Dagur - 25.10.1991, Page 9

Dagur - 25.10.1991, Page 9
Föstudagur 25. október 1991 - DAGUR - 9 -------------------------------------- um að ræsa út slökkvilið. Við erum með þrjátíu línur og kallað er út á tíu línum í einu. Þegar búið er að ræsa út á tuttugu lín- um hefur hótelið samband við lögreglu og tilkynnir hvað er um að vera. Lögregla ræsir slökkvi- liðsstjóra í gegnum píptæki sem hann gengur með á sér, ef ekki hefur náðst í hann í síma. Síðan hringir hótelið á slökkvistöðina og tilkynnir hvað er um að vera og spyr hvort ræsa eigi út meiri mannskap.“ - Er erfitt að manna slökkvi- liðið? „Það eru rúmlega 20 menn í slökkviliðinu. Það er hægt að skipa hvern sem er í slökkvilið, það er borgaraleg skylda ef menn eru skikkaðir til þess. Það hefur enginn verið neyddur í slökkvi- liðið, menn eru þar meira af áhuga eða koma inn eftir beiðni. Það hefur orðið veruleg breyting í slökkviliðinu á síðustu árum, og við erum með nokkuð ungt lið.“ - Ég hef ekki séð konur með Sveinbjörn Lund, varaslökkviliðsstjóri. ykkur, er eitthvað því til fyrir- stöðu? „Það hafa ekki verið konur hér í slökkviliði, en þær eru vel færar um það, ekkert síður en karlmenn." Hreysti til líkama og sálar - Hvað þarf góður slökkviliðs- maður, í liði eins og hér er, að hafa til brunns að bera? „Menn þurfa að vera hraustir til líkama og sálar og að hafa gott verksvit. Því oft þurfa menn að sjá út sjálfir hvað best er að gera. í þessi áhugamannaslökkvilið veljast að langmestu leyti iðnað- armenn. Það er nauðsylegt fyrir menn að hafa einhverja stað- bundna kunnáttu og iðnaðar- menn hafa jú unnið við flest þau hús sem byggð eru og þekkja sig því innandyra.“ - Er mikið um útköll hjá Slökkviliði Húsavíkur? „Það hafa verið mjög fá útköll á undanförnum árum. Það er þó Myndir: IM Tónlist________________ Tónleikar Tuulikki Finnskur píanóleikari, Tuulikki Lehtinen, átti viðdvöl á Norður- landi í kringum helgina 19. til 20. október. Ferð hennar var heitið fyrst í Suður-Þingeyjarsýslu, þar sem hún hélt tónleika á Breiðu- mýri í Reykjadal sunnudaginn 20. en daginn eftir, mánudag, lék hún í sal Gagnfræðaskólans á Ólafsfirði. Efnisskrá tónleika Lehtinen á Ólafsfirði var bæði fjölbreytt og metnaðarfull. Hún lék verk eftir F. Chopin, S. Rachmaninov, M. Ravel og S. Prokofiev og þau engan veginn af auðveldara tag- inu. Fyrstu verk tónleikanna voru tvær etýður eftir F. Chopin. Hin fyrri var Etýða op. posth. nr. 3, en hin síðara hin þekkta og sívin- sæla Etýða op. 10 nr. 3. Túlkun píanóleikarans á þessum ljóð- rænu smáverkum Chopins var nokkuð hörð og ósveigjanleg, svo að hljóðfærið „söng“ ekki svo sem við átti. Þegar í næsta verki virtist Lehtinen vera nær sínu kjörsviði. Það var Prelúdía op. 32 nr. 12 eftir S. Rachmaninov. í þessu verki dró listamaðurinn fram blæbrigði af næmleika og nýtti vel getu hljóðfærisins í því skyni. Hið sama átti við í Sónatínu eftir M. Ravel, sem píanóleikarinn túlkaði af verulegum innileika og glæsibrag. Áheyrendum gafst kostur á því að kynnast nokkuð annarri hlið á list Tuulikki Lehtinen í næsta verki á efnisskrá hennar, en það var Jeux d’eau eftir M. Ravel. í þessu verki hefur tónlistar- maðurinn tækifæri til mynd- rænnar túlkunar. Lehtinen var sannarlega vaxin þeim vanda. Leikandi léttir tónar verksins vöktu upp myndir sytra og fljóta, gjálfurs og fossafalla svo að tæp- lega varð á betra kosið. Eftir hlé lék Tuulikki Lehtinen fyrst hina miklu Sónötu nr.9 op 103 eftir S. Prokofiev. Fyrstu þrjá kafla verksins, Allegretto, Allegro strepitoso og Andante