Dagur - 24.08.1991, Síða 14

Dagur - 24.08.1991, Síða 14
14 - DAGUR - Laugardagur 24. ágúst 1991 /------------------------------------ Bíletsýning verður í sýningarsal okkar að Bifreiðaverkstæði Sigurðar Valdimarssonar, Óseyri 5, laugardaginn 24. ágúst og sunnudaginn 25. ágúst frá kl. 14-17 báða dagana. Koznið og reynsluakið! Nissan Sunny Sedan 1600, 16 ventlavél, rafmagn í rúðum, sentral-læsingar, upphituð sæti, svo eitthvað sé nefnt. o NI5SAN NI55AIM Popp Magnús Geir Guðmundsson Tvennir stórtónleikar í vændum í 1929 Það er óhætt aö segja að eftir opnun skemmtistaðarins 1929 i mars hafi hlaupið mikið líf í skemmtanahald Akureyringa. Er það ekki hvað síst að þakka því hve eigandi staðarins, Þráinn Lárusson, hefur verið ódeigur við að bjóða upp á lifandi tónlist og það næstum því um hverja helgi. Hefur raunin líka orðið sú að bæjarbúar hafa kunnað vel að meta framtakið og sótt staðinn grimmt. Og þótt Sjallinn hafi komið til sögu á ný virðist 1929 standa sig fyllilega í samkeppn- inni, a.m.k. enn sem komið er. Beaten Bishops verða í 1929 3. september. En það hefur ekki bara verið um líflegt skemmtanahald í 1929 að ræða, heldur einnig gott tón- leikahald. í þeim efnum er einmitt von á góðu nú á næstunni. Er annars vegar um að ræða að GCD verða loksins með tónleika hér í bæ. Þeir verða fimmtudag- inn 29. ágúst og er víst kominn tími til. Hafa þeir félagar verið að spila út um allar trissur en ein- hverra hluta vegna hefur koma þeirra hingað tafist þar til nú. Hins vegar er svo um að ræða tónleika 3. september þar sem fram munu koma þrjár hljóm- sveitir: Point Blank, Todmobile og Sálin hans Jóns míns en eins og kemur fram hér annars staðar á síðunni, eiga þessar hljóm- sveitir lög á lcebreakers plötunni, sem nú hefur verið send til Skandinavíu í kynningarskyni. Ekki þarf að fara mörgum orðum um að þessir tvennu tónleikar eru mikill viðburður og því ástæða til að hvetja alla sem geta til að mæta. Eins og áður segir hafa þeir GCD menn; Bubbi, Rúnar, Berg- þór og Gunnlaugur verið duglegir við tónleikahald í sumar og verða betri og betri með hverjum tón- leikum að sögn þeirra sem séð hafa. Það er því eflaust von á góðu frá þeim félögum. Sama má líka segja um Todmobile og Sálina/Beaten Bishops að þar mun ekki stuðið skorta og þá mun jassinn hjá Friðriki Karlssyni og Point Blank eflaust ylja mörgum. Sem sagt tvennir stór- tónleikar í vændum í 1929. Einnig sýnum við Subaru Legacy og Justy, ásamt öðrum gerðum af Nissan. Frægðardraumar endurvaktir Komið og kynnið ykkur kjör og ræðið við sölumenn. Bifreiðaverkstæði Sigurðar Valdimarssonar Óseyri 5 - Sími 22520 - Akureyri. Ingvar Helgason hf. Sævarhöfða 2. ser- Afgreiðslustarf Óska eftir starfskrafti til afgreiðsfustarfa verslun. 70-100% vinna. Upplýsingar um nafn, síma, aldur og fyrri störf send- ist til afgreiðslu Dags merkt „Vinna“. M Hjúkrunar- fræðingar Sjúkra- og dvalarheimilið Hornbrekka, Ólafsfirði, auglýsir eftir hjúkrunarforstjóra. Upplýsingar um starfið og starfskjör (húsnæði og fríðindi) veitir forstöðumaður, Kristján Jónsson, sími 96-62480. heimili aldraðra Dalb Forstöðumaður óskast til starfa í eitt ár að Dalbæ, dvalarheimili aldraðra á Dalvík. Óskað er upplýsinga um menntun og fyrri störf. Umsóknarfrestur er til 15. september 1991. Umsóknir skulu sendar til Ragnheiðar Sigvaldadóttur, Hólavegi 7, 620 Dalvík. Upplýsingar veita Ragnheiður Sigvaldadóttir í síma 96-61218 og Óskar Gunnarsson í síma 96-61658. Stjórn Dalbæjar. Það hefur löngum verið takmark okkar, sem byggjum þessa litlu eyju norður í Dumbshafi langt frá hringiðu heimsins, að skapa okk- ur nafn og öðlast frægð í þessum stóra heimi. Hafa tilraunir okkar í þá átt verið af ýmsum toga og með ýmsum árangri. í íþróttum höfum við eignast þó nokkra einstaklinga sem öðl- ast hafa frægð og frama; menn eins og Jón Páll, Einar Vilhjálms- son