Dagur - 24.07.1991, Side 4

Dagur - 24.07.1991, Side 4
4 - DAGUR - Miðvikudagur 24. júlí 1991 ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF. SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SlMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 1100 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 100 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 725 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: EGILL H. BRAGASON BLAÐAMENN: INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavlk vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, JÓN HAUKUR BRYNJÓLFSSON (íþróttir), ÓLI G. JÓHANNSSON, ÚSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, SKÚLI BJÖRN GUNNARSSON (Sauðárkróki vs. 95-35960), STEFÁN SÆMUNDSSON, ÞÓRÐUR INGIMARSSON LJÓSMYNDARI: KJARTAN ÞORBJÖRNSSON PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON, ÞRÖSTUR HARALDSSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTUN: DAGSPRENT HF. SlMFAX: 96-27639 Tímabili þjóðar- sáttar að ljúka Samkvæmt nýbirtum tölum efnahagssér- fræðinga mældist verðbólgan hér á landi síðustu þrjá mánuði um 14 af hundraði. Hún hefur því nær tvöfaldast á örfáum mánuðum og við sækj- um hratt í gamalkunnugt far óðaverðbólgu. Þetta eru ill tíðindi fyrir íslenska þjóð, því sam- dóma álit flestra er að verðbólgan hafi verið ein- hver mesti bölvaldur íslensks efnahags- og atvinnunulífs síðustu áratugi. Með þjóðarsáttarsamningunum svonefndu tókst aðilum vinnumarkaðarins, í nánu sam- starfi við fyrri ríkisstjórn, að kveða verðbólgu- drauginn eftirminnilega niður. Verðbólgan á síðasta ári mældist innan við 10 af hundraði og fór reyndar lægst niður í 6%. Verður það að telj- ast einhver stórkostlegasti árangur sem hér hefur náðst í eilífri baráttu stjórnvalda við að halda verðlagi stöðugu. Það má ekki gleymast, að til þess að ná settu marki, færðu launþegar miklar fórnir. Þeir sættu sig við talsverða kaup- máttarskerðingu og slógu mjög af hvað varðaði aðrar kröfur, sem umbjóðendur þeirra settu upphaflega fram í samningaviðræðunum. Þess- ar fórnir voru færðar í þeirri von og trú að hjaðn- andi verðbólga og minnkandi fjármagnskostn- aður myndi treysta rekstrargrundvöll fyrirtækj- anna í landinu og veita þeim þar með aukið svigrúm til kauphækkana þegar kjarasamningar losnuðu að nýju. Hin háleitu markmið, sem staðfest voru með þjóðarsáttarsamningunum, voru ekki óraunhæf. Það hefur reynslan sýnt, því fyrri hluta gildis- tíma samninganna gekk allt að óskum. Verð- bólgan hjaðnaði jafnt og þétt og vextir lækkuðu. í kjölfarið batnaði afkoma fyrirtækja mjög og var almennt betri í fyrra en næstu ár á undan. En með nýjum herrum koma nýir siðir og frá því í vor hefur hallað hratt undan fæti á nýjan leik. Fyrsta verk nýrrar ríkisstjórnar var að hækka vexti mjög verulega. Sú vaxtahækkun mun áður en langt um líður færa atvinnu- reksturinn í sömu spor og hann var áður en þjóðarsáttarsamningarnir voru gerðir. Atvinnu- rekendur eru þegar byrjaðir að senda launþeg- um gamalkunnug skilaboð um að svigrúm til kauphækkana sé ekkert. Launþegar finna að verð á vöru og þjónustu er á uppleið á ný, eftir langt og gott tímabil stöðugleika. Tímabili þjóð- arsáttar er um það bil að ljúka. Af framansögðu er ljóst að nýir kjarasamning- ar verða ekki gerðir á grundvelli þjóðarsáttar. Núverandi ríkisstjórn hefur brugðist trausti launþega og verður því að leita annarra leiða til að ná sáttum á vinnumarkaði. Þær leiðir gætu reynst æði vandfundnar. BB. Allir fengu íspinna því einn átti afmæli. Litið við í leikskóla Aðaldæla: Börnin vantar félagsskap heima - gott að sveitungarnir kynnist áður en skólagangan hefst „Fólk er farið aö átta sig á því að þegar kannski eitt barn er á hverjum bæ, og ekki lengur grundvöllur fyrir tvíbýlum, þá vantar börnin félagsskap rétt eins og börn í kaupstað. Það eru ekki lengur 6-7 börn á hverjum bæ, afar og ömmur og tvíbýli eða þríbýli. Þetta eru breytingar í þjóðfélaginu,“ sagði Guðfinna Guðnadóttir, forstöðumaður leikskólans í Aðaldal, aðspurð hvort ekki væri sjaldgæft að leikskólar störfuðu í hinum dreifðari byggðum. Leikskólinn er til húsa í gamla barnaskólahúsinu yfir vetrarmánuðina, en á sumrin rekur Halldóra Jóns- dóttir gistiheimilið í grennd, í sama húsnæði. Dagur leit við í