Dagur - 23.08.1991, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - Föstudagur 23. ágúst 1991
ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF.
SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31,
PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SlMI: 24222
ÁSKRIFT KR. 1100 Á MÁNUÐI
LAUSASÖLUVERÐ 100 KR.
GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 725 KR.
RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.)
FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON
RITSTJÓRNARFULLTRÚI: EGILL H. BRAGASON
BLAÐAMENN:
INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585),
JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, JÓN HAUKUR BRYNJÓLFSSON (íþróttir),
ÓLI G. JÓHANNSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON,
SKÚLI BJÖRN GUNNARSSON (Sauöárkróki vs. 95-35960),
STEFÁN SÆMUNDSSON, ÞÓRÐUR INGIMARSSON
LJÓSMYNDARI: KJARTAN ÞORBJÖRNSSON
PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN
ÚTLITSHÖNNUN: RlKARÐUR B. JÓNASSON, ÞRÖSTUR HARALDSSON
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRlMANNSSON
DREIFINGARSTJÓRI:
HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI 25165
FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL
PRENTUN: DAGSPRENT HF.
SÍMFAX: 96-27639
Aukið vald til héraða
og sveitarstjóma
Á undanförum árum hefur margt verið rætt og ritað
um aðgerðir sem vænlegar þykja til að ná árangri í
byggðamálum. Meðal þeirra hugmynda sem merki-
legastar verða að teljast á þeim vettvangi er sú að
færa aukið vald heim í kjördæmin þannig að þau eflist
bæði stjórnsýslulega og efnahagslega. í nefndaráliti
sem stjórnskipuð nefnd ríkisstjórnar Steingríms Her-
mannssonar gaf út síðasta vetur um nýjar leiðir í
byggðamálum er þessi hugmynd um aukið vald kjör-
dæmanna útfærð á greinargóðan hátt.
I áliti nefndarinnar segir að flestar opinberar
aðgerðir hafi áhrif á þróun byggðar á einn eða annan
hátt. Nauðsynlegt sé að samræma aðgerðir fagráðu-
neytanna til að ná fram þeim heildaráhrifum sem
stjórnvöld á hverjum tíma ætlist til. Forsendan fyrir
því að þetta takist sé að ákvarðanataka í mörgum
málaflokkum verði færð heim í héruðin og dregið úr
allri miðstýringu frá höfuðborgarsvæðinu.
Það liggur í augum uppi að heimamenn á hverjum
stað skynja best þarfirnar í atvinnumálum og félags-
málum innan sinna sveitarfélaga. Landsbyggðar-
menn hafa fyrir löngu komið auga á nauðsyn þess að
draga úr miðstýringu Reykjavíkurvaldsins en í þeirri
umræðu hefur menn greint á um leiðir þótt markmið-
ið sé í sjálfu sér einfalt.
Efling kjördæmanna til aukinnar ábyrgðar í eigin
málum er rauði þráðurinn í tillögum hinnar stjórn-
skipuðu nefndar. Setja verður fram ákveðin markmið
í öllum helstu málaflokkum byggðarlaganna þannig
að stefnumótunin verði skýr og greinileg. Þannig er
auðvelt að meta árangurinn af aðgerðum til að vega
á móti byggðaröskun.
Byggðastjórnir með skýrt skilgreind verkefni, hér-
aðsmiðstöðvar í öllum kjördæmum á landsbyggðinni,
stefnumótandi áætlanagerð og samræming ríkisað-
gerða í byggðamálum eru lykilatriði í tillögum nefnd-
arinnar. Bent er á að samræmd áætlanagerð muni
bæta stórlega nýtingu opinberra fjármuna og að ný
opinber störf verði á landsbyggðinni en ekki á höfuð-
borgarsvæðinu. Sameining sveitarfélaga og atvinnu-
þróunarsjóðir eru mikilvægir þættir í þeirri framtíðar-
mynd sem áhugamenn um landsbyggðarmál sjá fyrir
sér að verði til góðs.
