Dagur - 08.08.1991, Blaðsíða 12

Dagur - 08.08.1991, Blaðsíða 12
Menningarntálanefnd Norðurlandaráðs á fundi á Hótel KEA í gær. Mynd: Goiii Útgerðarfélag Akureyringa hf.: Kvótaskerðingin gæti aukið arðsemi hlutabréfanna Silfurstjarnan hf.: Háskóli íslands rannsakar fitusýrur í bleikjunni „Borðið bleikju og lifið íengur“ gæti orðið í framtíð- inni slagorð þeirra er rækta og selja eldisbleikju. Niðurstöður rannsókna á bleikju frá Silfur- stjörnunni hf. í Öxarfírði sem framkvæmdar voru hjá Há- skóla íslands sýna að fítusýran Omega 3 er margföld í bleikju þegar mið er tekið af eldislaxi. Að sögn Björns Benediktsson- ar þóttu niðurstöður þessar það merkilegar að í dag er verið að sannprófa þessa niðurstöðu bæði hjá Háskóla íslands og Fiskifé- lagi íslands. „Eldi bleikjunnar lofar góðu og markaðshorfur eru góðar. Innanlandsmarkaðurinn tekur drjúgt og til Frakklands hefur farið nokkurt magn. Sala á bleikju til Kanada er í burðar- liðnum og tvær tilraunasendingar eru farnar til Bretlands. Fram- kvæmdastjóri breska fyrirtækis- ins sem fékk sendingarnar tvær er hjá okkur í dag. Samningar standa um kaup og sölu á 150 til 200 tonnum. Gæði bleikjunnar eru óumdeilanleg, spurningin er aðeins um verð,“ sagði Björn Benediktsson hjá Silfurstjörn- unni hf. í Öxarfirði ój í gærmorgun var byrjað að landa í Sauðárkrókshöfn rækju úr stóru rússnesku rækjuveiði- skipi. Rækjuvinnslan Dögun á Sauðárkróki keypti rækjuna og er þetta í fyrsta skipti sem rússneskri rækju er landað í þeim bæ. Skipið var með um 130-140 tonn af rækju um borð og síðdeg- is í gær voru 60 tonn komin á land. Ef Dögun kaupir allan afl- ann er um mánaðarverkefni í rækju að ræða. Skerðingin á botnfískkvóta næsta fískveiðiárs hefur engin áhrif til lækkunar á hlutabréf- um stöndugustu útgerðarfyrir- tækja landsins. Því er þvert á móti spáð að samdráttur í kvóta verði til að skerpa enn frekar línurnar milli þeirra fyrirtækja sem skila hagnaði Ágreiningur kom upp um taln- ingu þar sem Rússarnir gáfu upp 160-200 rækjur í hverju kílói, en þær reyndust vera yfir 200. Ómar Þór Gunnarsson, framkvæmda- stjóri Dögunar, stóð í samninga- viðræðum við Rússana í gær, en ekki tókst að ná tali af honum. Ekki er ljóst hvað Dögun greiðir fyrir rækjuna, en Rússarnir fóru fram á um 60 krónur fyrir kílóið, eða ríflega 8 milljónir króna fyrir farminn. Er þar um lægra kíló- verð að ræða en gengur og gerist. -bjb og annarra sem muni fara halloka í samkeppninni vegna kvótaskcrðingarinnar. Vilhjálmur Bjarnason, for- stöðumaður verðbréfamarkaðar Fjárfestingarfélags íslands, hefur undanfarið haft samband við ýmsa aðila sem eiga stóra hluti í Útgerðarfélagi Akureyringa hf., Granda hf. og Skagstrendingi hf. Vilhjálmur vildi kanna viðhorf eigenda hlutabréfanna og spurt þá hvort þeir séu tilbúnir til að selja bréf sín í ljósi þess sam- dráttar sem orðið hefur í botn- fiskkvóta. Svörin eru öll á sömu lund, enginn er tilbúinn til að selja. „Þessi þrjú fyrirtæki hafa öll afburða stöðu og mikinn sveigj- anleika. Kvótakerðingin hefur ekki orðið til að draga úr tiltrú manna á þau. Verðmæti þeirra fyrirtækja sem lifa barninginn af mun aukast og verð hlutabréf- anna hækka. Þessi fyrirtæki geta drýgt tekjur sínar með breyttri nýtingu aflans og eru í yfirburða- stöðu. Önnur fyrirtæki sem eru í lakari stöðu geta hinsvegar farið halloka. Útgerðarfélag Akureyr- inga hf. og Samherji hf. eru búin að koma sér upp yfirburðastöðu. Guð hjálpi Akureyringum ef þeir ættu ekki þessi félög,“ segir Vil- hjálmur. Jón Hallur Pétursson hjá Kaupþingi Norðurlands segir að staða kvótamála nú gefi tilefni til að velta gengi hlutabréfa fyrir sér. Staðreyndin sé sú að eftir- spurn eftir bréfum í sjávarútvegs- fyrirtækjum, t.d. Ú.A., sé miklu meiri en framboðið, sem helgast af því að kaupendur hafa mikla trú á framtíð þessara fyrirtækja til lengri tíma litið. Auk þess séu þau sjávarútvegsfyrirtæki sem eru með bréf á opnum markaði vel sett og stjórnvöld á hverjum tíma hafi lagt sig fram um að skapa útgerð og fiskvinnslu við- unandi rekstrargrundvöll á hverj- um tíma. „Menn hafa því metið það svo að minni áhætta sé að fjárfesta í útgerð en í öðrum greinum, og gengi bréfanna er því ekki eins næmt og ella fyrir fréttum af