Dagur - 10.10.1991, Page 4
4 - DAGUR - Fimmtudagur 10. október 1991
ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF.
SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31
PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 24222
ÁSKRIFT KR. 1100 Á MÁNUÐI
LAUSASÖLUVERÐ 100 KR.
GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 725 KR.
RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.)
FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON
RITSTJÓRNARFULLTRÚI: EGILL H. BRAGASON
BLAÐAMENN:
INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585),
JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, JÓN HAUKUR BRYNJÓLFSSON (íþróttir),
ÓLI G. JÓHANNSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON,
SKÚLI BJÖRN GUNNARSSON (Sauðárkróki vs. 95-35960),
STEFÁN SÆMUNDSSON, ÞÓRÐUR INGIMARSSON
LJÓSMYNDARI: KJARTAN ÞORBJÖRNSSON
PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN
ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON, ÞRÖSTUR HARALDSSON
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON
DREIFINGARSTJÓRI:
HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI 25165
FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL
PRENTUN: DAGSPRENT HF.
SÍMFAX: 96-27639
Afleitt fordæmi
Félagsmálastofimnar
íhlutun Félagsmálastofnunar Akureyrar í
málefni þremenninganna sem komust til
Bangkok með því að nota illa fengið ávísana-
hefti og söfnuðu síðan skuldum á hóteli þar í
borg, hefur vakið verðskuldaða athygli
- landsmanna og aðhlátur.
Ferðasögu þremenninganna þarf naumast
að rekja ítarlega, enda þegar orðin fræg af
endemum. Þegar upp komst um fjársvik
félaganna ógilti ferðaskrifstofan farmiða
þeirra heim til íslands og lánardrottnar þeirra
í Bangkok kröfðust þess eðlilega að þeir
greiddu skuld sína án tafar en sættu refsingu
ella. Þegar hér var komið sögu áttuðu ferða-
langarnir sig loks á alvöru málsins; að þeirra
biði vist í erlendu fangelsi. Þeir voru hins veg-
ar ekki tilbúnir til að taka afleiðingum gjörða
sinna og leituðu ásjár stjórnvalda hér heima.
Félagsmálaráðuneytið neitaði réttilega að
hafa nokkur afskipti af málinu og þar með var
talið víst að mál þremenninganna gengi sína
boðleið um réttarkerfið ytra. En þá tók ráð-
gjafardeild Félagsmálastofnunar Akureyrar
til sinna ráða. Hún veitti aðstandendum eins
þremenninganna lán til að greiða skuldir
hans, leysa manninn úr prísundinni í Bang-
kok og koma honum heim til íslands.
Þessi afskipti ráðgjafardeildar Félagsmála-
stofnunar Akureyrar af málinu hafa sætt
mikilli gagnrýni enda orka þau vægast sagt
tvímælis. Eflaust er þetta í fyrsta — og von-
andi eina skiptið í sögunni — sem opinber
stofnun leggur fram verulega fjárhæð til að
forða manni, sem brotið hefur af sér, frá því
að taka afleiðingum gjörða sinna. í því sam-
bandi breytir litlu þótt stofnunin hafi einung-
is veitt peningana að láni í skamman tíma.
Starfsmenn ráðgjafardeildar Félagsmála-
stofnunar áttu auðvitað aldrei að ljá máls á
slíkri fyrirgreiðslu. Þeir áttu einfaldlega að
hafna erindinu og benda umsækjendum á að
leita á náðir viðurkenndra lánastofnana.
Félagsmálastofnun Akureyrar er hvorki banki
né ferðaskrifstofa og getur ekki gegnt þeim
hlutverkum, hvorki nú né síðar. Fordæmið
sem stofnunin hefur gefið með íhlutun sinni
er afleitt og ber vott um dómgreindarleysi.
Það er til þess eins fallið að koma óorði á
stofnunina.
Bæjarstjórn Akureyrar ber að fá nákvæma
skýrslu um aðdraganda þessarar einstöku
lánveitingar og sjá til þess að atvik sem þetta
endurtaki sig ekki. BB.
Er atviimuráðgjöfin
á krossgötum
Á sínum tíma skipaði þáverandi
iðnaðarráðherra, Hjörleifur
Guttormsson, nefnd undir for-
ystu Vilhjálms Lúðvíkssonar,
framkvæmdastjóra Rannsóknar-
ráðs ríkisins, sem skyldi móta
stefnu í iðnaðarmálum.
Meðal tillagna nefndarinnar
voru hugmyndir um störf iðnráð-
gjafa og um iðnþróunarfélög.
