Dagur - 24.08.1991, Síða 2

Dagur - 24.08.1991, Síða 2
2 - DAGUR - Laugardagur 24. ágúst 1991 Fréttir Hrútaflörður: Skólabúðir að Reykjuin njóta stöðugt vaxandi vinsælda - Mbókað fram til ársins 1993 Frá árinu 1988 hefur Héraðs- skólinn að Reykjum í Hrúta- fírði gegnt nýju og svolítið óvenjulegu hlutverki í íslenska skólakerfínu. Aðsókn að skólanum var orðin mjög dræm vegna breyttrar skipan skólamála sem stefndi mark- visst að því að nemendur gætu stundaö nám í heimabyggð sem lengst. Einnig stuðlaöi aukning á daglegum akstri skólabarna til og frá skóla að því að nemendum fækkaði verulega. Að Reykjum eru nú starfrækt- ar skólabúðir fyrir nemendur af Kraftlyftingar: y Kári bætti íslandsmetið Kári Elíson, kraftlyftingamað- ur á Akureyri, bætti eigið Islandsmet í bekkpressu um hálft kíló á minningarmóti um Orm sterka Stórólfsson í Reykjavík á fímmtudag. Kári, sem keppir í 75 kílóa flokki, lyfti 180,5 kg í bekkpressu á mótinu. Halldór Sigurbjörns- son úr Reykjavík reyndi við íslandsmet Hjalta Árnasonar í réttstöðulyftu og lyfti 402,5 kg en tveir dómarar af þrem dæmdu lyftuna ógilda, þriðji dómarinn taldi hana þó gilda. EHB öllu landinu til jafns við skólaárið að því undanskildu að lengra hlé er gert um áramótin vegna skammdegisins. Fullbókað er nú þegar hálft annað ár fram í tímann. Pað eru fyrst og fremst nemendur 7. bekkjar (12 ára) sem koma og eru í eina viku frá mánudegi til föstudags. Börnin koma víða að en þó flest frá Norðurlandi og hafa nemendur flestra skóla á Eyjafjarðarsvæð- inu dvalið þar en dræmust er aðsókn af Austurlandi og veldur þar fjarlægðin mestu um. í skólabúðum fara börnin í fjöruskoðun, skoða dýr og gróð- ur og fisk ef til næst, skoða og skilgreina verkefni í víðsjám og smásjám og heimsækja Byggða- safn Húnvetninga og Stranda- manna og skila skýrslu um það sem þar ber fyrir augu. Einnig skipa heimilisstörf stóran sess í dagskránni og m.a. læra þau að leggja á borð og að sjálfsögðu fá íþróttir sinn tíma. Á kvöldin fara fram kvöldvökur sem yfirleitt eru skipulagðar heima. Fyrstu börnin sem koma í haust eru nemendur úr 9. og 10. bekk frá Noregi, Finnlandi og Svíþjóð ásamt jafnöldrum þeirra úr Reykjavík en milli þessara nemenda hafa farið fram vina- tengsl t.d. í formi bréfaskrifta. Meðalfjöldi nemenda að Reykj- um er um 70 en hægt er að hýsa allt að 90 nemendur ásamt kenn- urum. Skólastjóri að Reykjum er Bjarni Aðalsteinsson GG Ályktun þingflokks og Landsstj órnar Framsóknarflokksins: Aðfór að velferðarkerfimi Fundur þingfokks og lands- stjórnar Framsóknarflokksins sem haldinn var á Húsavík sl. fímmtudag fordæmdi aðför ríkisstjórnar Davíðs Oddsson- ar að velferðarkerfí því sem Islendingar hafa búið við og sátt hefur verið um í þjóðfélag- inu. í ályktun er fundurinn sendi frá sér segir: „Fundurinn lýsir yfir stuðningi við ráðdeild í ríkis- rekstrinum, en leggur á það áherslu að það stríðir gegn rétt- lætiskennd íslendinga, að álögur og óbein skattheimta hinnar nýju ríkisstjórnar beinist fyrst gegn sjúkum og einnig ungu fólki. Fundurinn átelur jafnframt harð- lega þá gjaldþrotastefnu sem ríkisstjórnin virðist fylgja. Það er ein af meginskyldum ríkisvalds- ins að stuðla að fullri atvinnu. Stjórnvöldum ber hverju sinni að styðja við atvinnuvegina í þeim efnahagssveiflum sem óhjá- kvæmilega verða í einhæfu atvinnulífi okkur íslendinga. Stefna ríkisstjórnarinnar sem m.a. kemur fram í miklum vaxta- hækkunum mun leiða til nýrra erfiðleika í atvinnulífinu og stór- felldrar eignatilfærslu til fárra peningamanna, með mjög alvar- legum afleiðingum fyrir þjóðfé- lagið allt. Jafnframt er augljóst að ríkis- stjórnin er fjandsamleg skynsam- legri byggðastefnu. Framsóknar- flokkurinn mun hér eftir, sem hingað til berjast fyrir jafnrétti allra þegna landsins og byggða ásamt stöðugleika og aukinni fjölbreytni í atvinnulífi. Flokkur- inn mun leggjast af alefli gegn til- raunum frjálshyggjumanna til að ganga af byggðastefnunni dauðri.