Dagur - 30.04.1991, Side 14

Dagur - 30.04.1991, Side 14
14 - DAGUR - Þriðjudagur 30. apríl 1991 Skilafrestur auglýsinga! MiðviKudaginn 1. maí kemur blaðið út eins og venjulega. Fimmtudaginn Z. maí kemur blaðið ekki út vegna frídags þann 1. maí. 5kilafre5tur auglýsinga í föstudagsblað er til kl. 11.00 á fimmtudag og skilafrestur aug- lýsinga í helgarblaðið 4. maí er til kl. 14.00 á fimmtudag. Þetta eru auglýsendur beðnir að hafa í huga. auglýsingadeild, sfmi 24222. Opið frd kl. 8-17 virka daga og í hódeginu. Föstudaga 8-16. Nauðungaruppboð á eftirtöldum eignum fer fram í skrifstofu embættisins, Hafnarstræti 107, 3. hæð, Akureyri, á neðangreindum tíma: Hafnarstræti 97, A og B hluti Akur- eyri, þingl. eigandi Byggingarfélagið Lind hf., föstudaginn 3. maí 1991, kl. 14.30. Uppboðsbeiðendur eru: Benedikt Ólafsson, hdl., Bæjarsjóð- ur Akureyrar, Innheimtumaður ríkis- sjóðs og Steingrímur Eiríksson, hdl. Hamarstígur 25, Akureyri, þing. eig- andi Hilda Ámadóttir, föstudaginn 3. maí 1991, kl. 14.00. Uppboðsbeiðendur eru: Fjárheimtan hf., og Reynir Karlsson, hdl. Helgamagrastræti 10, Akureyri, þingl. eigandi Ólafur Halldórsson, föstudaginn 3. maí 1991, kl. 14.15. Uppboðsbeiðandi er: Skarphéðinn Þórisson, hrl. Kringlumýri 17, Akureyri, þingl. eig- andi Rafn Magnússon, föstudaginn 3. maí 1991, kl. 14.15. Uppboðsbeiðendur eru: Gunnar Sólnes, hrl., Ólafur Birgir Árnason, hrl., og íslandsbanki. Norðurgata 55b, Akureyri, eigandi íspan hf., föstudaginn 3. maí 1991, kl. 14.15. Uppboðsbeiðendur eru: Islandsbanki og Sigurður Sigurjóns- son, hdl. Óseyri 22, Akureyri, þingl. eigandi þrotabú Fiskv. Birgis Þórhallssonar hf., föstudaginn 3. maí 1991, kl. 15.00. Uppboðsbeiðendur eru: Fiskveiðasjóður íslands, Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, hdl., Byggðastofn- un og Ólafur Birgir Árnason, hrl. Skólastígur 5, Akureyri, þingl. eig- andi Rögnvaldur Þórhallsson o.fl., föstudaginn 3. maí 1991, kl. 14.45. Uppboðsbeiðendur eru: Byggðastofnun og Bæjarsjóður Akureyrar. Syðri-Varðgjá, Eyjafjarðarsveit, þingl. eigandi Egill Jónsson, föstu- daginn 3. maí 1991, kl. 14.15. Uppboðsbeiðandi er: Ólafur Gústafsson, hrl. Bæjarfógetinn á Akureyri og Dalvík, Sýslumaðurinn í Eyjafjarðarsýslu. Nauðungaruppboð annað og síðara, á eftirtöldum eignum fer fram á skrifstofu embættisins, Hafnarstræti 107, 3. hæð, Akureyri, á neðangreindum tíma: Björnshús, Hjalteyri, þingl. eigandi Einar Helgason o.fl., föstudaginn 3. maí 1991, kl. 13.45. Uppboðsbeiðandi er: Húsnæðisstofnun ríkisins. Draupnisgata 3, F-G-H-hlutar, Akureyri, þingl. eigandi Hrís sf., föstudaginn 3. maí 1991, kl. 13.30. Uppboðsbeiðendur eru: Iðnlánasjóður, Ásgeir Thoroddsen, hdl., Ólafur Birgir Árnason, hrl. og Bæjarsjóður Akureyrar. Eyrarvegur 4, Akureyri, þingl. eig- andi Vébjörn Eggertsson, föstudag- inn 3. maí 1991, kl. 15.00. Uppboðsbeiðendur eru: Veðdeild Landsbanka íslands og Bæjarsjóður Akureyrar. Höfðahlíð 3, 1.h og ris, Akureyri, þingl. eigandi Þórarinn Stefánsson, föstudaginn 3. maí 1991, kl. 13.45. Uppboðsbeiðandi er: Veðdeild Landsbanka íslands. Karlsrauðatorg 20, Dalvík, þingl. eigandi Bergur Höskuldsson o.fl., föstudaginn 3. maí 1991, kl. 15.00. Uppboðsbeiðendur eru: Innheimtumaður ríkissjóðs, Bene- dikt Ólafsson, hdl., og Gunnar Sólnes, hrl. Skarðshlíð 