Dagur - 10.10.1991, Síða 7
Fimmtudagur 10. október 1991 - DAGUR - 7
Loðkanínur eru mjög fallegar í fullum skrúða...
Frá fiðu til flíkur:
Kynning á vinnslu á kanínufiðu
- á döfinni að auka Qölbreytni í notkun hennar
Á morgun hefst þriggja daga
kynning á vinnslu á kanínu-
Fiðu. Kynningin verður fyrst að
Hafnarbraut 5 á Dalvík á
morgun og stendur frá kl. 14-
18. Á laugardag verður kynn-
ing í Tjarnarborg í Ólafsfirði
frá kl. 14-16 og á sunnudag í
Vín í Eyjafjarðarsveit frá kl.
14-18. Á öllum stöðunum
veröur kanína klippt, Fiðan
spunnin á snældu og rokk og
þæfð. Einnig verða sýndir
ýmsir munir úr kanínufiöu.
Eins og fram kemur í frétta-
tilkynningu frá aðstandendum
kynningarinnar, var í mars sl.
haldin ráðstefna um stöðu kanínu-
ræktar á Norðurlöndum. Hún var
samvinnuverkefni Bændaskólans
á Hvannevri, Búnaðarfélags
íslands og Norsk Angora, sem er
landssamband norskra kanínu-
ræktenda. í tengslum við ráð-
stefnuna var haldið námskeið í
vinnslu og meðferð kanínufiðu
þar sem erlendu þátttakendurnir
leiðbeindu. Tilgangurinn með
því var að koma upp hópi hæfra
leiðbeinenda. Hópur kvenna af
Eyjafjarðarsvæðinu vinnur nú að
kynningu á þessum vinnslu-
Dömukvöld í 1929
á laugardag:
Danskur fata-
fellumeistari
lætur fötin falla
aðferðum í samvinnu við Iðn-
þróunarfélag Eyjafjarðar.
Til þessa hefur kanínufiða nær
eingöngu verið notuð í vélspunn-
ið garn til framleiðslu á nærfatn-
aði. Nú er á döfinni að auka fjöl-
breytni í notkun kanínufiðunnar
með því að bæta við framleiðslu
af allt öðrum toga. í Noregi hefur
fiða um nokkurt skeið verið
handunnin og seld beint til við-
skiptavina, einkum ferðamanna.
Til Islands voru loðkanínur
fluttar frá Þýskalandi árið 1981,
fyrir tilstilli fjögurra bænda af
Suðurlandi. Nú er loðkanínurækt
stunduð víða um land. Hægt er
að stunda hana sem tómstunda-
gaman eða atvinnugrein og hent-
ar hún vel sem aukabúgrein.
Ársframleiðsla hverrar kanínu
er um 1 kg af fiðu. Kanínur eru
klipptar á 90 daga fresti. Angóru-
fiða er fyrst og fremst náttúru-
afurð. Hún einangrar vel vegna
fínleika og léttleika síns, er slit-
sterk og getur tekið í sig mikinn
raka án þess að gæðin rninnki.
Hugmyndir eru uppi um að
reyna nýjar leiðir hér á landi til
að efla kanínurækt. Markmiðið
er m.a. að auka notkunarmögu-
leika og verðmæti kanínufiðunn-
ar, skapa nýja atvinnu í sveitum
og efla í leiðinni handiðn á ís-
landi. íslenskur heimilisiðnaður
hefur á undanförnum áratugum
verið á undanhaldi. Af þeim
ástæðum er margt í íslenskri
handiðn óðum að hverfa og
gleymast. Hin síðari ár virðist
hafa orðið vakning í þessum efn-
um sem m.a. má rekja til aukins
ferðamannastraums sem opnar
möguleikann á því að selja
íslenska handunna vöru. -KK
...en þær líta ekki eins vel út þegar búið er að klippa þær.
Sjómenn
Námskeið til 30 tonna skipstjórnarréttinda-
náms hefst 14. október n.k. kl. 20.00 í sjávar-
útvegsdeildinni á Dalvík.
Kennsla fer fram á kvöldin og um helgar, á Dalvík og
e.t.v. á Akureyri aö hluta til. Allt í samráöi viö
nemendur. Kennt er á nýjustu og fullkomnustu sigl-
ingartækin.
Upplýsingar í símum 61083 og 61383.
ÓALVW-
Hestamenn!
Hestamenn!
Pétur Hjálmsson verður í Eyjafirði 12. til
14. október við frostmerkingar hrossa.
Þeir sem áhuga hafa á frostmerkingu hrossa sinna
hafi samband við skrifstofu Búnaðarsambands
Eyjafjarðar, sími 24477.
Takið eftir!
Glæsilegt úrval áklæða og gluggatjaldaefna
á ótrúlegu verði, frá kr. 280,- pr. m.
Svampdýnur í öllum stærðum.
Eggjabakkadýnurnar vinsælu!
Svampur og Bólstrun
Austursíðu 2, sími 96-25137.
—
-$s M
Bonsai-tré í mörgum stæröum
Odýrar ilmjurtir í ilmker
Opið laugardaga og sunnudaga frá kl. 10-18
Blómabúðin Laufás
Hafnarstræti og Sunnuhlíð
Símar 24250 og 26250
- hljómsveitin Eldfuglinn
leikur fyrir dansi
Skemmtistaöurinn 1929 á
Akureyri verður með sérstakt
dömukvöld nk. laugardag, þar
sem m.a. danski fatafellu-
meistarinn Kinký Kasper lætur
fötin flakka. Þá mun hljóm-
svcitin Eldfuglinn, sem meðal
annarra er skipuð þeim bræðr-
um Karli og Grétari Örvars-
sonum, halda uppi fjörinu
fram á nótt.
Auk þess verður herrafatasýn-
ing frá verslununum Toppmenn
og Allir sem 1, þar sem m.a.
verða sýnd undirföt. Dömu-
kvöldið er fyrst og fremst ætlað
konum en um miðnætti eru allir
karhnenn velkomnir á staðinn.
Forsala aðgöngumiða á dömu-
kvöldið hefst í dag kl. 18.00 en
búast má við að margar konur
hafi áhuga á því að mæta í 1929 á
laugardagskvöld og taka þátt í
fjörinu.
TÍLBÖÐ
Brúnkaka 260
Rúlluterta , hvít 260
Tilboðið stendur frá
BRAUÐGERÐ