Dagur - 05.09.1991, Page 3
Fimmtudagur 5. september 1991 - DAGUR - 3
Fréttir
Mikið sunnanrok gerði í framdölum Eyjafjarðar aðfaranótt mánudagsins.
Að Granastöðum er unnið að fornleifauppgreftri. í rokinu tók upp skúr er
fræðimenn höfðu afnot af. Skúrinn fauk 15 metra og er ónýtur með öllu. Er
inyndin var tekin höfðu fræðimennirnir fundið allt er lauslegt var í skúrnum
nema eina frumteikningu. Á myndinni eru frá vinstri Bjarni Einarsson forn-
leifafræðingur og Magnús Sigurðsson jarðfræðingur. Mynd: Hörður
Akureyri:
Leita verður eftir leigu-
húsnæði fyrir dagheimili
- er álit dagvistafulltrúa og formanns
félagsmálaráðs bæjarins
Ingibjörg Eyfells, dagvistafull-
trúi Akureyrarbæjar, segir
Ijóst að til þess að stytta fyrir-
liggjandi biðlista eftir dag-
heimilisplássum á Akureyri
verði að leita eftir leiguhús-
næði fyrir leikskóla handa 2-6
ára börnum, sem geti tekið til
starfa um næstu áramót. Ingi-
björg segir þetta enn brýnna
S
1
Búið að tölvuskrá leiði
kirkjugarðinum á Húsavík
- merkilegt framtak Sigurðar Péturs Björnssonar,
fyrrverandi útibússtjóra
Á aðalsafnaðarfundi Húsavík-
urkirkju sl. mánudagskvöld
aibenti Sigurður Pétur
Björnsson, fyrrverandi útibús-
stjóri Landsbankans á Húsa-
vík, sóknarnefnd að gjöf tölvu-
skrá, sem hann hefur unnið
yfir leiði í kirkjugarðinum á
Húsavík. Tölvuskrána hefur
Sigurður unnið upp á sitt ein-
dæmi og stuðst við sérstakt
forrit til þess arna.
Þorsteinn Jónsson, fráfarandi
sóknarnefndarmaður, segir að
þetta verk Sigurðar sé umfangs-
mikið og hann eigi skilið miklar
og góðar þakkir fyrir það.
Sigurður hefur unnið að þessu
verki á undanförnum þrem árum
og fékk tölvufróðan mann til þess
að vinna fyrir sig forrit, sem hann
gæti notað við skráninguna.
Sigurður hefur ekki látið þar
við sitja. Hann hefur einnig unn-
ið sérstaka gjafa- og minninga-
bók Húsavíkurkirkju, þar 'sem
eru skrautritaðar allar gjafir sem
kirkjunni hafa borist. Porsteinn
segir meininguna að smíða gler-
borð utan um bókina, en einnig
verður til staðar ljósrit af henni
sem almenningi gefst kostur á að
fletta.
A aðalsafnaðarfundinum í vik-
unni bar margt á góma. Fram
kom að ætiunin er að hægja á
framkvæmdum á vegum safnað-
arins á næsta ári, enda er nýlokið
við þjónustuhús við kirkjugarð-
inn, sem er orðið töluvert dýrt,
kostar nú um 15 milljónir króna.
Porsteinn sagði að barna-
fræðsla við kirkjuna hafi verið
rædd, en hún þykir ekki hafa
gengið nægilega vel að undan-
förnu og hefur kirkjan að ein-
hverju leyti þurft að lúta í lægra
haldi fyrir barnaefni Stöðvar 2.
Björn Jónsson, sóknarnefndar-
formaður, færði söfnuðinum að
Sjávarútvegsdeildin Dalvík:
gjöf silfurkaleik frá dætrum Jóns
og Elínar á Laxamýri til minning-
ar um þau hjónin.
Sú breyting varð á sóknar-
nefnd að Porsteinn Jónsson hætti
og í stað hans var kjörinn Hafliði
Jósteinsson. óþh
vegna ákvörðunar um að fresta
byggingu nýs leikskóla við
Helgamagrastræti.
Eins og fram kom í Degi í gær
eru 212 börn á aldrinum 2-6 ára
nú á biðlista eftir dagheimilis-
plássi á Akureyri. Ingibjörg
Eyfells bendir á að þessi tala taki
einungis til þessa aldúrshóps, í
raun sé biðlistinn lengri.
Samkvæmt upplýsingum Sig-
rúnar Sveinbjörnsdóttur, for-
manns félagsmálaráðs, á bæjar-
stjórnarfundi sl. þriðjudag, fæð-
ast á bilinu 230-250 börn á Akur-
eyri á ári. Sigrún sagði að 80-90%
kvenna sæktu vinnu utan heimilis
og yfir 90% karla og af þeim töl-
um mætti vera Ijóst mikilvægi
dagheimila í bænum.