26e, Akureyri, þingl. eig- andi Regína Jónsdóttir, föstudaginn 3. maí 1991, kl. 13.30. Uppboðsbeiðandi er: Gunnar Sólnes, hrl. Sunnuhlíð 12, Þ-hl., Akureyri, þingl. eigandi Skúli Torfason, föstudag- inn 3. maí 1991, kl. 13.45. Uppboðsbeiðandi er: Ingvar Björnsson, hdl., Innheimtu- maður ríkissjóðs, Fjárheimtan og Guðjón Ármann Jónsson, hdl. Sæból, Sandgerðisbót, Akureyri, þingl. eigandi Jóhann Sigvaldason, föstudaginn 3. maí 1991, kl. 13.30. Uppboðsbeiðendur eru: Valgarður Sigurðsson, hdl., Trygg- ingastofnun ríkisins og Bæjarsjóð- ur Akureyrar. Tjarnarlundur 8h, Akureyri, þingl. eigandi Magnús Jónsson, talinn eigandi Guðmundur Ágúst Svavars- son, föstudaginn 3. maí 1991, kl. 15.00. Uppboðsbeiðendur eru: Veðdeild Landsbanka íslands, Bæjarsjóður Akureyrar, Kristján Ólafsson, hdl., og Gunnar Sólnes, hrl. Vallargata 5, Grímsey, þingl. eig- andi Sigurður Bjarnason o.fl., föstu- daginn 3. maí 1991, kl. 13.30. Uppboðsbeiðendur eru: Gunnar Sólnes, hrl., Veðdeild Landsbanka íslands, Ásgeir Thor- oddsen, hdl., Björn Ólafur Hall- grímsson, hdl., Jóhannes Ásgeirs- son, hdl., Ólafur BirgirÁrnason, hrl., Sveinn Skúlason, hdl., Gjaldskil sf., Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, hdl., Ólafur Gústafsson, hrl. og Inn- heimtumaður ríkissjóðs. Ægisgata 29, Akureyri, þingl. eig- andi Vignir Valtýsson o.fl., föstu- daginn 3. maí 1991, kl. 13.30. Uppboðsbeiðendur eru: Gunnar Sólnes, hrl., íslandsbanki og Innheimtumaður rikissjóðs. Bæjarfógetinn á Akureyri og Dalvík, Sýslumaðurinn í Eyjafjarðarsýslu. Ábyrgðaveitingar í Ólafsfirði Ég tek þann kostinn að senda Degi þessa grein. Mér finnst ég eiga það inni hjá blaðinu að fá dálítið rými, eftir að mjög grófar persónulegar árásir hafa verið gerðar á mig af síðum blaðsins dag eftir dag, án þess að mér væri gefinn kostur á því að bera hönd fyrir höfuð mér. Auðvitað er mönnum vorkunn í hita kosn- ingabaráttunnar en ekki vitnar málsmeðferðin um vandaða fréttamennsku. Björn Valur á nornaveiðum Bæjarfulltrúi Alþýðubandalagsins í Ólafsfirði og frambjóðandi til Alþings, Björn Valur Gíslason, hóf nornaveiðar sínar þrem dög- um fyrir kosningar, með því að „leka fréttlí í fjölmiðla. Stórfellt misferli átti að hafa átt sér stað við ábyrgðarveitingar bæjarsjóðs Ólafsfjarðar til Fiskmars hf. sem er gjaldþrota. Ég hef reyndar ekki sannanir fyrir því að Björn Valur hafi komið þessu á fram- færi við Dag. En í RÚVAK hringdi hann, kynnti sig og sagð- ist vera með stóra frétt. Enga ástæðu sá hann til að skoða málið ofan í kjölinn á vettvangi bæjar- stjórnar, heldur birti hann ákæru sína í fjölmiðlum. Sá maður sem þannig fer að hlýtur að hafa mjög fast land undir fótum. Ég ætla því ekki að tala við hann að sinni en láta nægja að skýra þetta mál frá mínum sjónarhóli sem fyrrum framkvæmdastjóri Fiskmars hf. og bæjarfulltrúi í Ólafsfirði. Af hverju er sótt um bæjarábyrgðir? Ég hef aldrei vitað til þess að sótt hafi verið um bæjarábyrgð á láni nema af þeirri einföldu ástæðu að viðkomandi hafi vantað trygging- ar. Eða þá að lánveitendur hafa ekki metið þær tryggingar nægar sem boðnar hafa verið. Þetta hlýtur að vera hverjum manni ljóst. Bæjarfélög hafa síðan veitt ábyrgðir í þeirri von að atvinnulíf eflist. En þessu fylgir auðvitað mikil áhætta. Ábyrgðaveitingar