Dagur - 26.03.1992, Side 4

Dagur - 26.03.1992, Side 4
4 - DAGUR - Fimmtudagur 26. mars 1992 ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF. SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31 PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 96-24222 ÁSKRIFT KR. 1200 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ KR. 110 GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMNETRA 765 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON BLAÐAMENN: INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 96-41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, JÓN HAUKUR BRYNJÓLFSSON (iþróttir), ÓLI G. JÓHANNSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, SKÚLI BJÖRN GUNNARSSON (Sauðárkróki vs. 95-35960, fax 95-36130), STEFÁN SÆMUNDSSON. ÞÓRÐUR INGIMARSSON LJÓSMYNDARI: KJARTAN ÞORBJÖRNSSON PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON, ÞRÖSTUR HARALDSSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF. SÍMFAX: 96-27639 Að beygja sig undir Brusselvaldið Síðla árs 1990 lagði Ragnhildur Helgadóttir, þáverandi alþingismaður, til að íslendingar sæktu um inngöngu í Evrópubandalagið. Með þeirri tillögu braut hún blað í umræðum um bandalagið á vettvangi íslenskra stjórn- mála. Fram að þeim tíma hafði sú skoðun ekki verið sett fram með jafn ótvíræðum hætti. Þingmaðurinn taldi að íslendingar ættu það mikilli velvild að fagna innan raða bandalagsins að þeim bæri að notfæra sér hana. Umræður um beina aðild að Evrópubandalaginu hurfu þó fljótlega í skuggann af samningunum um Evrópska efnahagssvæðið. Hin sameiginlegu tengsl aðildarríkja EFTA við ríki EB voru í brennidepli og mikið lagt undir að samningar næðust. Eins og kunnugt er hefur samnings- þóf EFTA- ríkjanna og EB dregist á langinn og á ýmsu gengið í því sambandi. Nú síðast deilum um hvaða dóm- stóll eigi að hafa úrslitavald í ágreiningsefnum EFTA-ríkj- anna við Evrópubandalagið og ríki þess. Á meðan samninganefndir hafa þráttað um lagatexta í fundarsölum í Briissel hefur þróun Evrópumála haldið áfram. Nú er ljóst að meirihluti EFTA-þjóðanna stefnir að fullri aðild að Evrópubandalaginu með þeim kostum og göllum sem því fylgja. Norðmenn eru tvístígandi sem fyrr en Ijóst að þrýstingur á þá um að sækja um aðild fer vax- andi. Allt bendir því til að samningarnir um Evrópska efnahagssvæðið verði skammvinnir, komist þeir einhvern tíma í gagnið og risinn í Evrópu teygi anga sína til norðurs innan tíðar. Á ráðstefnu um Evrópumálin, sem haldin var fyrir skömmu, varpaði Þórarinn V. Þórarinsson, framkvæmda- stjóri Vinnuveitendasambands íslands, því fram að eðli- legt væri að við legðum inn umsókn um aðild að Evrópu- bandalaginu. Þar með gæfist okkur kostur á sjá hvaða skilmálar fylgdu inngöngunni - hverjir væru kostir þess og gallar. Síðan mætti taka ákvörðun um aðild því ekki væri hið sama að máta flíkina og kaupa. Líta verður á þessa hugmynd framkvæmdastjórans þeim augum að hann sé að leggja til raunverulega aðild því öruggt má telja að þjóðríki hefji ekki viðræður um svo viðamikið mál ef hugur fylgir því ekki. Með inngöngu í Evrópubandalagið afsala viðkomandi ríki sér ákveðnum þáttum í sjálfsforræði sínu til sameigin- legrar yfirstjórnar bandalagsins samkvæmt Maastricht- samkomulaginu og ekki verður annað séð en í uppsigl- ingu sé stórríki í Evrópu. Spyrja má hver áhrif smáþjóðar á borð við ísland myndu verða í því samfélagi. Miðað við þá stífni sem Evrópubandalagið hefur hingað til sýnt í samningum og það ríkjandi sjónarmið að eitt skuli yfir alla ganga er ljóst að við fengjum litlu ráðið um margvís- leg málefni okkar eftir inngöngu í samsteypuna. Þótt þjóðir