Dagur - 26.03.1992, Síða 3
Fimmtudagur 26. mars 1992 - DAGUR - 3
Fréttir
Vátryggingafélag
íslands hf.:
Rekstrar-
•ii*
ónir króna
Afkoma Vátryggingafélags
ísiands hf. á árinu 1991
batnaði mikið frá fyrra ári.
Rekstrarhagnaður varð 40,6
miiljónir króna. Á aðalfundi
félagsins var ákveðið að
greiða hluthöfum 5% arð af
hlutafé.
Fram kemur í skýrslum að
kostnaðurinn við rekstur Vá-
tryggingafélagsins árið 1991 er
nú 332 milljónum króna lægri
en verið hefði með kostnað-
arhlutfallinu 1988, sem var
síðasta starfsár stofnfélaganna
tveggja. Um hagræðingar-
aðgerðir síðasta árs segir:
„Unnið var áfram að hagræð-
ingu í rekstri, og árangur varð
enn frekari lækkun kostnaðar.
Samtala greiddra umboðs-
launa og rekstrarkostnaðar
lækkaði þannig niður í 19,8%
af iðgjöldum ársins úr 23,4%
árið 1990. Eigið fé félagsins
var aukið á árinu 1991 með
útgáfu nýs hlutaíjár að nafn-
verði 130 milljónir króna.
Hlutafé þetta var allt selt á
genginu 2.0 og var aukning
eigin fjár félagsins því 300
milljónir króna. Eftir hluta-
fjáraukninguna er nafnverð
hlutafjár félagsins 430 milljón-
ir króna og bókfært eigið fé
þess í árslok 1991 er 709 milij-
ónir króna. ój
Synjun byggingarnefndar á breytingum á Rimasíðu 15 á Akureyri:
Byggingamefiid dragi ekki æru
manna niður í svaðið með lágkúru
- segir Kristján Gunnarsson, eigandi hússins, m.a. í bréfi til nefndarinnar
„Það er orðið tímabært að
þessari vitleysu Ijúki og nefnd-
in veiti umbeðið leyfi til bráða-
birgða ef ekki dugar annað til
og sé ekki að draga æru manna
niður í svaðið með lágkúru. Ef
ekki er hægt að fá frið fyrir
byggingarnefndinni og starfs-
mönnum bæjarins um þennan
fasteignarekstur út í Rimasíðu
sé ég ekki annað en ég muni
leggja reksturinn niður, segja
íbúunum upp leigusamningn-
um, loka fyrir hitaveitu, raf-
magn og vatn og láta innsigla
húsið til frambúðar.“
Þetta segir Kristján Gunnars-
son, eigandi hússins Rimasíða 15
á Akureyri, í bréfi til byggingar-
nefndar Akureyrarbæjar dagsett
Raufarhöfn:
Verslunaifélagið
opnar gistiheimili
Verslunarfélag Raufarhafnar
hf. hefúr opnað nýtt gistiheimili
að Aðalbraut 24 á Raufarhöfn.
Gistiherbergin eru á efri hæð-
um skrifstofubyggingar versl-
unarfélagsins.
Fyrst um sinn verður boðið
upp á gistingu í tveimur tveggja
manna herbergjum og einu eins
manns herbergi en í framtíðinni
verður gistirýmið aukið.
Dvalargestir hafa aðgang að
rúmgóðu eldhúsi og góðri stofu
til að matast í svo og bjartri og
vistlegri setustofu þar sem þeir
geta horft á sjónvarp eða gluggað
í bækur sem eru til afnota fyrir
gesti. Hægt verður að fá morgun-
mat á gistiheimilinu og málsverði
í mötuneyti sem rekið er í heima-
húsi steinsnar frá gistiheimilinu.
Ársskýrsla ístex hf.:
Tekjur tæpar 60 miHjónir
og eiginfjárhlutfall 44%»
íslenskur textOiðnaður hf. eða
ÍSTEX var stofnað 15. október
sl. og tók yfir starfsemi Rekstr-
arfélags Alafoss í Mosfellsbæ
og Hveragerði. Uppgjör fyrir-
tækisins fyrir 1991 Iiggur fyrir,
það fyrsta frá því ístex hóf
starfsemi.
