Dagur - 24.08.1991, Síða 15

Dagur - 24.08.1991, Síða 15
Laugardagur 24. ágúst 1991 - DAGUR - 15 Toyota Camry. Bílasýningin í Frankfurt 1991 Opel Astra. Volkswagen Golf III. Bílasýningin í Frankfurt, sem haldin er annað hvert ár verður opnuð 12. september nk. Margt nýrra bíla kemur þá fyr- ir almenningssjónir að venju, og má gera ráð fyrir mikilli aðsókn að sýningunni nú, ekki síst í Ijósi þess að bílasala hefur aldrei verið jafnmikil í Þýskalandi og það sem af er þessu ári. Þarna verður t.d. kynntur nýr skutbíll í 5-línunni frá BMW með 2,0 eða 2,5 lítra 6 strokka vélurn. Chevrolet Corvette verður þarna, að vísu í nær óbreyttu útliti en með nýja 5,7 lítra 300 ha. vél. Búist er við nýrri Lödu sent heitir Forma, og sömuleiðis Moskwitch Aleko, 4-dyra bíl með 1,8 lítra díselvél. Þá má nefna nokkra nýja jap- anska, Mazda MX-3 sportbíll með 1,9 lítra V-6 vél og Mazda MX-6 með 2,5 lítra V-6 vél. Mitshubishi sýnir Space Wagon með framhjóladrifi, sem einnig verður boðinn með aldrifi en heitir þá Space Runner. Nissan sýnir sportútgáfu af Sunny-línunni sem heitir Nissan 100NX með 2,0 1 143 ha. vél og ABS bremsum. Toyota kynnir nýja útgáfu af Cantry nteð 2,5 lítra V-6 vél. Þá verða á sýningunni tveir af metsölubílum í Evrópu, Opel Astra, sem er arftaki Kadettsins og svo.Volkswagen Golf 111. Snemma á þessu ári hófst fram- leiðsla nýrrar S-gerðar hjá Daimler- Benz verksmiðjunum í Unter- túrkheim skammt utan við Stutt- gart í Þýskalandi. Þessi elsti bíla- framleiðandi heims hefur um áraraðir haft á sér orð fyrir tækni- lega fullkomnun og afburða aksturseiginleika og vandaðan frágang í smáu og stóru. Síðustu árin hefur þessi risi mátt þola meira mótlæti en oft áður, sem birst hefur í sífellt betri bílum frá aðalkeppinautnum, BMW. Bíla- sérfræðingar voru almennt sam- mála um að BMW 750iL væri betri bíll en Mercedes-Benz 560SEL og við slíkt gátu menn í Stuttgart ekki unað. Hinn nýi S- bíll átti því að vera svo tæknilega fullkominn og vandaður að ekki væri lengur neinn vafi á því hver væri „stærstur og bestur“. Lík- lega hefur Benz tekist það ætlun- arverk því bíllinn er ekki einung- is hlaðinn ótrúlegustu tækninýj- ungum, heldur er hann gríðar- stór, níðþungur og fokdýr. S-Klassi sem sía burt frjókorn og ýmis- legt það sem veldur sumu fólki ofnæmi, hliðarrúðurnar eru úr tvöföldu einangrunargleri til að draga úr hávaða og til að koma í veg fyrir móðu innan á rúðunum á köldum dögum. Tvö lítil prik ganga upp úr afturhornunum þegar sett er í bakkgír til að auð- velda ökumanni að sjá ystu horn- in á þessum stóra bíl. Hurðar- læsingar eru með sérstöku hjálp- arátaki svo ekki þarf annað en leggja hurðirnar að stöfum. Svona má lengi telja, bílasér- fræðingar þóttust komast að því að væri bíllinn keyptur með öll- um fáanlegum búnaði væri burð- argeta hans ekki nema ca. 350 kg. Þeð dugar að sögn þýskra fyr- ir Kohl og frú, en farangur geta þau lítinn haft með sér. Rétt er að hafa sem fæst orð um verðið en það er á bilinu 100- 190 þúsund mörk í Þýskalandi. AKUREYRARBÆR Dagvistardeild Akureyrarbæjar óskar eftir að ráða sem allra fyrst forstöðu- mann við nýtt skóladagheimili að Hamri. Fóstrumenntun er áskilin og reynsla við störf á skóladagheimili og/eða kennslu mjög æskileg. Umsóknarfrestur er til 30. ágúst nk. Við getum veitt aðstoð við útvegun húsnæðis. Allar nánari upplýsingar um starfið gefur deildar- stjóri dagvistardeildar í síma 96-24600 kl. 10-12 virka daga. Umsóknareyðublöð liggja frammi hjá dagvistar- deild og hjá starfsmannastjóra Akureyrarbæjar sem veitir upplýsingar um kaup og kjör. Deildarstjóri dagvistardeildar, Ingibjörg Eyfells. S-bíllinn er fáanlegur með nokkrum vélarstærðum, þ.ám. 6,0 lítra V-12 vél sem skilar yfir 400 hö. Þá eru í boði 4- og 5- þrepa sjálfskiptingar, ABS/ASR - sjálfvirkur búnaður sem kemur í veg fyrir að hjól spóli, sjálfvirk fjöðrunarstilling og sjálfvirk drif- læsing. Bíllinn er á 16“ hjólum, hefur innbyggða loftpúða sem verja ökumann og farþega í framsæti fyrir höggi og auk þess er farþegarýmið afar sterkt. Loft- ræstikerfið er búið sérstökum síum Eiginmaður minn, ALFREÐ KRISTENSEN, lést 22. ágúst síðastliðinn á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri. Súsanna Kristensen.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.