Dagur - 05.09.1991, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 5. september 1991 - DAGUR - 11
Iþróttir
Knattspyrna:
Markalaust gegn erkifjendunum
íslendingar og Danir gerðu
markalaust jafntefli í vináttu-
landsleik á Laugardalsvelli í
gærkvöld. Úrslitin verða að
teljast nokkuð sanngjörn þeg-
ar á heildina er litið, Danir
réðu reyndar ferðinni meiri
hlutann í leiknum en íslend-
ingar fengu mun hættulegri
færi og ekki hefði þurft mikla
heppni til að vinna fyrsta sigur-
inn á erkifjendunum.
Fyrri hálfleikur var nokkuð
kaflaskiptur, Danir voru fljótari í
gang en íslendingar komust
smátt og smátt inn í og fengu
nokkur mjög góð færi sem ekki
tókst að nýta. Sérstaklega var
Ólafur Þórðarson mistækur upp
við markið en hann fékk tvö
sannkölluð dauðafæri sem bæði
runnu út í sandinn. í fyrra skiptið
vann Þorvaldur Örlvgsson bolt-
ann og sendi fyrir á Ólaf sem stóð
á markteig en hitti ekki boltann.
í seinna skiptið fékk Ólafur send-
ingu frá Eyjólfi en Rasmussen,
markvörður Dana, varði skot
hans hreint frábærlega. Danir
náðu aftur yfirhöndinni þegar á
leið og voru nálægt því að skora á
37. rnínútu en skot úr góðu færi
fór í íslenskan varnarmann.
Danir mættu grimmir til seinni
hálfleiks og pressuðu stíft á
íslenska liðið sem náði aldrei
takti eftir hléið. íslendingar vörð-
ust þó vel en pressan jókst þegar
á leið en engin veruleg færi sáust
þó upp við íslenska markið. Ólaf-
ur Gottskálksson mátti þó taka á
honum stóra sínum skömmu fyrir
leikslok þegar Danir áttu þrurnu-
skot sem hann varði meistara-
lega. Má segja að þetta hafi verið
eina skiptið sem Danir voru ná-
lægt því að skora í seinni hálf-
leiknum og úrslitin urðu því mar-
kalaust jafntefli. Trúlega sann-
gjarnt miðað við gang leiksins en
vissulega var það grátlegt að nýta
ekki dauðafærin sem fengust og
vinna um leið langþráðan sigur á
Dönum.
Þessi leikur var ekki mikið fyr-
ir augað, a.m.k. ekki seinni hálf-
leikur en sá fyrri var nokkuð
frísklegur á köflum. íslenska lið-
ið lék þá ágætlega og þorði að
sækja en það vantaði algerlega í
þeim seinni. Danir náðu tökum á
miðjunni og íslendingar bökkuðu
of mikið þannig að pressan frá
gestunum var orðin óþægilega
mikil í lokin. Allir íslensku varn-
armennirnir léku vel, Ólafur var
duglegur og ógnandi framan af
en fór illa með færin. Þorvaldur
gerði góða hluti og Arnar var
frískur þann stutta tíma sem
hann fékk að vera með.
Danir léku ekki eins og þeir
geta best enda vantaði flestar
stærstu stjörnurnar í lið þeirra.
„Verðum með dúndurlið“
- segir formaður körfuknatt-
leiksdeildar Þórs
„Við verðum með dúndurlið í
vetur, það er alveg á hreinu.
Það er fullt af góðum strákum
þarna og Michael Ingram sýndi
það um helgina að hann er
langbesti „Kaninn“ sem hefur
komið hingað,“ sagði Helgi
Sigurðsson, formaður körfu-
knattleiksdeildar Þórs en Þórs-
arar tóku um síðustu helgi þátt
í afmælismóti Vals í körfu-
knattleik.
Sterkustu menn Þórsara voru
að koma saman í fyrsta sinn um
helgina og notuðu Þórsarar leik-
ina til að prófa sig áfram með
Gdí
Greifamót
í dag
Að venju fer í dag fram
Greifamót hjá Golfklúbbi
Akureyrar. Leiknar verða 9
holur með og án forgjafar.