Evrópubandalagsins séu nú að girða sig af í viðskiptalegu tilliti og vinna þannig gegn auknum kröf- um um frjáls viðskipti á milli ríkja heims - að minnsta kosti um sinn eigum við margvíslega möguleika. Við ráð- um yfir auðlindum sem umheimurinn sækist eftir og ekk- ert síður Evrópuþjóðirnar en aðrir. Má þar nefna fiskimið- in við landið og ómengaðan vatnsforða þess - bæði til orkuframleiðslu og drykkjar. Sérstaða íslands er mikil og ef skynsamlega verður haldið á málum er ástæðulaust að örvænta þótt við kjósum ekki að beygja okkur undir Brusselvaldið. ÞI Haraldur Davíðsson: Opið bréf til lesenda Nú er svo komið að ég fæ alls ekki lengur orða bundist. Nú finnst mér nóg komið. Svo er reyndar um fleiri viðkomandi og óviðkomandi. Eins og allir vita, (sumir reynd- ar betur en jafnvel lögreglan sjálf að því er virðist) komst upp hassmál eitt mikið á dögunum og tengdust nokkrir því þ.á m. undirritaður. Um þetta tiltekna mál hafa síðan spunnist hinar ótrúlegustu tröllasögur. Heið- virðir bæjarbúar og sveitungar jafnvel líka, eru og hafa verið krossfestir miskunnarlaust í þess- um nornaveiðum. Er fjöldi þeirra sem eiga að hafa tekið þátt í þessu sjónarspili orðinn slíkur að mesta furða er að nokkur kjaftur hér í bæ skuli yfirleitt ganga laus. Ég vil taka það skýrt fram að ég er hér ekki að mæla mér og öðrum meintum aðilum að mál- inu nokkra bót. En það er sorglegt til þess að vita að vinnufriður og heimilis- friður saklausra manna er eyði- lagður vegna þess að fólk þykist syndlaust og kastar hverjum steininum á fætur öðrum. Ætti þessi tegund fólks sem nærist á svona blaðri því barasta að skammast sín. „Hugsaðu allt sem þú segir en segðu aldrei allt sem þú hugsar," eins og þar stendur. Verst er þó að nú er það orðið sýnt og sannað að upplýsingar leka viðstöðulaust út af lögreglu- stöðinni. Taki þeir það til sín sem eiga það. Sem betur fer eru ekki allir undir þeim hatti. Jafnvel úr einu af efstu sætum lögregluembættisins hefur lekið!!! og lekur enn!! Þeir sem þekkja lögin um starfsaðferðir þessara manna vita að þetta er eiðsvarið starf, þeim sama og þagnar- og trúnaðareið og læknar t.d. lúta. Því spyr ég si svona: Hvar er það fordæmi sem þessir varð- menn laga og siðgæðis eiga að sýna? Er það kannski að nefna dóttur sinni nöfn þeirra sem eru í yfirheyrslu, svo hún geti sagt vin- um sínum eitthvað krassandi? Að þessu hefur t.d. fangavörður orðið uppvís í þessu tiltekna máli. Með fullri virðingu fyrir þeim flestum (sem betur fer) og þessari stofnun sem slíkri. Haraldur Davíðsson Höfundur er búsettur á Akureyri. Ég met áreiðanleika tveggja bænda meir en tveggja „innheimtulögfræðinga“ Framkvæmdastjóri Innheimtu og ráðgjafar vænir mig í Degi í fyrradag um lygar og óhróður. Ég er slíku vanur. Því þegar ég hóf skrif mín um tannlækna, voru einu svörin sem ég fékk, að ég færi með ósannindi og tröllasög- ur. í fimm ár hafa staðið óhraktar fullyrðingar mínar um kjör tann- lækna og standa enn. Ég stend við það sem ég hef sagt um að innheimtufyrirtækið hafi platað Ingibjörgu Einars- dóttur til að mæta ekki til fóget- ans enda staðfestir grein Sig- tryggs Jónssonar bónda þá full- yrðingu. Ég skora á þá sem hafa sömu sögu að segja og Ingibjörg og Sigtryggur, að láta í sér heyra. Varðandi þátt fógetavaldsins vil ég segja, að það er orðið hart í landi hér, ef óvandaðir aðilar geta logið upp á aðra skuldum, og fengið fógetann í lið með sér til að þvinga þá sem logið er upp á til að mæta og sanna sakleysi sitt. í athugasemd fulltrúa fógeta í Degi í gær segir að dómari eigi að meta rétmæti krafnanna og meta hvort málatilbúnaði innheimtu- mannanna „sé í engu áfátt“. Dómsvaldið