Dagur - 10.10.1991, Blaðsíða 12

Dagur - 10.10.1991, Blaðsíða 12
dum Akureyri, fimmtudagur 10. október 1991 Frí heimsendingar- þjónusta alla daga VEITINGAHUSIÐ Hadegis- tilboð alla daga Alvöru Súpa og salatbar fylgir vp| f j „ aSk U « c; öllum abalréttum og pizzum Glerárgötu 20 • s 26690 * Vli,I.Il£ClII 113 Akureyri: Atvmnulausum fækkar - voru 127 í septembermánuði Skráðir atvinnuleysisdagar hjá Vinnumiðlunarskrifstofunni á Akureyri voru í september 2802. I ágústmánuði voru atvinnuleysisdagarnir 3987. Þannig hefur orðið nokkur bati sem má þakka að verka- fólk hefur fengið vinnu er skólafólkið sat að. Á Akureyri voru atvinnulausir í september 127. í mánuðinum þar á undan voru atvinnulausir 156. í september fyrir ári voru atvinnulausir 154. Karlar á skrá eru 57, flestir úr röðum verslun- armanna, verkamanna og bíl- stjóra. Konur á skrá eru 70, þar af 48 verkakonur. „Það sem af er október hefur störfum fjölgað heldur á Akur- eyri þannig að æ fleiri atvinnu- lausir fá vinnu,“ sagði talsmaður Vinnumiðlunarskrifstofunnar á Akureyri. ój Hvammstangi: Hreppurimi kaupir jörð Jörðin Ytri-Vellir í Kirkju- hvammshreppi var í síðustu viku seld Hvammstangahreppi. Búið er að ganga frá kaup- samningi og verður jörðin afhent á komandi vordögum. Ytri-Vellir eru sunnan Hvammstanga og segir Bjarni Þór Einarsson, sveitarstjóri á Hvammstanga, ætlunina vera að útbúa þar útivistarsvæði fyrir íbúa staðarins. „Hvammstangahreppur er afar landlítill og þar sem þessi jörð var til sölu var ákveðið að kaupa hana. Við hyggumst nýta hana til útivistarmálefna s.s. fyrir hesta- menn og jafnvel einhverja rollu- kalla. Einnig er hugsanlegt að þarna verði búinn til golfvöllur," segir Bjarni. Að sögn Bjarna var samið við Kirkjuhvammshrepp um að hann nýtti sér ekki forkaupsrétt á jörðinni og gengið frá þeim mál- um í síðustu viku. Kaupverðið er fjórar milljónir. SBG Laxveiðin: Mun fleiri laxar úr hafbeit en áður Fjöldi endurheimtra la\a úr hafbeit var 45% meiri í ár en í fyrra. Þetta skýrist af auknum fjölda slepptra seiða en endur- heimtur í sumar voru 2-3%. Aukning í stangveiði var um 10% í sumar frá sumrinu 1990. Veiðimálastofnun hefur tekið saman bráðabirgðatölur um lax- veiðina síðastliðið sumar þar sem þetta kemur fram. Alls veiddust Strákagöng opnuð í dag eftir viðgerð Strákagöng verða opnuð fyrir umferð í dag, fimmtudag kl. 16. Endurbótum á þeim er nú að stærstum hluta lokið, en gert er ráð fyrir einhverjum umferðartöfum nk. mánudag og þriðjudag vegna lokafrá- gangs á lýsingu í göngunum. Að sögn Hreins Júlíussonar, verkstjóra Vegagerðar ríkisins á Siglufirði, hefur verkinu miðað vel af hálfu verktakans, ístaks hf. Göngin hafa verið fóðruð, lýsing sett upp og frárennslislagnir endurnýjaðar. „Ég myndi segja að þetta væri mikil og góð breyt- ing á göngunum, í raun er um að ræða byltingu á þeim,“ sagði Hreinn. óþh 32 þúsund laxar á stöng og um 10 þúsund í net í sumar. Þá er átt við samanlagða netaveiði í sjó og í ám. Endurheimtir hafbeitarlax- ar voru 130.000. Heildarveiðin á landinu var 172 þúsund fiskar sem samsvarar heildaraukningu milli ára um 30%. Athygli vekur þetta sumarið að mikil aukning varð á laxveiði á Vestfjörðum þar sem var mun meiri veiði en áður. Skýringanna telur Veiðimálastofnun líklegast að leita í að hafbeitarlaxar hafi villst upp í árnar í miklum mæli. Laxveiðin síðastliðið sumar fór hægt af stað og hamlaði vatns- leysi veiði fram eftir sumri, sér- staklega í smærri ánum. Nokkuð rættist úr þegar á leið vegna rign- inga. JOH Nemendur Glerárskóla spretta úr spori í gær. Mynd: Golli Norrænt skólahlaup í Glerárskólanum: „Til að auka líkamlegt sem andlegt atgerfi“ - sagði Vilberg Alexandersson, skólastjóri „Allir hafa hug á aö hlaupa, jafnt nemendur