Dagur - 24.08.1991, Síða 3

Dagur - 24.08.1991, Síða 3
Fréttir Laugardagur 24. ágúst 1991 - DAGUR - 3 Mengunarrannsóknirnar á Heiðarijalli: Eigendur Eiðis kreí]ast hárra skaðabóta Mengunarrannsóknir á vegum umhverfisráðuneytisins standa yfir á Heiðarfjalli á Langanesi, en mikið sorp er urðað á fjall- inu frá þeim tíma er þar var starfrækt radarstöð á vegum bandaríska hersins. Fiskeldismenn sem ráku haf- beitarstöð í landi Eiðis á Langa- nesi urðu að hætta rekstri stöðv- arinnar vegna mengunarhættu frá öskuhaugum á Heiðarfjalli. Þeir hafa frá árinu 1989 gert kröfur urri að rannsóknir færu þar fram og krafist skaðabóta vegna hafbeit- arstöðvarinnar sem þeir urðu að loka. Radarstöð var rekin á Heiðar- fjalli frá miðjum 6. áratugnum fram til ársins 1964, en þá eyði- lagðist önnur ratsjáin í ofviðri. Næstu sex árin var einungis starf- rækt fjarskiptastöð á fjallinu, en þar dvöldu ávallt á annað hundrað hermenn í einu til 1970. Talið er að mikið af sorpinu frá stöðinni geti verið skaðlegt lífríkinu, m.a. leikur grunur á að þar sé um að ræða eiturefnið PCB, að sögn Sigurðar R. Þórðarsonar, eins eiganda Eiðis. Jörðin Eiði á stóran hlut af Heiðarfjalli. Sigurður segist ekkert skilja í þeirri leynd sem hvíla eigi yfir athugunum umhverfisráðuneytisins á fjall- inu, og segir að margir fjölmiðla- menn hafi lýst áhuga sínum á að fylgjast með rannsóknum þessum. Sigurður segir að eig- endur hafbeitarstöðvarinnar telji sig eiga rétt á að krefjast hárra skaðabóta vegna mengunar á fjallinu, sem reiknað er með að berist í sjó að fáum árum liðnum og komi í veg fyrir rekstur fisk- eldisstöðvar í landi Eiðis. EHB Fjallalamb hf. á Kópaskeri: 24 þúsund Ijár slátrað í haust Engin sumarslátrun hefur farið fram í sumar hjá sláturhúsinu Fjallalambi hf. á Kópaskeri en haustslátrun hefst 11. septem- ber nk. sem er svipaður tími og í fyrra. Hjá Fjallalambi hf. er slátrað fé sem kemur úr Norð- ur-Þingeyjarsýslu þ.e. frá svæðinu milli Jökulsár á Fjöll- um og Bakkafjarðar. Garðar Eggertsson fram- kvæmdastjóri segir að búist megi við frekar vænu fé af fjalli eftir svona gott árferði eins og verið hefur í sumar en ekki sé víst að fé sé fremur feitt en ýmsir hafa ver- ið að gera að því skóna. Hjá Fjallalambi hf. verður slátrað rúmlega 24 þúsund fjár á þessu hausti sem er svipaður fjöldi og haustið 1990. Fé af Hólsfjöllum verður að hluta til slátrað á Kópaskeri en einnig verður fé þaðan slátrað austur á Fossvöll- um og eins á Húsavík. GG Falleg hellulögn glæÖir umhverfiÖ nýju lífi - við höfum það sem til þarf - 20 x 10 10 x 10 20 x 20 30 x 30 40 x 40 NÝTF 40 x 20 20x20 STUBBUR - KUBBUR Stubbur og Kubbur eru hentugir einir sér í göngustíga, sólpalla og bílastæði. Einnig má nota þá með Krosssteini, Hell- um og Stóra-Kubbi og búa þannig til ýmis form og mynstur. Möguleikarnir á samsetningu eru nánast ótakmarkaðir. Stubbur og Kubbur eru framleiddir í þremur litum, gráu, svörtu og hvítu. HELLUR - STÓRI-KUBBUR: Hellur og Stóri-Kubbur henta í hvers kyns hellulagnir, stórar og smáar. Hellur og Stóri-Kubbur, ásamt Krosssteini, Stubbi og Kubbi mynda eina heild sem raða má eftir hugmyndum hvers og eins. Hellur og Stóri-Kubbur fást í gráu, svörtu og hvítu. KROSSSTEINN: Krosssteinninn hentar einn sér í bíla- stæði, sólpalla og göngustíga. Hann raðast einnig á ýmsa vegu með Hellum, Stóra-Kubbi, Stubbi og Kubbi. Strandgata 13 á Akureyri: Endumýjað utan sem innan Ásýnd Akureyrar breytist hægt og hægt. Ný hús rísa, gömul hús eru rifín en önnur hljóta náð fyrir augum skipu- lagsyfírvalda. I dag er verið að endurbyggja Strandgötu 13. Tryggvi Pálsson, fasteignasali, og kona hans eru nýir eigendur hússins að Strandgötu 13 sem mjög er komið til ára sinna. „Afar leiðinlegt er að sjá gömlu húsin á Akureyri grotna niður. Ástæðulaust var með öllu að rífa húsið að Strandgötu 13 og því var ráðist í endurbætur. Allir burðarviðir og þiljur, utan sem innan, eru í besta lagi. Við höf- um skipt um klæðningu á þaki sem útveggjum. Útlit hússins er ekki sem fyrirhugað var. Ég hef þurft að gefa eftir smátt og smátt vegna þess að byggingayfirvöld samþykktu ekki þær útlitsbreyt- ingar sem ég hafði farið fram á. Síðast var ekki samþykkt að setja franska glugga í húsið. Ég fæ þó að setja panel á milli glugganna. í upphafi var ráðgert að setja panel utan á húsið en ekki báru- járn. Búið er að rífa niður alla innveggi hússins. Uppistöður standa eftir og nú er að innrétta húsið að nýju. Allar lagnir verða endurnýjaðar. Húsið verður klætt eldvarnarplötum að innan og gert hið vistlegasta. Það er spennandi að takast á við þetta verkefni og þegar húsið verður til- búið verður það leigt út fyrir atvinnustarfsemi af ýntsu tagi. Að vori verða skúrarnir norðan hússins rifnir og lóðin endur- skipulögð,“ sagði Tryggvi Pálsson, fasteignasali. ój Miklar endurbætur standa nú yfir á húsinu að Strandgötu 13 á Akureyri. Mynd: Golli 40 x 40 63 x 18 50 x 20 LAUFSTEINN: Laufsteinninn er hentugur í bílastæði og göngustíga. KANTSTEINAR: Kantsteinarnir forma blómabeð og afmarka hellulögn. TRÖPPUSTEINN: Tröppusteinana má nota í hvers kyns tröppur, og tengja hann við hellulögn. 40 x 60 NYTT 40 x 40 GRASSTEINN: Grassteinninn hentar í bílastæði eða þar sem aka þarf yfir grasflöt. BLÓMAKASSAR: Blómakassarnir falla inn í hellulögn og gefa henni glæsilegt útlit. Þá má tengja saman á ýmsan hátt og raða þeim hverj- um ofan á annan. Hafið samband og við sendum litprentaðan upplýsingabækling. MÖL& SANDUR v/Súluveg Akureyri, Sími 96-21255 !

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.