Dagur - 15.02.1992, Blaðsíða 3
OOOh a rinrKicniio I Q| mAH C
Laugardagur 15. febrúar 1992 - DAGUR - 3
Fréttir
SigluQörður:
Bæjarmála-
punktar
■ Frímannskjör hefur óskað
eftir því „að bílar fái að stoppa
eitt eða tvö augnablik fyrir
framan verslunina Suðurgötu
6.“ Bygginga- og skipulags-
nefnd hafnaði erindinu og
benti á 20 mínútna stæði sunn-
an við torgið.
■ Tvö tilboð hafa borist í
niðurrif hússins Gránufélags-
gata 18. Annars vegar frá
Framtaki sf. að upphæð 288
þúsund með vsk og hins vegar
frá vélaleigu Stefáns Einars-
sonar og kranaleigu Þorsteins
Björnssonar að upphæð kr.
1.129.962 með vsk. Bæjarráð
ákvað á fundi sínum 7. febrúar
að taka lægsta tilboði.
■ KS hefur farið þess á leit að
félagið fái til afnota litla íbúð
að Hvanneyrarbraut 42 (gamla
bakaríinu). Bæjarráð ákvað á
fundi sínum 7. febrúar sl. að
fresta ákvörðun í málinu.
■ íslandsmót öldunga í blaki
verður haldið á Siglufirði dag-
ana 30. apríl til 3. maí nk.
■ Samkvæmt fjárhagsáætlun
bæjarsjóðs Siglufjarðarbæjar
verður rúmum 43 milljónum
króna varið til eignfærðrar
fjárfestingar í ár, sem skiptist
svo: Leikskóli 25 milljónir,
dvalarheimili 10,5 milljónir,
Fjölbrautaskólinn á Sauðár-
króki 4,5 milljónir, íþróttahús
1,725 milljón, slökkvistöð 500
þúsund og tæki og véiar (sendi-
bifreið v/áhaldahúss) 1 milljón
króna.
■ Starfsmenn heimilishjálpar
eru nú Borghildur Skarphéð-
insdóttir í 100% starfi, Sigur-
laug Guðjónsdóttir 25%,
Hrafnhildur Hreinsdóttir 10%
og Svava Aðalsteinsdóttir 5%.
■ í sumar er meiningin að
hafa gæsluvöll opinn í tvo
mánuði, en til þessa hefur
hann verið opinn t fimm vikur.
■ Félagsmálaráð tekur upp
þá nýbreytni á árinu að starf-
rækja sumargæslu fyrir fatl-
aða. Til stendur að hafa hana í
Myllukoti eða fram að Hóli.
Um er að ræða hálfsdagsgæsiu
f tvo mánuði.
■ Á fundi framkvæmda-
nefndar um byggingu dvalar-
heimilis fyrir aldraða 27.
janúar sl. lýsti Valþór Stefáns-
son þeirri skoðun þjónustu-
hóps að meiri þörf væri á ein-
staklingsíbúðum en hjóna-
íbúðum og viðraði þá hug-
mynd að skipulagi yrði breytt.
Fundarmenn voru sammála
um að of seint væri að gera
breytingar á 1. hæðinni, en
athugað verði að fjölga ein-
staklingsíbúðum á jarðhæð í
fjórar.
EyjaQörður:
Sorpið sett í
þriggja manna nefnd
- mestar líkur á að
Eyja§arðarsvæðið
Á aðalfundi Héraðsnefndar
Eyjafjarðar 7. febrúar sl. var
samþykkt að fela Héraðsráði
að skipa þriggja manna nefnd
til þess að gera tillögur um
hvernig best verði hagað
rekstri á sameiginlegri sorp-
eyðingu fyrir Eyjafjarðarsvæð-
ið.
sorpurðun fyrir allt
verði á Glerárdal
Gert er ráð fyrir að þessi
þriggja manna nefnd geri grein
fyrir tillögum sínum á vorfundi
Héraðsnefndarinnar í maí eða
júní.
Eins og fram hefur komið voru
niðurstöður jarðfræðiathugunar
á Glerárdal jákvæðar og eru tald-
ar mestar líkur á því að þar verði
sorpurðun fyrir allt Eyjafjarðar-
svæðið. Rétt er að hafa í huga að
auk sorps frá Akureyri fellur þar
þegar til allt sorp á svæðinu frá
Grýtubakkahreppi, Svalbarðs-
hreppi, Eyjafjarðarsveit og sveit-
arfélögunum vestan Eyjafjarðar
út að Árskógsströnd. Hríseying-
ar eyða sínu sorpir sjálfir, en sorp
frá Ólafsfirði, Dalvík, Árskógs-
hreppi og Svarfaðardalshreppi er
brennt á Sauðanesi, norðan Dal-
víkur. óþh
Hið nýja og glæsilcga dvalarheimili aldraðra á Raufarhöfn.
Mynd: Golli
íbúðir aldraðra á Raufarhöfn:
Dagvistarþjónusta að fara af stað
Um mitt síðasta ár var tekið í
notkun nýtt og glæsilegt dvalar-
heimili aldraðra á Raufarhöfn.
