Dagur - 26.03.1992, Síða 5

Dagur - 26.03.1992, Síða 5
Fimmtudagur 26. mars 1992 - DAGUR - 5 Allar forsendur til þess að efla Sighiijörð segir Björn Valdimarsson, bæjarstjóri, í spjalli um starfið, sjálfan sig og Sigluijörð Bæjarstjóri þarf að búa yfir hæfilegri blöndu af ákveðni og sveigjanleika, segir Björn Valdimarsson, bæjarstjóri á Siglufirði. Björn Valdimarsson hefur nú setið á annað ár í stóli bæjar- stjóra á Siglufirði. Hann er 37 ára Reykvíkingur og bjó á heimaslóðum fyrstu 28 árin. Á þeim árum vann hann m.a. hjá hljómplötuútgáfunni Fálkan- um og kom nærri stofnun Grammsins. Fluttist síðan norður í Húnaþing og vann við rekstur prjónastofa á Blöndu- ósi og Hvammstanga í átta ár. Var þá ráðinn starfsmaður átaksverkefnis í atvinnumálum á Siglufirði og tók sæti á lista óháðra í síðustu bæjarstjórnar- kosningum. í kjölfar kosn- inganna var hann ráðinn bæj- arstjóri. Hvernig líkar honum starfið? „Mér fellur það vel. F>að er gott að vinna með Siglfirðingum. Fyrstu mánuðirnir voru eðlilega mjög erfiðir vegna þeirrar erfiðu stöðu sem við vorum í. Maður þurfti á þeim tíma að segja nei við flesta sem komu hingað á bæjarskrifstofuna. Staðan er allt önnur og betri í dag og því ólíkt skemmtilegra að takast á þetta,“ segir Björn. Erilsamt starf Björn viðurkennir að starf bæjar- stjóra sé töluvert erilsamt. „Starfið er þess eðlis að maður er alltaf með hugann við það. Eigin- lega má segja að maður sé alltaf í vinnunni.“ - Hvernig á góður bæjarstjóri að vera? „Nú mátaðir þú mig alveg,“ sagði Björn og hló. Bætti síðan við. „Ég hygg að til þess að sinna þessu starfi vel, þá þurfi hæfilega blöndu af ákveðni og sveigjan- leika.“ - Ertu ákveðinn? „Það eru víst aðrir betri að dæma um það. Bæjarstjóri tekur ekki allar ákvarðanir út frá rekstrarlegum forsendum, eins og maður sem stýrir fyrirtæki. Það þarf alltaf að taka tillit til fleiri þátta. Mestu máli skiptir að geta hlustað eftir því sem fólk í kringum mann vill og í framhaldi af því að vega og meta hvað af því hægt er að framkvæma og hvað ekki. Það auðveldar mitt starf sem bæjarstjóri að meiri- hluti bæjarstjórnar hér er mjög samhentur og raunar má segja um alla bæjarstjórnina að hún er mjög samstíga. Það léttir mjög starfið. Þá má ekki gleyma hlut starfsfólks bæjarins." Bjartara framundan í atvinnumálunum Siglfirðingum hefur fækkað veru- lega á undanförnum árum og ákveðins vonleysis hefur gætt. Sum atvinnufyrirtæki hafa staðið fremur illa og bæjarsjóður var hættulega skuldsettur. Á þessu hefur orðið veruleg breyting á síðustu misserum. Björn horfir til betri daga. „í fyrra fækkaði hér um 40 manns og ég tel að þá fækkun verði að skoða í ljósi þess ástands sem hér var. Loðnu- bræðslan hefur verið bæjarfélag- inu mjög mikilvæg, en hingað kom sáralítil loðna á síðasta ári. Þetta hafði í för með sér verulega fækkun starfsmanna hjá Síldar- verksmiðjum ríkisins. Á þessu ári horfum við fram til aukinnar atvinnu. Hingað hefur borist mun meiri loðna en á síðasta ári og bærinn framkvæmir verulega meira í ár en í mörg undanfarin ár. Þá má ekki gleyma því að Þormóður rammi hefur fest kaup á togara, sem hefur jákvæð áhrif fyrir atvinnulífið í bænum.