Dagur - 10.10.1991, Blaðsíða 9

Dagur - 10.10.1991, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 10. október 1991 - DAGUR - 9 Fundargerðarbók áfengisvarnanefndar Akureyrar að verða útskrifuð: Fyrsta flmdargerðm í hókinni er frá árinu 1948 Eins og kom fram í Degi í vik- unni, lagði ritari áfengisvarna- nefndar Akureyrarbæjar til að keypt yrði ný fundargerðar- bók fyrir ncfndina. Sú gamla er að verða fullskrifuð en fyrsta fundargerð sem skráð er í hana er dagsett 30. apríl 1948. í fyrstu fundargerðinni stendur m.a. eftirfarandi: „Ár 1948, fimmtudagurinn 30. apríl kl. 5 e.h. var fundur haldinn í áfeng- isvarnanefnd Akureyrar á skrif- stofu Sjúkrasamlags Akureyrar. í vetur hafði bæjarstjórn kosið 6 menn í nefndina en dómsmála- ráðuneytið skipar formann lög- um samkvæmt. I nefndinni eru þessir menn: Jóhann Porkelsson, héraðs- læknir, formaður; Hannes J. Magnússon, skólastjóri; Rósberg G. Snædal, fyrrv. ritstjóri; Stefán Ág. Kristjánsson, forstjóri; Brynleifur Tobíasson, yfirkenn- ari; Eiríkur Sigurðsson, kennari. Formaður bauð nefndarmenn velkomna á fundinn og stakk upp á Eiríki Sigurðssyni fyrir ritara og var það samþykkt. Brynleifur Tobíasson benti á Guðmundur Gunnarsson, núver- andi ritari áfengisvarnanefndar með bókina goðu. Mynd: Golli Landssamband framsóknarkvenna: Stjómvöld beiti sér f\TÍr auknum kaupmætti lægstu launa 5. landsþing Landssambands framsóknarkvenna haldið í Reykjavík dagana 4. og 5. okt. 1991 gerir þá skýlausu kröfu til stjórnvalda, að þau beiti sér fyrir auknum kaupmætti lægstu launa, en um það markmið voru allir stjórnmálaflokkar sammála fyrir kosningarnar í vor. Sjálfstæðisflokkurinn gekk til kosninga undir kjörorðinu „frelsi og mannúð". Nú er ljóst að frels- ið er handa fjármagnseigendum og mannúðin er orðin að öfug- mæli, þegar horft er til árása ríkisstjórnarinnar á velferðar- kerfið. Mannlegum gildum er fórnað fyrir peningahyggju. Efnahagsstefna ríkisstjórnar Davíðs Oddssonar, sem einkum lýsir sér í vaxtahækkunum annars vegar og aðgerðarleysi hins vegar, er langt komin með að Greinasafti um fiskveiði- stjómun 1991 Stjórnun fiskveiða við ísland er eitt umdeildasta hagsmunamál þjóðarinnar og nægir að vísa til umræðna um það í Alþingiskosn- ingum sl. vor. Fjölmiðlavakt Miðlunar heldur áfram útgáfu greinasafns um fiskveiðistjórnun sem hófst árið 1989. Nú kemur út greinasafn fyrir fyrri hluta árs 1991 (janúar-júní). Bókin er ítarleg heimild um ólík sjónarmið, því í henni eru birtar allar greinar, ritstjórnar- greinar, viðtöl og fréttir úr fjöl- mörgum blöðum. Efni er raðað í tímaröð, sem ásamt aðgengilegri skrá yfir allar greinar og höf- unda, auðveldar uppflettingu á þeim ummælum eða greinum sem óskað er. lama fjárhag heimilanna og atvinnuvegir landsmanna eru komnir á vonarvöl líkt og þegar Sjálfstæðisflokkurinn gafst upp við stjórn landsins 1988. Þingið mótmælir harðlega handahófskenndum aðgerðum í niðurskurði ríkisútgjalda, sem leiða af sér versnandi afkomu alls almennings ekki síst barnafjöl- skyldna og námsfólks, stétta- skipting eykst stórlega og bilið breikkar á milli ríkra og fátækra. Þeim skattahækkunum sem birst hafa og boðaðar hafa verið í formi þjónustugjalda er hafnað. Öll verk þessarar ríkisstjórnar ber að sama brunni, gegn vel- ferðarkerfinu og jafnvægi í byggð