leikskólanum í vor, og að sjálf- sögðu í fylgd oddvita sveitar sinnar, Dags Jóhanncssonar í Haga, sem er ákallega jákvæð- ur gagnvart þessari starfsemi. Guðfinna og María Hannes- dóttir höfðu í nógu að snúast við að líta eftir nokkrum ungum Aðaldælingum, er blaðamanninn og oddvitann bar að garði. Leik- skólinn er starfræktur frá miðjun október fram í miðjan maí og hann er opinn þrjá daga í viku. Guðfinna hefur áður unnið á barnaheimilum, bæði í Reykja- vík, þar sem hún bjó í tíu ár, og á Súgandafirði, þar sem hún átti heima í þrjú ár. Hún segir að það sé sitt áhugaefni að vinna með yngstu borgurunum. Auk Guð- finnu hafa María Hannesdóttir og Ása Jónsdóttir unnið til skiptis á heimilinu. Flest hafa börnin verið 13 á leikskólanum í einu. og þar af tvennir tvíburar. Börn- in eru á aldrinum 3ja-6 ára, og það er ekið með þau allt að 20 km leið í leikskólann. Guðfinna segir að það sé í raun svipað þeirri vegalengd sem mörg börn í Reykjavík þurfi að ferðast til að komast í daggæslu. Vonumst til að opna aftur í haust „Þetta er mjög gott húsnæði, í raun stórkostlegt, og það er ábyggilega fátítt að fá stórt og gott húsnæði sem hentar eins vel til slíkrar starfsemi. Okkur finnst ekki grundvöllur til að hafa leik- skólann opinn á sumrin en von- umst til að geta opnað aftur í haust. Ég held að fólki sé farið að finnast leiksskólinn sjálfsagðari hlutur en mörgum þótti í byrjun. Gamall maður sagði við mig að hann skildi ekki af hverju konur þyrftu pössun fyrir börnin sín ef þær nenntu ekki að vinna úti, Það var ekkert verið að hugsa um hvort börnin hefðu gott af því að koma saman og kynnast, heldur eins og að foreldrarnir vildu losa sig við börnin. Mér virðist samt að fólk sé mjög ánægt með leikskólann og hafi áhuga fyrir þessari starf- semi." sagði Guðfinna, aðspurð um húsnæðið og framtíð starf- seminnar. Guðrún Sigurðardóttir, sér- kennari við Hafralækjarskóla, kom í leikskólann og fór að spjalla við ungt fólk sem þurfti á hennar tilsögn að halda. Guð- finna var spurð hvort ekki væri óvenjulegt að leikskóli í dreifbýl- inu nyti svo góðrar þjónustu. líklega á flestum stöðum úti á landi, svo við erum í rauninni mjög heppinn. Hér getur Guðrún fylgst með börnunum áður en þau koma inn í skólann, og það er mjög gott að mörgu leyti. Kennararnir í Hafralækjarskóla eru mjög ánægðir með tilkomu leikskólans, því hér kynnast börnin áður en þau koma í skól- ann og hitta þar síðan vini sína og félaga héðan." Upphitaður sandkassi - fyrir kafíísopa - Leikskólinn í Aðaldal lumar á ýmsu, til dæmis njóta börnin þeirra þæginda að leika sér í upp- hituðum sandkassa. Hvernig stendur á að ráðist er í að setja upp slíkan lúxus? „Það datt hér inn pípari þegar verið var að smíða sandkassann. Hann var að gera við hitaveituna hér upp í hverfi og ég sagðist skyldi gefa honum kaffi ef hann leiddi fyrir mig hitaveituaffallið um sandkassann. Hann sagðist vera með einhverja slöngubúta úti í bíl og dreif í þessu. Síðan fengum við ágætar rólur hérna á lóðina, en það það þyrfti að girða hana af, þó börnin sýni í rauninni enga tilburði til að fara frá hús- inu.“ - Er oddvitinn lipur við ykkur og óspar á fjárveitingar? „Hann er allavega allur af vilja gerður. Það kemur að vísu ekki allt í einu, en við verðum bara að sætta okkur við það. Foreldrarnir hafa lagt hönd á plóginn hér, einn pabbinn smíðaði rólurnar og skilrúmin á ganginum og fata- hengin drifu foreldrar sig til að setja upp til að spara fjármagnið. Fólkið vill koma þessu upp og það eru allir mjög jákvæðir og til- búnir til að leggja fram vinnu sína þegar búið er að útvega efni til framkvæmdanna. Kvenfélags- konur hafa styrkt heimilið og eins Lionsmenn. Fólk hér úr sveitinni er vel- komið að koma og skoða leik- skólann, hvort sem það á börn hérna eða ekki. Það er um að gera að koma og sjá hvað við erum að gera en ekki að dæma að óreyndu og segja kannski að þetta sé óþarfi.“ Við þökkum Guðfinnu fyrir spjallið því nú koma börnin inn af leiksvæðinu, og í tilefni þess að eitthvert þeirra á einhverntíma afmæli er haldin frostpinnaveisla, áður en tekið er til starfa í rúm- góðu leikherbergi. IM I raun vantar slíka þjónustu Starfsfólkið á hcimilinu, þær Guðfinna Guðnadóttir forstöðumaður og María Hannesdóttir.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.