í ársskýrslu ístex kemur fram
að fjöldi starfsmanna á sl. ári var
62 og þar af voru 59 í framleiðslu-
störfum. Rekstrartekjur voru
tæpar 60 milljónir. Hagnaður árs-
ins fyrir skatta sem hlutfall af
veltu var 5,4% og hagnaður árs-
ins sem hlutfall af veltu 2,9%. Þá
reyndist veltufjárhlutfall vera
1,92 og lausafjárhlutfall 0,93.
Eiginfjárhlutfall (tapþol) var
44%.
ístex hf. flytur út handprjóna-
band til 15 landa. Helstu mark-
aðssvæði handprjónabandsins
eru Bandaríkin, Kanada, Evrópa
og Japan. Þá framleiðir ístex
band í íslenskan fatnað og vefn-
aðarvörur sem flutt er út víða um
heim. Megináhersla er lögð á
framleiðslu úr íslenskri ull, en
gæði hennar hafa aukist jafnt og
þétt með auknum haustrúningi.
ój
Alþingi:
Fyrirspum um
Jóhannes Geir Sigurgeirsson
hefur lagt fram á Alþingi fyrir-
spurn til dómsmálaráðherra í
framhaldi af svokölluðu Þjóð-
lífsmáli sem áberandi hefur
verið í fjölmiðlum að undan-
förnu. Þingmaðurinn krefur
dómsmálaráðherra þar svara
um vernd almennra borgara
gagnvart innheimtumönnum.
Fyrirspurn Jóhannesar Geirs
er svohljóðandi:
„Hyggst dómsmálaráðherra
grípa til einhverra aðgerða til
verndar almennum borgurum
gegn innheimtumönnum sem
virðast beita réttarkerfinu til að
ná fé út úr saklausu fólki, sbr.
fréttir af slíku athæfi í fjölmiðlum
í síðustu viku í tengslum við inn-
heimtu áskriftargjalda tímaritsins
Þjóðlífs?" JÓH
í tilkynningu frá Verslunar-
félagi Raufarhafnar kemur fram
að verði á gistingu er mjög stillt í
hóf og einnig er hægt að fá svefn-
pokapláss. Þá er hægt að semja
um afslátt ef dvalið er í nokkra
daga. SS
í gær, 25. mars.
Bréfið er sent byggingarnefnd
vegna afgreiðslu hennar á erindi
Kristjáns um breytingar á Rima-
síðu 15, en eins og Dagur greindi
frá sl. þriðjudag synjaði bygg-
ingarnefnd erindinu.
Kristján fer fram á í bréfinu að
byggingarnefnd taki málið aftur
fyrir til efnislegrar umfjöllunar
og vísar í því sambandi til 8.
greinar byggingalaga. „Til að
fyrirbyggja misskilning skal tekið
fram að breytingar þessar á notk-
un hússins eru eingöngu til
bráðabirgða og ætlað að bæta
fjárhag vegna eignarinnar 5-10
næstu árin, en ekki sem breyting
til frambúðar," segir orðrétt í
bréfinu.
Eins og fram kom í frétt Dags
sl. þriðjudag lagði Árni Ólafsson,
skipulagsstjóri Akureyrarbæjar,
til á fundi byggingarnefndar 18.