Raufarhafnarhreppur á aðild að
Félagsheimili aldraðra sf., sem er
félagsskapur sveitarfélaga í Þing-
eyjarsýslum allt austur til Raufar-
hafnar og rekur m.a. Hvamm á
Húsavfk, dagsvistarþjónustu á
Kópaskeri og dvalaríbúðirnar á
Raufarhöfn. Að sögn Guðmund-
ar Guðmundssonar, sveitarsjóra
Raufarhafnarhrepps, er um þess-
ar mundir að fara af stað dagvist-
arþjónusta fyrir aldraða í einni af
þessum íbúðum á Raufahöfn og
tengist hún heimaþjónustunni er
var endurskipulög sl. haust. SS
Útflutningur á hrossakjöti:
1.186 hrossum slátrað
fyrir Japani
- hrossabændur vonast til að vera komnir með
varanlegan markað fyrir svo til alla innan-
landsframleiðslu hrossakjöts af fullorðnu
Hin árlegu sjávarréttakvöld okkar
verða haldin laugardagskvöldin
29. febrúar, 7. mars og 14. mars.
☆
40-50 tegundir sjaldgæfra sjávarrétta, heitra
og kaldra á hlaðborði.
☆
Kvöldin hefjast með hanastéli og ljúfri tónlist
kl. 20.00.
☆
Eftir matinn verður svo dansað til kl. 03.00.
☆
Vinsamlega pantið tímanlega því þegar er
mikið bókað.
Síminn er 61488 og 61405.
SÆLUHÚSIÐ DALVÍK
Nýkomið æðislegt
úrval af gleraugna-
umgjörðum fyrir
böm og unglinga
Sjáúrnst
NAÞJÓNUSTANKíosso,.
7 - BOX 11 - 602 AKUREVRI - SÍMI 24646
Nú er lokið útflutningi á hrossa-
kjöti til Japans en alls voru
flutt út 97,2 tonn af kjöti af
1.186 hrossum. Verðmæti þessa
útflutnings er áætlað um 46
milljónir króna að meðtöidum
flutningsgjöldum. Þetta lætur
nærri því að vera allt það kjöt
af fullorðnum hrossum sem
kemur á markað hér á landi.
Halldór Gunnarsson formaður
markaðsnefndar Félags hrossa-
bænda sagðist vera bjartsýnn á
framtíð þessa útflutnings. „Við
höfum verið að fá 7-12 dollara á
kílóið af hrossakjöti sem er sjö-
falt heimsmarkaðsverð á kinda-
kjöti. Fyrst seldum við eingöngu
svonefnt pístólukjöt sem er lærið
og hryggurinn fram að 3. lið, en
síðurnar eru skornar frá. Slátur-
samlag Skagfirðinga hefur farið
út á þá braut að vinna kjötið í
neytendaumbúðir en fyrir það
fæst mun hærra verð.“
Hrossabændur vona að þarna
sé fundinn varanlegur markaður
fyrir afurðir sem engin leið er að
afsetja innanlands. Þeir vinna
einnig að því að kanna mögu-
leika á útflutningi annarra hluta
hrossins, svo sem á þörmum,
hjarta og lifur. Þarna virðist vera
nægur markaður fyrir kjötið en
vandinn er sá að Japanir vilja
helst fá kjötið afhent vikulega allt
árið um kring. Hingað til hefur
verið byrjað að slátra í júlí og nú
lauk slátrun í byrjun febrúar. Þá
var ekki meira til af hrossum.
„Þarna er að verða til framtíð-
armarkaður en það er þó háð því
að við höldum núverandi flutn-
ingsleið og að flutningsgjöldin
hækki ekki. Nú er kjötið flutt
með Flugleiðum til Evrópu og
þaðan áfram með Japan Airlines.
Þegar við byrjuðum á þessu var
verðið sem okkur stóð til boða
mun lægra en markaðsverðið í
Japan. Við það verða menn að
sætta sig meðan þeir eru að vinna
markaðinn og sanna sig. Nú vita
Japanir að við getum boðið upp á
kjöt sem stenst gæðakröfur enda
hefur verðið hækkað um 40% frá
því útflutningurinn hófst fyrir
þremur árum. Við erum að nálg-
ast það verð sem við vitum að er
í boði.
Með þessu móti tekst okkur að
fá nokkurn veginn sama verð fyr-
ir kjötið og greitt er hér á landi.
Slátursamlag Skagfirðinga fékk
raunar yfirverð fyrir unna kjötið í
ár. Þar munar líka miklu um
flutningskostnaðinn því það er
dýrt að borga undir beinin alla
þessa leið,“ sagði Gunnar.
Því má bæta við að af heildar-
verðinu, 46 milljónum króna,
runnu 20,5 milljónir, eða 44,5%,
til bænda, 8,5 milljónir eða
18,4% komu í hlut sláturleyfis-
hafa, en flugfélögin tóku 17 millj-
ónir eða 37,1% af heildarverðinu
fyrir að koma kjötinu til Japans.
-ÞH
Sjávarréttakvöld