Dagur - 08.08.1991, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 8. ágúst 1991 - DAGUR - 9
Tónlist
Tónleikar á Sauðárkróki
Friðjudaginn 30. júlí héldu
Sigurður Halldórsson, sellóleik-
ari og Daníel Þorsteinsson,
píanóleikari, tónleika í sal Tón-
listarskólans á Sauðárkróki. Þeir
munu ekki efna til tónleika á
fleiri stöðum á Norðurlandi að
þessu sinni.
A síðasta sumri fóru Sigurður
og Daníel tónleikaferð um
Norðurland, en komu þá ekki til
Sauðárkróks. Tónleikarnir 30.
júlí eru því nokkurs konar fulln-
un tónleikaferðar síðasta árs.
Sigurður og Daníel hafa leikið
saman víða bæði hér á landi og
erlendis svo sem í Bandaríkjun-
um og Kanada. Það sást líka á
samstarfi þeirra á tónleikum á
Sauðárkróki, að þeir eru orðnir
vanir samstarfi. Samstilling sellós-
ins og píanósins var með
miklum ágætum. Aldrei brá ann-
að skugga á hitt, heldur fylgdust
þau vendilega að í styrkleika, blæ
og öðrum túlkunaratriðum.
Píanóleikur Daníels Porsteins-
sonar var sérlega þekkilegur.
Daníel hefur afar lipur tök á
hljóðfærinu og kann vel að nýta
þau fínlegu blæbrigði, sem það
býr yfir. Reyndar var ekki mikið
um þróttmikinn leik í flutningi
þeirra verka, sem á efnisskrá
voru, en blíðlegur og hóglátur
leikur jafnt í legató sem staccato,
afar jan og fallegur ásláttur og
natni í hendingamyndun ein-
kenndu leik Daníels Þorsteins-
sonar á flygilinn jafnt í undirleik
sem í sólóstrófum.
Sellóleikur Sigurðar Halldórs-
sonar var því miður nokkuð mis-
jafn að gæðum. Iðulega söng
hljóðfæri hans fallega og með
fullum hljómi svo að unun var á
að hlýða, en fyrir kom hins vegar
nokkru of oft, að fylling tónsins
hvarf og að myndun hans var
ekki svo nákvæm sem skyldi. Sér-
lega átti þetta við í verkum þeim,
sem flutt voru á fyrri hluta tón-
leikanna. Er á leið lék Sigurður
sig upp og sýndi víða skemmtileg
tilþrif og góð tök á túlkun og blæ.
Sérlega vel tókst þannig til með
blæ sellósins í Rússneskum söng
eftir Igor Stravinsky, þar sem
Sigurði tókst afar vel að láta
hljóm hljóðfæris síns minna á
balalæku.
Efnisskrá tónleika Sigurðar
Halldórssonar og Daníels Þor-
steinssonar á Sauðárkróki var all-
fjölbreytt. Hún einkenndist þó
að mestu af til þess að gera ljúf-
um verkum, sem eiga vel við hinn
angurværa og milda tón, sem er
sellóinu eiginlegur. Allgóðum
tökum náðu tónlistarmennirnir á
Adagio-kafla Sónötu opus 78 eft-
ir Franz Schubert og einnig á
Vocalisu ópus 34 nr. 14 eftir
Sergei Rachmaninoff auk Rúss-
neska söngsins, sem þegar hefur
verið á minnst.
Langbest tókst hins vegar loka-
verk efnisskrárinnar, en bað var
Sónata fyrir selló og píanó eftir
Claude Debussy. Þetta verk er
afar fjölbreytt og margslungið og
sem næst það eina á efnisskránni,
sem bauð upp á umtálsverð tilþrif
í styrkbreytingum jafnt í sellói og
píanói. Þetta verk fluttu Sigurður
og Daníel af ákveðni og öryggi
ásamt innileika og natni, svo að
gaman var á að heyra.
