Dagur - 15.02.1992, Blaðsíða 12

Dagur - 15.02.1992, Blaðsíða 12
12 - DAGUR - Laugardagur 15. febrúar 1992 Matarkrókur Lostæti handa lesendum - Albert Hannesson töfrar fram uppskriftir Albert Hannesson, kokkur á Hótel KEA, brást vel við áskorun Palla á Greifanum og töfrar hér fram lostœti handa lesendum Dags. Albert er þrautreyndur í eldamennsk- unni og œttu uppskriftir hans að vera pottþéttar. Hann býð- ur upp á forrétt, aðalrétt og eftirrétt, sannkallaða veislu- máltíð, og eru fiskréttir ofar- lega á blaði. Laxatartar (Forréttur fyrir fjóra) 400 g lax 1 bolli sýrður rjómi 2 st. lime Salt, hvítpiparkorn, graslaukur 100 g svartur kavíar 'A bolli majones Laxinn er skorinn fínt og krydd- aður með salti, muldum pipar- kornum og limesafa. Bragðast til eftir smekk. Mótað í buff, 4x100 grömm, og geymt í kæli- skáp í ca. klukkutíma. Pá er sýrðum rjóma og majonesi blandað saman og kryddað með salti, pipar, graslauk og lime- safa. Þetta er látið jafna sig í kæliskáp. Pegar forrétturinn er borinn fram er sósan hrærð aðeins upp, sett á disk og tartarinn ofan á. Ein teskeið af svörtum kavfar sett ofan á miðju hvers tartars, skreytt með sítrónusneið og steinselju. Borið fram með rist- uðu brauði. Ofnbakaður skötuselur (Fyrir fjóra) 800 g skötuselur í sneiðum 'A dós sneiddir sveppir 1 stór laukur 2 litlar paprikur, rauð og gul 100 g rœkjur (frosnar) 100 g rjómaostur Salt, pipar, hvítlauksduft Fiskurinn er kryddaður upp úr salti, pipar og hvítlauksdufti, síðan velt upp úr hveiti. Þá er fiskurinn brúnaður á pönnu í ca. Vi mínútu hvor hlið, síðan er hann látinn í eldfast mót. Paprika er skorin í tvennt og síðan í ræmur. Laukur tekin í tvennt og svo skorin í hálf sneiðar. Sveppir, laukur og paprika er svissað á pönnu, rjóma hellt yfir og rjómaostin- um bætt við, látið þykkna aðeins, rækjurnar settar út í. Þessu er síðan hellt yfir fiskinn og rifnum osti stráð aðeins yfir. Bakað í ofni við ca. 180-200 gráður í 15-20 mínútur. Borið fram með fersku grænmetis- salati og hrísgrjónum. ísterta 4 eggjahvítur IV2 dl strásykur V2 dl flórsykur 150 g makkarónukökur 1 lítri jarðarberjaís 6 cl kirsuberjalíkjör Blá vínber 100 g súkkulaðispœnir 100 g niðursoðin kirsuber, græn og rauð V2 lítri rjómi Eggjahvíturnar eru stífþeyttar og strásykurinn látinn í smátt og smátt á meðan, síðan flórsykur- inn. Makkarónukökur muldar niður og blandað saman við. Pessu er sprautað í tvo botna á bökunarplötu þannig að þeir líti út eins og snúðar eða lakkrís- rúllur. Gott er að hafa álpappír undir. Bakað við 125 gráður í ca. 30-40 mínútur. Jarðarberjaísinn er skorinn í bita og súkkulaðispænir settir saman við og gróft söxuð kirsu- ber og líkjör. Annar botninn er látinn á fat og þakinn með ísnum. Hinn botninn er lagður yfir og helmingnum af þeytta rjómanum smurt yfir hann og hliðarnar. Afgangnum af rjóm- anum er sprautað fallega á tert- una. Skreytt með kirsuberjum og vínberjum. Tertan er geymd í frysti og tekin úr honum 5-10 mínútum áður en hún er borin fram. Þannig hljóða uppskriftir Alberts Hannessonar og hann hefur valið eftirmann sinn og sá er ekki úr hópi lærðra kokka, en mjög laginn og áhugasamur í eldhúsinu. Hann heitir Jón Jóhannesson, Munkaþverár- stræti 23, og mætir hann í mat- arkrók að hálfum mánuði liðnum. SS VíSNAÞÁTTUR Þessi siglingavísa er sögð eftir Jón Jónsson á Skarfanesi: Vindur gall í voðunum, velti fallið gnoðunum, belgur skall við boðunum, borðið vall í froðunum. Kári Kárason mun hafa kveð- ið þessa, er hann beið byrjar: Komi leiði um kembings heiði. Kári beið ég veiti lið. Boðar freyði, skaflar skeiði skutinn breiða aftan við. Látra-Björg guðaði svo á glugga á bæ í Kaupangssveit: Æðir fjúk um Ýmisbúk, ekki er sjúkra veður. Klæðir hnjúka hríð ómjúk hvítum dúki meður. Skáld-Rósa á að hafa kveðið þessa vísu: Væri ég tvítugs aldri á og ætti von til þrifa, mér ég óska mundi þá að mega í Flatey lifa. Einar Matthíasson Long orti þessa til kvenmanns: Illa tamin ertu greyið, ekki er sagan ný. Hafi einhver hjá þér legið, hann