Því miður bendir fátt til að tillögur sem þessar eigi
upp á pallborðið hjá núverandi ríkisstjórn. Það er
helst að skilja á ráðherrum stjórnarinnar að alltof
miklu fé sé búið að verja til landsbyggðarinnar, oft til
verkefna sem talin eru gagnslaus. Landsbyggðar-
menn hljóta að taka sífelldar árásir Davíðs Oddsson-
ar, forsætisráðherra, á Byggðastofnun sem merki um
lítinn áhuga ríkisstjórnarinnar á að koma til móts við
þarfir landsbyggðarinnar og hinna dreifðu byggða.
Oft er auðvelt að rífa niður það sem aðrir gera en
slíku fylgir um leið sú ábyrgð að viðkomandi verður
að koma með nýjar tillögur í staðinn, í þessu tilviki til
eflingar landsbyggðinni. Ekki hefur bólað á neinum
tilburðum ríkisstjórnarinnar í þá veru. EHB
Góð tónlist fer eftir smekk
- svargrein við plötuum^öllun á poppsíðu
Poppsíður blaðanna læt ég sjald-
an framhjá mér fara ólesnar og er
poppsíða Dags þar engin undan-
tekning. Réttara væri kannski að
kalla hana rokksíðu Dags en lát-
um það liggja á milli hluta að
þessu sinni. Eitthvað virðist
íslensk popptónlist eiga lítið upp
á pallborðið hjá Magnúsi Geir
poppskrifara, þótt einstaka sinn-
um fjalli hann um íslenska tónlist
í skrifum sínum.
Fyrrnefndur Magnús sá þó
ástæðu til að fjalla um tvær
nýútkomnar plötur í helgarblaði
Dags þ. 17. ágúst síðastliðinn.
Þar var um að ræða hljómleika-
disk Sniglabandsins og plötu sem
Gunnar Þórðarson er að mestu
leyti ábyrgur fyrir og kallast
íslandslög. Mig íangar aðeins til
að leggja orð í belg um síðar-
nefndu plötuna. Ekki líst Magnúsi
Geir meira en svo á gripinn og er
það í sjálfu sér allt í lagi; það er
kannski frekar hvernig hann rök-
styður álit sitt sem er athugunar-
vert. Ég tel mig bera þó nokkurt
skynbragð á tónlist og hygg að ég
sé bara töluvert víðsýnn í
þeim efnum, en vissulega hefur
hver maður sinn smekk sem bet-
ur fer. Góð tónlist hlýtur því
ávallt að vera sú tónlist sem hver
og einn kann að meta, svo einfalt
er nú það. En þá ætla ég að snúa
mér að plötunni.
Magnús Geir byrjar umfjöllun
sína á að fara nokkrum fögrum
orðum um stórgóða skífu þjóð-
lagahópsins íslandica „Ramm-
íslensk" sem út kom í fyrra, síðan
segir:
„Með hliðsjón af þessu vel-
heppnaða og þarfa framtaki
íslandicu kemur það ekki á óvart
að aðrír hafa kosið að feta sömu
braut, en það er einmitt það sem
er uppi á teningnum á íslandslög-
um. “
Það má vel vera að velgengni
íslandicu hafi eitthvað haft að
segja með tilurð Islandslaga og ef
svo er þá er það bara hið besta
mál. Hins vegar skal á það bent í
þessu «bandi að fyrir nokkrum
árum kom út hljómplata sem
áðurnefndur Gunnar Þórðarson
stóð að ásamt fleiri góðum
mönnum. Þar var að finna líkt og
á íslandslögum lög sem ekki voru
þjóðlög í eiginlegri merkingu en
lög sem voru djúpt greypt í vit-
und þjóðarinnar og löngu orðin
þjóðareign. Má í því sambandi
nefna Sumarkveðju (Ó blessuð
vertu sumarsól) Páls Ólafssonar
Kvikmyndarýni
Björn Jónsson.
og Hótel Jörð, Tómasar sem
Pálmi Gunnarsson gerði góð skil.