landsins. Þingið fordæmir þann bölsýnis- áróður sem hafður er uppi af valdhöfum og óttast að hann muni draga úr trú landsmanna á möguleika þjóðarinnar og vilja einstaklingsins til framkvæmda. Sú síbylja að allt sem aumt er, sé fyrrverandi ríkisstjórn að kenna er skopleg og merki um úrræða- leysi. Krafa framsóknarkvenna er jöfnun lífskjara, jöfn aðstaða til náms og heilbrigðisþjónusta fyrir alla. Ályktun um evrópskt efnahagssvæði 5. þing Landssambands fram- sóknarkvenna varar við þeirri stöðu sem upp er komin í EES viðræðum, þar sem óljós almenn- ur fyrirvari er kominn í stað fimm ákveðinna skilyrða, sem fram- sóknarmenn samþykktu á sínum tíma. Þingið krefst þess að þjóðinni verði gefnar ítarlegri upplýsingar um raunverulega stöðu ntála áður en nokkrar skuldbindingar verða gerðar af íslands hálfu. Þingið treystir því að þingflokkur framsóknarmanna standi vörð um efnahagslegt og stjórnarfars- legt sjálfstæði íslensku þjóðar- innar í EES viðræðunum og vísar í því efni til samþykktar mið- stjórnarfundar á Akureyri 1987 um grundvallarstefnumið flokksins. Vandséð er, eins og málum er nú háttað að ísland hafi ávinning af þátttöku í EES. Leiðrétting í frétt í Degi sl. föstudag um eig- endaskipti á bílaleigunni Erni, var farið rangt með föðurnafn Birgis Torfasonar og hann sagður Bragason. Þetta leiðréttist hér ineð og eru hlutaðeigandi beðnir velvirðingar á þessum mistökum. Akureyri: Norðurhjara- rokk í 1929 í kvöld I kvöld, fímmtudagskvöld, verður boðið upp á sannkull- aða þungarokksveislu á skemmtistaðnum 1929. Hljóm- sveitirnar sem fram koma eru Skurk, Exit og Baphomet. Herlegheitin byrja kl. 21 og verður miðaverðinu stillt mjög í hóf. Tónleikarnir marka upphafið á tónleikaferð þessara þriggja hljómsveita um landið á næst- unni. Öllum er heimill aðgangur og verða eyrnatappar seldir við inn- ganginn. (Fréttatilkynning) að heppilegt mundi að formaður og ritari létu þess getið í blöðum bæjarins, livert hlutverk nefndar- innar er og var það samþykkt. Þá var einnig samþykkt að fela formanni að fara þess á leit við bæjarfógeta að mæta á næsta fund nefndarinnar. Einnig var formaður beðinn að fá upplýsingar um hvort drykkju- mannahæli væri hér starfandi og hvort hægt væri að koma þangað mönnum og með hvaða kjörum.“ -KK Bílskúrshurðaopnarar STRAUMRÁS s.f Furuvöllum 1 sími 26988 Þar sem þjónustan er í fyrirrúmi. Húsbyggjendur! Húsbyggjendur svo og aðrir sem hafa hug á að fá lagðar heimtaugar í hús sín eru vinsamlega minntir á að sækja um nú þegar, til þess að forð- ast þann auka kostnað sem verður eftir að frost er komið í jörð. Rafveita Akureyrar, Hitaveita Akureyrar, Vatnsveita Akureyrar, Póstur og sími, Akureyri. Atvinna óskast! Nýútskrifaður skrifstofutæknir hver einnig hefur verslunarpróf óskar eftir atvinnu nú þegar. Ýmislegt kemur til greina. Hefur einnig meira- og rútupróf. Upplýsingar í síma 25023 og 27279. Laus staða hreppstjóra Staða hreppstjóra í Bárðdælahreppi í Suður- Þingeyjarsýslu er laus til umsóknar. Umsóknir berist undirrituðum fyrir 15. nóvember 1991. Húsavík 1. október 1991. Sýslumaður Þingeyjarsýslu. Vantar góðan og lipran starfsmann í kjötborð Helst vanan. Upplýsingar veitir Jóhann Ingi næstu daga, milli kl. 10.00-12.00. Ekki í síma! HAGKAUP Norðurgötu 62.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.