Dagur - 24.07.1991, Side 12
Akureyri, miðvikudagur 24. júlí 1991
Askriftarsíminn er 96-24222
Sauðárkrókur
95-35960
Húsavík
96-41585
Sorphaugarnir á Glerárdal:
Jarðfræðiúttekt gerð í haust
- vegna hugmynda um sorphirðu fyrir Eyjafjörð
Vegna hugmynda um saineig-
inlega sorphirðu fyrir Eyja-
fjarðarsvæðið á Glerárdal var
Halldóri Péturssyni, jarðfræð-
ingi hjá Náttúrufræðistofnun
Norðurlands, falið að gera
jarðfræðilega úttekt á frá-
rennsli frá sorphaugum Akur-
eyringa á Glerárdal. Að sögn
Halldórs verður byrjað á
úttektinni í haust. Frekari
ákvarðanir um sameiginlega
sorphirðu á Glerárdal munu
m.a. byggjast á niðurstöðum
Halldórs.
Halldór sagðist í samtali við
blaðið vera búinn að kanna
aðstæður á Glerárdal og undir-
búningur athugana er hafinn.
Jarðvegskönnun hefur ekki áður
verið gerð á sorphaugunum.
Halldór vinnur að athuguninni í
samvinnu við tæknideild Akur-
eyrarbæjar og heilbrigðiseftirlitið
en framkvæmdin er á vegum
Héraðsnefndar Eyjafjarðar.
Valdimar Brynjólfsson, lieil-
brigðisfulltrúi, sagði í samtali við
Dag að sorphaugarnir á Glerár-
dal væru að mörgu leyti hentugur
staður fyrir sameiginlega urðun
sorps af Eyjafjarðarsvæðinu. „Til
þess að það megi verða þarf að
ganga frá botni sorphauganna
þannig að leki ekki grunnvatn í
gegn. Hingað til hefur ekki verið
gengið frá botninum sérstaklega
og við viljum fá á hreint hvort
slíkt sé mögulegt,“ sagði Valdi-
mar og bætti við að sérstakri mót-
töku fyrir hættuleg úrgangsefni
verði komið á en annað sorp
verður urðað. . -bjb
Óslax fékk 3 milljónir í rekstrarlán:
„Enim ekkert svekktir“
- segir Sigurður Jóhannesson, stjórnarformaður
Óslax hf. í Ólafsfirði fékk út-
hlutað þriggja milljón króna
rekstrarláni frá nefnd landbún-
aðarráðneytisins sem var skip-
uð vegna vanda fiskeldis. Eins
og komið hefur fram var 7 fisk-
eldisfyrirtækjum úthlutað láni
og var Óslax annað tveggja
norðlenskra fyrirtækja í þeim
hópi.
Sigurður Jóhannesson, stjórn-
arformaður Óslax, sagði í samtali
við Dag að rekstrarlánið væri í
takt við það sem menn áttu von á
og um var sótt. „Við erum ekkert
svekktir með þessa úthlutun.
Rekstrarlánið fer í að létta á
lausaskuldum og búa í haginn
fyrir framtíðina," sagði Sigurður.
Hitt norðlenska fiskeldisfyrir-
tækið sem fékk rekstrarlán var
Innbrot
í Gamla
Brotist var inn í skátaskálann
Gamla ofan Kjarnaskógar á
föstudagskvöldið. Skemmdar-
verk voru unnin á skálanum
sem er í eigu skátafélagsins
Klakks. Skátafélagið hefur
grun um hverjir voru að verki
og hyggst kæra verknaðinn
þegar grunurinn hefur verið
staðfestur.
Kæra hefur ekki borist rann-
sóknarlögreglunni en Dagur
hafði samband við Tryggva
Marinósson, félagsforingja í
skátafélaginu Klakki, vegna
málsins. „Við þykjumst vita
hverjir voru þarna að verki og
erum með fullt af fólki til að
athuga það. Síðan kærum við
innbrotið til lögreglunnar þegar
grunurinn hefur verið staðfest-
ur,“ sagði Tryggvi. Hann sagði
að hellt hefði verið niður tölu-
verðu af málningu og fúavörn
sem geymd er í skálanum en
hann er nefndur í höfuðið á
Tryggva Þorsteinssyni, skátafor-
ingja og skólastjóra. GT
Silfurstjarnan í Öxarfirði og eins
og Dagur skýrði réttilega frá í
síðustu viku fengu Silfurstjörnu-
menn 28 milljón króna rekstrar-
lán frá umræddri nefnd. Að sögn
Björns Benediktssonar, fram-
kvæmdastjóra Silfurstjörnunnar,
greiðist helmingur lánsins í næsta
mánuði og afgangurinn í desem-
ber nk. -bjb
Múrað í Tröllagili.
Mynd: Golli
Mj ólkurfr amleið slan:
Búið að framleiða um 80%
fullvirðisréttar á
Norðurlandi eystra
Um síðustu mánaðamót var
búið að framleiða um 80% upp
í fullvirðisrétt til framleiðslu
mjólkur á Norðurlandi eystra.
Þá hafði 21 mjólkurframleið-
andi lokið við að framleiða
upp í sinn fullvirðisrétt á sam-
lagssvæði Mjólkursamlags
Kaupfélags Eyfirðinga og 4
höfðu fullnýtt sinn kvóta á
svæði Mjólkursamlags Kaup-
félags Þingeyinga á Húsavík.