sér eftir því. Jón Guðmundsson, Garði við Þistilfjörð kvað: Fjörðinn kæra fegra bæði fjöll og skógarnir. En þeir eru saur á silkiklæði satans mennirnir. Hreiðar Eyjólfsson Geirdal kvað um líkfylgd: Röltir fólk með ríkra ná raunir þjaka sinni. Þegar snauður fellur frá fylgdin verður minni. í lífsins skvaldri. (Heimagert. J.B.) Ég hef lagt að ýmsu eyra, auðmjúkur sem vera ber. Þúsund sinnum fer þó fleira fyrir ofan garð hjá mér. Og í þessum orðagrúa ósköp fátt afhinu mer. Mér er ekki tamt að trúa, Tómas er svo nærri mér. Vakiryfir velferð minni vinur hver, sem horfinn er. Þessa á ég sól í sinni, sannanirnar duga mér. Orð ég fengið hef að handan, horft á það sem meira er. Þetta finnst mér fyrir andann fremra því sem - trúa ber. Svona fer. Fyrr á tíð ég fleygði í menn fáránlegum stökum. Sælkerarnir inna enn eftir slíkum kökum. Glettnin lifir, en hún er ekki skrifuð lengur. Seglin rifuð, þar til þver þrautin yfir gengur. Staka: Oft ég gamansögu segi svo að ami víki fjær. En mér er sama þó ég þegi þegar framur orði nær. Staka: Þess sem átti í orrahríð afrek sagan geymir. Okkar flestra ævitíð út í sandinn streymir. Ólína Andrésdóttir, (systir Herdísar) kvað næstu vísur. Þær ortu mikið. Vestanrok við Breiðafjörð. Hylur mökkur heiðisbrá, himinn klökkur tárast þá. Skýja dökkir skrokkar slá skuggum rökkurs fjöllin á. Vestanáttar voðaél vekja reiða sjóa. Rísa þeir hátt við himinhvel, halda inn Breiðaflóa. Veðra glymur ógnar önd, olli dauðans grandi. Nú er brim á Barðaströnd og bára á Rauðasandi. Unnur kalda, ógna vald áttu að gjalda og týna. Ritað aldrei undanhald er á skjaldbreið þína. Ólína mælti af munni fram er hún var beðin að flytja ljóð ásamt Guðm. skáldi á Sandi: Eigir þú kost á ilmgresi úr andans nægta hlöðu, illt er að blanda útheyi innan um slíka töðu. Tófufeldir: Hér má þekkja þessar stærri, þær bera tignar Ijósan vott. Eftir því er hefðin hærri sem hafa þær fleiri klær og skott. Til erlends skálds: Gefur vorið sóldag-sál, signir óðarfullið. Hefir borið yfir ál íslands, Ijóða gullið. Sléttubönd: Sálin fagnar, ljóssins ljúft leiftrar bjarta rúmið, málið þagnar, dulardjúpt dvínar svarta húmið. 1924 komu út fyrstu ljóð þeirra Ólínu og Herdísar Andrésdætra. Settust þær umsvifalaust á skáldabekk- inn. Nú birti ég vísur eftir Herdísi. Lausavísur: Oftast svellin örlaga illum skellum valda, fyrir brellum freistinga fáir velli halda. Fæst hér nóg af frosti og snjó og flestu, er ró vill bifa. En þegar glóey gyllir mó gaman er þó að lifa. Sorgir lífs í margri mynd mæddar sálir beygja, en væri hér hvorki vín né synd vildi ég aldrei deyja. Hjarta og sinni harmar þjá heims af kynningunni. Og ekki finn ég ylinn frá æskuminningunni. Dagsetur: Þér þó árin færi flest og falli tár um brána, þú munt sárin þola verst þegar hárin grána. Við skulum láta lán og þraut lífsins glímu herða, því ýmsir mát á ævibraut alla tíma verða. Þú skalt klaga aldrei í ævidaga - róti. Þér er hagur enginn í þó aðrir baga hljóti. Jón Bjarnason fró Garösvík Bíddu rótt og biddu um styrk, að bili þróttur eigi. Líður nóttin löng og myrk, ljómar skjótt af degi. Bændahöfðinginn Þorleifur í Stóradal var í Reykjavíkurför með sveitungum sínum. Sat hann að sumbli er þeir vildu heim. Einhver kvað þá: Oft eru málaefnin rík eftir skálateyginn. Runnur stála í Reykjavík rennur hála veginn. Þá koma siglingarvísur eftir Hreggvið Eiríksson (f. 1765). Ægis jóðin öldruðu ill með hljóðin skvöldruðu. Straums um slóð ei stöldruðu stundu móð og nöldruðu. Hvals um endi Hræsvelgur hrein við strengi skapillur, undir mengi alvotur öslaði lengi byrðingur. Reflum skreytti rásóti rennslis neytti sá fljóti, öldum beitti á móti, af sér þeytti sjáróti. Láin hrundi, reyndist röng, ráin stundi, hjólið söng, voðin drundium Glammagöng, gnoðin dundi rúmalöng. Margrét í Stafni var víðfræg að reysn og myndarskap. Hún kvað í elli: Þó að blási stundum strangt stormur raunafrekur, ekki þarf að þykja langt það sem enda tekur.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.