Þessar hugmyndir voru þær að
ríkissjóður veitti á fjárlögum
framlög, sem skipt var á milli iðn-
ráðgjafanna í landinu. Framlag
til starfa hvers iðnráðgjafa skyldi
miðað við sérfræðingslaun hjá
ríkinu. Iðntæknistofnun fékk í
sinn hlut, sem svaraði einu iðn-
ráðgjafaframlagi fyrir samræm-
ingarstörf á iðnráðgjafastarfsem-
inni.
Heimildarlög um iðnráðgjafa-
starfsemi í landshlutunum féll úr
gildi og fengust ekki framlengd.
Eftir 1985 hefur iðnráðgjöfin ver-
ið nánast utan kerfisins. Þetta
hefur ekki komið að sök. Fyrir
atfylgi landsbyggðarþingmanna,
hafa iðnráðgjafaframlögin verið
á fjárlögum síðan.
Iðnráðgjöfin er í eins konar til-
vistarkreppu. Raddir eru um að
smækka svæði iðnþróunarfélag-
anna. Þetta er að gerast með
óbeinum hætti með svonefndum
átaksverkefnum á starfssvæðum
iðnþróunarfélaga kjördæmanna.
Páll K. Pálsson, forstjóri Iðn-
tæknistofnunar Islands lagði til á
ráðstefnu um byggðamál í Borg-
arnesi í október á síðasta ári, að
megin verkefni Byggðastofnunar
ætti að vera aðstoð á vettvangi
atvinnuráðgjafar við landsbyggð-
ina. Benti hann á að Byggða-
stofnun ætti að veita landsbyggð-
inni hlutlæga og faglega atvinnu-
rágjöf.
Ljóst er að sú fyrirgreiðsla,
sem iðnráðgjafarnir hafa veitt er
í allflestum tilvikum nánast fyrir-
greiðsluþjónusta, en ekki eigin-
leg atvinnuráðgjöf í þess orðsins
merkingu. Taki iðnráðgjafi ást-
fóstri við fá en vænleg verkefni
verður það til þess að vanrækja
leitina að vandamálunum.
Það eru gerðar kröfur til
atvinnuráðgjafanna um viðlaga-
þjónustu, nánast hjálpræði og
bjargráð í atvinnumálum. Þetta
þýðir í framkvæmd að svo nefnd
„atvinnuráðgjöf“ færist á fyrir-
greiðslu- og úrræðastigið. Iðn-
ráðgjafarnir fjarlægjast að vera
faglegir atvinnuráðgjafar, sem
geti helgað sig verkefnum. Þessi
daglega umsýsla hefur orðið hlut-
skipti flestra iðnráðgjafanna í
störfum þeirra.
Frumatvinnuráðgjöfin þ.e.
fyrirgreiðslu- og viðlagaþjónust-
Áskell Einarsson.
an virðist vera lífæð iðnþróunar-
félaganna gagnvart sveitarfé-
lögunum.
Tengsl atvinnuráðgjafarinnar
við atvinnumálanefndir hefur
mislagst víðast. Störf atvinnu-
málanefnda eru víðast óskipulögð.
Enginn virðist láta sig varða um
að skipuleggja verkefni þeirra og
vinnubrögð. Atvinnumálanefnd-
irnar verða að spegla í störfum
sínum stöðu atvinnulífsins og
vera um leið úrræðavettvangur
um val leiða. Samstarfið við
nefndirnar er undirstaða atvinnu-
þróunarfélaganna og uppspretta
þeirra verkefna, sem þurfa á fag-
legri atvinnuráðgjöf að halda á
síðari stigum.
Hér erum við komin að brota-
löminni í því kerfi, sem við búum
við. Reynt er að bæta úr með
svonefndum átaksverkefnum.
Skýringin á aukinni ásókn í þess
konar fyrirgreiðslu er tvíþætt.
Viðleitni í að færa frumatvinnu-
ráðgjöfina heim á hvert byggða-
svæði, ennfremur afleiðing ein-
yrkjabúskapar iðnráðgjafanna,
en þeim er oftast um megn að
sinna verkefnum sínum.
Byggðastofnun var falið með
lögum, frá síðasta Alþingi, umsjá
og fyrirgreiðsla við atvinnuráð-
gjöfina í landinu, af hálfu ríkis-
valdsins. Atvinnuráðgjöfin verð-
ur því þáttur á verksviði Byggða-
stofnunar.
í stjórnarsamþykkt Byggða-
stofnunar frá 22. maí sl., sem
nefnd er atvinnuþróun á lands-
byggðinni, gerir stjórnin tilraun
til að móta starfsreglur urn stuðn-
ing við atvinnuráðgjöfina og
atvinnuþróunarfélögin. Ekki er
þar að finna tryggingu fyrir lág-
marks fjárstuðningi til iðnráð-
gjafar, sem komin var hefð á við
skiptingu fjárveitinga til iðnráð-
gjafar. Engin ákvæði eru um fag-
lega atvinnuráðgjöf á vegum
Byggðastofnunar. Sá faglegi
stuðningur, sem fólst í sam-
ræmingarstarfi Iðntæknistofnun-
ar er horfinn. Ekkert er sýnilegt af
ályktun Byggðastofnunar hvern-
ig hún annast faglega leiðsögn
fyrir atvinnuráðgjöfina.