Þar, líkt og á Islandslögum,
sómdu þessi gömlu góðu lög sér
einkar vel í einföldum og smekk-
legum útsetningum Gunnars.
Karlinn er því enginn nýgræðing-
ur í þesskonar tónlist er um
ræðir. Magnús Geir virðist vera
búinn að gleyma þessari útgáfu
nema þekking hans nái svona
skammt aftur hvað íslenska tón-
listarsögu áhrærir.
Magnús Geir hælir vinnubrögð-
um við gerð íslandslaga og telur
fagmennsku í fyrirrúmi við gerð
hennar. Síðan kemur hann að
einurn stórum galla sem honum
finnst skemma fyrir plötunni.
Gefum poppskrifaranum orðið:
„Liggur þessi galli í helsta
muninum sem er á henni og
Rammíslensk þ.e. lögunum, en
annars vegar er um að ræða þjóð-
lög hjá íslandicu en sönglög hjá
Gunnarí og félögum, mér finnst
nefnilega að það hafi gleymst,
a.m.k. í sumum tilfellum, að um
sönglög er að ræða. “
Nú er ekki nema hluti þessara
laga svokölluð sönglög og vissu-
lega hæfir ekki hvaða búningur
sem er þessum perlum íslenskrar
tónlistar. Ég er hins vegar sáttur
við einfaldar og smekklegar
útsetningar Gunnars, þær hæfa
þessum lögum mjög vel og þá
ekki síst sönglögunum. Ég get
ómögulega séð nokkuð því til
fyrirstöðu að fyrrnefnd tónlist sé
útsett og sungin á þennan h átt.
Þá talar Magnús Geir um að
„vitlausir“ söngvarar syngi lögin
og nefnir hann sem dæmi, I
fjarlægð, lag Karls O. Runólfs-
sonar sem Björgvin Halldórsson
syngur. Mér finnst Björgvin fara
einkar vel með þetta fallega lag
enda vanur maður á ferð, sérlega
Ijúft og áheyrilegt. Krafturinn,
sem Magnús saknar, hæfir engan
veginn þessari útsetningu, aftur á
móti hentar útsetningin laginu
einkar vel. Þá fer Björgvin einkar
vel með vögguljóð Davíðs
Stefánssonar, Mamma ætlar að
sofna.
Undir lok greinarinnar kemur
nokkuð kostuleg útlistun hjá
Magnúsi Geir:
„Sama er að segja um Ríó-
manninn, Ólaf Þórðarson, en
annað tveggja laga sem hann
syngur, í dag skein sól, krefst
sterkari raddar svo vel sé en hann
hefur. “
Hafi Magnús heyrt í Ólafi
Þórðarsyni Ríómanni á plötunni
íslandslög hefur hann vissulega
heyrt í „vitlausum“ söngvara og
það í „vitlausu“ lagi. Magnúsi til
fróðleiks skal hér bent á það að
sá ágæti Ríómaður, Ólafur, kem-
ur alls ekki við sögu plötunnar
íslandslög og virðist þessi þekk-
ingarskortur poppskrifarans geta
bent til þess að hann hafi nú ekki
hlustað allt of vel á umrædda
skífu. Hinn stórgóði söngvari
Egill Ólafsson er ábyrgur fyrir
söngnum í laginu í dag skein sól
og ferst honum það ágætlega úr
hendi, eða munni réttara sagt,
enda er Egill alls ekki óvanur að
túlka lög af þessu tagi.
Mig langar til að upplýsa
Magnús um fleira varðandi þessa
skífu. Skal nú nefndur til sögunn-
ar nafni Ríómannsins fyrrnefnda,
Ólafur Þórarinsson oft kallaður
Labbi úr Mánum. Sá Ólafur syng-
ur tvö lög á plötunni, Drauma-
landið eftir Sigfús Einarsson og
Ljósbrá eftir Eirík Bjarnason og
er túlkun hans bara nokkuð góð
þó hann skorti reynslu í flutningi
slíkra laga.