Búið var að framleiða 17,2
milljónir lítra eða 79,6% af heild-
ar fullvirðisrétti á samlagssvæði
Kaupfélags Eyfirðinga og 83% á
samlagssvæði KÞ. Að sögn Hlíf-
ars Karlssonar, mjólkursanilags-
stjóra á Húsavík, eru rúmlega 20
bændur eða nærri fjórðungur
ntjólkurframleiðenda til viðbótar
komnir yfir 90 til 95% fram-
leisðlu og því stutt í að þeir verði
búnir. Hlífar sagði að innlagt
ntjólkurmagn færi nú stöðugt
ntinnkandi og greinilegt væri að
bændur reyndu að treina sér það
sem þeir ættu eftir af fullvirðis-
réttinum.
Pórarinn E. Sveinsson, mjólk-
ursamlagsstjóri á Akureyri hafði
svipaða sögu að segja. Hann
sagði dæmi um að bændur hafi
leigt sér jarðir með fullvirðisrétti
og þannig aukið kvóta sinn. Þó
væri ljóst að margir yrðu komnir
framyfir fljótlega upp úr næstu
mánaðamótum.
Oddur Gunnarssqn, formaður
Félags kúabænda á Norðurlandi,
sagðist búast við að stóra stökkið
kæmi í fyrrihluta ágústmánaðar.
Þá myndi framleiðsla margra
bænda fara framúr fullvirðisrétti.
Oddur sagði að þótt hluti
umframframleiðslunnar væri
sjálfskaparvíti þá spiluðu fleiri
þættir inní og nefndi meðal ann-
ars að margir bændur hefðu
fækkað gripum vegna minnkandi
framleiðslumöguleika. Þá förg-
uðu menn fremur lélegri kúm og
því hækki meðaltalsframleisðlan
og heildarframleiðsluinagnið
minnki ekki í hlutfalli við fækkun
gripa. Oddur sagði einnig að hið
góða árferði gerði mönnunt erfið-
ara fyrir nteð að takmarka fram-
leiðsluna. ÞI
Sjallinn eftir opnun á ný:
Reksturinn
gengið vel
Að sögn Sigurðar Thoraren-
sen, framkvæmdastjóra Sjall-
ans hefur reksturinn gcngið vel
frá því skemmtistaðurinn var
opnaður aftur fyrir um mánuði
síðan.
„A flest öllum laugardags-
kvöldum hefur verið uppselt hjá
okkur og föstudagskvöldin eru á
uppleið," sagði Sigurður og var
ánægður með þær viðtökur sem
forráðamenn Sjallans hafa fengið
frá gesturn hússins, bæði hvað
varðar hvernig til tókst með
breytingar og hversu góður
hljóntburður sé í húsinu.
Heyrst hefur að Sigurður sé að
hætta sem framkvæmdastjóri
Sjallans og Sigurður staðfesti það
en sagði að tímasetning á því
væri óákveðin. „Ég verð hérna
eitthvað fram eftir hausti,“ sagði
Sigurður. -bjb
Hrísey:
Fullskipað í
hundaeinangnm
út næsta ár
Hundaeinangrunin í Hrísey er
fullskipuö út næsta ár. Sex
klefar fyrir hunda og tveir fyrir
ketti eru fullir og mikil aðsókn
er frá fólki sem flytja vill gælu-
dýrin með sér heim til íslands.
Staða sóttvarnadýralæknis við
einangrunarstöðina hefur ver-
ið auglýst laus til umsóknar.
Að sögn Helga Sigfússonar,
bústjóra einangrunarstöðvarinn-
ar í Hrísey, var nýtt hús byggt
fyrir einangrun gæludýranna en
sú starfsemi tók til starfa í júní-
mánuði. „Þetta gengur ágætlega;
það er mikil aðsókn hingað og
biö út næsta ár,“ sagði Helgi í
samtali við Dag en heyra mátti
hundgá í gegnum síma.
Sóttkví gæludýranna varir frá
einum mánuði og allt að ársfjórð-
ungi en í því santbandi hefur teg-
und dýranna mikið að segja svo
og það land sem flutt er frá. Að
öllu jöfnu er aðeins eitt dýr í
hverjum klefanna átta en dýr úr
sama goti ntá þó vista saman.
Nú hefur staða sóttvarnadýra-
læknis við einangrunarstöðina í
Hrísey veriö auglýst laus til
umsóknar frá og með 1. septem-
ber nk. Undanfarið hefur Ólafur
Valsson, aðstoðarmaður yfir-
dýralæknis, sinnt starfinu tíma-
bundið en stöðin heyrir undir
embætti yfirdýralæknis. GT
Hlutaflárútboð í Útgerðarfélagi Akureyringa hf.:
Hluthafar nýttu sér forkaupsréttinn
Ljóst er að ekkert af hlutabréf-
um í Útgerðarfélagi Akureyr-
inga hf. að andvirði tíu millj-
ónir króna, sem boðin voru út
í síðasta mánuði, koma á
almennan markað. Hluthafar í
félaginu höfðu forkaupsrétt að
bréfunum og þeir munu nýta
sér hann til fulls. Raunar ósk-
aði fjöldi hluthafa eftir að
kaupa bréf umfram forkaups-
rétt sinn.
Aðalfundur ÚA 3. maí sl.
samþykkti að heintila stjórn
félagsins að selja nýja hluti í
félaginu að upphæð 50 ntilljónir
króna. í þessari atrennu voru
hins vegar boðin út hlutabréf að
andvirði 10 milljónir króna á
genginu 4,30 til forkaupsréttar-
hafa og 4,50 á almennum mark-
aði.
í útboðslýsingu kenttir fram að
stjórn ÚA hyggist nota nýtt
hlutafé til þess að mæta þeirri
10% arðgreiðslu sem samþykkt
var á aðalfundinum 3. maí sl.
óþh