Dagur - 30.04.1991, Side 4

Dagur - 30.04.1991, Side 4
4 - DAGUR - Þriðjudagur 30. apríl 1991 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, S(MI: 24222 ÁSKRIFT KR. 1100 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 100 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 725 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: EGILL H. BRAGASON BLAÐAMENN: JÓN HAUKUR BRYNJÓLFSSON (fþróttir), KÁRI GUNNARSSON (Sauðárkróki vs. 95-35960), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavfk vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓLI G. JÓHANNSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON, ÞÓRÐUR INGIMARSSON, LJÓSMYNDARI: KJARTAN ÞORBJÖRNSSON PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RfKARÐUR B. JÓNASSON, ÞRÖSTUR HARALDSSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTUN: DAGSPRENT HF. SÍMFAX: 96-27639 Sameinmgjafíiaðar- manna á enn langt í land Jón Baldvin Hannibalsson, formaður Alþýðuflokksins, hefur vart haft undan síðustu daga að lýsa því frammi fyrir alþjóð að minningin um viðreisnarstjórnina veki með sér hlýjar tilfinningar. Þessar yfirlýsingar formannsins virðast trúverðugar í ljósi þess hversu mikið ofurkapp hann hefur lagt á að ríkisstjórn sömu flokka og mynduðu viðreisnarstjórnina verði nú að veruleika. Ljóst er að ein- hverjir forystumanna Alþýðuflokksins og Sjálfstæðis- flokksins hafa verið farnir að stinga saman nefjum og viðra þennan möguleika til stjórnarmyndunar nokkru fyr- ir kosningar. Svo öruggur var formaður Alþýðuflokksins með sig í beinni útsendingu sjónvarpsstöðvanna á kosn- inganótt þegar lýkur virtust vera fyrir því að fráfarandi stjórnarflokkar héldu starfhæfum meirihluta á Alþingi. Hann taldi þá þegar langt frá því sjálfgefið að samstarf þeirra héldi áfram. Ekki er að fullu ljóst hvað vakir fyrir formanni Alþýðuflokksins með þeirri stefnubreytingu, sem hann hefur tekið eða hverjum stefnumála flokks síns hann telur betur borgið í samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn heldur en í samvinnu við önnur jafnaðarsinnuð stjórn- málaöfl í landinu. Ef litið er yfir feril Jóns Baldvins Hannibalssonar á vett- vangi stjórnmálanna þá kemur pólitísk afstaða hans til samstarfsflokkanna í fráfarandi ríkisstjórn verulega á óvart. Jón Baldvin hefur ekki áður komið fram sem tals- maður hins svonefnda viðreisnarsamstarfs. Hann hefur mikið fremur birst landsmönnum sem hinn áhugasami jafnaðarmaður og trúverðugur talsmaður sameiningar jafnaðarmanna. Ólafur Ragnar Grímsson, fráfarandi fjármálaráðherra og formaður Alþýðubandalagsins, ræðir um samstarf sitt við Jón Baldvin í viðtali við Þjóðviljann síðast liðinn laugardag. Þar lýsir hann meðal annars því samstarfi er hann hefur átt við formann Alþýðuflokksins á umliðnum árum. Ólafur bendir á að í fyrsta skipti í ára- tugi séu söguleg deilumál Alþýðuflokksins og Alþýðu- bandalagsins komin til hliðar. Hann rifjar upp fundaher- ferð sína með Jóni Baldvin um landið til að hefja umræðu um framtíð jafnaðarmannahreyfingar á íslandi og spyr hvort hún hafi aðeins verið marklaust grín. Hann spyr hvort nafnbreytingin í Jafnaðarmannaflokkur íslands hafi einnig verið grín eða háðsmerki. Ólafur Ragnar varpar þeirri spurningu einnig fram hvaða málefnum formaður Alþýðuflokksins hyggist ná fram í viðreisnarsamstarfi og nefnir meðal annars hvort Sjálfstæðismenn séu tilbúnir að taka fjóra milljarða frá bændum og láta sjávarútveginn greiða fimm milljarða í veiðileyfisgjald á næsta ári. Morgunblaðið telur viðbrögð formanns Alþýðubanda- lagsins við stjórnarmyndun Sjálfstæðisflokks og Alþýðu- flokks brosleg í forystugrein á sunnudag. Líta verður á ummæli blaðsins í ljósi þeirra pólitísku samninga sem nú eiga sér stað á grundvelli hlýrra tilfinninga Jóns Baldvins Hannibalssonar til þeirrar ríkisstjórnar er hér var við völd á sjöunda áratugnum. Viðbrögð Ölafs Ragnars Grímsson- ar eru hins vegar í fyllsta mála eðlileg ef miðað er við samstarf þessara flokka á undanförnum árum. Pólitískur framgangur formanns Alþýðuflokksins er hins vegar dálítið