Að venju verður 2000 kr.
úttekt á Greifanum í verðlaun
fyrir fyrsta sætið í hvorum flokki.
Þá skal bent á að menn eiga enn
möguleika á að vinna 10.000 kr.
úttekt á Greifanum fyrir óvænt-
asta atvikið.
Körfuknattleikur:
Aðalfundur Þórs
á þriðjudag
Aðalfundur körfuknattlciks-
deildar Þórs verður haldinn
þriðjudagskvöldið 10. sept-
ember.
Fundurinn fer fram í Hamri og
eru félagar hvattir til að fjöl-
menna.
ýmislegt. Þeir sigruðu Skallagrím
72:50 en töpuðu með 20 stigum
fyrir ÍBK, sem vann mótið, og 8
stigum fyrir Njarðvíkingum.
Ingram fór á kostum í leikjun-
um um helgina og binda Þórsarar
miklar vonir við hann. Sem dæmi
má nefna að hann lék aðeins fyrri
hálfleikinn á móti ÍBK en skoraði
þó 25 stig og tók yfir 20 fráköst.
„Á móti Njarðvíkingunum salt-
aði hann Rondey Robinson
algerlega og ég held að það sé
ekki spurning að þetta verður
yfirburðamaður í vetur,“ sagði
Helgi.
Fleiri nýir menn hafa gengið til
liðs við Þórsara, þeir Gunnar
Örlygsson og Georg Birgisson frá
Njarðvík. Georg lék ekkert í
fyrra en var í unglingalandsliðinu
í hittifyrra. Þá er ljóst að hvorki
Guðmundur Björnsson né Jó-
hann Sigurðsson leika með liðinu
í vetur.
Markvörðurinn Troels Rasmuss-
en og Lars Olsen voru þeirra
bestu menn.
Lift íslands: Ólafur Gottskálksson, Valur
Valsson, Atli Eðvaldsson, Einar Páll
Tómasson, Sævar Jónsson, Hlynur Stef-
ánsson (Arnar Grétarsson á 81. mín.),
Ólafur Þórðarson, Sigurður Jónsson,
Þorvaldur Örlygsson (Guðmundur Ingi
Magnússon á 87. mín.), Arnór Guð-
johnsen, Eyjólfur Sverrisson.
Lið Danmcrkur: Troels Rasmussen,
Kent Nielsen, Lars Olsen, Peter Möller
(Brian Jensen á 46. mín.), Jakob Fris
Hansen, Frank Pingel, Per Fransen
(Heine Fernandez á 69. mín.), Kim
Christofte, Marc Rieper, John Faxe
Jensen, John Sivebæk (Henrik Larsen á
46. mín.).
Gult spjald: Sævar Jónsson.
Arndís Ólafsdóttir reynir að koma boltanum fyrir mark Þórs en Þórunn Sig-
urðardóttir er til varnar. Þórunn skoraði sigurmarkið. Mynd: Golli
Knattspyrna kvenna:
Þór Akureyrarmeistari
- sigraði KA 2:1
Þór varð í fyrradag Akureyr-
armeistari kvenna í knatt-
spyrnu. Liðið sigraði KA 2:1 á
Akureyrarvelli.
Leikurinn fór fram í töluvert
miklum vindi og bar þess nokkur
merki. Eins og venjulega þegar
þessi lið eigast við var baráttan
mikil og sigurinn hefði getað lent
hvoru megin sem var en Þórsarar
nýttu færin betur.
Þórsstúlkur byrjuðu leikinn
aðeins 10 en fljótlega voru þær
kontnar með fullt lið og íris
Thorleifsdóttir náði forystunni
þegar sending kom fyrir KA-
markið, markvörður KA missti
frá sér boltann og íris skoraði af
stuttu færi. Rétt á eftir fékk
Firmakeppni KA fór fram á KA-vellinum fyrir nokkru. 20 lið tóku þátt í
keppninni og sigraði lið Slippstöðvarinnar, KEA varð í öðru sæti og Garð-
ræktin í þriðja. Á myndinni er sigurlið Slippstöðvarinnar.
