Dagur - 08.08.1991, Blaðsíða 6

Dagur - 08.08.1991, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - Fimmtudagur 8. ágúst 1991 Fimmtudagur 8. ágúst 1991 - DAGUR - 7 Lögredusamþykkt Akureyrarkaupstaðar: „Gömul og úrelt“ - segir Ólafur Ásgeirsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn Samkvæmt upplýsingum Dags hefur endurskoðun lögregiu- samþykktarinnar staðið til í yfir áratug. Ólafur Ásgeirsson, aðstoðar- yfirlögregluþjónn, sagði að vörð- um laganna væri að sjálfsögðu uppálagt að fara eftir öllum lög- um og reglum hvort sem þeim líkaði betur eða verr við þær. „Án þess að ég vilji gagnrýna samþykktina sem slíka þá er hún orðin gömul og úrelt og það þarf endilega að færa hana til nútímahorfs," sagði Ólafur þegar Dagur innti hann eftir því hvern- ig væri að vinna eftir svo gömlum reglum. Ólafur Walter Stefánsson, skrifstofustjóri í dóms- og kirkju- málaráðuneyti, sagði að endur- skoðun á lögreglusamþykktum væri ekki í bígerð. Lögreglusam- þykktir hafa verið gerðar fyrir hvert sveitarfélag fyrir sig en síð- an aðeins staðfestar í ráðuneyt- inu. „Það er út af fyrir sig gert ráð fyrir því að það kunni að verða sett lögreglusamþykkt á lands- vísu, sem myndi gilda nema sett- ar yrðu aðrar reglur, en það hef- ur ekki verið gert ennþá. Það er ekki hafinn sérstakur undirbún- ingur að því,“ sagði Ólafur aðspurður um hvort ekki stæði til að endurnýja og samræma lög- reglusamþykktir í íslenskum sveitarfélögum. Hreinn Pálsson, bæjarlögmað- ur Akureyrar, sagði í samtali við Dag að hann hefði setið í nefnd með fulltrúa frá bæjarfógeta- embættinu og fulltrúa úr bæjar- stjórn, sem vann uppkast að nýrri lögreglusamþykkt í byrjun níunda áratugarins. Hreinn sagði að lokaniðurstaða hefði þurft frekari athugun og endurskoðun hefði dagað uppi þegar ný bæjar- stjórn tók við og síðan hefði lítið verið aðhafst í málinu. „Það eru 10-20 ár síðan farið var að athuga þessi mál en nú er engin formleg endurskoðun á lögreglusamþykktinni í gangi. Það má segja að málið sé og hafi lengi verið í biðstöðu en það er rétt að samþykktin verði endur- skoðuð í samvinnu við bæjar- fógetaembættið," sagði Hreinn þegar hann var spurður um hvað endurskoðun liði. Hreinn sagði rétt að bæjar- stjórn hefði forgöngu um samn- ingu nýrrar lögreglusamþykktar en einnig mætti hugsa sér að dómsmálaráðuneytið hefði yfir- umsjón með og jafnvel frum- kvæði að samræmingu og setn- ingu slíkra reglna enda hefði yfir- stjórn lögreglumála verið í ráðu- neytinu síðan 1972. Einnig mætti hafa hliðsjón af nýlegum lög- reglusamþykktum annarra kaupstaða. GT Táningar sem tálmanir: Opminartími félags- miðstöðva brýtur í bága við lögreglusamþykkt í 2. kafla lögreglusamþykktarinn- ar, sem sagður er fjalla um varnir við „tálmunum og hættum fyrir umferðina," er nákvæmt yfirlit yfir útivistartíma barna þegar þau eru ekki í fylgd með full- orðnum vandamönnum. Samkvæmt 20. grein mega böm undir 12 ára aldri ekki vera á almannafæri eftir klukkan 20 á veturna en frá 1. maí til 1. októ- ber mega þau vera