Dagur - 15.02.1992, Blaðsíða 13
Laugardagur 15. febrú^r 1992 - DAGUR - 13
Tómstundir
Kvennadeild Slysavarnafélags íslands í Húsavík 55 ára:
„Hríseyingar stöfluðu okkur á paUbfl“
- segir Hrönn Káradóttir, formaður deildarinnar, er hún riQar upp skemmtileg atvik úr félagsstarfinu
Kynnum nýja
sumarbæklinginn
sunnudaginn 16. febrúar
Opið kl. 13-16
®Ferðaskrifstofa
Akureymr h/f
RÁÐHÚSTORGI 3 SÍMI 96-25000
Kvennadeild Slysavarnafelags
íslands í Húsavík var stofnuð
7. feb. 1937, og er því rétt orð-
in 55 ára. Afmælisins verður
minnst á aðalfundi þriðjudag-
inn 18. feb. nk. Fundurinn
verður haldinn í Félagsheimili
Húsavíkur og hefst kl. 20.30.
Þær konur sem áhuga hafa á
að gerast félagar í deildinni eru
boðnar hjartanlega velkomnar
á fundinn. Deildina vantar
áhugasamar konur, dætur, eig-
inkonur og mæður sem rétta
vilja fram hönd til að auka
öryggi sinna nánustu, samhliða
því að stuðla að almannaheill
með því að verja hluta tóm-
stunda sinna til starfa að slysa-
varnamálum.
„Deildin er aðili að Slysa-
varnafélagi íslands, en félagið
hefur á stefnuskrá sinni slysa-
varnir á sjó og landi. Afmælið
ætlum við að halda upp á með því
að gefa félagskonunum gott kaffi
eftir aðalfundinn. Við ætlum
jafnvel að syngja saman og ein
félagskonan ætlar að segja okkur
eitthvað skemmtilegt, þetta á að
vera svona huggulegt kvöld. Að
sjálfsögðu vona ég að allir félagar
mæti, bæcji styrktarfélagar og
aðrir. í deildinni eru 180-190
konur og björgunarsveitar-
mennirnir eru milli 50-60,“ sagði
Hrönn Káradóttir, formaður
deildarinnar, aðspurð um afmælis-
haldið.
Fótboltalið í náttkjólum
- Er Kvennadeildin ekki nokk-
urs konar móðurfélag björgunar-
sveitarinnar?
„Jú. Það var til hér vísir að
björgunarsveit, og 1959, í for-
mannstíð Jóhönnu Aðalsteins-
dóttur, þá var björgunarsveitin
formlega stofnuð af kvennadeild-
inni. Vilhjálmur Pálsson var
fyrsti formaður deildarinnar, síð-
an tók Hörður Þórhallsson við í
nokkur ár og núverandi formað-
ur er Jón Kjartansson.
Sveitin er vel tækjum búin og
öflug, en húsnæðið er orðið bæði
lélegt og lítið og við þurfum að
gera eitthvað í því máli í náinni
framtíð. Við ætlum að reyna að
byggja og það verða allir Húsvík-
ingar að standa saman, því þetta
er ekki bara gert fyrir fólkið sem
starfar að þessum málum.
- Fjöldi fólks, bæði konur og
karlar, ver drjúgum hluta tóm-
stunda sinna til að vinna að slysa-
varna- og björgunarmálum.
Hvernig lýsir þú þessu fólki og
hvað knýr það áfram?
„Þetta er allt mögulegt fólk,
fólk sem hefur áhuga fyrir þess-
um málum og það er áhuginn fyr-
ir björgunar- og slysavarnamál-
um sem knýr það áfram. A
hverju fimmtudagskvöldi mæta
björgunarsveitarmennirnir út í
björgunarskýli, fleiri og færri.
Þeir hlú að tækjum, spjalla og
vinna ýmislegt. Við í Kvenna-
deildinni erum með tvo fundi á
ári, einn á haustin og svo aðal-
fund eftir áramót. Auk þess held-
ur stjórnin fundi og þegar verið
er að starfa köllum við til konur,
og það er alltaf auðfengið að þær
mæti og taki til hendinni við
vinnu fyrir félagið.
Sjómannadagskaffið er okkar
öflugasta fjáröflunarieið og allar
félagskonur leggjast á eitt með að
vinna að því.
Við erum með basar á haustin
og það hefur stundum verið talað
um að leggja hann niður. Þetta er
fjáröflun sem gefur að vísu vel af
sér. Basarinn hefur breyst. Hér
áður voru þar á boðstólnum
sokkaplögg og peysur, vörur sem
konurnar prjónuðu og saumuðu
sjálfar og þessar vörur seldust
vel. Nú hefur tíðarandinn breyst,
unglingar, börn og jafnvel full-
orðnir eru eiginlega hættir að
nota svona fatnað, ganga í kulda-
skóm og þurfa því ekki ullar-
sokka. Nú erum við með bland-
aðan basar þar sem fást bæði
munir og kökur, sultur, afleggj-
arar, blóm og allt mögulegt. Þetta
er mjög skemmtilegt.
Fjáröflunarnefnd starfar á veg-
um deildarinnar og gengst fyrir
einni fjáröflunarsamkomu á
árinu, það hafa verið haldin
bingó, einu sinni var spurninga-
keppni og einu sinni var fótbolta-
leikur í höllinni þar sem við slysa-
varnakellur kepptum við karla
úr bænum, við lékum í náttkjól-
um en þeir í náttfötum. Stúlkur
sýndu diskódans og fleira var til
skemmtunar. Þetta var gaman og
gerði mikla lukku. Það er ýmis-
legt hægt að gera ef fólk vill.“
Það er eins og fólk vakni
þegar slys verða
- Hefur þú orðið vör við að það
sé eitthvað sérstakt sem kveikir
áhuga fólks fyrir að vinna að
slysavarnamálum?
