Dagur


Dagur - 10.10.1991, Qupperneq 5

Dagur - 10.10.1991, Qupperneq 5
Fimmtudagur 10. október 1991 - DAGUR - 5 Lesendahornið Ábyrgðarleysi for- eldra í umferðinni Nú á tímum aukinnar fræðslu öryggis barna í umferðinni finnst manni að foreldrar hljóti að hafa opnað augun fyrir því að börn eru öruggust aftur í bílnum, bundin í öryggisbelti, eða föst í barnabílstól, af viðurkenndri gerð. Því finnst mér afskaplega leiðinlegt að verða vitni að því að sumir foreldrar skuli ekki bera meiri virðingu fyrir börnunum sínum en það að láta þau vera laus í bílnum á ferð og reyndar varð undirritaður vitni að því að ökumaður á ljósbrúnni Lada bifreið lét barnið sitt, lítið eldra en þriggja ára, leika sér laust aft- ur í, með hliðargluggann opinn, og hékk barnið iðulega út um gluggann. Ef þetta er ekki að bjóða hættunni heim þá veit ég ekki hvað það er. Einnig er nokkuð algengt að Enn um miðbæjarlífið á Akureyri: sjá fólk sitja með börn fram í, og myndi því í árekstri nota barnið sem stuðpúða, og nánast öruggt væri að barnið léti lífið í þeim hildarleik, þar sem samkvæmt rannsóknum þarf ekki nema 40- 50 km hraða til að slasast veru- lega í beinum árekstri. Einnig langar mig að benda ökumönnum station-bíla á að láta ekki skottrýmið í bílnum vera leiksvæði, meðan bíllinn er á ferð, eins og stundum hefur sést, vegna þess að ef ekið er aft- an á viðkomandi, þá er mjög mikil hætta á að börnin hreinlega hendist út um gluggann aftan á bílnum, og kremjist á milli bíl- anna. Foreldrar, ég bið ykkur um að athuga og hugsa um þessi atriði. Þó barnabílstóllinn sem þið vor- uð að spá í sé nokkuð dýr, hversu miklu dýrmætari eru þá líf, heilsa og hamingja barnanna okkar? Það verður aldrei metið til fjár. Þórður Jóhannsson. Hlutabréf Gengi hlutabréfa 9. október 1991 Hlutafélag Kaupgengi Sölugengi * Auölind hf. 1,04 1,09 ★ Hf. Eimskipafélag íslands 5,80 6,00 * Flugleiöirhf. 2,10 2,30 Grandi hf. 2,75 2,90 ★ Hlutabréfasjóðurinn hf. 1,63 1,72 íslandsbanki hf. 1,65 1,73 ★ Olíufélagiö hf. 5,40 5,70 Olíuverslun Islands hf. 2,10 2,24 ★ Skagstrendingur hf. 4,90 5,10 Skeljungur hf. 5,80 6,10 ★ Sæplasthf. 7,33 7,70 ★ Útgerðarfélag Akureyringa hf. 4,90 5,10 * Hlutabréf í þessum fyrirtækjum eru til sölu hjá okkur núna. éQKAUPÞmG NORÐURLANDS HF Ráðhústorgi 1 • Akureyri • Sími 96-24700 Unglingamir standa ekki fyrir ólátum Kona, sem býr í miðbæ Akureyr- ar, hringdi. „Vegna lesendabréfs í Degi sl. þriðjudag um ólæti í miðbæ Akureyrar, vil ég að fram komi að þarna er ekki bara um að ræða unglinga. Fullorðið fólk á ekki síður hlut að máli. Ég hef oft horft á fullorðna menn etja sam- an unglingum og hafa gaman af. Mér finnst leiðinlegt þegar spjót- um er alltaf beint gegn ungling- um, það er aldrei litið á fullorðna fólkið. Ég er sjálf fullorðin, en stend hundrað prósent með ungl- ingunum. Þeir eru ekkert öðru- vísi nú en þegar ég var ungling- ur.“_________________ Hundaskítur á vinsælum gönguleiðum Ahugamaður um útivist á Akur- eyri hafði samband við Dag og vildi koma á framfæri kvörtun yfir hundaeigendum í bænum. Sagði hann að á gönguleiðinni við gömlu brýrnar yfir Eyjafjarð- ará, sunnan við flugvöllinn, væri varla hægt að ganga lengur án þess að stíga í hundaskít. Vildi hann koma þeirri ábend- ingu til hundaeigenda sem þarna væru á ferð, að þeir þrífi eftir skepnur sínar, svo göngumenn geti farið um án þess að eiga á hættu að stíga í hundaskít í öðru hverju skrefi. Til elstu borgaranna: Virðið um- ferðarreglur Húsmóðir við Akurgerði hringdi: „Ég vil beina orðum til þeirra eldri borgara Akureyrar er búa hér skammt frá, að þeir virði settarregluríumferðinni. Mjöger áberandi að gamla fólkið notar ekki merktar gangbrautir yfir Þing- vallastræti. Ég bý við fjölfama götu þar sem bílaumferðin er hröð. Af því leiðir að ég óttast um börn- in til og frá skóla. Við eigum að sýna bömunum gott fordæmi, jafnt aldnir sem aðrir.“ ER RÍKJRNDf f AKUREYRI 23599

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.