Linda Hersteinsdóttir mjög gott
færi fyrir framan Þórsmarkið en
skaut yfir. Þórsarar voru nálægt
því að bæta öðru marki við þegar
boltinn skall í stöng KA-marks-
ins en mínútu fyrir hlé jafnaði
Linda Hersteinsdóttir fyrir KA
með skalla eftir hornspyrnu.
Seinni hálfleikur var svipaður
þeim fyrri, liðin börðust á miðj-
unni en lítið var um færi. Það var
svo Þórunn Sigurðardóttir sem
gerði út um leikinn þegar hún
fékk boltann á miðjunni og geyst-
ist upp völlinn, stakk sér í gegn-
um vörn KA, renndi laglega í
rnarkið og tryggði Þór Akureyr-
armeistaratitilinn.
um
íþróttir kvenna
Nefnd ÍSÍ, sem vinnur að
umbótum í kvennaíþróttum,
gengst fyrir námstefnu fyrir
þjálfara, leiðbeinendur og
áhugafólk um íþróttir
kvenna laugardaginn 7.
september í Garðaskóla,
Garðabæ, og hefst hún kl.
10.
Yfirskrift námstefnunnar er
„Sérkenni kvenna með tilliti
til þjálfunar og keppni í íþrótt-
um" og er gert ráð fyrir að hún
höfði sérstaklega til leiðbein-
enda, þjáifara og væntanlegra
þjálfara íþróttakvenna svo og
annars áhugafólks um íþróttir
kvenna. Námstefnan verður í
fyrirlestraformi með fyrir-
spurnum eftir hvern fyrirlest-
ur. Námstefnustjóri verður
Þórdís Gísladóttir, íþrótta-
fræðingur, en fyrirlesarar auk
hennar verða dr. Ingimar
Jónsson, Svandís Sigurðar-
dóttir, sjúkraþjálfari, Martha
Ernstsdóttir, sjúkraþjálfari,
Þráinn Hafsteinsson, íþrótta-
fræðingur, íris Grönfeidt,
íþróttafræðingur, Birgir Guð-
jónsson, læknir, og Jóhann
Gunnarsson, sálfræðingur.
Snóker:
Keppt um 8
utanlandsferðir
Ingólfsbilliard, Billiardstof-
an Klöpp og málningarverk-
smiðjan Harpa ætla í vetur
að halda sex opin forgjafar-
mót í snóker og verður
keppt um átta tveggja vikna
ferðir til Englands með til-
heyrandi æfingum og
keppni.
Öpna Hörpumótið er stiga-
mót og dreifist yfir 6 mánuði
komandi vetrar. Keppt verður
í september, október og
nóvember í ár og síðan í
janúar, febrúar og mars á
næsta ári. Hvert mót gefur ails
500 stig og þátttökugjald í
liverju þeirra 1800 kr. Keppt
verður í riðlum og komast
tveir efstu úr hverjum riðli í
úrslit. Forgjöf verður 0-60
stig.
Allar nánari upplýsingar eru
veittar á Billiardstofunni
Klöpp í síma 91-13540 og á
Ingólfsbilliard í síma 91-
27863. Á báðum stöðum er
skráning keppenda þcgar
hafin.
Opna
golfmótið, Akureyri ’91
verður sett á Jaðarsvelli, Akureyri,
laugardagogsunnudag 7. og8. sept. nk.
Leikin verður 36 holu höggleikur með/án forgjafar í karla-,
kvenna- og unglingaflokki 14 ára og yngri.
i boði eru glæsileg verðlaun, sem Coca Cola gefur.
Þá verða veitt sérstök verðlaun fyrir högg næst holu á öllum
par 3 holum vallarins.
Ræst verður út kl. 08.00 á laugardag (lægsta forgjöf fyrst).
Verðlaunaafhending fer fram í skálanum strax að lokinni
keppni. Þátttökugjald kr. 2.500,- og 1.000,- fyrir unglinga.
Það er von G.A. og Coca Cola að sem flestir komi og taki
þátt í mótinu.
Skráningu skal lokið fyrir kl. 20.00 föstudag. Sími i skála
er 22974.
Mótanefnd.