í sömu stjórnarsamþykktinni
er ætlast til að atvinnuráðgjafarn-
ir hafi aðsetur í byggðastofnun-
um kjördæmanna. Það er í sjálfu
sér virðingarvert að byggðastofn-
anir kjördæmanna hýsi atvinnu-
ráðgjafana og að Byggðasjóðir
kosti störf þeirra, eins og reynsl-
an er á Vestfjörðum.
Svo vitnað sé til ummæla Páls
Pálssonar, forstjóra Iðntækni-
stofnunar, stendur ekkert nær
byggðastofnunum í kjördæmun-
um, en leiðsögn í atvinnumálum
viðkomandi kjördæma.
Það hlýtur að vera verkefni
Byggðastofnunar, auk þess að
efla atvinnuþróunarfélögin til
þróttmikillar starfsemi á sínum
vettvangi, að í byggðastofnunum
kjördæmanna verði til staðar
fagleg, hlutlæg atvinnuráðgjöf, til
könnunar vænlegra atvinnu-
kosta, sem njóti fyllstu fyrir-
greiðslu Byggðasjóðs.
Bregðist ekki stjórn Byggða-
stofnunar rétt við þessu hlutverki
er ekki einsýnt um stöðu þessarar
ágætu stofnunar. Það er vandséð
um hagnýt verkefni byggðastofn-
ana kjördæmanna, ef þaðan
kemur ekki forysta um faglega
atvinnuráðgjöf, sem er hafin yfir
hagsmunapot einstakra aðila og
kryt á milli byggðalaga.
Byggðastofnun stendur frammi
fyrir tvíþættu verkefni að efla
atvinnuþróunarfélögin annars
vegar og að reka sjálf faglega
atvinnuráðgjöf á eigin vegunt.
Atvinnuráðgjöfin á landsbyggð-
inni er frumþáttur allra byggða-
aðgerða, sem ekki má vera háð
duttlungum breytilegra fjárveit-
inga.
Kjarninn er sá að hér þarf til
meira raunsæi en kemur fram í
„bútastefnunni“, sem einkennir
vinnubrögð stjórnar Byggða-
stofnunar. Staðreyndin er sú að
atvinnuráðgjöfin er þýðingar-
mesta forvarnarstarfið í byggða-
málum. Það er hlutverk byggða-
aðgerða að laða menn til fjárfest-
inga á landsbyggðinni að öðru
jöfnu. í því efni er atvinnuráð-
gjöfin leiðandi starf.
Áskell Einarsson.
Höfundur er framkvæmdastjóri Fjórð-
ungssambands Norðlendinga.
Björgunarskóli Landsbjargar:
Námsstefiia í skyndihjálp
Björgunarskóli Landsbjargar,
(Landsbjörg nýstofnað landssam-
band björgunarsveita sem áður
voru Landssamband Hjálpar-
sveita Skáta og Landssamband
Flugbjörgunarsveita) heldur
námsstefnu fyrir leiðbeinendur í
skyndihjálp dagana 12.-13. októ-
ber n.k.
Tilgangurinn er að leiðbein-
endur hittist og ræði ýmis atriði
skyndihjálparfræðslu fyrir björg-
unarmenn sem og að leiðbein-
endur viðhakli og auki við þekk-
ingu sína.
Á þessari námsstefnu verða
ýmsir áhugaverðir fyrirlestrar og
ntá þar nefna: Sorg og sorgarvið-
brögð sem Sigfinnur Þorleifsson,
sjúkrahússprestur flytur. Að-
koma á slysstað og björgun úr
bílflökum sem Þorgrímur Guð-
mundsson, lögregluvarðstjóri
flytur. Kynnt verður ný reglugerð
um eiturefni, þessi kynning verð-
ur á hendi Daníels Viðarssonar
sem er forstöðumaður hjá Holl-
ustunefnd ríkisins. Þá verður
fjallað um vökvagjöf en um þann
þátt sér Sigríður Jakobsdóttir,
læknir. Einnig verður fyrirlestur
unt sjúkraflug sem Jón Baldurs-
son, læknir flytur og Rafn Ragn-
arsson, læknir verður með fyrir-
lestur um bruna og brunaslys.
Námsstefnan er að þessu sinni
haldin í Garðabæ og er stjórn-
andi hennar María Haraldsdótt-
ir, yfirkennari skyndihjálpar og
almannavarnarsviðs björgunar-
skólans. Þátttöku ber að tilkynna
á skrifstofu Lansbjargar í síma
91-621400