úti til klukkan tíu á kvöldin. Börn frá 12-14 ára mega hins vegar vera á almannafæri til klukkan 22 vetrarmánuðina sjö og til klukkan 23 á sumrin. Opnunartími félagsmiðstöðva Akureyrarbæjar stangast því að nokkru leyti á við lögreglusam- þykkt Akureyrarkaupstaðar. Fé- lagsmiðstöðvarnar eru opnar unglingum, sem verða fjórtán ára á almanaksárinu, enda er árgöng- um þá ekki stíað sundur. Þar sem félagsmiðstöðvarnar hafa gjarn- an opið til klukkan 1 eftir mið- nætti og þangað sækja táningar allt að þrettán ára gamlir stangast starfsemi íþrótta- og æskulýðs- ráðs á við lögreglusamþykktina. GT Ökuhraði á Akureyri: „Aldrei meiri en 25 km á klukkustund“ „Naut, sem farið er með um bæinn, skulu ávallt leidd í bandi,“ segir í upphafi 57. greinar Lögreglusamþykktar Akureyrarkaupstaðar. Eins og sjá má er Iögreglusamþykktin, sem er staðfest í dómsmála- ráðuneytinu þann 28. aprfl 1954, orðin töluvert úrelt að mörgu leyti varðandi Iifnaðar- hætti Akureyringa og staðhætti í bænum. Auk þess hefur lög- gjöf á íslandi breyst mikið á þeim 37 árum sem liðin eru frá síðustu endurskoðun lögreglu- samþykktarinnar. Auk þeirra ákvæða, sem úrelt eru eða beinlínis röng vegna nýrri reglna, er ýmislegt í lögreglu- samþykktinni, sem telja má óþarfa að geta um. Þessir annmarkar skyggja óhjákvæmilega á það, sem staðist - eða hægt brokk hefur tímans tönn í Lögreglusam- þykkt Akureyrarbæjar en hún er samansett af 81 grein í tólf köflum. „Almannafæri“ er skil- greint í upphafi fyrsta kafla en samkvæmt orðabók þýðir það „staður þar sem almenningur fer um.“ Auk þess „gilda ákvæði samþykktar þessarar um almanna- færi, eftir því sem við á“. Sem dæmi segir 3. grein að ekki megi blístra eða syngja né raska alls- herjarreglu á almannafæri. Þeir, sem eru vanir að skjóta upp flugeldum og kveikja á blys- um á gamlárskvöld, skulu athuga fyrir áramót að fá leyfi lögreglu- stjóra fyrir áramótagamninu því það er skilyrði fyrir slíkum púður- leikjum samkvæmt sjöttu grein lögreglusamþykktarinnar. í sjö- undu grein hefur ekki verið tekið tillit til áratuga gamallar hefðar á Akureyri fyrir því að börn klæðist í búning á Öskudaginn og safni í sarpinn með söng því skrifað stendur að enginn megi ganga dulklæddur á almannafæri. Enginn má heldur ótilkvaddur slökkva eða kveikja á götuljós- kerum bæjarins samkvæmt tólftu grein. Ef vinna hindrar umferð má ekki telgja við, höggva grjót, járna hesta eða gera við bifreiðar á almannafæri eins og stendur í sautjándu grein. Bifreiða er víðar getið. Fyrir nýliðna verslunarmannahelgi hefði Óli H. Þórðarson betur vís- að til 47. greinar lögreglusam- þykktarinnar en þar stendur að ökuhraði bifreiða megi „aldrei vera meiri en 25 km á klukku- stund“. 