Dagur


Dagur - 24.07.1991, Qupperneq 6

Dagur - 24.07.1991, Qupperneq 6
6 - DAGUR - Miðvikudagur 24. júlí 1991 Stærðin veitti Fjórðungssambandi Norðlendinga yfirburði - spjallað við Áskel Einarsson, framkvæmdastjóra Fjórðungssambands Norðlendinga, um stöðu sambandsins, þróun og framtíðarmöguleika Fjórðungssamband Norðlend- inga hefur verið talsvert í sviðsljósinu undanfarna mán- uði vegna hugmynda um að skera niður rekstur sambands- ins og hugsanlega að tvískipta því milii kjördæma. Síðastliðið vor var Áskell Einarsson, framkvæmdastjóri sambands- ins, búinn að gegna því starfi í rétta tvo áratugi. Dagur notaði tækifærið til að fara í saumana á viðhorfum hans til mála og skyggnast í sögu Fjórðungs- sambandsins síðastliðin tuttugu ár. Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi hafa þróast með öðrum hætti en í öðrum lands- hlutum. Áskell hefur ákveðna skoðun á orsökum þessa. „Á öllu eru skýringar. Fjórðungssam- bönd voru stofnuð á Austurlandi, Vestfjörðum og Norðurlandi á árunum 1940-1950. Öll byggðust þau á þátttöku sýslufélaga og kaupstaða. Verkefni þeirra voru ekki almenn sveitarstjórnarmál eða atvinnumál. Þau völdu sér það hlutskipti að berjast fyrir valddreifingu og varnarbaráttu landsbyggðar til að halda hlut sínum. Staðreyndin var sú að þessi barátta landshlutanna beið skipbrot. Fjórðungssamband Norðlendinga lifði þetta af vegna þess að fjórðungsvitundin stóð dýpstum rótum á Norðurlandi. Sú alda gekk yfir í framhaldi af kjördæmabreytingum 1959 að nauðsynlegt væri að mynda kjör- dæmasamtök sveitarfélaga og þá hagaði svo til að á Norðurlandi voru starfandi samtök, en ekki í öðrum landshlutum." Ekki kjördæmasamtök á Norðurlandi - Kjördæmasamtök sveitarfé- laga voru ekki stofnuð á Norður- landi. Hver var ástæða þess? „Á bæjarstjóraárum mínum á Húsavfk beitti ég mér fyrir að haldin væri atvinnumálaráðstefna á Norðurlandi og til hennar boð- aðir fulltrúar þéttbýlisstaða á Norðurlandi. Petta var afdrifa- ríkur fundur og var í senn upphaf Norðurlandsáætlunar í atvinnu- málum og endurskipulagningar á Fjórðungssambandi Norðiend- inga. Sveitarstjórnarsamtökin létu sig varða atvinnu- og byggða- mál. I rauninni var um tvo kosti að velja, annað hvort að stofna til samtaka sveitarfélaga á Norður- landi öllu eða í hvoru kjördæmi, eða endurskipuleggja Fjórðungs- sambandið. Ástæða fyrir að fyrri leiðin var ekki farin var sú að all- ar aðgerðir í byggðamálum og atvinnumálum miðuðust við Norðurland allt. Iðulega komu Strandir og Vopnafjörður inn til viðbótar. Bæði þessi svæði nutu fjármagns sem tengdist Norður- landsáætlun. Til viðbótar var atfylgi sumra sýslumanna, sem sumir hverjir voru forystumenn í sveitarstjórn- armálum í heimabyggð. Skipu- lagslega séð þótti hentugra og einfaldara að endurskipuleggja Fjórðungssamband Norðlend- inga í samráði við sýslufélögin til að koma í veg fyrir að misvægi skapaðist á milli nýrra samtaka og sýslunefndanna, sem þá voru víða mjög starfsmiklar. - Telur þú að rétta leiðin hafi verið valin? „Um það má lengi deila. Sam- skiptin við opinbera aðila, eins og Efnahagsstofnun og aðra sem unnu að áætlanagerð, gerðu heildarsamtök nauðsynleg. Þá tíðkaðist ekki að miða fjárveit- ingar og stjórnaraðgerðir við skiptingu landsins í kjördæmi í eins ríkum mæli og nú er í tísku. Stærðin veitti Fjórðungssam- bandi Norðlendinga yfirburði fram yfir hin fámennari lands- hlutasamtök til að fást við veiga- meirj byggðamál og sameiginleg hagsmunamál sveitarfélaganna á landsbyggðinni. Gleggsta dæmið um þetta eru áhrif Fjórðungs- sambands Norðlendinga á niður- stöður