bregst borgurunum Lagðar eru fram 29 kröfur, allir sem mæta (8) færa sönnur á að kröfurnar séu óréttmætar. Það hlýtur að vera lágmarkskrafa til dómarans að þegar yfir fjórðung- ur þeirra sem stefnt var sýna fram á að málatilbúningi stefnanda (innheimtumannanna) er áfátt, og kröfurnar í meira lagi vafa- Vilhjálmur Ingi Árnason. samar, þá beiti hann almennri skynsemi og fari fram á haldbetri gögn gegn þeim sem ekki mættu. Þess í stað gefur hann sér það að allir sem ekki mættu séu van- skilamenn sem þurfi að sækja að lögum. Hefði ekki verið affararsælla og eðlilegra af dómaranum að krefja innheimtufyrirtækið um frumbókhaldsgögn í málinu og láta það sanna betur skuldina, í ljósi þess hve margir hinna meintu skuldara gátu lagt fram kvittanir. Var ekki hægt að stöðva þetta mál vegna „vanreifunar“? Nei dómarinn kaus að ganga frekar erinda hins vafasama lög- manns í stað þess að kanna ræki- lega málavöxtu. Það er á þessum tímapunkti sem ég tel að fógeta- valdið hafi verið platað til að verða verkfæri innheimtumann- anna, því eftir að dómur um aðfararhæfi er uppkveðinn er kerfið komið í gang og ekkert getur stöðvað það nema tvígreiðsla eða áfrýjun til Hæstaréttar. Af hverju var ekki leitað til Hæstaréttar? Ef það er satt að fógeti hafi sinnt upplýsingaskyldu sinni, hvernig stendur þá á því að enginn hinna 17 sem fjárnám var gert hjá virð- ist fara eftir upplýsingunum? Er fógeti alveg viss um að hann hafi sinnt þessari skyldu sinni? Sonur Ingibjargar fór líka til lögfræðings hér í bænum. Lög- fræðingurinn benti ekki á neina leið til varnar. En núna eftir að þetta varð að blaðamáli, er verið að reyna að bæta úr vitleysunni á bak við tjöldin, sem mér sýnist aðallega miðast við að bjarga lög- fræðingastéttinni sem hefur á undanförnum árum nærst á svona málum. Þeir einu sem græða þeg- ar upp er staðið eru lögfræðing- arnir. Enn einu sinni spyr ég: Er virkilega enginn hlutlaus lög- fræðingur sem finnur sig knúinn til að leggja orð í belg? Vilhjálmur Ingi. Höfundur er formaður Neytendafélags Akur- eyrar og nágrennis. Safnaradagur í Kolaportinu 29. mars Kolaportið mun efna til sérstaks safnaradags í Kolaportinu sunnu- daginn 29. mars og er þetta í ann- að sinn sem slíkt er gert. í fyrra tókst safnaradagurinn mjög vel með þátttöku um 50 safnara víða að af landinu, sem seldu, skiptust á og sýndu hina fjölbreyttustu safngripi. Safnarar sem heim- sóttu Kolaportið þennan dag skiptu hins vegar þúsundum og þótti safnaradagurinn hafa tekist mjög vel. Unnið er að undirbúningi þessa safnaradags í samvinnu við ein- staka safnara og félög safnara um land allt, og segja má að safnarar á Norðurlandi séu sérstakir hvatamenn að þessu með Höllu Jökulsdóttur í broddi fylkingar en hún býr á Efri-Mýrum í Húna- vatnssýslu (sími 95-24326), en Dalvík er sennilega stærsti safn- arabær landsins a.m.k. miðað við höfðatölu. Safnarar eru mjög margir hér á landi og söfn þeirra ótrúlega fjöl- breytt. Má t.d. nefna spil, jóla- skeiðar,. öskubakka, frímerki, eldspýtustokka, stutt sjaldgæf mannanöfn, teskeiðar, glasa- mottur, símskeyti, golfkúlur. ölglös, ávísanir, vísur um hunda, servíettur, glansmyndir og ótelj- andi margt fleira. Eins og í fyrra verður öllum söfnurum gefinn kostur á að leigja sér borðpláss til að selja, skipta og sýna safnmuni sína. Sérstakt svæði í Kolaportinu verður ætlað söfnurum þar sem þeir verða allir saman í hóp en auk þess verður einnig venjulegt markaðstorg í Kolaportinu þenn- an dag í öðrum hlutum hússins. Safnarar sem hafa áhuga á þátttöku eru beðnir að hafa sam- band við skrifstofu Kolaportsins sem fyrst.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.