Dagur - 10.10.1991, Blaðsíða 1

Dagur - 10.10.1991, Blaðsíða 1
74. árgangur Akureyri, fimmtudagur 10. október 1991 192. tölublað Venjulegir og demantsskornir trúlofunarhringar Afgreiddir samdægurs GULLSMIÐIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI Jákvæðar fréttir berast frá loðnuleitarskipunum: Loðnutorfur íinnast úti af Vestflörðum Hreppsnefnd Hríseyjarhrepps: Mótmælir uppsögnum á Súlnafellinu í bréfi sem hreppsefnd Hríseyj- arhrepps sendi í gær til Magnús- ar Gauta Gautasonar, kaupfé- Iagsstjóra KEA, er harðlega mótmælt þeirri ákvörðun hans að segja upp yfirmönnum Súlna- fells, „með það í huga að leggja skipinu og hætta útgerð frá Hrísey,“ eins og segir orðrétt í bréfínu. Stjórnarformanni KEA, Jóhannesi Sigvaldasyni, voru í gær sendar undirskriftir 50 starfsmanna Frystihúss félags- ins í Hrísey þar sem einnig er mótmælt uppsögnunum á Súlnafellinu. Hreppsnefnd Hríseyjarhrepps kom saman til fundar sl. þriðju- dag þar sem Súlnafellsmálið var til urnræðu. I máli hreppsnefnd- armanna kom fram sú skoðun að ef Súlnafellinu yrði lagt um ára- mót myndi það þýða endalok útgerðar í Hrísey, því ekkert ann- að skip kæmi í staðinn. í nefndu bréfi hreppsnefndar Hríseyjarhrepps til kaupfélags- stjóra KEA er rifjað upp að sveit- arsjóður Hríseyjar hafi tekið þátt í rekstri útgerðar í eynni ásamt KEA frá 1975 til 1987, þegar hreppsnefnd hafi ákveðið að gefa eftir sinn hlut í hlutafélaginu, auk þess sem hún hafi lagt sitt af mörkum til að lán fengjust úr Byggðasjóði til að fjármagna byggingu Snæfells, „en meginrök lánveitingarinnar voru þau að bygging Snæfells væri til að tryggja áframhaldandi atvinnu- uppbyggingu í Hrísey.“ f haus að undirskriftalistum til stjórnar KEA segir nt.a. að með því að leggja Súlnafellinu sé verið að kippa í burtu kjölfestu atvinnulífs í Hrísey. Orðrétt segir: „Við erum vel minnug þess er Snæfell var gert að frystitogara, hvaða óvissu það skapaði þar til Súlnafell var keypt. Erum við viss um að hægt er að hagræða á annau hátt í útgerðarmálum KEA, t.d. nteð eflingu útgerðar í Hrísey." Jónas Vigfússon, sveitarstjóri í Hrísey, segir ljóst að sveitarfélag- ið verði af umtalsverðum tekjum ef ákveðið verði að leggja Súlna- fellinu. Hann bendir á að á síðasta ári hafi aðstöðugjald af skipinu verið rúmar 748 þúsund krónur. Auk þess segir hann ekki mega gleyma ýmsum öðrum gjöldum s.s. hafnargjöldum, að ónefndum gjöldum sem menn úr áhöfn Súlnafellsins, sem búsettir séu í Hrísey, greiði til sveitarfélagsins. óþh „Við urðum varir við loðnu í nótt. Eg held að þetta hafi ver- ið vel veiðanlegt en hafrann- sóknaskipið er ekki búið að skoða þetta því það er núna vestur undir Grænlandi að skoða loðnu sem þar fannst. Hér fannst engin loðna í fyrra en nú er líf í sjónum þannig að þetta veit á betra. Mér finnst þetta frekar líllegt hafsvæði,“ sagði Bjarni Bjarnason, skip- stjóri á Súlunni EA-300, í gær þar sem skipið var við loðnu- leit út af Vestfjörðum og hafði meðal annars orðið vart við loðnu á Dornbanka. Skipin hafa orðið vör við loðnudreif vestur undir Græn- Akureyri: Ók á skelli- nöðru í veg fyrir bfl Umferðaróhapp varð á Byggða- vegi í gær þegar piltur á skelli- nöðru varð fyrir bíl. Pilturinn slapp lítið meiddur úr óhapp- inu. Tildrög slyssins voru þau að pilturinn ók hjólinu út úr göngu- stíg og í veg fyrir bíl. Pilturinn var fluttur á slysadeild Fjórð- ungssjúkrahússins en fékk að fara heim að lokinni skoðun. Bifreiðin er lítið skemmd eftir áreksturinn. JÓH Heilsugæslustöðin á Akureyri: Kvt'íþesUr á kreiki Heilsugæslustöðin á Akureyri hefur sent frá sér skýrslu um smitsjúkdóma í september- mánuði. Þar kemur fram að alls greindust 478 af þeim sem leit- uðu til stöðvarinnar í mánuðin- um með kvef, hálsbólgu og bronkítis, 15 voru með lungna- bólgu, 20 með streptókokka- hálsbólgu og 1 með einkirn- ingasótt. Engin inflúensutilfelli greind- ust hjá Heilsugæslustöðinni á Akureyri í septembermánuði þannig að þeir sem hafa kvartað yfir flensu hljóta að hafa þjáðst af öðrum sjúkdómi. Kíghósti lætur enn á sér kræla á Akureyri og greindust 3 ný til- felli í september. Hlaupabóla hrjáði 2 en mislingar, rauðir hundar og hettusótt greindust ekki í mánuðinum. Alls fengu 74 að kenna á iðra- kvefi og 1 fékk