Dagur - 30.04.1991, Page 3

Dagur - 30.04.1991, Page 3
Þriðjudagur 30. apríl 1991 - DAGUR - 3 Kópasker: Konur stofiia fyrirtæki Nokkrar konur í sveitarfé- lögunum viö Öxarfjörð hafa undanfarið undirbúið stofnun nýs fyrirtækis, en ætiunin er að framleiða minjagripi og ýmsa handunna muni. Stofnfundur verður haldinn á næstunni, en atvinnumálafulltrúi sýslunnar, Trausti Þorláksson, hefur unn- ið að þessu verkefni ásamt konunum. Ingunn St. Svavarsdóttir, sveit- arstjóri Öxarfjarðarhrepps, segir að hugmyndin sé að stofna hand- íðafyrirtæki, þar sem konurnar ætla sjálfar að sauma og fram- leiða ýmsa minjagripi, m.a. fyrir ferðamenn. „Petta er sjálfsbjarg- arviðleitni, gcrt til að stemma stigu við þessu ársbunda atvinnu- leysi sem verið hefur á svæðinu,“ segir hún. Stofnfundur hefur ekki verið dagsettur, en búið að skipa starfsstjórn. Hana skipa Sigur- lína Jóhannesdóttir, formaður, Hrefna Magnúsdóttir og Erla Óskarsdóttir. Pær munu vinna að stofnuninni í samvinnu við atvinnumálafulltrúann. EHB Hótel Stefanía: „MM löngun tíl aö framkvæma“ - segir Stefán Sigurðs- son, hótelhaldari „Við buðum verkið út og Aðalgeir Finnsson hf. mun annast framkvæmdir,“ sagði Stefán Sigurðsson, hótelhald- ari Hótels Stefaníu á Akureyri, þegar hann var spurður um byggingaframkvæmdir á veg- um hótelsins. Að sögn Stefáns er ekki um mikla framkvæmd að ræða í þess- um fyrsta áfanga. „í fyrstu verður byggð aðstaða fyrir starfsfólk, bakatil upp í brekkuna, en síðar er ráðgert að byggja í sundið. Útboðsgögn þar að lútandi eru ekki tilbúin og því er ekkert hægt að segja á þessu stigi. Löngun til framkvæmda er mikil, en öll ákvarðanataka bíður betri tíma,“ sagði Stefán Sigurðsson, hótel- haldari. ój Kaupfélag Héraðsbúa: 40 milljónir í rekstarhagnað Hagnaður af reglulegri starf- semi Kaupfélags Héraðsbúa á síðasta ári nam rúinum 40 milljónum króna. Þetta þýðir að veruleg umskipti hafa orðið í rekstri kaupfélagsins því að á síðasta ári tapaði það tæplega 50 milljónum króna. Heildarvelta Kaupfélags Hér- aðsbúa á síðasta ári var 2.021 milljónir króna. Heildarrekstr- argjöld voru 1.939 milljónir og hagnaður fyrir fjármagnsliði 81.3 milljónir króna. Meðalstarfsmannafjöldi var 198 á síðasta ári. Formaður stjórnar Kaupfélags Héraðsbúa er Jón Kristjánsson, alþingismaður, en Jörundur Ragnarsson er kaupfélagsstjóri. óþh Greiðslumat á 168 stöðum STÆRSTU LÁNASTOFNANIR LANDSINS HAFATEKIÐ HÖNDUM SAMAN: Greiðslumat umsækjenda í húsbréfakerfinu fer hér eftir fram í bönkum, sparisjóðum og verðbréfafyrirtækjum. Frá og með 29. apríl nk. munu neðangreindar fjármálastofnanir veita viðskiptamönnum sínum mat á greiðslugetu þeirra: Búnaðarbanki íslands íslandsbanki hf. Kaupþing hf. Kaupþing Norðurlands hf. Landsbanki íslands Landsbréf hf. Samband íslenskra sparisjóða Jafnframt hættir Húsnæðisstofnun með öllu að veita umsækjendum greiðslumat vegna húsbréfaviðskipta. Þær umsóknir um greiðslumat sem nú þegar liggja fyrir í Húsnæðisstofnun, verða þó afgreiddar. Allt frá upphafi húsbréfakerfisins, í nóvember 1989, hefur staðið til að lánastofnanir tækju sjálfar upp þá þjónustu í þágu viðskiptamanna sinna að veita þeim mat á greiðslugetu þeirra, hyggðust þeir sækja um í húsbréfakerfinu. Er nú komið að því. Ofangreindir aðilar grundvalla greiðslumat sitt á sömu forsendum og Húsnæðisstofnun hefur gert til þessa og nota tölvuforrit hennar til þess. Er umsögn um greiðslugetu umsækjanda enn sem fyrr skilyrði fyrir afgreiðslu í húsbréfakerfinu. Þjónusta þessi verður veitt í alls 168 afgreiðslustöðum ofangreindra lánastofnana. Það er von okkar að þessi nýja tilhögun verði til hagsbóta fyrir almenning, auðveldi umsækjendum aðgang að húsbréfakerfinu og auki á öryggi væntanlegra húsnæðiskaupenda. Hér með bendum við því tilvonandi umsækjendum í húsbréfakerfinu á að hafa samband við viðskiptabanka sinn, sparisjóð eða verðbréfafyrirtæki og fá allar nánari upplýsingar um þessa nýju þjónustu. Reykjavík í apríl 1991 o5o SÖ HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS O SUÐURLANDSBRAUT 24 • 108 REYKJAVÍK ■ SÍMI 696900

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.