“ IM Sláturhús KE A Það starfsfólk sem unnið hefur á sláturhús- inu undanfarin haust og ætlar að vinna í sláturtíð sem hefst 11. september er beðið að láta skrá sig sem fyrst á skrifstofu slátur- hússins í síma 30443. ^mmmmmmmmmmmmmmm^^mmmmmmm^ í gær undirrituðu Halldór Jónsson, bæjarstjóri á Akureyri, og Aðalsteinn Sigurgeirsson, formaður íþróttafélagsins Þórs, endurskoðaðan rammasamning um byggingu félagsaðstöðu á Þórssvæðinu. Samkvæmt samningnum mun Akureyrarbær styrkja þessa framkvæmd um tæpar 35 milljónir króna á næstu fimm árum. Mynd: Goiii Aðalfundur Landssambands sauðflárbænda að Hallormsstað: „Býst við að kippur komi í sölu- málin síðustu daga mánaðarins“ - segir Jóhannes Kristjánsson, formaður Landssambands sauðíjárbænda Aðalfundur Landssambands sauðfjárbænda hefst að Hall- ormsstað um hádegisbilið nk. mánudag og stendur í tvo daga. Að sögn Jóhannesar Kristjánssonar bónda að Höfðabrekku í Mýrdalshreppi og formanns landssambandsins verða þar ýmis stór mál á dagskrá eins og framtíð ullar- iðnaðarins, samdrátturinn í sauðfjárbúskapnum og búvörusamningurinn. Gestur fundarins verður Halldór Blöndal landbúnaðarráðherra. Fundir Landssambands sauð- fjárbænda hafa oft verið langir og fjörugir en einnig málefnalegir enda mjög skiptar skoðanir með- al bænda um framtíð sauðfjár- búskapar á íslandi. Einkum munu það vera bændur á Vestur- landi og Vestfjörðum sem óánægðastir munu vera með sinn hlut en þeir eru að verða komnir í um 20% uppkaup af sauðfjár- framleiðslunni. Uppkaup á full- virðisrétti til framleiðslu sauð- fjárafurða hafa náðst að fullu á Vestfjörðum, Austur-Skaftafells- sýslu og Eyjafirði en annars stað- ar eins og t.d. í Húnvatnssýslum hefur sáralítið verið selt. Á Suðurlandi hefur sala verið um 7% en bændur hafa frest til 31. ágúst nk. til sölu en eftir þann tíma verða þeir að sæta niður- skurði. Jóhannes Kristjánsson býst við að nokkur kippur komi í sölumál þessa daga fram að mán- aðamótum þegar bændur átti sig almennt á því hver staðan er því þeir bera minna úr býtum ef þeir verða að sæta skerðingu. I dag er fjöldi sauðfjár á íslandi um 440 þúsund en var flest um 917 þúsund á árunum 1988 til 1989. Daltré hf. á Dalvík: Skipulagt sumarhúsahverfi að Laugahlíð Trésmiðjan Daltré hf. á Dalvík hóf í vor framleiðslu á surnar- húsum. Framleiðslan hefur farið fremur hægt af stað en þó hafa verið seld tvö hús í sumar og sala tveggja húsa er í sjón- máli. Fyrsta húsið var selt að Stóru-Giljá í Austur-Húna- vatnssýslu en hitt að Bakka í Svarfaðardal. Daltré hf. hefur látið skipu- leggja sumarhúsaland í landi Laugahlíðar í Svarfaðardal og hefur Skipulag ríksins samþykkt teikningar af svæðinu. í landi Laugahlíðar er heitt lindarvatn sem m.a. er notað í Sundskála Svarfdæla en ókannað er hvort það sé framkvæmanlegt að nýta það vegna sumarhúsa sem vænt- anlega rísa þarna í framtíðinni. Fundur þingflokks og Lands- stjórnar Framsóknarflokksins: Sigrí umbótaaflauna fagnað Fundur þingflokks og lands- stjórnar Framsóknarflokksins sem haldinn var á Húsavík sl. fímmtudag ályktaði um ástand- ið í Sovétríkjunum og stjórn- málasamband við Eystrasalts- ríkin. Einn þingmanna fíokks- ins, Jóhannes Geir Sigurgeirs- son, er nú á ferð um Eystra- saltslönd. f ályktun fundarins segir að hann fagni sigri umbótaaflanna í Sovétríkjunum og treysti því að lýðræðis- og framfaraþróun fái nú að halda áfram ótrufluð af sjónarmiðum og hótunum harð- línumanna hins gamla kerfis. í ljósi atburða síðustu sólar- hringa telur fundurinn sjálfsagt að viðurkenna nú einnig sjálf- stæði Lettlands og Eistlands, eins og Litháen, og taka upp stjórn- málasamband við Eystrasaltsrík- in öll. IM Sumarhúsin eru 36mað stærð og kosta tilbúin um tvær millj- ónir. Einnig er hægt að fá húsin afhent þar sem einingar eru klæddar, einangraðar og raka- varðar og kosta þá um eina og hálfa milljón en fokhelt kostar húsið rúmar 1.300 þús. kr. Stefán Björnsson hjá Daltré hf. segist vera hæfilega bjartsýnn á sölu á sumarhúsum en ef efna- hagur almennings versnar gæti áhrifa þess mjög fljótt í þessum iðnaði. Daltré er með tvö íbúðar- hús í byggingu á Dalvík og er annað þeirra í félagslega kerfinu en mikið hefur verið að gera í sumar í viðhaldi og breytingum á gömlum húsum. GG Þetta sumarhús Daltrés hf. er nú komið að Stóru-Giljá. Mynd: gg

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.