mars sl. að hönnuður teikning-
anna að nefndum breytingum á
Rimasíðu 15 yrði áminntur. Um
þetta segir Kristján í bréfi sínu til
byggingarnefndar: „Mál þetta er
farið að taka á sig skrítna mynd,
þegar einn nefndarmaðurinn
Árni Ólafsson núverandi skipu-
lagsstjóri Akureyrarbæjar er far-
inn að ráðast að teiknara mínum
fyrir að teikna upp breytingar á
húsinu á mína ábyrgð og sam-
kvæmt óskum mínum og hug-
myndum, með óskum sínum um
lágkúrulegar bókanir í garð
teiknara míns sem vel mætti
skilja sem atvinnuróg af óvönd-
uðum. Byggingarnefnd er af-
greiðslustaður fyrir hugmyndir
manna um húsbyggingar, gerð
þeirra, útlit og notkun. Allir hafa
rétt á og fullt frelsi til að leggja
slíkar hugmyndir fyrir byggingar-
nefnd. Allt annað er brot á tján-
ingarfrelsi og málfrelsi. Bygg-
ingarlögin og skipulagslögin í
núverandi mynd hefta athafna-
frelsi manna allt of mikið og eru
því orðin úrelt og mikið til þarf-
laus, mér sýnist að óhætt sé að
fella út stóra hluta þeirra að
skaðlausu." óþh
í frera vetrar.
Mynd: Golli
Vetrarleikar hestamanna á Akureyri:
Fjölbreytt og áhugaverð dagskrá
- dagana 27. til 29. mars
Vetrarleikar hestamanna fara
fram á Sanavellinum á Akur-
eyri dagana 27. til 29. mars nk.
Hestamannafélagið Léttir á
Akureyri og íþróttadeild þess
standa að framkvæmd leik-
anna. Boðið verður upp á
mjög fjölbreytta dagskrá alla
dagana og Akureyringar jafnt
sem nærsveitamenn eru hvattir
til að mæta á SanavöIIinn og
styðja þannig við bakið á hesta-
mönnum á Akureyri.
Vetrarleikarnir verða settir kl.
20,00 á föstudag með fánareið
félaga úr íþróttadeild Léttis.
Hálfri klukkustund síðar hefst
grímutölt þar sem knapar mæta í
grímubúningum á skreyttum
hestum. Óhætt er að segja að f
þessu dagskráratriði koma fyrir
sjónir áhorfenda margir glæsileg-
ir úrvalstöltarar þar sem tölthest-
ar af Eyjafjarðarsvæðinu hafa
verið áberandi á liðnum árum á
mótum hestamanna um land allt.
Morguninn eftir kl. 9.00 hefst
forkeppni í fjórum gangtegund-
um. Áð henni aflokinni hefst
fjölbreytt sýningardagskrá kl.
14.00. Þar verða sýndir stóðhest-
ar og hryssur. Dagskrárliðurinn
„Ræktunarbússýningar" ætti að
vekja athygli sem og sýningar
barna, unglinga og eldri félaga úr
Létti. Þá verður boðið upp á
hindrunarsökks- og kerruaksturs-
sýningu og munsturreið félaga úr
íþróttadeild Léttis. Þegar sýning-
ardagskrá lýkur verður háð gæð-
ingaskeiðskeppni. Um kvöldið
verður opið hús í Skeifunni í
Breiðholti ofan Akureyrar, en
Skeifan er félagshús Hesta-
mannafélagsins Léttis.
Dagskrá sunnudagsins hefst kl.
13.00 með úrslitum í fjórum
gangtegundum, en kl. 14.00
verður sýningardagskráin endur-
tekin. Að henni lokinni verður
efnt til keppni í 150 metra skeiði
og síðan verður leikunum slitið
með viðhöfn. ój
Bókamarkaðurinn á Akureyri:
Um 30.000 bækur seldar
Stóra bókamarkaðnum í kjallara
kjörmarkaðs KEA í Hrísa-
lundi lýkur á sunnudag. Mark-
aðurinn hefur gengið mjög vel
og þegar hafa verið seldar um
30.000 bækur.
Þar sem nú fer að síga á seinni
hlutann, verður boðið upp á sér-
tilboð síðustu dagana. Margar
'bækur lækka enn frekar í verði
og þá verður boðið upp á 12
gamlar bækur saman á sérstöku
tilboðsverði, eða kr. 500. Mark-
aðurinn er opinn í dag frá kl. 9-
18, á morgun föstudag frá kl. 9-
19, á laugardag frá kl. 10-18 og á
sunnudag frá kl. 13-18. -KK