og Ásgeir Sigurvinsson að ógleymdum Jóhanni Hjartarsyni. Fegurð kvenna landsins hefur borið hróður þess víða og eru þær ófáar íslensku stúlkurnar sem náð hafa frama erlendis í fegurðarsamkeppnum eða orðið þekktar fyrirsætur, samanber Hófí, Lindu, Maríu Guðmunds- dóttur, Önnu Björns o.fl. o.fl. í tónlistinni hafa málin hins vegar nær alla tíð gengið heldur erfiðar fyrir sig, eða allt þar til Mezzoforte sló í gegn með Sprett úr spori (Garden party) í Bretlandi og svo Sykurmolarnir með sinni fyrstu plötu þar á eftir. En auðvitað má ekki gleyma því aö í klassísku deildinni höfum við átt marga söngvara sem frægðar hafa notið á erlendri grund og nægir þar að nefna Stefán ís- landi, Maríu Markan og svo auð- vitað nú síðast Kristján Jóhanns- son, sem er víst að verða mestur og bestur af öllum tenórum, ef marka má hann sjálfan. í poppinu gekk hvorki né rak lengst af eins og áður segir og þótt menn rembdust líkt og rjúp- an við staurinn; syngju á ensku og stældu allar stóru útlensku hljómsveitirnar, þá kom frægðin ekki. Enda fór svo aö menn hættu að mestu að syngja á ensku og minnkuðu stælingarn- ar. Hins vegar í kjölfar velgengni Sykurmolanna, en eins og kunn- ugt er varð reyndar hlé á henni með annarri plötunni sem seldist illa, eygðu menn aftur von um frekari útflutning á íslenskri tónlist. Icebreakers er nýjasta viðleitnin í þessa átt en ætlunin með útgáfu plötunnar er að kynna það helsta sem er að ger- ast í íslensku poppi, auk þess að vera viss stökkpallur fyrir þrjá af flytjendunum í Skandinavíu en plötur með þeim koma þar út inn- an skamms. Eru þetta Friðrik Karlsson með plötuna Point Blank, Todmobile og Sálin hans Jóns míns, Beaten Bishops eins og þeir kalla sig á ensku, með Hver er draumurinn eða Where’s my destiny. Auk þessara þriggja eiga lög á plötunni Bubbi Morthens, Mezzoforte, Eric Hawk (Eiríkur Hauksson), Angels & Devils (Rikshaw), Artic The Clash Líkt og margar aðrar hljómsveitir, sem getið hafa sér frægðarorð, en hætt síðan, er nú The Clash að fá sín frægðarverk endurútgefin í formi smáskífukassa. Er, nánar tiltekið, um að ræða kassa í tak- mörkuðu upplagi sem geyma mun öll smáskífulög hljómsveit- arinnar. Mun reyndar líka um að ræða útgáfu á breiðskífu með lögunum. Munu smáskífurnar í kassanum vera í sínum upp- runalega búningi. í október er svo von á myndbandi með ævi- sögu The Clash, þar sem áður óséðar uppákomur í sjónvarpi birtast auk viðtala. The Cure Nú er nýlega komið á markað geisladiskasafn með poppsveit- inni bresku The Cure. Réttara er þó að segja söfn, því um tvo kassa er að ræða með samtals Orange (Ný dönsk) og Stefán & Eyfi (með Nínu). Er ekki hægt að segja annað en að þessi nýja útflutnings- tilraun sé virðingarverð. Með framförum í upptökumálum sem orðið hafa hér á landi nú í seinni tíð, en þau mál hafa löngum ver- ið stærsti Ijóðurinn við íslenska tónlist, erum við að verða vel samkeppnisfær. Þessi plata er því vel tímabær og er vonandi að hún skili einhverjum árangri. hvorki fleiri né færri en 12 diskum. Innihalda þessir kassar allar plötur hljómsveitarinnar að tveimur undanskildum, þeirri nýjustu Mixed up og Entreat. Mixed up, sem er safn endurunn- ins efnis með Cure, er hins vegar endurútgefin samhliða þessari nýju útgáfu og það líka í kassa með samtals fimm diskum. U2 Hér koma nýjustu fregnir af Bono og félögum í stórsveitinni írsku U2 og eru þær af gleðilegra tag- inu fyrir poppunnendur. Nýja platan með U2 er nefnilega væntanleg í október og fyrsta smáskífan af henni mun koma út nú í byrjun september eða um hann miðjan. Hljómsveitin mun síðan snemma á næsta ári hefja heljarmikla heimsreisu sem áætl- að er að geti staðið í allt að tvö ár. Meira um þetta síðar. Friðrik Karlsson á tvö lög á lcebreakers eins og sex aðrir flytjendur. Hitt og þetta

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.