Sigrún segir að bygging nýrra
dagheimila sé dýr úrlausn og í því
ljósi að búið sé að fresta bygg-
ingu leikskóla við Helgamagra-
stræti verði að leita eftir leigu-
húsnæði í bænum fyrir dagheimili
og stytta þannig biðlista eftir dag-
heimilisplássum.
Á bæjarstjórnarfundi sl.
þriðjudag kont frant sú skoðun
bæjarfulltrúa að mikilvægt væri
að leikskólinn við Helgamagra-
stræti verði byggður á næsta ári
og tekinn í notkun fyrir árslok.
Félagsmálaráð samþykkti á fundi
í síðasta mánuði að þar sem að
leikskólinn væri tilbúinn til útboðs
yrði ráðist í framkvæmdir á næsta
ári og hann tæki til starfa fyrir
árslok 1992.
Ingibjörg Eyfells segir að ann-
að stórt vandamál, sem stjórn-
endur dagvistunarmála á Akur-
eyri standi frammi fyrir, sé við-
varandi fóstruskortur í bænum.
Vitað sé þó af nokkrum nemend-
um í fóstrunámi, sem muni skila
sér að einhverju leyti til starfa í
bænum. Ingibjörg segir erfitt að
geta sér til um ástæður þess hve
erfitt reynist að fá fóstrur til
starfa. Þó ntegi fullyrða að léleg
laun hafi þar eitthvað að segja.
Ingibjörg getur þess að erfitt sé
að ráða fólk í yfirmannastöður á
dagheimilum. Sem dæmi hafi
enginn sótt enn um forstöðu-
mannsstöðu skóladagheimilisins í
Hamri. óþh
Sauðárkrókur:
Undirskriftalisti vegna skóladagheimilis
Birni Björnssyni, skólastjóra
barnaskólans á Sauðárkróki,
barst sl. mánudag í hendur
undirskriftalisti frá rúmlega 40
foreldrum yngstu barna
skólans, með áskorun þess efn-
is að starfrækt yrði í vetur
skóladagheimili fyrir börnin
utan þess tíma sem þau eru
ekki í námi.
„Við erum að innrita 6 ára
börn í dag og ég mun í leiðinni
ræða við foreldra þeirra um þessi
mál. Ef í ljós kemur að vilji fyrir
þessu er almennur munum við að
sjálfsögðu reyna að koma til móts
við óskir foreldra. Annars hef ég
lítið um þetta að segja annað en
það, að búið er að skipuleggja
allt vetrarstarf skólans svo
áskorunin kemur alltof seint,“
sagði Björn í gær.
Fyrir þrentur árurn síðan var
starfrækt á vegum bæjarins eins-
konar skóladagheimili á Sauðár-
króki. Að sögn Björns var það þó
eingöngu vegna þess, að kennslu
í sex ára bekk, sem þá var ekki
hluti skyldunáms, lauk urn klukk-
an ellefu og hafa varð ofan af fvr-
ir börtiunum frant að hádegi. Það
sem foreldrarnir fara aftur á móti
fram á í áskorun sinni, er skóla-
dagheimili sem börnin gætu verið
á fyt ir hádegi, en kennsla í 6 ára
bekk samkvæmt stundaskrá kom-
andi vetrar, er eftir hádegi.
„Viö erum með þetta mál í
biðstöðu þangað til rætt hefur
verið við alla foreldra, en það
ætti að verða á morgun,“ sagði
Björn skólastjóri í gær. SBG
Sextíu nemendur
í tveimur deildum
Kennsla viö Sjávarútvegsdeild-
ina á Dalvík hófst í dag. Kennt
er í tveimur deildum þ.e. stýri-
mannadeild og fiskvinnslu-
deild. Deildarstjóri er Omar
Karlsson og nemendur hafa
aldrei verið fleiri.
Sjávarútvegsdeildin á Dalvík
nýtur vinsælda. Deildin útskrifar
æ fleiri nemendur ár hvert og í
vetur verða nemendur í báðum
deildum um sextíu. í stýrimanna-
deildinni verða 34 þ.e. í námi
fyrsta og annars stigs.
„Nemendurnir koma víða að,
en þó eru flestir af Norðurlandi.
Erfitt hefur reynst að finna hús-
næði fyrir aðkomufólkið, þá sér-
staklega fjölskyldumennina.
Heimavistin er full. Kennslan í
vetur er hefðbundin, en breyting
verður á næsta vetur. Þá lengist
stýrimannanámið um 1/2 tiT 2
ár. Nauðsynlegt þykir að gera
strangari kröfur um menntun
áður en til hins eiginlega fagnáms
kemur," sagði Ómar Karlsson,
deildarstjóri. ój
Norræna sumarnámskeiðanefndin:
Fundur á Akureyri
Árlegur fundur norrænu
sumarnámskeiðanefndarinnar
verður haldinn á Hótel
Norðurlandi á Akureyri í dag
og eru þátttakendur um 30
talsins frá öllum Norður-
löndunum. Þetta er í fyrsta
sinn sem fundur nefndarinnar
er haldinn á Akureyri.