sem kennarar. Nemendurnir hlaupa margir hverjir 10 kílómetra, en Ilest- ir kennarar styttra,“ sagöi Vilberg Alexandersson, skóla- stjóri Glerárskólans á Akur- eyri, en í gær var norræna skólahlaupið á dagskrá í skólanum. I gær var efnt lil norræns skólahlaups í Glerárskólanum á Akureyri. Glerárskólinn er fyrstur skóla til að efna til sh'ks hlaups á Akureyri. Morgun- deildir hlupu kl. 10.30 og síð- degisdeildir kl. 14.40. Mjöggóð þátttaka var í hlaupinu. „Markmið norræna skóla- hlaupsins er að leitast við að hvetja nemendur, kennara og aðra starfsmenn skólanna til að æfa hlaup og auka þannig líkamlegt sem andlegt atgerfi. Jafnframt er ntarkmiðið að efla norrænt samstarf um íþróttamál í skólum. Októbermánuður er ntánuður skólahlaupsins og hlaupararnir geta valið hvort þeir hlaupa 2Vi, 5 eða 10 kíló- metra. Hver skóli skipuleggur hlaupið fyrir sig og gerir grein fyrir þátttöku til menntamála- ráðuneytis. Viðurkenningar- skjöl eru veitt hverjum hlaup- ara svo og skóla,“ sagði Vilberg Alexandersson. ój Húsavík: Sauðflárslátrun lauk í gær - síðustu HólsQallakindurnar teknar í fyrradag Sauöljárslátrun lauk hjá Slát- Þorgeir Hlöðversson, slátur- urhúsi Kaupfélags Þingeyinga hússtjóri, sagðist vera feginn að á Húsavík í gær. Alls var lógað um 39.200 dilkum og 4.600 af fullorðnu fé. Meðalvigt dilka var um 14,6 kg, heldur lakari en í fyrra, en heppilegri þyngd hvað markaðinn varðar. Minna af kjöti var fitufellt en í fyrra. ljúka sláturtíð svo snemma í ár, ekki síst ef tekið væri mið af veðurfari síðustu dagana. Þorgeir sagði að slátrun hefði gengið mjög vel og áfallalaust. Alls unnu uin 130-140 manns á sláturhúsinu og sagði Þorgeir að vert væri að þakka fólkinu vel unnin störf. Vestur-Húnavatnssýsla: Ákveðið að stoftia atvinnuþróunarfélag - mun taka við af átaksverkefninu Ákveðið var í gær á fundi á Hvammstanga að farið yrði að gera starfsreglur o.fl. fyrir atvinnuþróunarfélag sem stofna á í V.-Húnavatnssýslu upp úr næstu mánaðamótum. Félagið mun taka við af átaks- verkefni því er staðið hefur yfir í sýslunni síðustu árin og lýkur um næstu áramót. Bjarni Þór Einarsson, sveitar- stjóri á Hvammstanga og einn þeirra sem sæti eiga í undirbún- ingsnefnd fyrir stofnun félagsins, segir að félagið eigi ekki að heita atvinnuþróunarfélag heldur bendi allt til þess að það hljóti nafnið Hagfélag V.-Hún. Hann segir að þarna verði um hluta- félag að ræða og séu það aðilar í héraði og Byggðastofnun sem muni gerast stofnaðilar. Búið er að kanna grundvöllinn fyrir stofnun þessa hagfélags í sumar og undirtektir hafa verið góðar að sögn Bjarna. Samkvæmt hugmyndum manna mun einn starfsmaður vinna á vegum félags- ins til að byrja með, en annars segir Bjarni að eftir eigi að slípa allar áætlanir um starfsemina. SBG Töluverður niðurskurður var á fé vegna fækkunar, alls um 2.300- 2.400 kindur. Á þriðjudag áttu Fjöllungar þung spor að slátur- húsinu er rúmlega 400 kindum, þeim síðustu af Hólsfjöllum, var lógað þar. Orsökin var niður- skurður vegna fyrirhugaðrar landgræðslu. Þorgeir sagði að hluti kjötsins af fullorðna fénu yrði seldur til Mexíkó. Sláturhúsið fékk góða og gagnlega heimsókn í haust, að sögn Þorgeirs. Ástralskur slátur- hússtjóri, sem einnig starfar sem ráðgjafi við slátrun, heimsótti húsið tvívegis. í haust var örfáum kiðlingum lógað á sláturhúsinu. Um helgar hefur verið unnið að nautgripa- slátrun og sagði Þorgeir að fyrir lægi á næstunni að slátra ein- hverju af stórgripum, svínum og nautgripum. Einnig ætti að slátra hrossum, með útflutning til Japans í huga. Síðan yrði sauðfé slátrað dag og dag, þar sem ekki hefðu allir enn heimt af fjalli, það fé sem fyrir hefði legið að slátra í haust. IM

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.