matareitrun af völdum baktería. Pá greindust 3 með kláðamaur en kynsjúkdóm- ar létu ekki á sér kræla. SS landi og sagði Bjarni að fyrstu niðurstöður bendi til að þar sé um að ræða smáloðnu og hrygn- ingarloðnu. Þá bendi fyrstu athuganir til að mikið sé af loðnuseiðum í sjónum og það hljóti að vita á gott. Bjarni segir sjaldgæft að loðna finnist út af Vestfjörðum á þess- um tíma. Enn hafi loðnuskipin aðeins leitað á tíunda hluta þess hafsvæðis sem kembt verður í þessari lotu og fyrir höndum sé að leita á því svæði þar sem loðnan heldur sig alla jafna á þessum árstíma, þ.e norður af Vestfjörð- um. „Til þess er leikurinn gerður að skoða mjög náið það sem finnst en mér sýnist á öllu að ef svona heldur áfram þá þyrftum við að fá hitt rannsóknaskipið hingað. Það er erfitt fyrir eitt skip að sinna þessu. Við þurfum að kom- ast að því hvað fór úr skorðum hjá okkur í fyrra. Ætli veiti af því í soltnu þjóðarbúið að finna eitthvað,“ segir Bjarni. JÓH Byggt fyrir veturinn. Mynd: Golli Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri: Sex sækja um stöðu yfirlæknis handlækningadeildar Sex umsækjendur eru um stöðu yfirlæknis handlækningadeildar Fjórðungssjúkrahússins á Akur- eyri, en umsóknafrestur um hana rann út 30. september sl. Umsækjendurnir eru: Guðjón Haraldsson, starfandi yfirlæknir við Urologiska Sekt- ionen Kirugiska Kliniken Centrallasarettet í Karlskrona í Svíþjóð. Guðjón er sérfræðingur í almennum skurðlækningum með þvagfæraskurðlækningar sem undirgrein. Gunnar Rafn Jónsson, yfir- læknir við Sjúkrahúsið á Húsa- vík. Hann er sérfræðingur í almcnnum skurðlækningum. Hlöður F. Bjarnason, yfirlæknir við Kirurg.kliniken, Lindesbergs Lasarett í Svíþjóð. Hlöður er sérfræðingur í almennum skurð- lækningum. Haraldur Hauksson, sérfræð- ingur á handlækningadeild FSA. Hann er sérfræðingur í almenn- um skurðlækningum með æða- skurðlækningar sem undirgrein. Ingvar Kjartansson, sérfræð- ingur á Kirurgiska kliniken Sahlgranska sjukhuset í Gauta- borg í Svíþjóð. Hann er sér- fræðingur í almennum skurðlækn- ingum með æðaskurðlækningar sem undirgrein. Shreekrishna S. Datye, starf- andi yfirlæknir handlækninga- deildar FSA. Hann er sérfræð- ingur í skurðlækningum. Að sögn Inga Björnssonar, framkvæmdastjóra FSA, mun stjórn Fjórðungssjúkrahússins taka endanlega ákvörðun um hver umsækjendanna verður ráð- inn í starfið, að fengnu hæfnisáliti stöðunefndar Landlæknisembætt- isins og áliti læknaráðs FSA. Starfandi yfirlæknir mun gegna stöðunni þangað til gengið verð- ur frá ráðningu í hana. óþh Kröfur í þrotabú ístess um 430 milljónir: Kröfu norska fyrirtækis- ins T. Skretting hafnað - þrotabúið telur sig eiga inni hjá fyrirtækinu Kröfulýsingarfrestur í þrotabú Istess hf. á Akureyri er runn- inn út og liggur uppkast að kröfulýsingarkrá fyrir. Lýstar kröfur í búið nema um 430 milljónum króna og er krafa Landsbankans þar af um 145 milljónir. Norska fyrirtækið T. Skretting A/S, sem var hluthafi í ístess, gerði kröfu að upphæð 3,5 milljónir danskra króna í þrotabúið eða um 33 milljónir íslenskra króna. Skiptaráðandi hefur hafnað þessari kröfu þar sem búið telur sig eiga kröfu á fyrirtækið vegna hlutafjár- Ioforða sem ekki hafi verið staðið við. Fyrsti skiptafundur í ístess verður á miðvikudag í næstu viku og væntanlega kemur þar til umræðu hvort höfðað verður mál á norska fyrirtækið vegna þessa hlutafjár sem búið telur sig eiga hjá T. Skretting. Fyrirtækið telur sig á hinn bóginn hafa greitt þetta hlutafé með greiðslu á einka- leyfisgjaldi. Eins og áður segir nema kröfur í þrotabú ístess um 430 milljón- um króna. Almennar kröfur eru nálægt 210 milljónum, kröfur utan skuldaraðar 216 milljónir og forgangskröfur að upphæð 2,7 milljónir. Stærstur hluti kröfu Lands- bankans, eða 129 milljónir, er vegna afurðaláns. Byggðastofnun gerir 60 milljóna króna kröfu og krafa Akureyrarbæjar er 45 millj- ónir. Stærstur hluti kröfu bæjar- ins er vegna ábyrgðarskuldbind- inga og ábyrgðar á láni frá atvinnutryggingarsjóði. Krafa KEA er um 35 milljónir. Forgangskröfur, þ.e. launa og orlofskröfur starfsmanna, nema 2,7 milljónum króna. Hæsta krafa eins starfsmanns nemur um 600 þúsundum króna. JÓH

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.