49. grein nefnir hægt brokk sem aðra viðmiðun fyrir umferðarhraða á almannafæri. Mestur hluti sjötta kafla fjallar um reið, hrossa- og sauðfjár- rekstra en einnig er getið um akst- ur bifreiða. Sjöundi kafli fjallar um búfjár- og alifuglahald í bæjarlandinu. Næsti kafli er síður úreltur en hann fjallar um hundahald. í lok samþykktarinnar er getið á um hegningarákvæði, kostnað o.fl. „Brot gegn samþykkt þessari varða sektum allt að 2000 krónum, ef ekki liggur við þyngri hegning að lögum. Hagnaður.. .af broti.. .skal upptækur ger. “ GT 52. grein „Ökumenn og vagnstjórar skulu vera nægilega þroskaðir til þess starfa (sbr. reglugerð nr. 129 17. nóv. 1916), enda hafi þeim verið kennt að stýra hesti og ökutæki af æfðum ökumanni...“ .Enginn má halda sjónleika..., nema hann fái til þess leyfi Iögreglustjóra. p 211. ■ J Bb~ Æ 1 Háreysti bönniið í Hafnarstræti Margt er þó góðra gjalda vert að hafa skriflegt í reglum sem lög- reglusamþykktinni þótt oft sé nóg að hafa almenna skynsemi og tillitssemi að leiðarljósi. Önnur grein segir t.d. til um að fólk skuli raða sér upp í biðröð þar sem almenningur kemur saman og bíður afgreiðslu. Skal haga sér samkvæmt fyrirmælum lögreglu, sem einnig getur krafið sér til aðstoðar hvern fulltíða mann, sem viðstaddur er. Þrettánda grein bannar sölu á hvers konar varningi utan sölu- búða nema sölu á blöðum og bæklingum og íslenskum afurð- um samkvæmt leyfi heilbrigðis- nefndar og að fleiri skilyrðum uppfylltum. „Bannað er sölu- mönnum að gera vart við sig með ópum, köllum eða annarri há- reysti, einkum frá náttmálum til dagmála,“ segir í niðurlagi þrett- ándu greinar. Þarna er sennilega fengin langþráð skýring á því hvers vegna blaðasalar á Akur- eyri þrífast svo illa sem raun ber vitni en eins og víðförlir lesendur Dags kannast við tíðkast mikil hróp á meðal blaðasala í miðborg Reykjavíkur Annar kafli fjallar ítarlega um hvernig hátta skuli framkvæmd- um ýmiskonar og upplýsir m.a. húseigendur um skyldur þeirra og ábyrgð varðandi hættu sem stafar af húsum þeirra. 72. grein upplýsir um að leyfi lögreglustjóra þarf til að halda sjónleika, söngskemmtanir, hljómleika, dansleika, íþrótta- sýningar, myndasýningar, töfra- sýningar eða aðrar opinberar skemmtanir. Þetta hlýtur enn að eiga við allar uppákomur s.s. þær sem stundum eru haldnar í göngugötunni í Hafnarstræti. Samkvæmt 19. grein má ekki kasta rusli ýmis konar á almanna- færi og 12. grein tekur fyrir rösk- un á póstbréfakössum og sím- tækjum o. fl. í almannaþágu. GT „Enginn má ganga dulklæddur á almannafæri eða í búningi, sem misbýður almennu velsæmi eða getur raskað allsherjarreglu." úr 7. grein. Mynd: KGA Lögreglusamþykkt Akureyrarkaupstaðar: Vinstrivilla og ritskoðun í þau þrjátíu og sjö ár, sem Lög- reglusamþykkt fyrir Akureyr- arkaupstað hefur gilt, hefur mikið vatn runnið til sjávar. Einnig hefur löggjöf breyst töluvert. Nú er svo komið að margt í samþykktinni stangast á við lög lýðveldisins. í slíkum tilvikum víkja að sjálfsögðu reglur á borð við sam- þykktina fyrir reglum löggjafans en það stingur í augun þegar lesin er önnur málsgrein 33. greinar lögreglusamþykktarinnar: „Við vegamót skal, ef þörf gerist, sá bíða, sem hefur farartæki á vinstri hönd.