og skoðun vinstri manna í gegn um tíðina hefur Ólafs- fjarðarbær oft veitt bæjarábyrgð- ir, bæði til einkaaðila og fyrir- tækja. Það hefur beinlínis verið stefnumál í bæjarstjórnakosning- um og fróðlegt að minnast þess að í kosningablaði vinstri manna fyrir bæjarstjórnarkosningarnar 1986 er þess getið að vinstri menn hafi veitt þær ábyrgðir sem beðið hafi verið um og var það til marks um aðstoð þeirra við atvinnulífið í bænum. Einnig nefndi Björn Valur Gíslason, oddviti vinstri manna, það á framboðsfundi fyr- ir síðustu kosningar, að stór ábyrgð sem féll á bæinn við gjald- þrot Sævers hf. hafi verið tilraun- arinnar virði. Sami maður hefur talað mjög fyrir því í bæjarstjórn að bærinn eigi að taka frumkvæði í atvinnulífinu. íhlutun bæjar- sjóðs sé eina vonin til að auðga megi fábreytt atvinnulífið í pláss- inu. Hann virðist þó halda að það sé hægt án þess að taka fjárhags- lega áhættu. Merkilegt er líka til þess að hugsa að á sama tíma og verið var að blása það upp að engar tryggingar væru fyrir þeim ábyrgðum sem Fiskmar hf. voru veittar, afgreiddi Björn Valur Gíslason í bæjarráði ábyrgð á láni til aðila í Ólafsfirði og krafð- ist engra trygginga og bað ekki um nein gögn til skoðunar vegna ábyrgðarveitingarinnar. Sigurður Björnsson. Ábyrgðir til Sævers hf. Sæver hf. var merkileg tilraun til að breikka atvinnulífið í bænum með kavíarvinnslu. Bæjarstjórn Ólafsfjarðar samþykkti að taka ábyrgð á afurðalánum fyrirtækis- ins hjá Búnaðarbankanum en bankinn tók ekki tryggingar gild- ar í hráefni og vöru. Abyrgð upp á tugi milljóna króna féll á bæinn þegar fyrirtækið varð gjaldþrota. Lagerinn reyndist verðlítill en eitthvað greiddist upp í kröfur. Málaferli standa enn út af ábyrgðinni og ekki ljóst um niðurstöðu. í þessu tilfelli var skrifað upp á tryggingavíxil og hann var opinn. Samstaða var í bæjarstjórninni um þetta mál eins og alltaf um ábyrgðaveiting- ar. Saga Fiskmars hf. Fiskmarhf. var þróunarfyrirtæki. Hugmyndin var að búa til iðnað- arvöru til útflutnings úr afskurð- inum sem til fellur í frystihúsum við snyrtingu flaka. Rannsókn- arráð ríkisins og Rannsóknar- stofnanir atvinnuveganna tóku þessa hugmynd upp á arma sína og veittu til hennar myndarlega styrki. Hlutafé félagsins var í upphafi samskot áhugamanna. Enginn starfsmaður var hjá félag- inu fyrstu árin og allt starf fór fram hjá Rannsóknarstofnunum atvinnuveganna í Reykjavík. Loks kom að því að sérfræðing- arnir töldu sig komna með nýja vöru sem hæfði erlendum mark- aði og töldu ráðlegt að hefja framleiðslu fyrir innanlands- markað og undirbúa útflutning. Ákveðið var að kaupa litla verk- smiðju og hafist handa við að leysa fjármögnunardæmið. Hlutafé var safnað og bæjar- stjórn Ólafsfjarðar spurð hvort hún vildi leggja þessu máli lið. Svarið var já. Állir voru bjartsýn- ir. Fiskmar hf. setti hina nýju vöru á innanlandsmarkað. Varan gekk ekki á markaðnum og gera þurfti á henni breytingar. Fisk- mar hf. stóð á slíkum brauðfót- um að félagið varð gjaldþrota. Ábyrgðirnar sem um er deilt Þegar Fiskmar hf. sótti um ábyrgðirnar til bæjarsjóðs Ólafs- fjarðar var umsóknin studd ýtar- legum gögnum. Þar var um að ræða efnahags- og rekstrarreikn- inga félagsins frá upphafi, rekstr- aráætlanir og nákvæmar skýrslur um áformin. Ástæðan fyrir