Dagur - 26.03.1992, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 26. mars 1992 - DAGUR - 7
Tilfinningarnar ólga. Snæfríður íslandssól (Elva Ósk) og
Arnas Arnæus (Hallmar Sigurðsson).
Herdís Birgisdóttir og Þórdís Arnljótsdóttir í hlutverk-
um sínum.
miklu stolti, sem er hennar
höfuðsmerki, en hún er fyrst og
fremst ástfangin af Árna. Hún
skilur ekki alþýðuna og er vön að
fá allt sem hún girnist, þangað til
í ljós kemur að hún fær ekki
Árna. Nokkrar setningar í
leikritinu lýsa henni mjög vel.
Hún segir að hún vilji heldur fá
þann versta en þann næstbesta en
með tímanum breytist þetta og
hún giftist bæði þeim versta og
næstbesta, Magnúsi í Bræðra-
tungu og dómkirkjuprestinum.
Jón Hreggviðsson segir að hún
sé eins og reyrstafur sem réttist
alltaf við aftur þótt hann bogni.
Það gerir stoltið, sama hvað bját-
ar á þá reisir hún sig upp.
Mér finnst Snæfríður ekki
mjög flókin persóna. Hún er
algjör andstæða við alþýðuna og
Jón Hreggviðsson. Hún er ósköp
indæl en hana vantar þennan
djúpa skilning á því pólitíska
umhverfi sem Hallmar var að
lýsa áðan.
Árni helgar sig bókum og Snæ-
fríður er eiginlega ástfangin af
ímynd hans, þessa höfuðsmanns
sem er ágætastur allra íslendinga.
Hún þráir hann og heldur að hún
fái hann en sér loks að þetta
gengur ekki upp, enda eiga þau
ekki samleið.
Snæfríður fer sínar eigin leiðir,
sem þekktist varla á þessum
tíma, og fer á Þingvöll þar sem
konur eru yfirleitt ekki velkomn-
ar. Hún vill sjá drekkingarhylinn
og mann höggvinn. Það er mikil
ólga í henni og kraftur. Hún læt-
ur engan stjórna sér og kemst
upp með það,“ sagði Elva Ósk að
lokum um hina stoltu Snæfríði
íslandssól.
Eins og áður segir verður
íslandsklukkan frumsýnd nk.
föstudag og næstu sýningar verða
á laugardag og sunnudag. íslands-
klukkan er tvöföld afmælissýn-
ing, Leikfélag Akureyrar verður
75 ára 19. apríl og Halldór Lax-
ness 90 ára 23. apríl. Það er því
rík ástæða til að fagna og finna
þjóðarsálina í Samkomuhúsinu.
SS
Kaffihlaðborð
verður í Lóni við Hrísalund, sunnudaginn 29.
mars frá kl. 15-17.
Allir velkomnir.
Harmonikuunnendur.
Akureyringar, Eyfirðingar, Þingeyingar
Harmonikutónleikar
og dansleikur
í Bláhvammi við Skipagötu, laugardaginn 4.
apríl nk.
Skemmtunin hefst kl. 21.30 með tónleikum hljóm-
sveitar FHUE og hljómsveitar Harmonikufélags Þing-
eyinga.
Harmonikuleikarar úr báðum félögunum leika fyrir
dansi.
Húsið opnað kl. 20.30. Miðasala við innganginn.
Allir velkomnir.
Félag harmonikuunnenda við Eyjafjörð,
Harmonikufélag Þingeyinga.
Ferskar
fréttir með
morgunkaffinu
ÁskriftaríS? 96-24222
Kristján Kristjánsson:
Lesið miUi lína minna...
Það fór eins og ég átti von á, að
hugleiðingum mínum í dálknum
Efst í huga þann 14. mars yrði
svarað. Þar deildi ég á skólahald í
grunnskólum og spurði m.a. hvort
ekki væri hægt að haga undirbún-
ingi skólahaldsins á annan hátt og
fækka um leið frídögum nem-
enda.
Ekki er það ætlun mín að fara
að skrifast á við kennara um
þetta mál. Hins vegar get ég ekki
látið hjá líða að leiðrétta Kristin
G. Jóhannsson, skólastjóra
Bröttuhlíðarskóla og svara Gísla
Baldvinssyni, kennara við Gagn-
fræðaskóla Akureyrar.
