Dagur - 23.08.1991, Side 2

Dagur - 23.08.1991, Side 2
2 - DAGUR - Föstudagur 23. ágúst 1991 Skrifstofiitækni Lögð er áhersla á töhair og notkun þeirra Auldn menntun betri atshmumöguleíkar Innritun og upplýsingar í síma 27899. ATH. Hafið samband og _ við sendum bækling. ISZ iMj Tölvufræðslan Akureyri hf. Glerárgötu 34, III. hæð • Akureyri • sími 27899 „„ailiiiiii im HÓTEL KEA Laugardagurinn 24. ágúst Hljómsveitin NA/VIM ásamt Júlíusi Guðmundssyni halda upp stuðinu fram eftir nóttu. ★ Helgarmatseðill Blandaður sjávarréttakokteill „andalouse" Nauta- og grísamedalíur „Black & White" Súkkulaði- og krókant mousse með appelsínusósu verð kr. 3.200.- Glæsilegur sérréttaseðill ÍL Hótel KEA Fyrir vel heppnaða veislu J Fréttir Stéttarsamband bænda: Aðalfundur á Hvanneyri 31. ágúst til 2. september - búast má við miklum umræðum um stöðu landbúnaðarins Aðalfundur Stéttarsambands bænda verður haldinn á Hvanneyri í Borgarfirði dag- ana 31. ágúst til 2. september næstkomandi. Fundurinn hefst á laugardag og mun Ijúka á mánudagskvöldi. Búast má við miklum umræð- um á fundinum um stöðu land- búnaðarins í Ijósi væntanlegs búvörusamnings og markaðs- tengingar landbúnaðarfram- leiðslunnar. Pá má einnig reikna með að samningar íslands og annarra EFTA-landa við Evrópu- bandalagið um evrópskt efna- hagssvæði komi til umræðu og fjallað verði rækilega um hugsan- legan innflutning á landbúnaðar- vörum. Málefni sauðfjárræktar- innar verða einnig til umræðu en um mánaðamótin rennur út frest- ur sauðfjárbænda til þess að taka fyrsta tilboði ríkisins um sölu á fullvirðisrétti og því verður Ijóst að hvað miklu leyti markmið um fækkun sauðfjár á komandi hausti munu nást með frjálsum samningum. Formaður Stéttar- sambands bænda er Haukur Halldórsson og gefur hann kost á sér til endurkjörs. ÞI Akureyri: Umferðarskóli fyrir 5 og 6 ára böm Dagana 26. til 29. ágúst n.k. fer frani umferðarfræðsla fyrir 5 og 6 ára börn á Akureyri og er þetta í annað sinn seni börn- um á Akureyri gefst kostur á að sækja námskeið Umferðar- skólans. Kennsla fer fram í grunnskólum bæjarins. Pað eru skipulagsnefnd Akur- eyrar, lögreglan og Umferðarráð sem standa að fræðslunni í sam- vinnu við grunnskólana á Akur- eyri en fóstrur og lögreglumenn annast kennsluna. Hvert barn kemur tvisvar og er í u.þ.b. eina klukkustund f senn. Meðal annars er farið yfir nokkr- ar mikilvægar umferðarreglur fyrir gangandi vegfarendur, fjall- að er um hjólreiðjar og nauðsyn þess að allir noti bílbelti og bíl- stóla. Það sem af er árinu hafa nám- skeið Umferðarskólans verið haldin víða um land. Pau hafa alls staðar verið mjög vel sótt og hafa börnin verið áhugasöm og haft frá mörgu að segja úr umferðinni. Útboð í nýbyggingu Esso á Sauðárkróki: Trésmiðjan Borg með lægsta tilboð tilboð voru opnuð í gær Tilboð voru opnuð í gær í nýbyggingu Esso - Olíufélags- ins hf. á Sauðárkróki. AIIs bár- ust þrjú tilboð, öll frá heima- mönnum, og það lægsta reynd- ist vera frá Trésmiðjunni Borg hf. Kostnaðaráætlun Esso var 43 milljónir króna en tilboð Borgar kr. 40.609.671. Önnur tilboð voru frá Bygg- ingafélaginu Hlyn hf. kr. 45.153.266 og sameiginlegt tilboð frá Trésmiðjunni Ýr hf. og Knúti Aadnegaard kr. 52.987.196. Til- boð verða yfirfarin og samið við lægstbjóðanda á næstu dögum. Samkvæmt útboðsgögnum eru verklok 27. mars 1992. Byggja á 425 fermetra þjón- ustuhús með veitingasölu og bensínafgreiðslu og 65 fermetra geymsluhús. Hönnuður bygging- anna er Aðalsteinn Júlíusson á Akureyri. -bjb Tcikning af framhlið nýbyggingar Esso - Olíufélagsins hf. á Sauðárkróki. Framhliðin, sem snýr í vestur, er alls 36 metrar á lengd. • • ICIX njrv ardagskvöld Húsið opnað kl. 23.30 Staöur fyrir lifandi fólk

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.