því að svo ýtarleg gögn fylgdu umsókn- inni var einfaldlega sú að félagið átti ekkert. Aðeins hugmyndir og nákvæmlega útfærð áform. Vél- arnar átti að kaupa í skuld. Veð í þeim sem boðið var var auðvitað einskis virði ef verkefnið mis- heppnaðist. Það var á hinn bóg- inn mikils virði ef dæmið hefði gengið upp. Megin styrkurinn var talinn liggja f því að Iðntækni- stofnun hugðist taka þetta verk- efni í „gjörgæslu“ og þar átti að koma fyrirtækinu á lappirnar og skila því síðan heim sem fullbúnu útflutningsfyrirtæki. Bæjarstjórn Ólafsfjarðar mat það svo að vel væri þess virði að taka áhættuna. Samþykktin var einróma. Björn Valur Gíslason sat í bæjarstjórn- inni og veitti málinu brautar- gengi. Ég tók að sjálfsögðu ekki þátt í afgreiðslunni, var yfirleitt ekki á þeim fundum þegar fjallað var um málið og raunar var ég langdvölum í Reykjavík þegar þarna var komið sögu og vann við þróunarverkefnið. Bæjar- ábyrgð var veitt fyrir lánum hjá Iðnlánasjóði sem að hluta voru áhættulán og eru niðurfellanleg en að hluta til fjárfestingalán. Hluti þessara ábyrgða mun falla á bæjarsjóð en Fiskmar hf. er enn til meðferðar í skiptarétti og mál- inu því ekki lokið. Að svíkja út ábyrgðir Björn Valur Gíslason hefur ásak- að okkur sem stóðu að Fiskmar hf. um að hafa svikið þessar ábyrgðir út úr bæjarsjóði. Segir að þær hafi átt að veita gegn ströngum skilyrðum um trygging- ar. Það hefði þá orðið í fyrsta skipti sem slík ströng skilyrði væru sett þegar Ólafsfjarðarbær veitti ábyrgð. En það mál verður hann að eiga við sjálfan sig og aðra þá sem afgreiddu þessar ábyrgðir til Fiskmars hf. Það er hlutverk þeirra sem veita ábyrgð- ir að ganga úr skugga um að þeim skilyrðum sé fullnægt sem þeir ákveða. Gögnin sem ég nefni hér áðan og fylgja ábyrgðarumsókn- inni sýna það og sanna að engum blekkingum er beitt. Hvert ein- asta mannsbarn í Ólafsfirði vissi hvers eðlis þetta félag var og allir vita að þeir áhugamenn sem þarna áttu hlut að máli höfðu ekki fjárhagslegan ávinning af málinu. Allir töpuðu þeir ein- hverju og sumir mjög miklu. Reglur um veitingu ábyrgða Nefndar hafa verið til sögunnar hugmyndir sem ég lagði fram í bæjarstjórn á sínum tíma um að setja reglur um veitingu ábyrgða. Ég er enn sömu skoðunar að rétt sé að móta slíkar reglur. Hug- myndir mínar gerðu ráð fyrir að þegar um væri að ræða atvinnu- starfsemi sem færi í samkeppni við það sem væri fyrir á staðnum ætti að fara varlegar í ábyrgðar- veitingar en þegar um nýjungar væri að ræða ætti bæjarsjóður að taka áhættu. En auðvitað verður þátttaka bæjarsjóðs með þessum hætti að byggjast á því að hug- myndirnar séu nákvæmlega útfærðar og studdar rökstuddum greinargerðum, þannig að hægt væri að gera sér glögga grein fyrir áhættunni. Það var nákvæmlega þetta sem Fiskmar hf. gerði; sendi inn ýtar- legar upplýsinar. Nú fullyrðir Björn Valur Gíslason að bæjar- fulltrúar hafi verið blekktir. Mér er hins vegar kunnugt um að hann skoðaði aldrei þá pappíra sem ábyigðarumsókninni fylgdu. Ég veit líka að aðrir bæjarfull- trúar skoðuðu þá nákvæmlega. Það er enginn vandi að gera fólk tortryggilegt. Það er meiri vandi að axla ábyrgð af orðum sínum og athöfnum. Sigurður Björnsson. Höfundur er bæjarfulltrúi í Ólafsfirði.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.