Svavar Sigmundsson, lektor
við Háskóla íslands, sagði að
nefndin hefði staðið fyrir nám-
skeiðum í máli og bókmenntum
Norðurlandanna um áratuga-
skeið. I sumum löndunum eru
námskeið á hverju ári en annað
hvert ár á íslandi, þ.e. námskeið
í íslensku og íslenskum bók-
menntum fyrir stúdenta í norræn-
um málum.
Nefndin heyrir undir norrænu
ráðherranefndina og á þessum
árlegu fundum eru námskeið
sumarsins gerð upp og niðurstöð-
ur reifaðar með þátttöku sam-
vinnunefndarinnar og nám-
skeiðsstjóranna. Jafnframt verða
námskeið næsta sumars skipu-
lögð. SS
Unnið að gerð skýrslu um kennara-
menntun við Háskólann á Akureyri
Kristján Kristjánsson, heim-
spekingur og kcnnari við Há-
skólann á Akureyri, vinnur nú
að gerð skýrslu um hugsanlegt
almennt kennaranám við skól-
ann. Skýrslan verður væntan-
lega fyrst í stað lögð fyrir
háskólanefnd og síðan mennta-
málaráðuncytið. í ályktun
Fjórðungsþings Norðlendinga
um sl. helgi er lýst yfir stuðn-
ingi við ákvörðun mennta-
málaráðherra að fresta leng-
ingu kennaranáms við Kenn-
araháskólann, en jafnframt er
lýst fyllsta stuðningi við hug-
myndir um almennt kennara-
nám við Háskólann á Akur-
eyri.
Á fundi háskólanefndar í apríl
sl. var ákveðið að ráða starfs-
mann í nokkra mánuði til þess að
safna upplýsingum um ýmislegt
er lyti að stofnun kennaradeildar
við Háskólann á Akureyri. Krist-
ján Kristjánsson, var ráðinn í
þetta verkefni og hóf hann störf
1. ágúst sl.
Kristján sagðist þegar hafa
viðað að sér ýmsum gögnum um
hugsanlega kennaramenntun á
Akureyri og rætt við fjölmarga
er koma að kennaramenntun í
landinu, forsvarsmenn Kennara-
háskólans, kennarasamtakanna,
fræðslustjóra og fleiri. Einnig
hefur málið verið kynnt fyrir
Ólafi G. Einarssyni, mennta-
málaráðherra, og segir Kristján
að hann hafi tekið vel í það.
„Málið stendur þannig núna að
ég er að vinna að skýrslu sem ég
mun leggja fram að fáuni vikurn
liðnum. Háskólanefnd ntun
væntanlega fjalla um hana og
síðan menntamálaráðuneytið,“
sagði Kristján.
Rætt er um almennt kennara-
nám við háskólann þar sem tekn-
ir yrðu inn um 30 nemendur á
ári. „Hugmyndin að baki þessu
er tvíþætt. Annars vegar að
greiða úr miklum skorti á rétt-
indakennurum á landsbyggðinni
og hins vegar að fullnýta aðstöðu
sem fyrir hendi er við háskólann
og breikka hinn faglega grund-
völl skólans,“ sagði Kristján.
Hann sagði að stofnkostnaður
kennaradeildar við Háskólann á
Akureyri væri ekki talinn vera
mikill og hún myndi lækka
kostnað á hvern nemanda við
skólann umtalsvert. „Við þurf-
um nauðsynlega að fjölga
nemendum við skólann. Kostn-
aður á hvern nemanda í honum
er of hár. í skólanum er fyrir
hendi ýmiskonar aðstaða og
þarna þyrfti því víða ekki að
bæta ntiklu við til þess að koma á
fót kennaradeild,“ sagði
Kristján.
Illa hefur gengið að manna
skóla á landsbyggðinni með rétt-
indamenntuðum kennurum og
hafa útskrifaðir kennarar úr
Kennaraháskólanum skilað sér
illa út í skólana á landsbyggð-
inni. Kristján sagðist telja að
útskrifaðir kennarar á Akureyri.
rnyndu frekar ráða sig til starfa
við skóla á landsbyggðinni og þv í
kæmi kennaradeild á Akureyri
dreifbýlisskólununt til góða.
Hann benti á að stór hluti hjúkr-
unarfræðinganna, sem útskrifuð-
ust frá Háskólanum á Akureyri á
sl. vori, stefni að því að ráða sig
til starfa utan höfuðborgar-
svæðisins. „Við höfum því mikla
trú á því að af um 25 útskrifuð-
um kennurum frá Háskólanum á
Akureyri á ári, myndu 15-20
vinna á landsbyggðinni,“ sagði
Kristján. óþh