Salur Tónlistarskólans á Sauð-
árkróki er bjartur og rúmur og
góður til tónlistarflutnings.
Flygillinn og cellóið nutu sín vel í
honum. Endurómur er ekki
mikill, en virðist halda vel að ef
marka má þá reynslu, sem var af
tónleikunum 30. júlí, en þeir eru
þeir fyrstu, sem undirritaður hef-
ur sótt í þessi salarkynni.
Haukur Ágústsson.
Leiðrétting
Sú yfirsjón henti undirritaðan í
umsögn um þriðju sumartónleik-
ana á þessu ári, dagana 25. til 27.
júlí, að telja þá hina síðustu í
sumar. Svo er sem betur fer alls
ekki. Tvennir tónleikar eru eftir
og verða næstu tvær helgar, 2. til
4. ágúst og 7. til 9. ágúst.
Aðstandendur tónleikanna og
aðrir eru beðnir afsökunar á
þessu.
Haukur Ágústsson.
Gítar og flauta
Fjórðu sumartónleikar þessa árs
voru dagana 2. ágúst í Húsavík-
urkirkju, 3. ágúst í Reykjahlíðar-
kirkju og 4. ágúst í Akureyrar-
kirkju. Tónlistarmennirnir, sem
fram komu að þessu sinni voru
Þjóðverjar: Barbara Hinz, flautu-
leikari og Stefan Barcsay, gítar-
leikari.
Auk alls annars, sem telja má
sumartónleikunum til gildis og
ágætis, er það, að til tónlistar-
flutnings á þeim hafa gjarnan val-
ist góðir, erlendir tónlistarmenn,
sem skemmtilegt er að fá tækifæri
til að hlýða á. Slíkir gestir eru
mjög æskilegir í bland við
íslenska flytjendur, til þess að
tónleikagestir geti fengið saman-
burð og öðlast meira víðsýni.
Sérstaklega eru heimsóknir
þessara erlendu listamanna kær-
komnar, þegar svo vel tekst til
sem með Barböru Hinz og Stefan
Barcsay. Þar voru á ferðinni
mjög góðir tónlistarmenn, sem
unun var á að hlýða. Bæði höfðu
mjög skemmtilegt og mikið vald
á hljóðfærum sínum auk þess
sem þau höfðu til að bera í tölu-
verðum mæli þá einlægni í
túlkun, sem lyftir flutningi lista-
mannsins yfir hið venjulega og
vel frambærilega upp í víddir
upplifunar og innsýnar.
I þessu skilur á milli þeirra lista-
manna, sem hafa fulla tæknilega
getu og þekkingu, en skortir
persónulega innlifun í verkin,
sem flutt eru, og þeirra, sem hafa
næma tilfinningu fyrir innihaldi
og anda þess, sem flutt er, og ná
að miðla sínum skilningi á þess-
um atriðum til áheyrenda. Hinir
síðarnefndu eru þeir, sem mest
gefa og sem mest skilja eftir í
hugurn þeirra, sem á hlýða.
A efnisskrá tónleika Barböru
Hinz og Stefans Barcsays voru
Sónata í a-moll op. 1. nr. 4 eftir
Georg Handel, Ensk svíta nr. 4
op 82 eftir John W. Duarte,
Mazurka-Choro og Choros nr. 1
fyrir einleiksgítar eftir Heitor
Villa-Lobos, Musica a due eftir
Bruno Bettinelli og L’encourage-
ment op. 34 eftir Fernando Sor.
Eins og sjá má, voru verkin,
sem Barbara Hinz og Stefan
Barcsay fluttu, fjölbreytt að gerð
og innihaldi. Fjölbreyttnin vafð-
ist ekki fyrir tónlistarmönnunum.
