Dagur - 23.08.1991, Side 12

Dagur - 23.08.1991, Side 12
imm Akureyri, föstudagur 23. ágúst 1991 Öxarfjörður: Stóraukiim rækjukvóti Ávallt í fararbroddi Á helgarseðli Smiðjunnar er boðið upp á hreindýrasteik og aðalbláber. ★ Arnhildur leikur á píanóið fyrir matargesti. Hafrannsóknastofnun hefur lagt til að rækjuveiðar í Öxar- firði verði stórauknar næsta vetur frá því sem verið hefur. Tillögur íiskifræðinga gera ráð fyrir 500 tonna rækjuveiði- kvóta í stað 100 tonna í fyrra. Rækjuveiðar í Öxarfirði hafa verið takmarkaðar um skeið vegna siæms ástands stofnsins. Rannsóknarskipið Dröfn fór í könnunarleiðangur í sumar og áttu niðurstöðurnar að leggja grunn að kvótanum á næstu vertíð. í fyrstu tillögum fiski- fræðinga var gert ráð fyrir 200 tonna hámarksveiðikvóta í rækju næsta vetur, en eftir rannsóknar- leiðangur Drafnar þótti óhætt að auka veiðarnar mikið frá því. Fiskifræðingar eiga eftir að kanna stærð rækjustofnsins á nokkrum stöðum, t.d. er eftir að rannsaka rækju í Húnaflóa. EHB Iðnþróunarfélag Eyjaljarðar hf.: Tveir nýir starfsmenn Iðnþróunarfélagi Eyjafjarðar bætast tveir nýir starfsmenn um þessar mundir, Bjarni Kristinsson rekstrarráðgjafi og Elín Antonsdóttir markaðs- ráðgjafí. Bjarni tekur til starfa um næstu mánaðamót, en starfssvið hans verður almenn rekstrarráðgjöf til fyrirtækja. Bjarni er vélá- og rekstrarverkfræðingur, menntað- ur í Danmörku. Hann er frá Eskifirði, en kona hans heitir Sig- ríður Sigurvinsdóttir og er frá Akureyri. Elín Antonsdóttir hóf störf hjá IFE 15. þ.m. en hún er ráðin til sex mánaða. Elín vinnur að sér- stöku átaksverkefni sem tengist fyrirtækjum og atvinnurekstri kvenna. Félagsmálaráðuneytið veitti styrk til verkefnis sem ætlað var að styðja atvinnuþátttöku kvenna, Iðnþróunarfélagið sótti um og fékk hlutdeild í umrædd- um styrk. EHB Tveggja bíla árekstur varð í Þórunnarstræti við Bjarkarstíg kl 13:25 í gær. Ökumaður annars bílsins kvartaði að sögn lögreglu um verki í hálsi og í baki og var fluttur á sjúkrahús. Tveir minni háttar árekstrar urðu á Akureyri í gær. Að sögn Gunnars Randverssonar varðstjóra hafa verið klippt númer af hátt í 50 bílum síðan á þriðjudag. Mynd: Golli Framhaldsskólarnir á Akureyri að springa: Mörgum neitaö um skólavist og heimavist - ríflega 1100 nemendur í VMA og um 630 í MA Ný styttist óðum í ad fram- haldsskólar, sem og aðrir skólar, taki til starfa á kom- andi hausti. Metaðsókn er að fíestum skólum og eru fram- haldsskólarnir á Akureyri eng- Dótturfyrirtæki Álafoss í Þýskalandi: Selt úr þrotabúinu - ágæt lausn segir skiptaráðandi Sölufyrirtækið Álafoss Island Sport Handel, dótturfyrirtæki Álafoss í Þýskalandi, hefur nú verið selt úr þrotabúi Álafoss. Kaupendur eru framkvæmda- stjóri fyrirtækisins og starfs- maður þess, hvorutveggja Islendingar. Gengið var frá kaupunum í vikubyrjun. Álafoss Island Sport Handel er staðsett í Ludvigsburg. Því var ekki lokað við gjaldþrot Álafoss en því hefði