varðandi verkefnatilfærslu milli ríkis og sveitarfélaga. Ekkert hinna landshlutasam- takanna sinnti því sjálfsagða verkefni að kryfja til mergjar útreikninga ríkisvaldsins. Fetta var því aðeins hægt sök- um þess að Fjórðungssamband Norðlendinga hafði yfir að ráða hæfum mannafla, sem þó var ekki meiri en samanlagður mann- afli tveggja annarra landshluta- samtaka. Eitt er víst, að hefði sama mannafla og þar með starfs- getu verið tvístrað milli tveggja samtaka á Norðurlandi, þá hefði sami árangur ekki náðst. Nefna má fleiri dæmi. Nærtæk- ast er að nefna kynningarfundi og fræðslustarfsemi einstakra þátta í sveitarstjórnarmálum og ráð- stefnur um veigameiri mál. Sök- um stærðar samtakanna var hægt að fást við fjölmörg verkefni, sem hafa verið hinum fámennari samtökum ofviða. Pað er ekki vafamál nú að valin var rétta leið- in, sem í senn hefur þýtt ódýrari rekstur og meiri árangur en geng- ur og gerist hjá hinum fámennari landshlutasamtökum. Þetta er kjarni málsins.“ Er nauösynlegt aö skipta sambandinu? - Undanfarin ár hafa starfshættir Fjórðungssambands Norðlend- inga breyst. Gera þær breytingar að verkum að nauðsynlegt er að skipta sambandinu í tvennt? „Því er ekki að leyna að við starfsháttabreytingarnar 1985, þegar milliþinganefndirnar voru lagðar niður og fækkað var í fjórðungsráði, rofnuðu ýmis tengsl sem sambandið hafði við sveitarstjórnarmenn víðsvegar um Norðurland. Þetta varð vegna þess að umræddir aðilar voru nú ekki lengur beinir aðilar að starfi sambandsins. Ástæðurn- ar voru einkum tvær. í fyrsta lagi var samdráttur í rekstri sam- bandsins með tilfærslu verkefna til annarra aðila, t.d. iðnþróun, svo og starf að ferðamálum og að ýmsum málaflokkum. í öðru lagi, og er það ekki veigaminna, að lokið var samskiptum við lands- hlutasamtökin á vegum Byggða- stofnunar um ýmis áætlunarverk- efni. Þegar litið er til starfs sam- bandsins á þessum árum kemur margt fleira í ljós. Fjórðungssam- bandið gaf út kynningarbækling yfir Norðurland fyrir erlenda ferðamenn, sem vakti alþjóðlega athygli. Fjórðungssambandið hélt ferðamálaráðstefnu og stofn- aði til ferðamálasamtaka. í bígerð var að koma á fót starfi ferðamálafulltrúa. Gefinn var út kynmngarbækhngur fyrir fram- leiðslufyrirtæki á Norðurlandi sem var dreift ókeypis. Komið var á fyrirtækjaskrá um norð- lensk fyrirtæki. Stefnt var að stofnun upplýsingaskrifstofu á Akureyri fyrir norðlenska fram- leiðslu. Gengist var fyrir Fjórð- ungsþingi æskunnar á Norður- landi sem vakti mikla athygli. Þannig má lengi telja. Allt þetta hvarf með skerðingu tekjustofna sambandsins 1985. Þessi mikla starfsháttabreyting hlaut að hafa áhrif á starfsemi sambandsins í heild. Með þeim var dregið úr sérstöðu þess sem almennra byggðasamtaka. Alvarlegast var þó að dregið var úr byggðaaðgerðum síðar af hálfu stjórnvalda, sem hefur lam- andi áhrif á landshlutasamtökin og starfsemi þeirra. Starf lands- hlutasamtakanna að sveitarstjórn- armálum jókst um leið og störf að byggðaþróunarmálum drógust saman. Fjórðungssamband Norð- lendinga beitti sér meira í þessum málum en önnur samtök. Átök við Samband íslenskra sveitarfélaga vegna landsbyggðarsjónarmiða bitnuðu eðlilega mest á Fjórðungs- sambandi Norðlendinga. Það er ekki nema eðlilegt að því sé hugs- uð þegjandi þörfin af mönnum sem hafa haslað sér völl á þeim vettvangi. Það er rétt að geta þess að við setningu nýrra sveitar- stjórnarlaga 1986 var það vegna afstöðu fulltrúa Sambands íslenskra sveitarfélaga að lands- hlutasamtök sveitarfélaga fengust ekki löghelguð.