“ Stóra málið að hafa næga atvinnu og þjónustu Björn segir ekki hægt að horfa framhjá því að Siglufjörður sé endastöð í samgöngulegu tilliti. Á móti komi að samgöngur við bæinn séu góðar. Leiðin til Siglu- fjarðar sé að stórum hluta lögð bundnu slitlagi og Siglfirðingar búi við góðar samgöngur í lofti. „Stóra málið fyrir bæinn er að hafa næga atvinnu og þjónustu. Kröfurnar eru miklar og Siglu- fjarðarbær reynir eftir mætti að koma til móts við þær og ég hygg að með þjónustu við bæjarbúa stöndum við nokkuð sæmilega miðað við ýmsa sambærilega staði á landsbyggðinni.“ Málefni landsbyggðarinnar bárust í tal og Björn sagðist hafa veriö mun hræddari um stöðu hennar fyrir fimm árum en í dag. „Mér finnst ráðamenn þjóðarinn- ar vera að gera sér æ betri grein fyrir því að við lifum á útflutn- ingi. Og ég tel að það skipti kannski ekki síður máli að niður- sveifla liefur verið viðvarandi víða á landsbyggðinni undanfarin ár. Reykjavík finnur hins vegar fyrir samdrætti um þessar mundir. Þetta hefur haft það í för með sér að mörg fyrirtæki á landsbyggðinni hafa náð að aðlagast breyttum aðstæðum. Þetta á t.d. við um mörg sjávar- útvegsfyrirtæki, sem eru eins og við vitum víða burðarásar í atvinnulífi á landsbyggðinni. Mér er til efs að aðrar stórar atvinnu- greinar hér hafi farið í gegnum allt að 40% samdrátt í veltu og náð að aðlagast þeirri skerðingu með sama hætti og sjávarútveg- urinn hefur þrátt fyrir allt gert.“ Er með jeppadellu „Frístundirnar snúast nær ein- göngu um fjölskylduna, ekki síst eftir að ég eignaðist barn á sl. hausti. Síðan taka kvöldgöngurn- ar með hundinn sinn tíma. Til þess að komast í burtu frá þess- um venjulega erli gerum við svo- lítið af því að fara í sumarhús í Víðidalnum. Svo er það jeppinn. Hann hefur lent svolítið útund- an. Ég fékk fyrst smjörþefinn af þessu eftir að ég fór í eina ágæta haustferð með þeim Andrési Magnússyni, lækni, Guðna Sveinssyni, lögreglumanni, Gunnari Júlíussyni, vélstjóra og útgerðarmanni og Páli Sigurðs- syni, vélstjóra. Þá komst ég á bragðið. Síðan fór ég í aðra ferð í mars fyrir tveim árum. Þá lent- um við í því að berjast í tíu vind- stigum 20 síðustu kílómetrana að Hveravöllum. Eftir þetta fékk ég delluna og ákvað að fá mér jeppa. En því miður hefur ekki gefist eins mikill tími til fjalla- ferða og maður' hefði gjarnan viljað." Bjartsýnn á framtíð bæjarins í lokin var sú stóra spurning lögð fyrir Björn hvernig hann sæi fyrir framtíð Siglufjarðarbæjar? „Eiginfjárstaða samfélagsins hér, bæði bæjarsjóðs og fyrir- tækja, er orðin jákvæð og því eru allar forsendur til þess að efla Siglufjörð. Á hinn bóginn er gott að vera ekki með of miklar vænt- ingar eða stórar yfirlýsingar um það. En ég þykist vera þess full- viss að vinna við endurskipulagn- ingu atvinnulífs hér mun halda áfram og hún skilar sér þegar upp verður staðið. Kaup Þormóðs ramma á fjölveiðiskipinu Sunnu segir meira en mörg orð um að við erum á réttri leið. En menn verða að halda vöku sinni. Það þarf ekki mörg feilspor til þess að veikja stöðuna," sagði Björn Valdimarsson. óþh Að mati bæjarstjóra er staða atvinnufyrirtækja og bæjarsjóðs ágæt og hann telur því allar forsendur til að efla Siglu- fjörð. Myndir: Golli Viö eigum glæsilegar bækur sem eru tilvaldar til fermingargjafa: M.a. myndskreytta Passíusálma - World Atlas - Biblíuna í myndum - Ijóðabækur - Stóru fiskabókina - Byggingalistasögu Fjölva o. fl. o. fl. SWSKO BÓKAMARKAÐURINN Hrísalundi 5 Kjallara Opiö: Föstud. kl. 9:00-19:00 Laugard. kl. 10:00-18:00 Sunnud. kl. 13:00-18:00 -Síöasti dagur HÖNNUNARDEILD

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.