að líkindum verið lokað ef ekki hefði komið til sölunnar. Ásgeir Pétur Ásgeirsson, skiptaráðandi í þrotabúi Álafoss, segir að þetta hafi verið ágæt lausn því ef fyrirtækinu hefði ver- ið lokað hefði ekkert fengist. „Þetta var hagkvæmt fyrir alla aðila. Petta er fyrirtæki nteð ágæt sambönd á þessum markaði," segir Ásgeir. Hann segir að með þessari sölu hafi Landsbankinn fengið um 10 milljónir en þrotabúið um eina milljón króna en annars hefði ekkert fengist ef fyrirtækið hefði verið látið fara í gjaldþrot. JÓH Veðrið á morgun: suðvestan átt og bjart norðanlands Hæg Mjög hvöss sunnanátt var á öllu landinu í gær; ekki síst á Norðurlandi að sögn Ásdísar Auðunsdóttur, veðurfræðings á Veðurstofu íslands. Meðal- vindhraði á Akureyri fór upp í 6 stig en fellibylurinn „Bob“ var þó fjarri góðu gamni. Þar var að verki lægð sem mynd- aðist á Grænlandshafi en mun grynnast í dag og þokast norð- vestur. Að sögn Ásdísar á að vera norðvestankaldi, 4-6 vindstig og skúrir mest allan daginn í dag en á morgun verður hæg suðvestan átt og bjart norðanlands. „Veðrið verður gott um mest- allt landið á laugardag og sérlega gott á Norðausturlandi. Hiti verður um 15 gráður. Á sunnudag mun nokkuð öflug lægð á Grænlandshafi valda sunnanstrekkingi um allt land. Þá verður skýjað og kannski dálítil rigning annað slagið en nokkuð hlýtt,“ sagði Ásdís í samtali við Dag. GT in undantekning þar á. Við Menntaskólann á Akureyri verða á sjöunda hundrað nemendur og ríflega 1100 í Verkmenntaskólanum. Heima- vist MA er fyrir löngu fullsetin en þar verða í vetur um 160 nemendur. Að sögn Tryggva Gíslasonar, skólameistara, þurfti að neita nokkrum tugum nemenda, sem fengu inni í skólanum, um heimavist. Eins og sést hefur í Degi síðustu daga hefur skólafólk mikið auglýst eftir leiguhúsnæði, og er það nokkru meira en undan- farin ár. Að sögn kunnugra er framboðið hins vegar litlu minna en verið hefur. í síðustu viku auglýstu um 50 aðilar í Degi eftir leiguhúsnæði, mest skólafólk. Tryggvi sagði í samtali við blaðið að húsnæðismál nemenda hefðu oft verið í verra ástandi. „Fyrir einum 6-8 árum var ntun erfiðara að fá herbergi úti í bæ en við höfum orðið að neita tleiri nemendum um skólavist og heimavist en nokkru sinni áður,“ sagði Tryggvi en 50 nemendum var neitað um skólavist. Nýnem- ar á fyrsta ári hafa aldrei verið fleiri í MA, eða 210, og alls er búist við að nemendur verði 620- 630 talsins. Aðspurður unt skýringu á mikilli aðsókn að MA sagði Tryggvi: „Það er ekki bara að gott orð fari af Menntaskólanum heldur að nemendur sækja nú miklu meira í fratnhaldsnám af því þeir eiga ekki annarra kosta völ. Núna fara nær öll 16 ára ung- menni í framhaldsnám í stað tveggja þriðju hluta þeirra fyrir um 10 árum síðan. Af þessum sökum eru skólarnir að springa.