Dagur - 24.07.1991, Side 5
Miðvikudagur 24. júlí 1991 - DAGUR - 5
Starfsfólk íslensks skinnaiðnaðar hf. á Akureyri gerði sér
glaðan dag á dögunum og griliaði lambakjöt í blíðskap-
arveðri. Glatt var á hjalla enda var þetta síðasti vinnu-
dagur flestra starfsmannanna fyrir mánaðarlangt sumar-
frí, sem hófst 8. júlí sl. Starfsfólkið hefur ástæðu til að
gleðjast yfir fleiru þessa dagana, því íslenskur skinna-
iðnaður hf. er rekinn með hagnaði og virðist vera fremur
bjart yfir rekstrinum. Mynd: ehb
Myndlist
Flugbjörgunarsveitin í V.-Hún.:
Ný bifreið til
björgunarstarfa
- endurgreiðsla
Flugbjörgunarsveitin í Vestur-
Húnavatnssýslu fékk nýlega í
hendur nýja bifreiö til björg-
unarstarfa sem sveitin hefur
fest kaup á. BíIIinn er keyptur
í gegnum Globus hf., en breytt
hér á landi hjá Stáli og
stönsum. Þessi bifreið er sú
fyrsta sem virðisaukaskattur og
aðflutningsgjöld vegna breyt-
inga gerðra hér á landi fást
endurgreidd af.
Bifreiðin er af gerðinni Ford
Econoline 250 Club Wagon og er
með 7,3 lítra díselvél. í henni er
allur nauðsynlegur búnaður til
björgunarstarfa, en að sögn
Sigurðar Björnssonar, formanns
flugbjörgunarsveitarinnar, er
ekki búið að koma fjarskiptabún-
aði fyrir ennþá. Sigurður sagði
það vera mikinn mun fyrir björg-
unarsveitir að fá endurgreiddan
virðisauka og aðflutningsgjöld
vegna breytinga sem þarf að gera
á slíkum bifreiðum til að þær
verði hæfari til björgunarstarfa.
Áður hefur þurft að láta breyta
bílum áður en þeir eru fluttir inn
til að fá þessa endurgreiðslu, en
vegna breytinga
nú er hægt að láta aðila hér
heima framkvæma breytingarn-
ar.
Með tilkomu þessa bíls segir
Sigurður að tækjakostur flug-
björgunarsveitarinnar batni
mikið, en til eru fyrir Volvo
Lapplander, snjóbíll og snjósleð-
ar. Flugbjörgunarsveitin í V-
Húnavatnssýslu hefur verið að
byggja nýtt hús á Laugabakka
síðasta árið til að bæta aðstöðu
sveitarinnar og er það orðið
fokhelt. Kostnaður við bifreiða-
kaupin, um 2,4 milljónir króna,
bætist því við annan fram-
kvæmdakostnað hjá sveitinni, en
Sigurður segir þá hafa safnað fé
síðustu ár og fengið góðan fjár-
stuðning frá mörgum aðilum og
það auðveldi þeim að láta dæmið
ganga upp. SBG
DAGUR
Sauðárkróki
S 95-35960
Sumar ’91
20. júlí var opnuð samsýning sex
myndlistarmanna í húsakynnum
Myndlistarskólans á Akureyri.
Þeir listamenn, sem þátt taka í
sýningunni eru Dröfn Friðfinns-
dóttir, Guðmundur Ármann Sig-
urjónsson, Helgi Vilberg, Jón
Laxdal, Kristinn G. Jóhannsson
og Rósa Kristín Júlíusdóttir. All-
ir þessir listamenn starfa og eiga
heinia á Akureyri.
Það er mjög við hæfi, að akur-
eyrskir myndlistarmenn skuli
prýða bæjarlífið með sýningu á
þeim tíma, þegar helst er von
gesta í bænum. Þannig gefst bæði
þeim og heimamönnum tækifæri
til þess að líta verk eftir nokkra á
meðal þekktustu myndlistar-
manna Akureyrar og er strax það
gott og lofsvert framtak.
Við bætist, að samsýningin í
Myndlistarskólanum er harla fjöl-
breytt að myndefni og efnismeð-
ferð. Slíkt er að vonum, þar sem
svo margirólíkir listamenn leggja
saman. Um verk allra listamann-
anna má segja, að í framlagi
þeirra allra er að finna athygl-
isverð og góð verk, og í heild
tekið, að sýningin er mjög þess
virði, að hún sé litin augum.