broslegur í ljósi sömu sögu og sýnir svo ekki verð- ur um villst að sameining íslenskra jafnaðarmanna í einn jafnaðarmannaflokk íslands á enn þá langt í land. ÞI Að velja og hafna Við umræður um fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 1991 lögðu framsóknarmenn fram tillögu um að bæjarstjórn Akureyrar skuli fela bæjarstjóra að láta vinna framkvæmdaáætlun vegna ný- framkvæmda og viðhaldsverk- efna sem ráðist verður í, og að velja skuli verktaka að öllu jöfnu á grundvelli útboða. Þessi tillaga hafði þau áhrif að bæjarstjórn samþykkti þann 14. mars sl. að nauðsynlegt væri að gera sam- ræmdar verkáætlanir, sem sýni framkvæmdakostnað og verk- tíma ásamt greiðsluáætlun. Nýframkvæmdir skulu að jafnaði boðnar út, og leitað eftir föstum verðtilboðum þegar breyta á eldra húsnæði í eigu bæjarins. Samþykki bæjarráðs þarf að vera fyrir hendi, áður en farið er í meiriháttar framkvæmdir eða viðhald, og eru mörkin sett við 500 þúsund krónur. „Það er mikilvægt að velja verktaka á grundvelli útboða, því við teljum að hagkvæmni og sparnaði megi ná fram með því móti. Útboð leysa samt ekki all- an vanda, þau geta verið dýr. En með tilliti til stærðar bæjarins ætti að vera sjálfsagt að leita tilboða í verkin. Fleiri aðilar en bæjar- starfsmenn eiga að hafa kost á að taka að sér verk fyrir Akureyrar- bæ,“ segir Kolbrún Þormóðsdótt- ir, bæjarfulltrúi. Málefni Síðuskóla Kolbrún á sæti í skólanefnd, og eru málefni Síðuskóla henni hugstæð. Hún telur mjög alvar- legt að skólanefnd skuli ekki hafa verið tilkynnt breyting á fjárveit- ingu til Síðuskóla þegar seinni umræða um fjárhagsáætlun fór fram í bæjarstjórn, þ.e. að ákveðið hafi verið að verja 20 milljónum króna til hans, og ekki eigi að ljúka við skólastofurnar sem vantar á þessu ári. „Það kom mjög flatt upp á bæði skólanefnd- armenn og starfsfólk Síðuskóla, að ekki skyldi farið út í að reisa tvær til þrjár kennslustofur til viðbótar, eins og búið var að ráð- gera. Framsóknarmenn komu með breytingartillögu sem mið- aði við að fast yrði haldið við fyrri ákvörðun. Þetta gerðist í seinni umræðu um fjárhagsáætl- un. Tillagan var sú að bygginga- deild Akureyrarbæjar verði falið að vinna nú þegar nýja áætlun Kolbrún Þormóðsdóttir. fyrir C-álmu Síðuskóla, með það að sjónarmiði að unnt verði að taka í notkun tvær til þrjár nýjar kennslustofur haustið 1991. Fé til þessa verkefnis verði tekið af liðnum dagvistir og menningar- mál. Þessi tillaga var felld með 6 atkvæðum gegn 4 í bæjarstjórn. Unnið markvisst að því að skoða hönnunarkostnað „Síðan þetta gerðist hefur verið unnið markvisst að því að skoða hönnunarkostnað, en ég tel að samt sem áður að hægt hefði ver- ið að taka ákvörðun um að reisa þessar kennslustofur við skólann í haust. Tillagan var í þeim anda, meirihlutinn hefði ætlað sér þetta. Rök meirihlutans gegn þessum áformum var að framkomnar hugmyndir væru alltof dýrar. En ég tel nauðsynlegt að láta athuga hvers vegna svona miklu dýrara er að láta byggja skólastofur hér í bænum en í Reykjavík. Þetta er í annað skipti sem bæjarráð tekur fram fyrir hendurnar á skóla- nefnd, rétt um það bil þegar seinni umræða um fjárhagsáætl- un er að ljúka. Þetta gerðist einnig í fyrra, þegar fjárveitingar til skólalóða litu dagsins ljós. Við vildum að í stað 20 milljóna fengi Síðuskóli allt að 60 milljónum króna. Þetta fé hefði mátt taka af liðn- um dagvistir. Við vildum líka taka 10-15 milljónir af liðnum menningarmál. Við erum alls ekki á móti menningarmálum, framlög til þeirra eru einmitt oft sorglega lág, og dæmi um að illa sé með þau farið er einmitt auð- velt að benda á varðandi hug- myndir að framkvæmdum við Amtsbókasafnið. Þar eru nú þeg- ar komnar framreiknaðar 17 milljónir króna í hönnun o.fl. Vegna skipulagsleysis, eins og þetta dæmi sýnir, þarf að sníða þessum framlögum ákveðinn stakk, þannig að fjármagnið nýt- ist í annað en pappírsvinnu. Skólastarfsemi er lögbundin starfsemi. Mikil ábyrgð hvílir á sveitarfélögum að gera hana sem best úr garði. Þar af leiðandi verðum við að velja og hafna, t.d. milli