tranquillo, lék hún af miklu öryggi og næmni. Sérlega skemmtilega tókst henni að draga fram andstæður þriðja kaflans og skapa eggjandi spennu í túlkun sinni. Fjórða kaflann, Allegro con brio ma non troppo presto, lék Lehtinen af því öryggi, sem einkenndi allan flutning hennar, en nokkuð skorti á hita og þrótt í flutningi hans, svo að ekki náðist sú lyfting, sem æskileg hefði verið. Lokaverkið á tónleikum Tuu- likki Lehtinen var Tokkata op 11 eftir S. Prokofiev. Þetta verk hlýtur að teljast í flokki virtúósa- stykkja, en listamaðurinn gerði því skínandi skil og lék það bæði af þrótti og leiftrandi öryggi. Tónleikagestir þökkuðu fyrir sig að efnisskrárlokum með lang- vinnu lófataki svo sem verðugt var. Listamaðurinn lék eitt auka- lag og var það endurtekning fyrsta verksins á efnisskránni, Etýðu op. posth. nr. 3. Skemmti- legt var að heyra, hver túlkunin á þessu smáverki var öll önnur en í fyrra skiptið. Listamaðurinn var ekki því að þakka að eldvarnir séu svo góðar. Yfirleitt er þó allt í lagi með eldvarnir í heimahús- um og síðan við fengum hitaveitu kviknar sjaldnar í, því raflagnir eru orðnar í umtalsvert betra lagi en hér í eina tíð. Það kviknar þó alltaf við og við í heimilistækjum. Brunamálastofnun hefur gert skýrslur um flest verslunar- og iðnaðarhús hér á Húsavík og það er ekkert af þessum húsum sem ekki er gerð einhver athuga- semd við. Við stóran hluta þeirra eru gerðar verulegar athuga- semdir og ég vil meina að mörg hús hér séu illa undir það búin að taka við eldi. Þau eru illa hólfuð og jafnvel veit ég dæmi þess að gerð hafa verið göt á brunaveggi, rétt eins og gert var á Réttarháls- inum í Reykjavík. Þessum mál- um er verulega ábótavant. SkemmtiWúbburlnn Líf og Ijör Diuisskcmmtun vcrður í Bláhvammi, Sklpa- götu 14, laugardaginn 26. októbcr, kl. 22.00- 03.00. Ilúsið opnað kl. 21.30. Hljómsveit Bigga Mar sér um fjörið. Félagar eru hvattir til að mæta sncmma og mima eftir félagsskírteimmum. Sjáumst hress! Stjómin. V_______________I_________________/ Ekki alltaf á löglegum hraða í útköllin Það hefur ekki verið beitt lok- unum hér, en í Reykjavík er far- ið að taka verulega harðar á þess- um málum og það færist síðan út um land.“ - Eitthvað sem þér er minnis- stætt úr slökkviliðsstarfinu. Fara menn t.d. ekki oft á öllum endum í útköllin.? „Það hefur ekki orðið neinn verulegur bruni hér á Húsavík síðan ég kom í slökkviliðið. Menn keyra ekki alltaf á lögleg- um hraða í útköll og þeir flýta sér. Einu sinni vorum við plataðir út á nýjársdag. Þetta var fyrir um það bil þremur árum og það var bæjarstjórinn okkar, Bjarni Þór, sem plataði okkur út. Hann taldi sig sjá eld við Kísilskemmuna en það sem um var að ræða var snjókóf í rauðum ljósbjarma, sem honurn fannst vera reykur. Hann kom alveg rniður sín út á Slökkvistöðina þegar við vorum að klæða okkur í búningana og sagði að þetta væri víst bara gabb.“ IM Lehtinen greinilega kominn í ham og lék etýðuna af innileika og við- kvæmni, sem hreif hvern sem á heyrði. Skemmtilegt hefði verið, að fleirum hefði gefist kostur á að njóta listar Tuulikki Lehtinen. Svo verður ekki núna, en von- andi á hún aftur ferð um ísland og veitir þá tónlistarunnendum aftur af list sinni. Haukur Ágústsson. > ...... ............. Busáhaldamarkaöurinn Amarohúsinu 2. hæð • Sími 22831 Opnum föstudaginn 25. október kl. 13.00 Búsáhöld, gjafavörur, sokkar, vettlingar, húfusett Útrúlegt verð Opið virka daga frá kl. 13.00 til 18.00. Laugardaga kl. 10.00 til 13.00.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.