Dagur - 30.04.1991, Síða 11

Dagur - 30.04.1991, Síða 11
Þriðjudagur 30. apríl 1991 - DAGUR - 11 f/ leiklist H Tölvubúnaður Skrúðsbóndinn Miðvikudaginn 24. apríl frum- sýndi Leikfélag Akureyrar leikritið Skrúðsbóndann eftir Björgvin Guðmundsson, tónskáld. Uppsetningin er unnin í samvinnu við Kór Akureyrar- kirkju og söngstjóra hans, Björn Steinar Sólbergson, organista Akurey rarkirk j u. Leikstjóri uppsetningarinnar er Jón Stefán Kristjánsson og hefur hann líka unnið leikgerð verksins fyrir flutninginn í kirkj- unni. Nauðsyn þótti á að gera verkið nokkuð umfangsminna vegna stutts undirbúningstíma og þess, að umbúnaði þeim, sem frumgerð verksins gerir ráð fyrir, verður ekki við komið í kirkjunni og loks vegna helgi þeirrar bygg- ingar. Leikgerð Jóns Stefáns hefur tekist vel. Þjóðsögunni eru gerð viðhlítandi skil og sá boðskapur, sem höfundur felur í verkinu, kemur allvel til skila. Framar öðru er þó leikgerð Jóns Stefáns lipur og samfelld og fer vel í með- ferð leikaranna og þeirri umgjörð, sem guðshúsið gefur. Með hlutverk Heiðar, dóttur prestsins á Hólmum, fara Helga Hlín Hákonardóttir, sem leikur Heiði unga, og Vilborg Halldórs- dóttir, sem fer með Heiði full- orðna. Báðar fara vel með hlut- verk sín og iðulega af tilfinninga- hita og styrk. Eftirtektarverð er til dæmis natin túlkun Helgu Hlínar á þeirri breytingu, sem verður á Heiði við það að komast undir vald Grímu og Skrúðs- bóndans. Þá er leikur Vilborgar iðulega grípandi og áhrifaríkur í túlkun hennar á hinni föllnú og niðurbrotnu Heiði. Gríma, ráðskona, er leikin af Kristjönu Jónsdóttur, Kristjana nær iðulega þeim blæ, sem hlut- verkinu heyrir. Þó hefði fas hennar á stundum mátt vera ann- að til þess að skapa meiri fjöl- breytni í túlkun og brag. Valgeir Skagfjörð fer með hlutverk Skrúðsbóndans Friðþjófs. Hann á verulega lipran leik í fyrsta hluta, þegar hann kemur fram sem erlendur fræði- maður og flagari. Hins vegar skortir nokkuð á samfellu og þunga í fólsku hans og tröllshátt í síðari hlutum verksins, þar sem hann er kominn í sitt rétta eðli í Klettahöll sinni. Þar leikur Valgeir með brag, sem minnir nokkuð á bófa mafíunnar, en hann á ekki við í þessu hlutverki. Þórey Aðalsteinsdóttir fer með hlutverk förukonunnar og gerir því góð skil. Hlutverkið er ekki átakamikið og býður ekki upp á dramatískan leik. Eins er með hlutverk Hjálmars, smala og síð- ar prests. Eggert A. Kaaber leik- ur þessa persónu og gerir henni í flestu þau skil, sem unnt er. Þráinn Karlsson og Sunna Borg fara með hlutuverk prests- hjónanna á Hólmum. Þau hafa bæði fullt vald á persónum sínum og túlka þær af næmni og tilfinn- ingu. Tónlistarflutningur allur er á vegum Kórs Akureyrarkirkju og Björns Steinars Sólbergssonar, organista og söngstjóra. Orgelh- lutar verksins eru áhrifamiklir í flutningi þess og fallega „regis- treraðir" af hendi Björns Stein- ars. Samfella þeirra og söngs kir- kjukórsins við flutning leikara er yfirleitt með ágætum, en þó koma á stöku stað fyrir vand- ræðaleg smáhlé. Kórinn söng víða mjög vel. Til má nefna tónsetningu messuhlut- ans „Sælir eru þeir, sem heyra Guðs orð...“ og Faðir vors, sem hvort tveggja var sungið af mikl- um innileik og án undirleiks. Fyr- ir kom hins vegar á stundum, að söngur kórsins var dálítið sár og allt að því „forseraður". Hér má nefna sem dæmi þróttmikla hluta lagsins Nú legg ég augun aftur. Umbúnaður uppsetningarinn- ar á Skrúðbóndanum er, eins og gefur að skilja, svo til enginn. Einskis þarf þó að sakna í því efni. Flutningur er allur svo ljós, að hann gefur fulla mynd kring- umstæðna. Lýsing dugar vel til áhrifa, en varpar þó á nokkrum stöðum skuggum, sem hefðu ver- ið æskilegt að eyða. Búningar eru góðir. Þeir eru ýmsir í nokkuð rómantískum anda og ef til vill betri fatnaður, en gera hefði mátt ráð fyrir hefði fulls raunsæis verið gætt. Slíkt hefði þó engan veginn átt við í þessari uppsetningu. Á heildina litið er uppsetning Leikfélags Akureyrar í samvinnu við Kór og organista Akureyrar- kirku á Skrúðsbóndanum falleg og vel unnin sýning. Hún markar vonandi veginn til áframhaldandi samvinnu leikfélagsins og kirkju- kóranna við uppsetningar í kirkjum á Akureyri. Sá árangur, sem hér hefur náðst, ætti