Heimavinnandi húsmóðir
Kristinn G. tekur skrif mín fyrir í
Bakþönkum sínum í Degi sl.
laugardag og reynir þar m.a. að
lesa milli lína í minni grein og fær
það út að ég sé að vandræðast
vegna þess að sonur minn fái ekki
að vera í skólanum eins og mér
og móður hans hentar. (Af
hverju var ég svona viss um skrif
mín yrðu túlkuð á þennan hátt?).
Ekki get ég sagt að Kristni hafi
tekist vel upp og hann fer reynd-
ar með rangt mál. Til að fyrir-
byggja allan misskilning, skal það
upplýst, Kristni og fleirum til
glöggvunar, að konan mín er
heimavinnandi húsmóðir. Við
eigum tvö önnur börn, dreng rétt
að verða tveggja ára og fjögurra
mánaða stúlku. - Og þar sem
konan mín vinnur heima, getur
sonur minn sem stundar nám í 2.
bekk grunnskóla, alltaf, hvort
sem frí er í skólanum vegna
starfs- eða skipulagsdaga, eða þá
að börnin eru send óvænt heim á
miðjum skóladegi, fundið móður
sína heima. Ég hef heldur ekki
heyrt konu mína tala um ónæði
af því að hafa soninn heima, eins
og Kristinn G. vill vera láta. Hins
vegar er ég í vinnunni 8-10 klst. á
dag en hitti son minn alltaf í
hádeginu og á kvöldin og að sjálf-
sögðu um helgar.
Kennsla oftar fallið niður
en segir í skóladagatalinu
Það sem Kristinn er að tala um á
við um marga nemendur, þ.e. að
báðir foreldrar vinni úti og því sé
„þægilegt“ að börnin séu sem
mest í skólanum en það á ekki
við í mínu tilfelli!
Hvort ég á eftir að verða kenn-
ari og síðar þingmaður eins og
Kristinn G. ýjar að, læt ég ósvar-
að og þá minntist ég ekki einu
orði á að kennarar stunduðu
vinnusvik. Hvort ég, Kristinn G.
og Ólafur G. menntamálaráð-
herra getum komið okkur saman
um hvert á að vera hlutverk for-
eldra, skóla og menntamálaráðu-
neytis í uppeldi barna, er aldrei
að vita og kannski á Ólafur G.
eftir að skipa nefnd um það mál,
þar sem við þrír eigum sæti.
Kristinn talar um bækling frá
skólanum þar sem skýrt er frá
öllu vetrarstarfinu og því ætti
tæpast að koma mér á óvart
hvernig til er hagað. Þennan
bækling á ég og ég fullyrði jafn-
framt að kennsla hefur fallið oft-
ar niður í vetur en gefið er upp í
skóladagatalinu í þeim ágæta
bæklingi.
Skólastarfíð ekki heilög kýr
Gísli Baldvinsson, skrifar grein í
Dag á þriðjudag undir fyrirsögn-
inni: „Takk fyrir innleggið
Kristján!" Ég segi nú bara; verði
þér að góðu Gísli!
Ég er sammála Gísla um það
að skólastarfið er ekki heilög kýr
og umræða um það á að vera virk
og þátttaka foreldra meiri. Varð-
andi þá hugmynd Gísla, að boð-
að yrði til fundar um skólamál,
vil ég taka undir með honum og
myndi sjálfur reyna að mæta þar.
Því er ekki að neita að ég hef
fengið þó nokkur viðbrögð við
mínum skrifum, bæði frá kennur-
um og öðru fólki úti í bæ. Kenn-
arar eru mér ósamála en annað
fólk úti í bæ hefur lýst yfir ánægju
sinni með mín skrif og talið þau
fyllilega tímabær. Hvort fleiri
vilja hins vegar tjá sig opinber-
lega um málið, verður bara að
koma í ljós.
Kristján Kristjánsson.
Höfundur er fréttastjóri Dags.
SUNNUHIIÐ
VERSIUNARMIÐSTÖÐ
Matvörudeild KEA
TILBOÐ
Lambakótilettur
aðeins kr. 688,- kg
★
Tökum aö okkur gerð ostabakka og
pinna fyrir stórar sem smáar veislur.
★
Komdu og skoðaðu ostaborðið
Sjáumst í Sunnuhlíð