kvótaskerðingu," segir Jón Hallur. EHB Menningarmálanefnd Norðurlandaráðs: ViD „praktíska“ hjálp við lýðræðið í Eystrasalts- ríkjunum í gær voru kynntar niðurstöður af sumarfundi Menningar- málanefndar Norðurlandaráðs sem nú er haldinn á íslandi. Á sumarfundinum á Hótel KEA á Akureyri voru tólf þingmenn frá Norðurlöndunum fímm en grænlenska fulltrúann vantaði. Fjallað var um sérstakar tillög- ur nefndarmanna, norræna samvinnu varðandi fjölmiðlun og alþjóðleg tengsl menning- armálanefndarinnar en einnig leggur nefndin mikla áherslu á tengsl norrænna vinabæja. Nefndin, sem er ein sex fasta- nefnda Norðurlandaráðs, sam- þykkti þingmannatillögu um stofnun norræns sumarskóla fyrir veflistamenn en felld var tillaga um samstarf norrænna náttúru- sögusafna. Fjallað var um tillögu varðandi samvinnu um revíuleiklist svo og rannsóknir á samkynhneigð. Tillögu um samvinnu varðandi greiðslur vegna höfundaréttar á norrænu sjónvarpsefni var vísað til almennrar umfjöllunar um fjölmiðlun og samstarf á því sviði. Aukin umræða hefur verið um utanríkismál í Norðurlandaráði. Varðandi Eystrasaltslöndin sögðu fulltrúarnir að þar sem álit Norðurlandanna á sjálfstæði ríkj- anna væri ólíkt væri lögð áhersla á að veita „praktíska“ hjálp við lýðræðisleg vinnubrögð og tengsl á menningarsviðinu. Sænski full- trúinn, Gunnar Björk, lagði áherslu á að Norðurlöndin liðu ekki valdníðslu á ríkjunum. Einnig var fjallað um tengsl við Evrópuráðið og Evrópuþing EB. Tillaga um bætta umferðar- fræðslu í skólum var samþykkt í aðalatriðum en í dag hefst á Hótel KEA annað norrænt þing um umferðarlækningar. Fulltrúarnir sögðu mikilvægt að halda slík þing einnig utan norrænu höfuðstaðanna. Jón Kristjánsson, fulltrúi Alþingis, sagði sumarfundina oft notaða til að kynnast landi og þjóð en í dag verður haldið til Egilsstaða. GT Pele á leið til Akureyrar Viðskiptasamningur milli íslands og lýðveldisins Rússlands: Mikilvægur fyrir K. Jónsson hf. - segir Jón Pór Gunnarsson, framkvæmdastjóri Dögun á Sauðárkróki: Rússarækju land- að í fyrsta sinn Von er á brasilíska knatt- spyrnusnillingnum Pele til Akureyrar nk. sunnudags- kvöld og mun hann hitta norðlenska knattspyrnumenn framtíðarinnar að máli á Akureyrarvelli nk. mánudag frá kl. 10 til 11.30. Pele kemur hingað til lands á vegum Knattspyrnusambands íslands og Vísa-Island og mun hann heilsa upp á unga og upp- rennandi knattspyrnumenn bæði norðan og sunnan heiða. Búist er við að knattspyrnu- menn framtíðarinnar víða að af Norðurlandi leggi leið sína til Akureyrar og hitti Pele að máli á mánudaginn. Með Pele koma til Akureyrar Ásgeir Sigurvinsson, knatt- spyrnumaðurinn þekkti frá Vestmannaeyjum, og fleiri. Hugsanlegt er að Pele komi það tímanlega norður á sunnu- dagskvöld að hann nái að sjá leik KA og Fram í fyrstu deild íslandsmótsins í knattspyrnu, sem þá fer fram. óþh Viðræður um rammasamning um viðskipti milli íslands og lýðveldisins Rússlands er nú að komast á lokastig. Ljóst er að samningurinn verður mikil- vægur fyrir íslenskan lagmetis- iðnað, og segir Jón Þór Gunn- arsson, framkvæmdastjóri hjá Niðursuðu K. Jónssonar & Co. hf. á Akureyri að þar vænti menn sér mikils af þess- ari þróun mála. „Pessi samningur mun hafa geysilega mikið að segja þegar af honum verður,“ segir Jón Pór. „Þetta er mjög spennandi mál fyrir okkur hjá K. Jónssyni." ísland og Sovétríkin hafa nokkrum sinnum gert ramma- samninga um viðskipti til nokk- urra ára í einu. Venjulega hafa þeir samningar ekki staðist full- komlega, því talsvert hefur vant- að upp á að Sovétmenn hafi stað- ið við viðskiptabókanir sínar um kaup á íslenskum vörum, einkum ullarvörum. Að þessu sinni er samið í fyrsta sinn beint við ákveðið lýðveldi, Rússland, og eru margir bjartsýnir á að slíkt gefist betur en fyrri ramma- samningar þjóðanna hafa gert. íslendingar kaupa aðallega timbur, olíu og bifreiðar frá Sovétríkjunum. Undanfarin ár hefur vara á Sovétmarkað náð því að verða fjórðungur til þriðjungur af heildarframleiðslu Niðursuðu K. Jónssonar. Stefnt hefur verið að því að auka söluna á Sovétmark- að. „Við erum mjög ánægðir með að það skuli vera hreyfing í þessu máli,“ segir Jón Þór Gunnarsson. EHB

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.