Dagur


Dagur - 23.08.1991, Qupperneq 9

Dagur - 23.08.1991, Qupperneq 9
Föstudagur 23. ágúst 1991 - DAGUR - 9 Grenjaðarstaður. Byggðasafnið að Grenjaðarstað: Bygging kaffistofu fyrir safti- gesti ofarlega á óskalistanum Burstahúsin, sem hýsa byggða- safnið að Grenjaðarstað í Aðaldal, eru byggð á árunum 1865 til 1890. Búið var í húsun- um allt til ársins 1949 en árið 1958 var safnið opnað með viðhöfn. Um 1000 munir eru í varðveislu safnsins í dag. Safn- vörður er Margrét Bóasdóttir Kristján Eldjárn fyrrum þjóðminjavörður og forseti sagði um húsin að Grenjaðarstað að þau væru dæmi um íslenskt höfð- ingjasetur en ekki hefðbundinn bóndabæ. í sumar hafa fleiri íslendingar komið til að skoða safnið en dæmi eru um áður en meirihluti safngesta hefur reynd- ar alla tíð verið íslendingar. Mar- grét segir það vera stöðugt meira áberandi að erlendum ferða- mönnum í skipulögðum hópferð- um sé í vaxandi mæli stefnt beint austur í Mývatnssveit en þeim ekki gefinn kostur á að skoða þjóðlega menningararfleifð eins og sjá megi í hnotskurn á söfnum eins og á Grenjaðarstað. Eðli- legra sé að gera könnun á því hvað ferðamenn langi til að sjá og gera og leggja síðan áherslu á þau atriði. Framtíðarsýnin í sambandi við þjónustu við ferðamenn er að byggja kaffistofu og leiksvæði fyrir börn þar sem áhersla yrði lögð á forn barnagull eins og leggi, horn og kjálkabein. Með tilkomu slíks leiksvæðis hefðu fullorðnir betra tækifæri til að njóta þess sem safnið hefur upp á að bjóða. Byrjað var í fyrra að gera við fótstykki norðurstafns bæjarhús- anna og áætlað að því verki ljúki á næsta ári en fótstykkið var mjög illa farið og hefur Hjörleif- ur Stefánsson arkitekt umsjón með verkinu fyrir hönd Þjóð- minjasafnsins. Um smíðavinnu, torfhleðslu og grjóthleðslu sjá Bergsteinn Gunnarsson og Har- aldur Karlsson og er handbragð þeirra hrein þjóðarlist en endur- bygging torfbæja er sérstök list sem ekki má týnast. Verkið er kostað af Þjóðminjasafninu en bærinn er eign Þjóðminjasafnsins en safnmunir í eigu sýslunnar. GG Þinghúsið að Hólmavaði í nýju hlutverki: Hefur breyst úr réttarbaJl- húsi í snyrtilegt gistihús Gamla þinghúsið í landi Hólma- vaðs í Aðaldal hefur fengið nýtt hlutverk, en það hefur verið gert upp og er nú hið vistlegasta gistihús. í húsinu eru sex tveggja manna her- bergi með uppbúnum rúmum, snyrtiaðstaða, borðstofa, setu- stofa og eldunaraðstaða. Þetta ár er það fjórða sem það er opið. I mörg herrans ár voru haldin fræg réttarböll í þing- húsinu að afloknum réttardegi í Hraunsrétt en þeir réttarball- gestir sem bjuggu austan Laxár voru ferjaðir yfir ána af Haga- bændum. „En nú er hún Snorrabúð stekkur," yrkir Jónas Hallgríms- son er hann lítur með söknuði aftur til þinghaldsins við Öxará á Þingvöllum en þinghúsið að Hraunbæ er hreint enginn stekk- ur heldur hið glæsilegasta gistihús á bökkum Láxár. Þinghúsið er opið frá júníbyrjun og fram í september en í vetur verður hægt að fá húsið leigt ef pantað er með góðum fyrirvara. Þinghúsið eiga og reka hjónin Baldur Kristjánsson smiður og Gígja Þórhallsdóttir í Hraunbæ. Gígja er myndlistarmaður og verk eftir hana prýða veggi þing- Þinghúsið að Hólmavaði. hússins og nokkur þeirra hafa verið seld. Gígja segist vera mjög ánægð með viðtökurnar en á því þrífist myndlistin m.a. að eftir því sé tekið sem myndlistarmenn hafi fram að færa. Það vekur nokkra athygli að innan þinghússins eru reykingar algjörlega bannaðar og er það eflaust einsdæmi. Gestir hafa tekið þessu banni vel en einn og einn reykingamaður sést auðvit- að læðast út í kvöldhúmið til þess að svala reykingaþörfinni. GG Fulltrúakjör Kjör fulltrúa Sjómannafélags Eyjafjarðar á 22. þing Alþýðusambands Norðurlands fer fram að viðhafðri allsherjar atkvæðagreiðslu. Framboðslistum með nöfnum fjögurra aðalfulltrúa og fjögurra tíl vara, skal skila til skrifstofu félagsins, Skipagötu 14, Akureyri eigi síðar en kl. 16.00 föstu-i daginn 6. september 1991. Hverjum framboðslista skulu fylgja meðmæli 37 full- gildra félaga. Akureyri 23. ágúst 1991. Stjórn Sjómannafélags Eyjafjarðar. — AKUREYRARB/€R Unglingavinna Dansleikur unglingavinnu Akureyrar verður haldinn í Dynheimum föstudaginn 23. ágúst kl. 22.00-02.00. Forstöðumaður. Oskum eftir laghentum manni í sprautuklefa á innréttingaverkstæði. Upplýsingar á staðnum. Heilsugæslustöðin Húsavík óskar eftir að ráða hjúkrunarforstjóra til afleys- inga í eitt ár frá 1. september. Einnig er laus staða hjúkrunarfræðings til afleys- inga í eitt ár frá 1. október 1991 við Heilsugæslu- stöðina í Mývatnssveit. Upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri í símum 96- 41333 og 96-41855. Heilsugæslustöðin Húsavík. Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns mlns, föður okkar, tengdaföður, bróður og afa, SKAFTA ÞORSTEINSSONAR, Efstakoti, Dalvík. Guðrún Jóhannsdóttir, Þorsteinn Skaftason, Elísabet Jóhannesdóttir, Jóhanna Skaftadóttir, Brynjólfur Sveinsson, Hjalti Þorsteinsson, Þórunn Þorsteinsdóttir, barnabörn.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.