„Það er kannski ljótt að segja
frá því, en ef að eitthvað kemur
fyrir, sem betur fer gerist slíkt
ekki oft hér á Húsavík, en þá
virðist áhuginn vakna fyrir að
vinna að þessum málum. Ef slys
verða er eins og fólk vakni, en
Hrönn Káradóttir.
mér finnst hart að slíkt þurfi til.
Uppistaðan af félagskonunum
okkar eru konur sem komnar eru
um og yfir sextugt og yfir sjötugt.
Það er ein og ein ung kona að
bætast í hópinn og ég vona að
ungar konur sjái að þetta er félag
sem hægt er að vera í. Við erum
ekki alltaf með matarfundi eða
eitthvað fínt, en mér finnst við
starfa að verðugu málefni.
Nú er Slysavarnafélag íslands
að taka upp verkefni sem ég vona
að við eigum eftir að vinna vel að
hérna. Yfirskrift þess er: Gerum
bæinn betri fyrir börnin. í haust
pöntuðum við borða með endur-
skinsmerkjum og fórum í skól-
ann og afhentum sex, og átta ára
börnum beltin. Skátarnir sendu
sjö ára börnum belti í pósti. Við
sendum börnin heim með bréf til
foreldranna, þar sem óskað var
eftir að þau sæju til þess að börn-
in notuðu beltin. Þegar við fórum
í bekkina til að afhenda beltin
sagði eitt barnanna: „Þetta er nú
bara ekkert hallærislegt." Þetta
fannst mér skemmtilegt. Yngstu
börnin voru mjög sæl með þetta
og mér fannst eins og þeim eldri
þætti þetta allt í lagi.
Mynd: IM
Þessu ætlum við að halda áfram
þannig að hver nýr bekkur sem
kemur í barnaskólann fær endur-
skinsbelti frá okkur. Og svo er
bara að vona að börnin noti
þau.“
Finnst ég hafa gert
eitthvað fyrir einhvern
- Þú hefur starfað að þessum
málum af miklum áhuga og dugn-
aði. Hvað gefur þetta þér?
„Þetta er félagsmálastarf sem
ég hef áhuga fyrir. Ég á að vísu
annað áhugamál á öðru sviði.
Þegar ég er að vinna að einhverju
sem ég hef áhuga á, þá vil ég ekki
endilega standa í sviðsljósinu og
láta mynda mig. Undir niðri
finnst mér ég bara hafa gert
eitthvað fyrir einhvern. Samstarf-
ið við Slysavarnafélag íslands
myndar keðju í kringum landið,
og við erum hlekkur í þeirri
keðju. Við í deildinni erum
ánægðar ef við getum látið eitt-
hvað gott af okkur leiða, þó við
séum ekki að hrópa það á torgum
og gatnamótum. Við erum
ánægðar, strákarnir í björgunar-
sveitinni eru ánægðir með okkur,
og þá er þetta allt í lagi þó ekki sé
alltaf verið að hossa okkur."
Sex stofnfélagar á lífi
„Á fimmtugsafmæli félagsins
gerðum við alla stofnfélaga sem á
lífi voru og enn í deildinn að
heiðursfélögum. Þær voru sjö, en
þá áttum við fyrir einn heiðurs-
félaga á lífi, Sigríði Sigurjóns-
dóttur, sem nú er látin. Nú á
deildin sex heiðursfélaga á lífi og
það var gaman að geta gert
eitthvað svona fyrir þessar konur
sem nú eru búnar að starfa í
þessu félagi í 55 ár.“
- Að lokum Hrönn, viltu rifja
upp eitthvað minnisstætt og
skemmtilegt úr starfinu?
„Við fórum skemmtilega ferð
út í Hrísey fyrir nokkrum árum.
Við fengum ákaflega góðar við-
tökur bæði á Akureyri og í Hrís-
ey. Björgunarsveitarmenn í Hrís-
ey hreinlega stöfluðu okkur á lít-
inn pallbíl, tróðu okkur í jeppa
en sumar löbbuðu út að Ystabæ.
Við borðuðum á Brekku og að
lokum var komið við á Dalvík,
þar sem við fengum kaffi.
Árið eftir var farið til Siglu-
fjarðar og Sauðárkróks, en ég var
ekki með í þeirri ferð. í fyrra fór-
um við í leikhúsferð til Ákureyr-
ar, eftir að engin þátttaka hafði
verið í ferð sem við ætluðum að
fara. Það var nú ekki góð þátt-
taka í leikhúsferðina heldur,
hún endaði með því að við fórum
12 á björgunarsveitarbílnum.
Þetta var samt óskaplega gaman.
Hér fyrr á árum var var farið í
langar ferðir, 4-5 daga, en það
var áður en bílaeign varð eins
almenn og í dag og konur voru
mun minna á ferðinni.
Það er ljóst að okkur vantar
konur, bæði yngri og eldri, sem til-
búnar eru til að starfa með okkur.
Við höfum auglýst eftir nýjum
félögum og nýir félagar eru vel-
komnir á aðalfundinn. Ég verð
svo glöð þegar konur hringja í
mig og vilja ganga í félagið. Það
eru engar serímoníur við inn-
göngu í deildina, nóg að mæta á
fundinn eða slá á þráðinn til ein-
hverrar í stjórninni, en auk mín
eru það: Birna Sigurbjörnsdóttir,
Málmfríður Sigtryggsdóttir,
Fanney Óskarsdóttir og Stein-
þóra Guðmundsdóttir." IM
V