Dröfn Friðfinnsdóttir á níu
verk á samsýningunni í Myndlist-
arskólanum á Akureyri. Sérstaka
athygli vöktu verk nr. 2, Eldeyj-
an, nr. 5, Nýtt land og verkin
Umbrot 1 og 2, sem eru númer 6
og 7 í sýningarhluta Drafnar.
Dröfn hefur skemmtilega dirfsku
til að bera í litanotkun og túlkun
auk þess, sem myndmál hennar
er talsvert persónubundið og
skemmtilegt.
Guðmundur Ármann Sigur-
jónsson á tvö verk á sýningunni. í
þeim er hann að brjóta nýja leið í
myndmáli sínu. Verkin eru nokk-
uð keimlík enda í raun um yfir-
vegun svipaðs tema að ræða í
þeim báðum. Erfitt er að gera
upp á milli verkanna tveggja, en
bæði eru laðandi og sterk.
- samsýnmg
Skemmtilegt er og spennandi, að
Guðmundur er greinilega kom-
inn af stað í forvitnilegri leit að
ferskri tjáningu.
Helgi Vilberg sýnir sex
myndir. Þær eru afar fallega unn-
ar og sumar beinlínis fagrar. Hér
má helst til nefna myndir nr. 3,
Vetrarhula, nr. 5, Blika og nr. 6,
Landslag. Myndmál Helga er
verulega heillandi, þegar honum
tekst best. Myndflötur Helga er
sem ofinn töfrum og litanotkunin
natin og ber vott næmu auga á
djarflega samsetningu lita.
Jón Laxdal Halldórsson á sjö
myndir á samsýningunni. Greini-
legt er, að hann er að fe'ta sig
fram eftir þeirri braut, sem hann
var lagður af stað eftir í sýningu
þeirri, sem hann var með í Lax-
dalshúsi á síðasta vetri. Myndir
hans eru sumar orðnar fígúratív-
ari en fyrr, til dæmis skemmtilcga
ísmeygileg mynd, sem hann kall-
ar Menningar- og skólabær, nr.
7, og myndin Fagurkeri, nr. 3.
Einnig er Jón í meira mæli en fyrr
farinn að nota óbrotna, geometr-
íska fleti í myndum sínum, svo
sem í forvitnilegri myndröð, sem
ber heitið Tíglar, nr. 2, og Dag-
bókarblöðum, nr. 4.
Kristinn G. Jóhannsson á fimm
myndir á samsýningunni í Mynd-
listarskóla Akureyrar. Það er
ætíð spennandi að eiga þess kost
að líta myndir Kristins. Hann er í
sífelldri Jrróun og bryddar svo til
ævinlega upp á einhverju
skemmtilegu. Að þesu sinni hef-
ur Kristinn þróað áfram það
myndmál, sem hann notaði á síð-
ustu sýningu sinni og gætt það
fjöri og léttri kímni, sem gefur
myndunum laðandi svip. Sérstak-
lega skemmtilegar eru myndir nr.
1, Búrfell, og nr. 4, Foss, þar sem
Kristinn beitir fyrir sig talsvert
djarflegu litaspili.
Rósa Kristín Júlúsdóttir á ekki
nema eitt verk á sýningunni og er
það miður, að ekki skuli vera þar
fleira verka eftir hana. Verk
Rósu Kristínar heitir Teppi og er
bútasaumur.
Samsýning listamannanna sex í
húsakynnum Myndlistarskólans á
Akureyri stendur til 11. ágúst.
Auk þess sem bæjarbúar eru
hvattir til þess að sjá sýninguna,
er þeim, sem fjalla um móttöku
ferðamanna og annarra gesta í
bænum eindregið bent á að
vekja athygli þeirra á sýning-
unni. Hún er góöur vitnisburður
um þann þrótt, sem er ár af ári að
færast í myndlistarlíf höfuðstaðar
Norðurlands.
Haukur Ágústsson.
Verkleg flugkennsla
í fiillum gangi
Getum enn bætt við nemendum.
Bóklegt einkaflugmannsnámskeið í haust
verður auglýst síðar.
Flugskóli Akureyrar
Akureyrarflugvelli, sími 27900
Ágúst Magnússon, hs. 24718, Frímann Svavarsson, hs. 27564.
,3*
'
Krakkamót í knattspyrnu
(6. flokkur)
opið öllum liðum á félagssvæði KEA
verður haldið sunnudaginn 18. ágúst nk.
á KA-velli
Þátttaka tilkynnist til Þórarins E. Sveinssonar
í síma 25744 eða Gunnars Kárasonar í síma 22052
fyrir 1. ágúst.