menningar- og skóla- mála, sem eru auðvitað nátengdir málaflokkar. Góð framkvæmda- áætlun þýðir að meira fjármagni er veitt til færri aðila, og fjár- magnið nýtist þá um leið betur. En ég vil taka fram að þótt fram- kvæmdaáætlanir séu ákveðnar og samþykktar mega þær ekki vera óbreytanlegar. Við viljum skipu- leggja fyrirfram í hvað fjármun- irnir fara, og líka að ákveðið sé hvað hver fær. Þeir sem fá ekkert í ár viti þá að röðin komi brátt að þeim. í þriggja ára skipulagsáætl- un eiga aðilar að sjá hvenær röð- in kemur að þeim. Staðan í Síðuskóla er þannig að ekkert má koma uppá til að ekki þurfi að þrísetja skólann. Enginn flutningur fólks milli hverfa eða fjölgun má koma til, eins og ástandið er. Við framsóknarmenn töldum fyrir tveimur árum, þegar rætt var um að breyta Síðuskóla í safnskóla, að of mikill fjöldi nemenda yrði í skólanum miðað við húsnæði. Við höfum reynst sannspá í þessú. Ég tel að núver- andi meirihluti bæjarstjórnar hafi gengið á bak orða sinna þá með því að fresta framkvæmdum um eitt ár. Við sjáum ákaflega vel hversu erfitt ástandið er orðið, og höfum gert tillögur um að bæta úr því. Menntamálaráðuneytið hvetur til þess að skólar séu ein- setnir og að skóladagurinn verði samfelldur. Bygging þriðju álmu Síðuskóla fellur nú einu sinni undir lögboðna starfsemi sveitar- félagsins, eins og ég gat um áðan. Að lokum vil ég taka fram að unnið er að hönnun 3. álmu Síðu- skóla. Það eina sem á vantar er fjárveiting á þessu ári til að hrinda verkinu í framkvæmd," segir Kolbrún Þormóðsdóttir. EHB lesendahornið Endurtakið leiksýningu í Skútustaðaskóla Birgir Fanndal hringdi í Dag og sagði: „Við Skútustaðaskóla í Mývatnssveit hefur skólastjórinn Þráinn Þórisson lengi ræktað leiklistaráhuga nemenda með myndarlegum uppfærslum á hverjum vetri. Venjulega er jóla- skemmtun í iok haustannar og skólaskemmtun á vordögum, gjarna á sumardaginn fyrsta. Þarna hafa nemendurnir feng- ið að spreyta sig við ótrúlega viða- mikil verkefni. Ánægjulegt hefur verið að sækja þessar samkomur og sjá hversu Þráni hefur tekist að laða fram leikgleði og líflega tjáningu hjá þátttakendum. Ýmsar þessar uppfærslur verða mér minnistæðar, en þó senni- lega engin eins og hin síðasta sem boðið var uppá nú um sumarmál- in, eða föstudaginn 19. apríl. Við þessa sýningu naut hann dyggi- lega aðstoðar Sigurðar Hallmars- sonar frá Húsavík, bæði við leikæfingar og undirspil. Boðið var upp á 3 leikverk og var eðlilega stígandi í dagskránni. Fyrst sýndu yngstu nemendur „Káta Láka“ af myndarskap, þar sem sköruleg kennslukona leiddi hópinn sinn úti í skógi. Næst var sýnt nútímalegt verk, „Barnapíur“, þar sem álitlegur hópur nemenda lék sér lipurlega inni á nútímaheimili meðan pabbinn og mamman fóru út að skemmta sér. Bæði þessi verk voru vel uppsett og snurðulaust fram flutt. Mátti þó vel merkja að hinir eldri hafa enn frekar tileinkað sér tilsögn skólastjóra og vaxið að kunnáttu. Að loknum þessum þáttum, var boðið upp á myndarlegar veitingar. Síðan hófst svo há- punktur dagskrárinnar, leikritið „Síldin kemur síldin fer“, þar sem elstu nemendur skólans fóru á kostum og lifðu sig inn í þetta bráðskemmtilega leikhúsverk, meðan leikhúsgestir skemmtu sér konunglega. Sviðsmynd og bún- ingar voru sem best verður á kos- ið og ekki spillti harmonikuleik- ur Sigurðar. Sýningin tókst í alla staði frábærlega vel og er aðstandendum öllum til mikils sóma. Einhverra hluta vegna var aðsókn Mývetninga verri en oft áður og er það miður, ekki síst vegna þess að nú stefna nemend- ur á óvenju myndarlega skóla- ferð í sumar og veitir ekki af stuðningi okkar. Um leið og ég flyt Þráni skóla- stjóra sérstakar þakkir fyrir þessa sýningu og margar ánægjulegar sýningar fyrri ára, vil ég leyfa mér að hvetja hann til að hafa að þessu sinni aukasýningu fyrir þá mörgu Mývetninga sem misstu af þessari. Eftir mikinn og vel- heppnaðan undirbúning eiga leikararnir skilið að fá aftur að njóta sín á sviðinu og þeir sveit- unga okkar sem misstu af ættu þá að láta sjá sig.“

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.