Ég tel þessa plötu vera aðstand-
endum sínum til mikils sóma og
að þessi fallegu lög komist vel til
skila. Það er góð tilbreyting að
hvíla Kristján Jóhannsson, Krist-
in Sigmundsson og alla hina
óperusöngvarana á þessurn lög-
um enda eiga þeir ekki að hafa
neitt einkaleyfi á þessari tónlist.
Ég ætla að vona að Magnús
Geir taki skrif mín ekki illa upp
og um leið vil ég þakka honum
fyrir skrif sín þótt gjarnan mættu
koma áherslubreytingar hjá
kappanum. Rokk og ról er góðra
gjalda vert en ýmislegt annað er
líka að finna í töfraheimi tónlist-
arinnar.
Björn Jónsson.
Höfundur er áhugamaður um tónlist.
Umsjón: Jón Hjaltason
vera kona
Að
Borgarbíó sýnir: Með tvo í takinu.
(Sibling Rivalry).
Leikstjóri: Carl Reiner.
Aðaihlutverk: Kirstic Alley, Bill Pull-
man og Scott Bakula.
Það virðist vera áskapað ótrúlega
mörgum eiginkonum að vera
bara eiginkonur. Um leið og gift-
ingin er afstaðin er eins og þær
gefi upp þá þroskamöguleika er
búa með þeim; hætta námi, slitna
úr tengslum við kunningjana og
gerast kúldaðar mæður. Óg jafn-
vel þó engin börn séu getin þá er
eins og sumir trúi því að eigin-
konuhlutverkið felist í því að
ganga aldrei út úr skugga eigin-
mannsins; áhugamál hans verða
einnig áhugamál hennar, vel-
gengni hans er velgengni hennar,
líf hans verður líf hennar. Eigin-
konan má aðeins sýna frumkvæði
í eldhúsinu og ef til vill í rúminu
en þá aðeins þegar vel liggur á
karlinum og leyndarliminn
þyrstir. Með tvo í takinu segir frá
einni slíkri eiginkonu (Kirstie
Alley) sem hefur í átta ára hjóna-
bandi týnt svo gjörsamlega niður
sjálfstæði sínu og persónuleika
að hún hræðist frelsið er gæfi
henni tækifæri til að finna sjálfa
sig á nýjan leik - að verða
persóna en ekki aðeins móttöku-
stöð bíðandi eftir boðum frá
eiginmanni og ættmennum hans
um rétta og skikkanlega hegðun.
Með tvo í takinu er þó alls ekki
háalvarleg siðferðispredikun, því
fer fjarri. Hún er þvert á móti
gamanmynd þar sem reynt er að
sjá skoplegu hliðarnar á illleysan-
legu vandamáli. Það liggur við að
myndin gjaldi þess hversu erfið-
leikarnir eru miklir - á köflum er
hún á mörkum þess að breytast í
skrípaleik. Þetta er í og með
vegna þess einnig að leikararnir
ofleika, eru svolítið eins og á
sviði þar sem beita þarf röddinni
af ákveðni til að heyrist aftur í sal
- veifa höndum á ýktan hátt til að
fjarlægustu áhorfendur sjái,
geifla sig og gretta í smávon um
að salargestir greini sálarangist
eða ringlaða sál í hrukkunum.
Með tvo í takinu sleppur þó fyrir
horn, í og með vegna þess að það
eru ákaflega smellnir brandarar í
myndinni og eins vegna hins að
sviðsetningin er svolítið eins og í
leikhúsi, maður gæti jafnvel hald-
ið að kvikmyndin hefði verið
skrifuð fyrir leiksvið í upphafi.
Atriðin eru löng og samræðurnar
eftir því, bakgrunnur breytist lít-
ið og leikararnir eru sáralítið á
ferðinni, það er varla að þeir fari
út fyrir hússins dyr, þó eru þeir
ekki alltaf í sama herberginu eða
sömu byggingunni. Þessi skortur
á útiveru og hreyfingu þarf þó
ekki óhjákvæmilega að vera ljóð-
ur á kvikmynd, Með tvo í takinu
er gott dæmi um það.