að verða hvati til frekari verka á þessu sviði. Haukur Ágústson. Akureyri: Stoftmn ljós- myndaklubbs í kvöld, þriðjudagskvöld kl. 20.00 mun hópur áhuga- manna um ljósmyndun standa fyrir stofnun félags sem hefði það markmið að virkja betur ljós- myndaáhuga fólks. Ætlunin er félagið starfi fyrst um sinn sem nokkurskonar rabb- klúbbur þar sem áhugamenn geta skipst á skoðunum og upplýsing- um, en með tímanum gæti félagið jafnvel komið sér upp mynda- og framköllunaraðstöðu. Allir sem einhvern áhuga hafa eru beðnir að láta sjá sig á fyrr- nefndum stofnfundi sem haldinn er í Dynheimum. Áhugafólk. Nauðungaruppboð þriðja og síðasta, á eftirtöldum eignum fer fram á eigninni sjálfri á neðangreindum tíma: Ásgata 25, Raufarhöfn, þingl. eig- andi Lífeyrissjóður sjómanna, talinn eigandi Sigurður Einarsson, fimmtudaginn 2. maí 1991, kl. 11.00. Uppboðsbeiðendur eru: Landsbanki íslands og Örlygur Hnefill Jónsson, hdl. Austurvegi 4, Þórshöfn, þingl. eig- andi Jón Stefánsson, fimmtudaginn 2. maí 1991, kl. 13.15. Uppboðsbeiðendur eru: Árni Pálsson, hdl., Garðar Garðars- son, hrl., Björn Ólafur Hallgrímsson, hdl. Bæjarfógetinn í Húsavík. Sýslumaður í Þingeyjarsýslu. GLERÁRGÖTU 36 SÍMI 11500 Á söluskrá Lundarhverfi: Einbýlishús á einni hæð ásamt tvöföldum bílskúr og garðstofu samtals ca 215 fm. Eign í mjög góðu lagi. Hólabraut: Lítil kjallaraíbúð 2 herb. Selst á hagstæðu verði. Tjarnarlundur: 4 herb. íbúð á 4. hæð ca 90 fm. Eldhús og bað endurnýj- að. Eign í mjög góðu ástandi. Einholt: 4 herb. raðhús á einni hæð (endaíbúð) rúml. 100 fm. Laus eftir samkomulagi. Brekkugata: 4 herb. íbúð í 4 íbúða húsi ca 108 fm. Bílskúr 35 fm. Laus strax. Okkur vantar sérstak- lega 4-5 herb. íbúðir og hús á söluskrá. FASTÐGNA& IJ skipasalaS£; NORÐURLANDS O Glerárgötu 36, 3. hæð Simi 11500 Opið virka daga kl. 14.00-18.30 á öðrum timum eftir samkomulagi Sölustjori: Pétur Jósefsson Heimasími 24485 Lögmaður: Æ* Benedikt Ólafsson hdl. Steinullarverksmiðjan hf. Sauðárkróki. Aðalfundarboð Aðalfundur Steinuliarverksmiðjunnar h.f. verður haldinn þriðjudaginn 7. maí 1991 kl. 16.00 í Safnahúsinu á oauðárkróki. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf, en skv. 16. gr. samþykkta félagsins, skal taka fyrir eftirtalin mál: 1. Skýrslu stjórnar félagsins um starfsemi þess sl. starfsár. 2. Efnahags- og rekstrarreikningur fyrir liðið reikn- ingsár ásamt skýrslu endurskoðenda verður lagður fram til staðfestingar. 3. Tekin skal ákvörðun um hvernig fara skuli með hagnað eða tap félagsins á reikningsárinu. 4. Tekin skal ákvörðun um þóknun til stjórnarmanna og endurskoðenda. 5. Kjósa skal stjórn og varastjórn og tilnefna fulltrúa ríkisins. 6. Kjósa skal endurskoðanda. 7. Önnur mál, sem löglega eru upp borin. Dagskrá fundarins, ársreikningur og skýrsla endur- skoðenda liggur frammi á skrifstofu félagsins viku fyrir aðalfund samkv. 14. gr. samþykktar þess. Steinullarverksmiðjan h.f. hátíðahöldin 1. maí 1991 Sýnum samstöðu - Okkar er aflið - Höldum hátíð DAQSKRÁ: Kröfuganga 60 ára afmæli kröfugöngu 1. maí á Akureyri. Kl. 13.45: Safnast saman við Alþýðuhúsið. Kl. 14.00: Lagt upp í kröfugöngu. Hátíðarsamkoma Hátíðarsamkoma hefst að aflokinni kröfugöngu og verður á fjórðu hæð í Alþýðuhúsinu. Ávörp: Ávarp 1. maí nefndar: Quðlaugur Hilmarsson, formaður 1. maí nefndar. Aðalræða dagsins: Quðmundur Þ. Jónsson, formaður Landssambands iðnverkafólks. Önnur ávörp: Anna Egilsdóttir, verkakona, Jóna Stein- bergsdóttir, formaður FV5A. Skemmtidagskrá: Fjölbreytt skemmtidagskrá. M.a. koma fram: Luðrasveit AKureyrar, nemendur úr Tónlistashólanum á Akureyri, Galgopar, Trúbadorinn Arnar Guðmundsson, Ungir dansarar verða með söng og dans úr Greese, o.m.fl. verður til skemmtunar. Kaffiveitingar. Kaffihlaðborð í boði 1. maí nefndar verkalýðsfélag- anna. Barnagæsla. T hliðarsal verður barnanna gætt og þar verða leikföng ogaðstaða til að lita ogteikna. Einnig verða þarsýnd- ar vet valdar teiknimyndir. Launfólk — tökum þátt T hátíðarhöldunum Eflum samtakamáttinn — fyrr var þörf en nú er nauðsyn. Framundan eru erfiðir kjarasamningar - sýnum samtakamáttinn. Okkar er aflið - Sýnum samstöðu - Höldum hátíð

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.