“ Samstaöa lyftir Grettistökum - Getur það skaðað hagsmuni íbúa kjördæmanna að starfa sam- an í einum landshlutasamtökum? „Hægt er að finna dæmi um að samstaða þingmanna Norðurlands hafi lyft Grettistökum. Samstaða þingmanna milli tveggja annarra kjördæma er ekki algeng. Sumt af þessu má rekja til Fjórðungssam- bands Norðlendinga. Þetta er jákvæða hliðin á samstarfinu. Verður samrekstur tveggja kjör- dæma í sömu landshlutasamtökum til þess að annað kjördæmið gleymist, þegar velja á stofnun eða embættismönnum stað? Það hefur loðað við sjónarmið á Norðurlandi vestra að menn telji að embættis- menn og jafnvel stjórnmálamenn setji Norðurland í einn bás, sökuni þess að hér sé um eitt landshluta- svæði að ræða, en Norðurland eystra vegna fjölmennis njóti þess- ara ávaxta. Það má vera að dæmi séu um tilburði í þessa átt, sem ætíð hefur tekist að leiðrétta, ef Fjórðungssamband Norðlendinga hefur verið spurt álits. Þegar grannt er skoðað eru ekki augljós dæmi um þetta. Sjálfsvitundin er veigamikið mál. Telji sveitarfélög- in á Norðurlandi vestra hlut sínum betur borgið í sérstökum samtök- um, er ekkert því til fyrirstöðu að þeir velji sér þá leið. Ef sú leið verður valin, sem nefnd um nýjar leiðir í byggðamál- um lagði til, að hvert kjördæmi verði sjálfstæð stjórneining með stjórnsýslumiðstöð frá ríkiskerf- inu, er það fullkomlega eðlilegt að landshlutasamtökin lagi sig að þeirri þróun og verði byggð upp á kjördæmagrundvelli. Það er því miður ekkert í stjórnarsáttmála hinnar nýju ríkisstjórnar, sem bendir til að sú leið verði farin. Hitt liggur fyrir í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar að taka á upp beina kosningu, þ.e. persónukjör á alþingismönnum, og þingmönn- um í heild verður fækkað. Þetta getur þýtt að núverandi kjör- dæmaskipan raskist. Kjördæmum verði þá skipt upp í minni einingar eða að svæði innan núverandi kjördæma verði sérstök einmenn- ingskjördæmi. Þetta á sér fyrir- myndir erlendis. Hætt er við að slík röskun gæti haft áhrif á samstarf sveitarfélaga m.a. vegna þess að hinn samein- aði þingmannahópur í hverju kjördæmi hefur verið akkeri sam- starfs út á við, en í staðinn komi þingmenn einstakra svæða. Hing- að til hefur þeirri kenningu verið haldið á lofti að hvert kjördæmi ætti að þýða ákveðinn skammt fjárveitinga og tiltekið mynstur ríkisstofnana. í vegaáætlun eru auðsjáanleg merki um riðlun á þessu kerfi, þar sem höfuðborgarsvæðið er farið að draga til sín stóraukið vegafé. Ekki var til þess ætlast þegar vegaáætlun og Vegasjóður voru stofnuð. Á tímum aðhalds og hagræðingar í ríkisbúskapnum verður í vaxandi mæli lagt mat á nauðsynlegan starfsvettvang og virkni einstakra embætta. Eftir boðaðar kjördæmabreytingar, þegar Suðvesturland hefur óyggj- andi meirihluta á Alþingi í skjóli' jöfnunar kosningaréttar, verður í vaxandi mæli kannað á hvern máta hver landshluti geti staðið sjálfur að sínum verkefnum og kostað þau. Þess vegna þurfa til- lögur nefndar Stefáns Guðmunds- sonar að fá stuðning á Alþingi. Gerist það ekki er tvísýnt hvort rétt sé að búta niður sterkustu varnarsamtök landsbyggðarinn- ar. Séra Hjálmar Jónsson á Sauð- árkróki sagði í mín eyru að þeir á Norðurlandi vestra ættu að njóta stóra bróðurs um leið og þeir færðu verkefnin til sín eftir getu og aðstæðum. Hvort þessi leið verði farin, sem fyrir löngu er byrjað á, skal látið ósagt hér. Hér skiptir sjálfsvitundin mestu máli.