélags Akureyringa hf. verður haldinn í húsakynnum félagsins nk. föstu- dag. óþh

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.