“ Menntaskólinn á Akureyri er að komast í þrot í húsnæðismál- um og í fyrsta skiptið í sögu skól- ans þarf að leigja kennsluhús- næði því í vetur verða tvær kennslustofur leigðar í íþrótta- höllinni. Pá verða kjallaraher- bergi í gamla skólahúsinu notuð til kennslu sem upphaflega voru hugsuð sem geymsluherbergi. „Byggingaframkvæmdir eru í undirbúningi og góðar vonir um að hafist verði handa innan tíðar. Héraðsnefnd Eyjafjarðar fjallar um málið 6. september og von- andi fæst fjármagn á næsta ári til hönnunar svo hægt verði að byrja árið 1993,“ sagði Tryggvi. Kennsla hefst í MA 1. október nk. og að sögn Tryggva hafa kennarastöður verið fullmannað- ar en sjaldan eða aldrei hafi það verkefni verið eins erfitt og í ár. Eins og áður sagði verða nemendur Verkmenntaskólans ríflega 1100 í vetur, eða 1113 nákvæmlega. Að sögn Bernharðs Haraldssonar, skólameistara, eru það hundrað fleiri nemendur en í fyrra og því metaðsókn í VMA. Nýnemar á fyrsta ári eru 317 talsins. Verkmenntaskólinn verð- ur settur 3. september nk. og kennsla hefst daginn eftir. Verið er að ganga frá kennararáðning- um fyrir veturinn og sagði Bern- harð að þau mál verði komin í höfn í tæka tíð. Innritun í öld- ungadeild stendur yfir en óvíst hversu margir verða skráðir. -bjb Kj ararannsóknarnefnd: Kaupmáttur jókst um 4% á árs tímabili í gær kynnti Kjararannsókna- nefnd niðurstöður sínar fyrir fyrsta heila árið frá gerð þjóð- arsáttarsamninganna. Sam- kvæmt upplýsingum nefndar- innar hefur þjóðarsáttin skilað nokkrum kjarabótum þar sem heildaraukningin á kaupmætti á árstímabili frá janúar 1990 er tæp 4%. Ef bornir eru saman fyrsti ársfjórðungur 1990 og fyrstu þrír mánuður þessa árs hækkaði greitt tímakaup land- verkafólks í Alþýðusambandi íslands meira en framfærslu- vísitalan og mánaðartekjur hækkuðu einnig umfram verð- bólgu. Á sama tíma og kaup hækkaði bötnuðu kjör land- verkafólks innan ASI einnig á þann hátt að meðalvinnu- tími styttist að meðaltali um hálfa klukkustund á viku. Kaupmáttur stóð nánast í stað fyrstu þrjá ársfjórðunga sl. árs en jókst síðan nokkuð á þeim fjórða og enn frekar á fyrstu þremur mánuðum þessa árs. Niðurstöður Kjararannsóknar- nefndar ná til landverkafólks inn- an ASÍ, sem er verkakarlar, verkakonur, iðnaðarmenn, afgreiðslukarlar, afgreiðslukon- ur, skrifstofukarlar og skrifstofu- konur. Mánaðartekjur þessara starfs- stétta, þ.e. heildarlaun með yfir- vinnu, hækkuðu um 9% frá fyrsta ársfjórðungi í fyrra til sama tíma í ár. Framfærsluvísitalan, verð- bólgan, hækkaði um tæp 6% og jókst kaupmáttur heildartekna því um 3%. Meðalvinnutími styttist á sama tíma og því jókst kaupmáttur heildartekna minna en kaupmátt- ur greidda tímakaupsins sem jókst um 10% eða 4% umfram framfærsluvísitölu. Lengstan vinnutíma á fyrsta ársfjórðungi ársins 1991 hafa verkakarlar eða 49,4 stundir á viku að meðaltali, sem er hálfri klukkustund minna en ári áður. Fæstar vinnustundir á viku hafa skrifstofukonur eða 40,2 klukku- stundir að meðaltali, sem er 0,7 stunda aukning frá í fyrra. GT

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.