Þau virtust vera jafnvel heima í
flutningi verks átjándu aldar tón-
skáldsins Georgs Hándels og
nútímalegu tónverki Brunos
Bettinellis. Ekki síður var þeim
jafn tamt að fara með hraða og
tæknilega erfiða kafla verkanna,
svo sem Presto-kaflann í ensku
svítunni eftir John W. Duarte,
sem hlýja og ljúfa kafla svo sem
Cantabile-kaflann í L’encourage-
ment eftir Fernando Sor eða
Larghetto-kaflann í Sónötu
Georgs Hándels. Þá höfðu þau á
valdi sínu ljúfleika og hóglega
kátínu, svo sem í Giocoso-kafla
Ensku svítunnar og í Valse úr
L’encourgement, og fjölbreytta
t
Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát
og útför
KARENAR SIGURÐARDÓTTUR,
frá Hólsseli.
Karólína Ingólfsdóttir, Steingrímur Sigvaldason,
Lára Sigurðardóttir, Kristín Hjartardóttir,
Hólmfríður Guðmundsdóttir, Sigurður Leósson.
og fimlega notkun hljóðfæranna
svo sem í Musica a due Brunos
Bettinellis.
Enn eru eftir cinir tónleikar í
sumartónleikaröðinni á þessu ári.
Þeir verða næstu helgi, dagana 9.
til 11. ágúst. Þá mun málmblás-
arasveit Pauls Shemm frá Þýska-
landi leika í Húsavíkurkirkju,
Reykjahlíðarkirkju og Akureyr-
arkirkju. Sveitina skipa ellefu
málmblásarar og er orgelleikari
með henni í för. Efnisskráin er
fjölbreytt og forvitnileg og verð-
ur væntanlega enginn fyrir von-
brigðum að hlýða á hana.
Haukur Ágústsson.
Húsbyggj-
endur
Frárennslisrör PVC (rauð)
100 og 150 mm ásamt til-
heyrandi tengistykkjum.
Drenrör 100 mm PVC.
Gólfniðurföll og vatnslás-
ar úr plasti í mörgum
gerðum.
Versliö viö
fagmann.
DRAUPNISGÖTU 2 AKUREYRI
SÍMI (96)22360
Hefti og naglabyssur
*MSTRAUMRÁS s.f
Furuvöllum 1 sími 26988
Þar sem þjónustan er í fyrirrúmi.
Dráttarbeisli
Höfum til söiu dráttarbeisli undir flestar
tegundir bifreiða. T.d. Toyota, Subaru,
Nissan, Lada, Skoda, Mazda, Daihatsu,
Mitsubishi, Honda, B.M.W., Volvo, Isuzu,
Suzuki o.fl.
RYÐVARNARSTÖÐIN SF.
Fjölnisgötu 6 e • 603 Akureyri • Sími 96-26339
Styrkur til náms
í Svíþjóð
Laus er til umsóknar 8 mánaða námsdvöl í lýð-
háskóla sænsku bændasamtakanna á Sánga
Sáby.
Skólinn er i nágrenni Stokkhólms.
Styrkurinn felst í fríu fæði, fríu húsnæði og ókeypis
kennslu.
Helstu námsgreinar eru samvinnufræði, umhverfis-
fræði, rekstrarfræði, félagsstörf og fjölmiðlun og í lok
skólaárs skulu nemendur skila lokaverkefni sem
samsvarar eins mánaðar vinnu.
Auk þessa eru ferðalög í hin ýmsu landbúnaðarfyrir-
tæki í Svíþjóð.
Einum nemanda frá íslandi býðst skólavist skólaárið
1991-1992.
Skólinn hefst 27. ágúst nk.
Uppl. gefa Hákon Sigurgrímsson, Stéttasambandi
bænda, sími 91-19200 og Atli Vigfússon, sími 96-
41820.
M rmifo /I ■ wa
Viljum rá til vinnu Aðeins aðili sem v greina, framtíðarvinn Uppl. gefur Aðalsteir 11 á daginn. ða starfskraft í griili anur er matargerð kemur til a. ín í síma 21715 milli kl. 10 og nestin.
□ ss 3i