“ Þarna er við lýði vinstriregla, sem breyttist í hægri-reglu árið 1968 þegar tekin var upp hægri umferð á íslandi. í fyrstu málsgrein sömu greinar er ökumönnum bent á að við framúrakstur skal hleypt „fram fyrir sig á hægri hönd þeim, sem fram úr vilja fara.“ í nýjum umferðarlögum frá 1988 eru sérreglur um reiðhjól. í 39. grein laganna segir m.a.: „Heimilt er að hjóla á gangstétt eða gangstíg, enda valdi það ekki gangandi vegfarendum hættu eða óþægindum.“ Þessi regla gerir lít- ið úr 15. grein lögreglusamþykkt- arinnar þar sem segir að ekki megi fara með reiðhjól m.m. eftir stéttum fram með götum. Einnig kveða ný lög á um að ökumenn bifreiða skuli nota ljós allan sólarhringinn en samkvæmt 45. grein lögreglusamþykktarinn- ar þurfa ökumenn í lögsagnar- umdæmi Akureyrar ekki að kveikja ökuljós fyrr en klukkan 21.50 í kvöld og mega slökkva þau klukkan korter yfir þrjú í nótt. Niðurlag 67. greinar Lögreglu- samþykktar Akureyrarkaupstað- ar orkar tvímælis þegar haft er í huga ákvæði um tjáningarfrelsi í 72. grein Stjórnarskrár Lýðveld- isins íslands. í samþykktinni er vitnað í gömul prentfrelsislög og það sett sem skilyrði fyrir að festa megi upp vissar auglýsingar að þær hafi fyrst verið sendar lög- reglustjóra. Ákvæðinu má líkja við ritskoðun en stjórnarskráin bannar slíkt. GT 19. grein „Eigi má fleygja glerbrotum, stein- um, hálmi, ávaxtahýði, pappírsrusli eða öðru þess konar á almannafæri, né heldur skvetta þar vatni eða öðru, er haft getur í för með sér hættu eða óþægindi fyrir vegfarendur. Gluggaþvott má ekki framkvæma síðar en kl. 10 árdegis, og ekki nema í frostlausu veðri, ef þvotturinn veld- ur rennsli á gangstétt eða götu eða getur valdið truflun á umferð á ann- an hátt. í götubrunna og göturæsi má ekki hella gólfskolpi né öðrum óhreinindum, sem saurga götuna.“ 8. grein „Enginn má baða sig eða synda nak- inn við bryggjur bæjarins eða ann- ars staðar svo nærri landi eða skip- um á höfninni, að hneyksli valdi.“ LITIA FRÁBÆRA ÞVOTTAVÉLIN FYRIR ÞIG SPARNEYTIN OG HENTARÞÍNUMAÐSTÆÐUM ÆUMENIAX ENGRI LÍK Ábyrgð - Þjónusta. Raftækni, Óseyri 6, sími 26383, 24223. GLERÁRGÖTU 36 SÍMI 11500 Á söluskrá: Vantar: 2-3 herb. íbúð á 2. hæð í Lund- arhverfi. Vantar: 4 herb. raðhús v/Einilund eða 3- 4 herb. neðri hæð á Suður- Brekkunni. Steinahlíð: 5 herb. raðhús á 2 hæðum ásamt bílskúr samtals ca. 165 fm. Laust fljótlega. Skarðshlíð: 3 herb. ibúð á 2. hæð ca. 87 fm. Ástand gott. Áhvílandi langtíma- lán ca. 3.4 millj. Laus fljótlega. Lyngholt: Neðri hæð ( tvíbýli ásamt bílskúr. Eignin er í mjög góðu lagi. Laus eftir samkomulagi. Vantar: 4 herb. raðhús án bílskúrs í Glerárhverfi ca. 110-120 fm. Góð hæð í sömu stærð kemur til greina. FASTÐGNA&M SKlPASAIAlfeáZ NORÐURLANDS fl Glerargötu 36, 3. hæð Simi 11500 Opið virka daga kl. 14.00-18.30 á öðrum tímum eftir samkomulagi Sölustjóri: Pétur Jósefsson Heimasími 24485 Lögmaður: Benedikt Óiafsson hdl. Tvær leiðir eru hentugar til þess að verja ungbarn í bíl Látið barnið annaðhvorl liggja í bílstól fyrir ungbörn eða barnavagni sem festur er með beltum. u UMFERÐAR RÁÐ

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.