“ Fjármál og árgjöld Fjóröungssambandsins - En hvað um fjárhagslegu hlið- ina? „Það er staðreynd að hluti Norðurlands vestra í árgjöldum Fjórðungssambands Norðlend- inga var um 23% heildarárgjald- anna. Meðalárgjald þar var 7,5% lægra en meðalárgjald á Norður- land eystra. Þetta þýðir að árgjald á íbúa á Norðurlandi eystra er 2,6% hærra en meðal- árgjald á íbúa á Norðurlandi sem heild. Þær raddir hafa iðulega heyrst á Norðurlandi eystra að þarna sé verið að rétta þeim í vestari hlutanum óeðlilega hjálp- arhönd. Þetta er sagt með tilliti til þess að í hvert sinn sem skipt- ing fjármagns hefur komið til álita milli kjördæma, t.d. framlag til iðnráðgjafa, hafa þeir ekki verið til viðtals um samstarf. Hinir eru fleiri sem telja að tekjuöflunarmöguleikar einstakra sveitarfélaga skuli ráða hver árgjöldin verði. Orðrómur hefur verið um að Fjórðungssamband Norðlend- inga hafi verið dýrt í rekstri. Ástæðan er sú að fjárhagsáætlun þess er hærri en annarra lands- hlutasamtaka. Ekki er tekið með í reikninginn að starfsmanna- fjölda sambandsins svipar til starfsmannahalds tveggja lands- hlutasamtaka. Ekki er heldur tekið með í reikningin að Fjórð- ungssamband Norðlendinga fær einfalt framlag úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga, en ekki tvöfalt framlag vegna tveggja kjördæma. Menn spyrja hvers vegna sam- bandinu er ekki greitt framlag á hvort kjördæmi. Skýringin er sú að framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga til einstakra lands- hlutasamtaka er bundið við að gera þeim kleift að hafa fram- kvæmdastjóra í sinni þjónustu, og hafa opna skrifstofu. Þetta jafngildir því að landshluta- samtök á Norðurlandi vestra opni skrifstofu, með sérstökum framkvæmdastjóra, ef til þeirra verður stofnað og þau vilja njóta framlags úr Jöfnunarsjóði sveit- arfélaga. Ef rekstur Fjórðungssambands Vestfirðinga er tekinn til saman- burðar, m.a. vegna þess að íbúa- fjöldi er svipaður, er ljóst að sækja þarf til sveitarfélaganna 400 til 500 kr. á hvern íbúa, auk framlags úr jöfnunarsjóði. Fram- kvæmdastjóri Fjórðungssam- bands Vestfirðinga er annálaður sparsemdarmaður og allur rekst- ur er skorinn við nögl. Á síðasta ári var meðalárgjald á íbúa á Norðurlandi 268 kr. Miðað við raunvirði hafði árgjald til sveitar- félaga lækkað um 38% frá 1985 á verðlagi árgjalda 1990. Á þessu ári er ákveðin 15,1% raunlækkun árgjaldastofnsins 1991, þannig að í árslok 1991 er um að ræða 44% raunlækkun frá 1985. Ef allt fer að óskum á næsta ári nær raun- lækkun 50% frá hundraðshluta árgjalda 1985. Lækkun árgjalda 1990-’91 og væntanlega einnig 1992 er til að mæta ákveðnum kostnaði sveit- arfélaga við héraðsnefndir. Þessi lækkun mun nema 4.616 þús. kr. Á móti kemur aukið framlag úr jöfnunarsjóði, 2.872 þús. kr. Þetta þýðir að árgjöld hafa lækk- að langt umfram aukin framlög úr jöfnunarsjóði, með beinum niðurskurði á kostnaði. Stað- reyndin er sú að endurskoðunar- nefndin lét hjá líða að bera sam- an starfsárangur og rekstur lands- hlutasamtaka eða fjárhagslega stöðu þeirra. Það er ekki höfuð- málið hvort rekstur landshluta- samtaka er meiri eða minni. Höfuðatriðið er hvort leiðin, sem gengin verður er til góðs. Fyrir Norðurland eystra er það auðleysanlegt mál að reka lands- hlutasamtök áfram með sömu reisn og Fjórðungssambandið. Spurningin er hvernig halda eigi á þessu máli. Ekki verður komist hjá að reka landshlutasamtök á Norðurlandi á borð við hliðstæð samtök f landinu. Sé það tím- anna tákn að miða landshluta- samtökin við kjördæmi, þá er rétt að velja þá leið.“ Rétti tímapunkturinn til að endurskipuleggja starfsemina - Hver eru viðhorf þín eftir tuttugu ára starf hjá Fjórðungs- sambandinu? „Þegar ég tók við starfi fram- kvæmdastjóra Fjórðungssam-

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.